Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993. Spumingin Ferðu á þorrablót? Kara Ragnarsdóttir afgreiðsludama: Geri nú lítið af því að fara á þorra- blót. Ragnheiður Brynjólfsdóttir: Geri lít- ið af því að fara á þorrablót en borða þorramat. Brynja Garðarsdóttir húsmóðir: Nei, ég fer ekki á þorrablót. Sjöfn Aðalsteinsdóttir: Ég fer ekki á þorrablót en borða þorramat. Lúðvik Hilmarsson vaktmaður: Fer ekki á þorrablót í ár en finnst þorra- matur mjög góður. Jóna Waage sjúkraliði: Fer ekki á þorrablót en borða hluta af þorra- matnum. Lesendur______________ Trillufiskur f ari í lúxusf lokk „íslenskan úthafsfisk í úrvalsflokki," vill bréfritari láta kalla íslenska trillufisk- inn. Ragnar skrifar: Okkur íslendingum ætlar seint að lærast að vinna okkur upp metorða- stigann í þeim atvinnuvegi sem við höfum þó þekkingu í og flestir lands- menn hafa komið nálægt einhvem tíma ævinnar. í fiskveiðum, vinnslu og markaðssetningu. Að minu mati látum við einfaldlega reka á reiðan- um með þann afla sem að landi berst, vinnum hann stundum, stundum ekki, nýtum hann að hluta, og köst- um afganginum. Svo þegar við stöndum uppi með tvær hendur tómar byija kröfuhóp- amir að kallast á. Togaraútgerðin, sem skiptist í verksmiðjutogara og hina sem ekki vinna fiskinn um borð vill fá svo og svo mikinn hlut fyrir sig, þá kemur neta- og línubátaút- gerðin og setur sér takmark og síö- astir koma svo triUukarlamir svo- nefndu sem ákveðið hefur verið að gera útlæga. Þeir eiga fáa talsmenn. I mesta lagi öfáa þingmenn sem mega sín lítils gegn útgerðaraðlinum sem segist eiga miðin og viU stjórna afla- brögðum og markaðsmálum frá upp- hafi til enda. Nú, fiskurinn kemur ýmist að landi hér eða þá að með hann er siglt beint á markað erlendis. Fiskur sem skol- að er á land hér er settur svo að segja í eina kös. Þorskur er þorskur, segja menn og ýsan er ýsa. Og fiskurinn er verkaður og unninn samkvæmt formúlunni; þorskur, ýsa, karfi, ufsi, flatfiskur o.s.frv. Þetta er náttúrlega ein allsherjar fáviska og mistök frá upphafi til enda. Eðlilega á að flokka fiskinn rækilega við móttöku. Máhð er það að triUufiskurinn er sá besti sem aflað er. Þennan fisk ætti að flokka í sérvinnslu, helst með því aö flaka hann, pakka flökunum og merkja sérstaklega með nafni framleiðanda hverrar vinnslustöðv- ar, dagsetningu veiðidags, og setja svo aUt í ís í þar til gerða gáma eða kistur og fljúga með hann á erlendan neytendamarkað. Fyrir þennan fisk sem væri merktur sem „íslenskur úthafsfiskur í úrvalsflokki" fengist hæsta verð sem þekktist á erlendum mörkuðum. Þetta gæti skapað fasta hefð líkt og með franska vínið og svissnesku ostana. Sérvara í sér- flokki, eftirsótt og verðmæt. Til ákærenda í Sæbrautar 2 málinu Vilberg Tryggvason skrifar: Góðir ákærendur og aðrir. - Ekki er nú svo að ég hafi skrifað þessi orði í reiðikasti. Yfirlýsing ykkar þann 21. jan. sl. var komið sem fyUti mæUnn. Ég er bara menntskælingur og á þroskahefta systur sem ég ólst upp með og tel mig því engan ný- græðing í umgengni við þroskahefta. Ég get engan veginn sagt að það sé dans á rósum að búa undir sama þaki og systir mín. Þau eru ófá skipt- in sem ég hef orðið hræddur við hana og sennUega eru einnig orðin ófá skiptin sem hún hefur grýtt í mig klossunum sínum eða sparkað svo fast í hurðir að við lá að þær hrykkju af hjörunum. Systir mín er sem sé enginn engill. Ég viðurkenni þó að oftar en ekki átti ég upptökin. Fjölskyldum þroskaheftra eru mörgum hverjum miklar hömlur settar í daglegu lífi. Ég hef oft heyrt athugasemdir frá krökkum eins og þessa: „Mamma segir að systir þín sé aumingi og eigi bara að vera á hæli.“ Eða: „Ertu jafn þroskaheftur og systir þín?“ - Þetta hefur veitt mér sjálfstraust. Oft hef ég velt því fyrir mér hvort þeir sem leggja fram ákærur vegna áreitni þroskaheftra séu reiðubúnir að flytja úr hverfinu ef þroskaheftur einstakhngur flytur inn á heimili þeirra. Það vih nú svo til að ekki er alltaf hægt að ráða því hvort þroskaheftur unghngur er í fjölskyldunni eða ekki. Hvar eiga þroskaheftir að búa? Kannski ætti að reisa smáíbúða- hverfi líkt og Soweto Suður-Afríku- manna? Ég get fuhvissað ykkur um að stór hópur þroskaheftra býr hjá foreldrum sínum nær alla ævi. Æðsta ósk systur minnar nú er að komast á sambýh og geta lifað þar eins heilbrigðu lífi og auðið er. Að lokum vh ég geta þess að fjölskylda okkar flutti i nýtt hverfi fyrir nokkru. Ég hef ekki heyrt aö fast- eignaverðið hafi hækkað í gamla hverfinu né að það hafi lækkað í því nýja. Færeyjar, ísland; er mikill munur? Magnús Jónsson skrifar. Það er mikið gert úr vanda Færey- inga þessa dagana. Hann er líka umtalsverður. Margir þeir, sem komið hafa th Færeyja á allra síð- ustu árum, sögðu frá því undri sem gerði Færeyingum kleift að búa í haginn þrátt fyrir fámenniö. Fáir minntust á ofíjárfestingu í verkleg- um framkvæmdum en margir hrós- uðu fullkomnu vegakerfi á eyjunum og góðum aðbúnaði ahra eyjar- skeggja. Engum datt í hug að hneykslast, heldur hlóðu lofi á Fær- eyinga og báru þeim vel söguna sak- ir dugnaðar og skynsamlegra fjár- festinga. Nú er öldin önnur. Nú segjast menn hafa séö allt þetta fyrir hjá Færeyingum. Offjárfesting á hveiju strái og í raun hafi ekkert verið eðh- legra en að svona hla færi fyrir þess- Hringið í síma 632700 millikl. 14 og 16-eðaskrilÍð ari frændþjóð okkar. Að vísu segja menn að svona kunni nú að fara fyr- ir okkur ef svo heldur fram sem horf- ir. Hins vegar sé stórt bil á mhh þess- ara tveggja þjóða. Hér séu auðæfin meiri, m.a. vatn og gufa, eins konar beggja handa hálmstrá ef út af bregð- ur í lánatregðu erlendra peninga- stofnana. Já, við íslendingar erum ekki enn komnir „eins iha og Færeyingar" kveður við í hverju horni. - En hvað segja svo útlendingamir sem koma hingað í heimsókn hkt og við gerðum th Færeyja? Hvað segja þessir út- lendingar sem að vísu vita ekkert í sinn haus? Þeir segja blátt áfram, t.d. þeir sem lenda á Keflavíkurflugvehi og sjá ekki annað en nýja flugstöð, nýjar flugvélar skráðar íslenskum einkennisstöfum: Hvemig er þetta hægt hjá þjóð sem ekki er nema 260 þúsund manns og selur lítið annað en fisk úr landi? Já, svona spyrja þeir útlendu sem ekkert þekkja til. En er spumingin heimskuleg? Hvemig myndum við svara svona spurningu? Jarögöng eru algeng samgöngubót í Færeyjum. Konurííslensku þjódfélagi Helga skrifur: Ég hef verið búsett erlendis um alhangt skeið og það sem mér bregður mest viö hér er að finna hve íslenkar konur hafa breyst í tímans rás. Mér flýgur oft í hug hvort samhengi geti veriö á milli liins bágborna efnahagsástands hér og þessarar breytingar. Mér fmnst kynsystur mínar hér orðn- ar mun meira krefjandi en ann- ars staðar gerist. Þetta lýsir sér í tnikhli og oft óþarfa vimiu, ásókn í fundahöld, námskeið og klúbba, mikihi fjarveru frá heimhinu, skemmtanafíkn og áberandi yfir- gangi og ffamhleypni á skemmti- stöðum. Einnig thhneigingu til aö apa hver eftir annarri, t.d. í tísku (allar með stutt hár, o.s.frv.). - Allt þetta setur mark á efnahagslífið því eftir höfðinu dansa hmimir. Hafa ekki konur ráðið því sem þær vilja? Birgir Guðmundsson skrifar: Fréttin um undirritun sam- starfssamnings á mhli Flugleiða og SAS minnir mig á ummæli sem ég las fyrir nokkrum ámm þegar orðrómur um samvinnu íslénsku flugfélaganna tveggja, Flugfélags íslands og Loftleiða, komst á kreik. Þar var sagt aö þótt ekki væri stefnt að sameímngu félag- anna yrði hún orðin að veruleika innan skamms. Það varð og raun- in. Þar var lika sagt að sá dagur kæmi að nýtt íslenskt sameinað flugfélag myndi síðar sameinast SAS. Og hvað er ekki að koma á daginn? Nákvænhega það sama; fyrst náin samvinna og síðar sameimng, þrátt fyrir staðhæf- ingu um hið gagnstæða. Liklega hefur þetta alltaf legið á borðínu. ÞakkirtilDV Einar Einarsson hringdi: Mig langar til að þakka DV fyr- ir ágæta forystugrein í blaðinu nýlega um skylduaðild í félögum. Það er tímabært að sterkir fjölm- iðlar taki undir baráttu almenn- ings fyrir afnámi skylduaðildar- innar. Sama gildir um lífeyris- sjóðína. Þeir eru orðnir byrði á mörgum launþegum sem einfald- lega vilja hafa frelsi i þessum málum. Þaö hlýtur að verða bar- áttumál launþega að losa um skylduaöhd að félögum og lífeyr- issjóöum. P. Ingólfsson skrifar: Nú hafa mjóu bökin i röðum sjálfstæðismanna veriö svínbeygð með þeim ráöstöfunum að setja skatt á nauðþurftartekjur, 57 þús- und krónur. Raunhæft hefði verið að hækka skattleysismörkin í svo sem 75 þús. kr. á mánuði. Þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn líklega haldiö andhtinu. Tekjur fyrir ofan 200 þús. hefðu hins vegar mátt fá aðeins meiri skatt, fyrst þörf var frekari álagna. i yfirstandandí kjarasamning- um væri ástæða til að leggja áherslu á þessi skattamál lág- launafólks, ekki síður en aðra þætti kjaramála. Fraroganga ljár- málaráðherra í skattaraálum gæti vel skapað góðan jarðveg fyrir vin htla mannsins meö bogna bakið og hulduher hans þegar fram líöa stundir. VilfáVest- ísfirðingur hringdi: Ég og margir fleiri erum þeirrar skoðunar að tímabært sé að kaupa skip sem gegni sama hlut- verki og Herjólfur í Vestmanna- etjum, nefnilega VestQarðaferju sem haldi uppi reglubundnum siglingum milli Reykjavikur og Vestfjarða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.