Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Blaðsíða 36
F R ETTAS KOTI Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Rítstjórn - Auglýsingar Dreifing: Símí 632700 Frjalst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993. Lentiísnjóskafli: Ótrúleg bjart- sýniað reyna að lenda hér - segir sjónarvottur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Eg var búinn að fylgjast með flug- vélinni þegar hún sveimaöi hér yfir, og ég fylgdist með þegar vélin kom inn til lendingar og lenti í snjónum. Það var ótrúleg bjartsýni að ætla sér að lenda á vellinum, ekki síst þar sem þrír farþegar voru í flugvélinni," seg- ir Jón Konráðsson, lögregluþjónn á Ólafsfirði, en hann horfði á litla flug- vél, TF-DSX, reyna lendingu á Ólafs- fiarðarflugvelli í gær með þeim af- leiðingum að hún stakkst á nefið. Mennimir fiórir sluppu ómeiddir. Flugvöllurinn á Ölafsfiröi hefur ekkert verið mokaður í vetur og þvi ekkert verið notaður. Snjólag var yfir öllum vellinum og segir Jón Konráösson að flugmaðurinn hafi tahð að sifiórinn myndi halda flug- vélinni. Hann hafi því komiö inn til lendingar og komið niður um 100 metra inni á brautinni. Rétt eftir lendinguna hafi snjórinn látið und- an, véhn stungist á nefið og síðan dottið niður á hjólin. Skemmdir á vélinni eru aðahega á skrúfunni, hægri væng og hjólabúnaði. „Þetta leit ósköp sakleysislega út úr lofti séð, slétt og gott. Véhn var komin á mjög htla ferð þegar snjór- inn lét undan framhjóhnu, véhn stakkst á nefið og skrúfan rakst nið- ur. Við meiddumst því ekki neitt,“ sagði Valgeir Stefánsson sem flaug vélinni. Eltingaleikur í nótt: 3 stráklingar á stolnum bíl Lögregla handsamaði í nótt þrjá ungaj)ilta á stolnum bíl eftir eltinga- leik. I bílnum fannst þýfi úr innbroti í bíl í Garðabæ í nótt. Strákarnir, sem eru 15 og 16 ára, hafa margoft komið við sögu lögreglu fyrir ýmiss konar afbrot þó ungir séu. Þeir höfðu stohð Saab-bifreið í Flyðrugranda en eigandinn skhdi lyklana eftir í bílnum. Lögreglan í Hafnarfirði kom auga á phtana á bílnum á Hafnarfiarðar- vegi um tvöleytið í nótt og elti þá upp á Rjúpnahæð. Lögreglan frá Reykja- vík kom á öðrum bíl á móti og þegar piltamir sáu að þeir áttu engrar und- ankomu auðið stöðvuðu þeir för sína. í bílnum fannst skólataska og annaö dót sem stohð hafði verið úr bíl í Garðabæ í nótt. Þeir voru fluttir í fangageymslurogfátiltalídag. -ból LOKI Sumirfá bara plástra, aðrir sendiherrastöður! holf og sendi í þau hass Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 33 ára Reykvíking í 4 mánaða fangelsi fyrir fiölmörg fikniefna- brot, m.a. fyilr að hafa leigt tvö póshólf í póstútibúum í Reykjavík og sent í þau samtals nokkur hundruð grömm af hassi í fiögur skipti. Maðurinn var einnig dæmd- ur fyrir að hafa í sex skipti á árun- um 1991 og 1992 haft í vörslum sín- um talsvert magn af amfetamíni og kannabisefhum. Maðurnm neitaði ávaht öhum sakargiftum en var engu að síður sakfehdur fyrir flest þau fiölmörgu ákæruatriði sem honum voru gefin að sök. Sakbomingurinn var einn- ig ákærður fyrir aö hafa leigt þriöja pósthólfið en var sýknaður af þeim sakargiftum. Hjörtur O. Aðal- steinsson kvað upp dóminn. í málinu kom fram að maðurinn sótti um tvö pósthólf. Á þau voru búin til fyrirtækjanöfn - nöfn fyrir- tækja sem ekki voru til. Það sem m.a. var lagt tU grund- vaUar sönnunar fyrir þvi að ákærði bar ábyrgð á fiknefiiasendingunum var aðgangskort að lásbúnaði pó- stútibúsins að Stórhöfða auk þess sem rithandarsýni þóttu sýna fram á aðUd mannsins að misferlinu. Vitni lögreglumanna og starfs- manna póstútibúa þóttu einnig sanna sakir mannsins. -ÓTT Herjólfur: Engar viðræð- ur í deilunni „Mér sýnist að þeir ætli bara að reka skipið við bryggjuna og verði þeim þaö bara að góðu,“ segir Guð- laugur Gíslason, framkvæmdastjóri Stýrimannafélags íslands, en fuhtrú- ar Herjólfs og Stýrimannafélagsins hafa ekkert ræðst við í viku vegna verkfahs stýrimanna á Herjólfi. Verkafall stýrimanna hófst þann 3. febrúar. Forráðamenn Herjólfs voru á leið- inni tU Reykjavíkur í morgun tíl fundar með fulltrúum Vinnuveit- endasambandsins. -Ari Kleppsspítali: Ristuðubrauðog fengu slökkvilið Allt tUtækt slökkvUið var kallað að Kleppsspítala í gær þegar sjálf- virkt viðvörunarkerfi þar fór í gang. Kerfið er beintengt við slökkvihöið og voru ahir menn á vakt sendir af stað. Þegar komið var á Kleppsspít- ala kom í ljós að starfsfólkið hafði einungis verið að rista sér brauð með þessumafleiðingum. -ból Sparisjóöur hjálpar starfsmönnum að hætta að reykja: Borgar nikótínplástur fyrir starfsmennina „Sparisjóðsstjórinn ákvað að að- stoða fólk við að hætta að reykja með því að fiármagna alveg nikótínplást- urinn. Hann vUl koma tU móts við fólkið með þessu. Mér skUst að reyk- ingamenn þurfi að nota plásturinn mismunandi mikið en kostnaður nemur sem svarar einum sígarettu- pakka á dag. Það er einn starfsmaður sem er byrjaður að nota plásturinn en ég hef grun um að fleiri séu að hugleiða að hætta,“ sagði Magnús Waage, starfsmannastjóri hjá Spari- sjóði vélstjóra, í samtali við DV. Magnús segir að af rúmlega fiöru- tíu starfsmönnum sparisjóðsins reyki um þriðjungur. Leyft er að reykja í setustofu starfsmanna. „Undanfarin tvö ár hefur fólk verið aö hætta að reykja, eitt af öðru. Við verðum kannski orðin alveg reyk- laus um aldamótin,“ sagði Magnús Waage. -ÓTT Sverrir Leósson um kaupin á þýska fyrirtækinu: Gefum þetta ekki frá okkur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Ólöf Bragadóttir setur nikótínplásturinn á starfsfélaga sinn i sparisjóðnum, Önnu Guðrúnu. DV-mynd BG ;,Samningaviðræðunum í Þýska- landi er lokið og á mánudag mun stjórn ÚA taka máhð fyrir," segir Sverrir Leósson, stjómarformaður Útgerðarfélags Akureyringa, um hugsanleg kaup ÚA á 60% í þýska útgerðarfyrirtækinu Mecklemburg- er Hochefischeri. Fyrirtækið á m.a. átta frystitogara. „Þetta er svo stórt mál að það þarf að skoða betur þótt við séum engan veginn ánægðir með afgreiðslu sjáv- arútvegsráðherra á erindi okkar um að skipin fái að athafna sig í höfnum hér. Þrátt fyrir það er ég nokkuð bjartsýnn á að úr þessu geti orðið og við viljum ekki gefa þetta frá okkur að svo komnu máli.“ segir Sverrir. Veðriðámorgun: H vöss sunn- anátt um allt land Á hádegi á morgun verður hvöss sunnanátt um allt land. Rigning sunnan- og suðvestan- lands en að mestu þurrt annars staðar. Veðrið í dag er á bls. 44 ÖFennei Reimar og reimskífur Pirulsvn SuAurlendsbraut 10. 8. 680499. i V : f f t i i V ii i ý í i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.