Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR11. FEBRÚAR1993 Útlönd i læri Hjá bresk- umgamanþætti Nýi danski forsætisráðherrann Poul Nyrup Rasmussen hefur hvatt samráðherra sína til að draga nokkurn lærdóm af breska sjónvarpsmyndaflokknum „Já, forsætisráðherra". Rasmussen afhenti öllum ráð- herrunum bókina, sem þættírnir voru gerðir eftir, aö lokinni tveggja daga námsstefnu. „Þetta er leið til að örva umræður: um hvað það þýðir að vera ráð- herra,“ sagði forsætísráðherrann sem þykir leiðinlegur stjóm- málamaður en þeim mun skemmtilegri í góðra vina hópi. Sjónvarpsþættimir fjaila um hógómlegan forsætísráðherra sem er svo mikið í mun að auka vinsældir sínar að hann tekur ekki eftir að það eru embantis- menn sem stjóma öllu á bak við fjöldim Mogens Lykketoft fjármálaráö- herra sagöi að þættirnir gæfu nokkuö raunsanna mynd af dönsku stjórninni. Salman Rushdie Breski rithöftmdurinn Salman Rushdie, sem heftir verið í felum í flögur ár vegna dauðadóms ír- anskra stjómvalda fyrir guðlast, hefur farið fram á fund með John Maior, forsætisráðherra Bret- lands. Rushdie vill að með því sýni breska stjómin stuöning við hann. Rushdie segir í viðtali við dag- blaðið Times í dag aö stuðningur sem aöstoðarráðherrann Douglas Hogg hafi veitt sér í raíðu í Genf fyrr I vikunni ætti að ryðja úr vegi öllum hindrunum fyrir slik- um fundi. Drakúla gengur íliðmeðnorska blóðbankanum Norskur blóöbanki hefur fengiö Drakúla greifa í liö meö sér til aö fá fólk tíl að gefa blóð. Haukeland sjúkrahúsiö í vest- urhluta Noregs hefur komist að samkomulagi við kvikmyndahús staðarins um að allir þeir sem sýni blóðgjafakort fái ókeypis inn á nýjustu Drakúlamyndina. „Við teflum ekki að Drakúla muni hræöa fólk,“ sagði Öystein Flesland læknir, yfirmaöur blóð- tenkans. „Starfsmenn blóðbanka eru hvort eð er kallaðir Drakúla eða blóðsugur. Þetta er bara skemmtileg aðferð tíl aö tala tun blóö og nálar.“ CIA-morðinginn líklega fflúinn til Pakistans Paklstanski maðurinn, sem grunaður er um að bafamyrt tvo starfsmenn bandarísku leyni- þjónustunnar CIA fyrir utan að- alstöðvar hennar, er aö öllum lik- indum flúinn úr landi og hugsan- lega kominn aftur heim tí.1 Pakist- ans. f viðtah við bandaríska sjón- varpsstöð sagðl starfsmaður al- rlkislögreglunnar FBI að við leit í íbúö Pakistanans, Mirs Aimals Kansis, hefðu fimdist tvær skammbyssur, 550 skothylki og skotheit vestí, aúk öflugs herriff- ils scm áður haíði verið skýrt frá. Aö sögn sjónvarpsstöðvarinnar hringdi Kansi í meðleígjanda sinn flmm dögum eftir skotárás- ina þann 25. janúar og sagði að hann mundi ekki koma aftur. Enn er allt á huldu hvað raannin- um gekk tíl með morðunum en ekkert bendir til aö hann hafi átt vitorösmenn. Reuter Sex ung böm á smáeyju viö Labrador gripu til þess óyndisúrræðis að reyna sjálfsmorð vegna þess hve þeim þótti lifið ömurlegt. Þau önduðu að sér bensini en var bjargað áður en þau létust. Um 500 indiánar búa við hörm- ungar á eyjunni og nú á að flytja alla á brott. Sex indíánaböm á eyju við Labrador reyndu sjálfsmorð: Fundust öll i dái » efftir bensínsniff - aUirfluttirúrindíánabyggðinniaðboðistjómvalda Ríkistjórn Kanada hefur brugðist hart við tíðindum af tilraun sex ungra indíánabama á afskekktri eyju við Labrador til að fremja sjálfs- morð. Bömin fundust í dái í fisk- hjalli eftir að hafa andað að sér bens- íni úr plastpokum. Þau lifa öU þótt litlu munaði að þeim tækist ætlunarverk sitt. Við yfirheyrslur sögðust þau hafa ætlað aö styitta sér aldur vegna þess hve þeim fyndist lífiö ömurlegt. Rúmlega 50 stiga frost var í hjallinum þegar börnin fundust og þykir ganga kraftaverki næst að þau skyldu öll lifa. í indíánabyggðinni við strönd La- bradors er drykkjuskapur mikill og íbúamir 500 hafa ekkert við að vera mestan hiuta ársins. Bömin sögðu að þau hefðu mátt þola harðræði af hálfu foreldra sinna og auk þess sjaldan haft nóg aö borða. Sjálfsmorð hafa verið tíö í byggð- inni undanfarin ár og á síðasta ári reyndi einn af hverjum fjórum að stytta sér aldur. Á síöasta ári bmnnu fimm böm inni á þessum stað. Orsök eldsvoðans var rakin til drykkju for- eldranna. Búið er að flytja 20 böm úr bygð- inni á meðferðarstofnum vegna þess að þau voru orðin háð bensínsniffi. Ráðuneyti kanadískra fmmbyggja ætlar að láta flytja alla á brott enda er eyjan ekki heimabyggð fólksins. Það var flutt nauðugt á þennan stað árið 1967 í von um að það gæti dreg- ið fram lífið við fiskveiðar. Sú hefur ekki orðið raunin. Áður hafði fólkið lifað af loðdýraveiðum en var flutt eftir að skinnin hættu að seljast. í Kanada telja margir að stjórnin beri ábyrgð á hvemig komið er fyrir þessu fólki. Það hafi verið flutt úr heimkynnum sínum og sett á guð og gaddinn á nánast óbyggilegum stað. Bent er á að Kanadastjórn hafi gert mikið úr að lífskjör hafi verið best í Kanada á síðasta ári af öllum ríkjum heims. Nú geti allir séð hvemig lífs- kjömm í landinu sé háttað. Reuter EFTA-löndin láta undan þrýstingi EB: Svíar eru tilbúnir að greiða meira fyrir EES Samningamenn Evrópubandalags- ins í viöræðunum um Evrópska efna- hagssvæðið, EES, em nú nokkuð sannfærðir um að þeir geti þvingað fram tilslakanir af hálfu EFTA-land- anna til að ná samningum sem fyrst. Vonir þeirra um að fá hluta þeirra fimmtíu milljarða íslenskra króna, sem Svisslendingar áttu að greiða í þróunarsjóð EB, jukust tíl muna á þriðjudag þegar Carl Bildt, forsætis- ráöherra Svíþjóðar, rauf samstöðu EFTA-ríkjanna og sagði Svía reiðu- búna að greiða aukalega fyrir EES- samning. „Það er ákveðið svigrúm til aö greiða meira en þó ekki allan hluta Sviss,“ sagöi Bildt á fundi með frétta- Cari Bildt, forsætisráðherra Sví- þjóðar, vill greiða aukalega fyrir EES. mönnum í Stokkhólmi. Hann lét þessi orð falla tæpum sól- arhring eftir að aðalsamningamaöur EFTA, Frank Belfrage, lýsti því yfir að löndin væm einhuga um að hafna öllum kröfum Evrópubandalagsins um aukagreiðslur. Þá segja heimildir innan EB aö Spánn og önnur suðlæg bandalags- lönd fái aö selja aukið magn græn- metis og ávaxta til EFTA-landanna með lágum eða engum tollum. EB- menn skírskota til þess að ekki fáist aðgangur að svissneskum markaði eftir að Svisslendingar höfnuöu EES-samkomulaginu í þjóöarat- kvæðagreiðslu. TT DV Færeyjar: Tvöstórfrysti- húsáhausinn Jens Dalsgaard, DV, Færeyjian; Stór frystihús í Fuglafirði og Klakksvík hættu starfsemi nú í vikunni og eru gjaldþrota. í hús- inu í Fuglafirði unnu um 250 manns og bætist sá fjöldi nú við á langa lista yfir atvinnuiausa. Fiskimjölsverksmiðjan í Fugla- firði er rekin áfratn. í frystihúsínu Klakksvík störf- uðu 170 manns þegar það varð gjaldþrota. Það í hænum hefur helmingi starfsmanna á bæjar- skrifstofunni veriö sagt upp. Á hvorum þessara staðá voru unnin 7 til lOþúsund tonn affiski á ári. í Fuglafirði lögðu 14 togarar og bátar upp afla og er nú óvíst hvað verður um þá. Bandaríkjadalir falsaðirístórum stíl i Líbanon Bandaríska leyniþjónustan, CIA, telur að mikil pemngaprent- smiðja sé starfrækt í Bekadaln- um í Lábanon. Þaðan hafa flætt mifijónir dala til Evrópu á síðustu tveimur árum, oft í tengslum við aðra glæpastarfsemi og hryðju- verk. Á síðasta ári náði breska lög- reglan um 20 milljónum dala af þessu fé en það jafngildir um 1,3 milljörðum íslenskra króna. Allt eru þetta 100 dala seðlar, mjög vel prentaðir og ekki á færi nema sérfræðinga að þekkja þá frá rétt- um seðlum. Annarmaðurinn apalifuriátinn Annar Bandaríkjamaðurinn, sem fékk igrædda lifur úr apa. er látinn í Pittsburg. Hann lifði við sæmilega heilsu í nokkra daga með nýju lifrina en lést þá úr innvortis sýkingum. Maður- inn var 62 ára gamall. Fyrr á árinu var fyrsta tilraun- in af þessu tagj gerð í vestra. Hún mistókst einnig. Læknar telja að apalifur getí þjónað sama tilgangi og mannalifur til að bjarga lífi manna en eitthvað sé að við ígræðsluna, Ferðamennfá aðganga HoChi Minh stíginn Yfirvöld í Víetnam hafa látið gera upp svokailaðan Ho Chi Minh stíg á löngum köflum og bjóða erlendum ferðamönnum að feta þessa sögufrægu slóð. Stígurirm liggur á milli Norður- og Suöur-Víetnams og var ein helsta birgðaleiö heimamanna milli landshlutarma í Víetnam- stríðinu. Á þeim árum leið vart sá dagur að stígsins væri ekki getið í heimsfréttunum. Nú vilja Víetnamar auka tekjur af ferðaþjónustu og reikna með að ævintýraferð um Ho Chi Minh stíginn laði að tjölda Vestur- landabúa. Ferð um stíginn er erf- ið og tekur margar vikur. Alliröruggir íSingapore Glæpun fækkaði á síðasta ári í Síngapore, eipni helstu viðskipta- miðstöð Austurianda. Þetta er ijórða árið í röð sem réttlætíð sækir á í borghmi þar sem saman lifir fólk af flestum þjóðemmn heims. Fyrir var glæpatíðni með því lægsta sem þekktist í hoimin- um. Stjórnarfar þykir hins vegar ekki upp á marga fiska.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.