Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Blaðsíða 30
42 FIMMTUDAGUR11. FEBRÚAR1993 Afmæli Þórir ísfeld Þórir ísfeld, deildarfulltrúi hjá Hitaveitu Reykjavíkur, aö Leiru- bakka 12, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Þórir fæddist á Neskaupstað og ólst þar upp til sautján ára aldurs. Þá flutti hann til Reykjavíkur, stundaði leiktjaldasmíðar við Þjóð- leikhúsið í tvö og hálft ár og var jafnframt sýningarstjóri hússins í eitt ár. Þórir stundaði verslunar- störf um skeið en ók síðan strætis- vagni hjá SVR til 1974. Þá hóf hann störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur þar sem hann hefur verið deildarfull- trúisíðustu árin. Þórir sat í fulltrúaráði Starfs- mannafélags Reykjavikurborgar í sex ár. Hann sat í stjórn Starfs- mannafélags Hitaveitunnar og var formaður þess í eitt ár. Fjölskylda Þórir kvæntist 1959 Torfhildi Ragnarsdóttur, f. 1939, starfsmanni við Landsbanka íslands, en þau slitu samvistum 1979. ' Dóttir Þóris og Torfhildar er Ás- gerður ísfeld, f. 10.8.1957, húsmóðir á Akranesi, gift Teiti Stefánssyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvö börn, Fríöu og Ragnar. Alsystir Þóris er Ólafía ísfeld, f. 1928, húsmóðir i Kópavogi. Hálfsystkini Þóris: Jóna Sigríður Jónsdóttir, f. 1939, starfsmaður Hitaveitu Reykjavíkur, og Guð- mundur Jónsson, f. 1941, d. 1992, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Þóris voru Jón ísfeld, f. 1890, d. 1935, kaupmaður á Neskaup- stað, og kona hans, Ásgerður Guð- mundsdóttir, f. 1907, d. 1986, hús- móðir á Neskaupstað og síðar starfsmaður við Laugavegsapótek i Reykjavík. Ætt Bróðir Jóns ísfeld var Kristján faðir Jóns ísfeld, prests og rithöf- undar. Jón var sonur Guðmundar, b. á Hesteyri, hálfbróður Guðlaugar, ömmu Guðmundar Sveinssonar, skólameistara FB. Guðmundur var sonur Guðmundar, b. á Ekkjufelli, Sturlusonar, b. á Ekkjufelli, Stef- ánssonar, b. á Þverhamri, Magnús- sonar, bróður Sigríðar, langömmu Önnu, langömmu Þórbergs Þórðar- sonar, og langömmu Þorbjargar, langömmu Davíðs, fyrrv. seðla- bankastjóra, fóður Ólafs, ráðuneyt- isstjóra forsætisráðuneytisins. Móðir Guðmundar á Hesteyri var Anna Jónsdóttir, b. á Urriðavatni, Árnasonar. Móðir Jóns ísfeld var Þórunn Pálsdóttir ísfeld, snikkara á Lambeyri í Reyöarfirði, Eyjólfsson- ar ísfeld skyggna, snikkara á Syðra-Fjalli, langafa Jóhönnu, langömmu Vals Arnþórssonar bankastjóra. Móðir Þórunnar var Gróa Eiríksdóttir, b. á Egilsstöðum, bróður Kristínar, ömmu Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnasafnara og langömmu Eysteins, fyrrv. ráð- herra og dr. Jakobs prests, fóður rithöfundanna Jökuls og Svövu. Ei- ríkur var sonur Jóns, prests í Valla- nesi, bróður Sturlu á Ekkjufelli. Móðir Eiríks var Þóra Stefánsdóttir, skálds í Vallanesi, Ólafssonar, skálds á Kirkjubæ, Einarssonar, skálds í Eydölum, Sigurðssonar. Ásgerður var dóttir Guðmundar, smiðs í Steinholti í Borgarfirði eystra, bróður Guðmundar, refa- skyttu á Ingjaldssandi. Systir Guð- mundar var Helga, fyrri kona Sig- urðar bókbindara, fóður Helga Sig- urðssonar hitaveitustjóra. Guð- mundur var sonur Einars, b. á Heggsstöðum í Andakíl, Guðmunds- sonar Vestmann, b. á Háhóli á Mýr- um, Ólafssonar. Móðir Einars var Helga, systir Sigurðar, afa Helga Hjörvar. Helga var dóttir Horna- Salómons, Bjarnasonar. Móöir Guð- mundar var Steinþóra Einarsdóttir, b. í Tjamarhúsum á Seltjarnarnesi, bróður Solveigar, móður Kristins í Engey, langafa Bjarna Benedikts- Þórir ísfeld. sonar forsætisráðherra og Guðrún- ar, konu Jóhannesar Zoga hita- veitustjóra. Einar var sonur Korts, óöalsb. á Möðmvöllum í Kjós, Þor- varðarsonar. Móðir Steinþóru var Guðrún Gísladóttir, b. á Seljalandi, Jónssonar og Sigríðar Lýðsdóttur, sýslumanns í Vík, Guðmundssonar. Móðir Ásgerðar var Sigríður Bjarnadóttir, b. á Hofi í Dýrafirði, Björnssonar og Valgerðar Þor- steinsdóttur, prests á Stað á Snæ- fjallaströnd, Þórðarsonar. Þórir er að heiman á afmælisdag- inn. Dagbjört Jóna Guðmundsdóttir Hrefna Stefánsdóttir, Vesturgötu 22, Reykjavik. Dagbjört Jóna Guðmundsdóttir, Furugmnd 20, Kópavogi, er fimm- tugídag. Starfsferill Dagbjört fæddist í Vogum á Vatns- leysuströnd og ólst þar upp til sext- án áraaldurs. Hún stundaði nám í Héraðsskól- anum á Reykjanesi við ísafjarðar- djúp árið 1957-58 en fluttist ári síðar til Reykjavíkur og bjó þar til ársins 1966. Þá flutti Dagbjört til Grundar- fjarðar og bjó þar næstu átján árin. Árið 1984 flutti hún svo í Kópavog- inn þar sem hún býr í dag. Dagbjört hefur því starfað víða, m.a. við fiskvinnslu, á vöggustofu Thorvaldsens 1964-65, á Hótel Óð- insvéum 1985-88, og við heimilis- hjálp frá 1988. Fjölskylda Dagbjört giftist 16.11.1968 Ágústi Siguijónssyni, f. 7.7.1925, d. 24.12. 1982, bifreiðarstjóra frá Norður-Bár í Eyrarsveit. Hann var sonur Sigur- jóns Halldórssonar, skipstjóra og útgerðarmanns í Grundarfirði, og Bjargar Hermannsdóttur húsmóð- ur. Börn Dagbjartar og Ágústs eru: Björg, f. 24.3.1968, nemi, í sambúð meö Hermanni Gíslasyni; Stein- þóra, f. 21.12.1969, í sambúð með Sverri Ingimundarsyni matreiðslu- manni og eiga þau Ágústu, f. 1988, og Ingimund Sigurð, f. 1992; Dagný, f.5.8.1981. Hálfsystkini Dagbjartar, sam- mæðra, eru: Ragnheiður Gróa Vormsdóttir, f. 18.9.1922, d. 4.9.1987; Guðrún Elísabet Vormsdóttir, f. 23.2.1926; og Þórður Óskar Vorms- son, f. 28.7.1936. Fóstursystkini Dagbjartar eru: Þorbjöm Eiríksson, f. 7.6.1932; Gunnhildur Eiríksdóttir, f. 16.8. 1941; Guöný Eiríksdóttir, f. 16.8. 1941; og Pétur Sigurðson, f. 10.7. 1949. Foreldrar Dagbjartar voru Guð- mundur Sæmundsson, f. 8.4.1892, d. 26.10.1953, og Steinþóra Bjarndis Guðmundsdóttir, f. 8.12.1901, d. Dagbjört Jóna Guðmundsdóttir. 31.12.1951. Þau bjuggu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Fósturforeldrar Dagbjartar eru Hulda Dagmar Þorbjörnsdóttir, f. 14.3.1910, og Eiríkur Kristjánsson, f. 25.12.1904, d. í apríl 1979, vélstjóri. Dagbjört tekur á móti gestum í sal Trésmiðafélags Reykjavíkur, Suð- urlandsbraut 30, H. hæð, eftir kl. 20 fóstudaginn 12. febrúar. Garðar Tryggvason Garðar Try ggvason, starfsmaður Vestmannaeyjabæjar, Miðstræti 15, Vestmannaeyjum, varð sextugur í gær, 10. febrúar. Starfsferill Garðar fæddist í Eyst'ri-Vestur- húsum í Vestmannaeyjum og ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann lauk skyldunámi og fór að því loknu út ávinnumarkaðinn. Þar starfaði hann meðal annars við fiskvinnu í landi og stundaði sjó- mennsku. Garðar starfrækti einnig smurstöð í ein níu ár en síðustu tuttugu árin hefur hann verið starfsmaður hjá Vestmannaeyjabæ. Fjölskylda Garðar kvæntist 27.12.1954 Kol- brúnu Huldu Siguijónsdóttur, f. 25.2. 1936, sem starfar við aðhlynningu aldraðra að Hraunbúðum í Vest- mannaeyjum. Hún er dóttir Sigur- jóns Halldórssonar bifvélavirkja frá Hallbjamarstöðum á Tjömesi og Sig- ríðar Friðriksdóttur frá Gröf í Vest- mannaeyjum. Þau em bæði látin. Fósturfaðir Kolbrúnar var Vil- hjálmur Sigtryggsson útgerðarmað- ur frá Ytra-Álandi í Þistilfirði sem nú er látinn. Fósturmóðir hennar er Kristrún Jóhannsdóttir frá Skálum á Langanesi. Þau bjuggu á Þórshöfn. Garðar og Kolbrún eiga fimm böm. Þau eru: Tryggvi Friðrik, f. 20.2.1955, bifvéla- ogflugvirki, var kvæntur Huldu Rúnarsdóttur, þau skildu og eiga þau Kolbrúnu Huldu, f. 25.2.1975, Þómnni, f. 23.10.1976 og Rúnar, f. 14.8.1980. Núverandi sambýliskona Tryggva er Hjördís Árnadóttir frá Borgamesi; Valgeir Öm, f. 20.8.1957, garðyrkjumaður, ókvæntur og bamlaus; Jóna Ósk, f. 3.3.1959, sjúkraliði, í sambúð með Ágústi Guðmundssyni úr Reykjavík og eiga þau Garðar Óla, f. 8.7.1992; Vilhjálmur Kristinn, f. 3.9.1960, off- setprentari, kvæntur Ólöfu Lofts- dóttur og eiga þau Daða, f. 30.9.1991. Fyrir átti Vilhjálmur Jennýju Huld, f. 2.3.1990, með Maríu Gylfadóttur; og Siguijón Ingi, f. 16.7.1970, nemi. Alsystkini Garðars em: Ólafur, f. 20.2.1932; Guðrún Jóna, f. 6.12.1936; Svanhvít Inga, f. 13.11.1938. Hálf- systkini Garðars em: Ásta Gréta Samúelsdóttir, f. 20.1.1949; Tryggvi Samúelsson, f. 16.2.1952; Bjarni Samúelsson, f. 3.8.1956. Fóstursyst- ur Garðars em: Jenný Samúelsdótt- ir, f. 23.2.1936; Hulda Samúelsdóttir, f. 30.10.1937. Faðir Garðars var Tryggvi Ingv- arsson, f. 24.1.1910, d. 1945, bifreiða- stjóri. Móðir Garðars er Jóna Sveinsdóttir, f. 6.5.1912. Seinni mað- ur hennar er Samúel Yngvarsson, f.7.9.1908. Ragnar Snjólfsson, Tiaraarbrú 14, Höfn i Homafirði. Jón Stefánsson, dvalarheimilinu Skjaldarvík, Glæsibæjarhreppi. Sigrún Guðmundsdóttir, Víðimel 30, Reykjavík. Sigríður Þorláksdóttir, Skipasundi 69, Reykjavík. Emil Gunnlaugsson, Suðurbrún 6, Hmnamannahreppi. Ágústa Lúðvíksdóttir, Lundarbrekku 8, Kópavogi. Guðmundur Theodór Antonsson, Hlíðarhjalla 45, Kópavogi. Ásdís Pedersen, Deildartúni 4, Akranesi. Þórhildur Guðmundsdóttir, Dísarási 13, Reykjavík. 70 ára Ingibjörg Ingimundardóttir, Norðurgarði 7, Keflavík. Ingibjörg verður erlendis á afinæl- isdaginn. AxelEiríksson, Hraunbæ 50, Reykjavík. 60ára ÖrnReynir Levísson, Hringbraut76, Hafnarfirði. EiginkonaArn- arerÁsdís RagnaValdi- marsdóttir. Þau verða að heim- anáafmælisdaginn. 40 ára Margrét Þorbjörg Johnson, Ánalandi 6, Reykjavík. Þorsteinn Snædal, Sólheimum23, Reykjavik. Patricia M. Guðmundsson, Heiðargerði 76, Reykjavík. Hafliði Heigason, IðufellilO, Reykjavík. Eiginkona HafliðaerBar- baraHelgason. Þauverðaað heimanáaf- mælisdaginn. ÁskellBjarni Fannberg, Klausturhvammi 11, Hafharfirði. Bridge íslandsmót kvenna í sveitakeppni Helgina 27.-28. febrúar verða undanúrslit í íslandsmóti kvenna spiluð í Sigtúni 9. Skráning er hafin á skrifstofu BSÍ og keppnisgjald er 10 þús- und á sveit. Spílað verður í riðlum, allir við alla og fer fjöldi sveita í riðli og spilafjöldi eftir þátttöku. Tvær efstu sveitimar úr hverjum riðli kom- ast síðan í úrslit sem spiluð verða helgina 13.-14. mars. Bridgefélag Reykjavíkur Þátttakan í aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur er með miklum ágætum, alls 24 sveitir. Lokið er einu kvöldi og tveimur umferðum, en spilað er eftir Monrad-kerfl. Staðan er nú þessi: 1. Hrannar Erlingsson 48 2. Gísli Tryggvason 46 2. Tryggmgamiðstöðin 46 4. Landsbréf 44 5. Gunnlaugur Kristjánsson 38 5. Jón Hersir Eliasson 38 7. Sigurður P. Hauksson 37 8. Ásmundur Ömólfsson 35 -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.