Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Side 17
17 FIMMTUÐAGUR 11; FEBRÚAR 1993. i>v Fréttir Atvinnuleysistryggingasjóður samþykkir fé 1 „átaksvinnu“: Á annað hundrað störf á vegum sveitarfélaga Gylfi Kristjánssan, DV, AkureyrL Atvinnuleysistryggingasjóður af- greiddi á fundi sínum í fyrradag umsóknir þriggja sveitarfélaga um framlög úr sjóðnum til átaksverk- efna. Það voru erindi Reykjavíkur, Akureyrar og Húsavíkur sem fengu afgreiðslu að þvi leyti er snertir átaksvinnu á vegum sveitarfélag- anna. Afgreiðslu annarra umsókna var frestað. Hins vegar tók stjórn sjóðsins ekki afstöðu tU umsókna þar sem gert er ráð fyrir að unnið verði á vegum fyr- irtækja en það verður væntanlega gert á fundi sjóðsins nk. mánudag. Tilhögun samstarfs sjóðsins og sveit- arfélaganna er þannig aö sjóðurinn leggur fram fé sem annars hefði farið tU greiðslu atvinnuleysisbóta og bæj- arfélögin bæta við því sem upp á vantar til að taxtakaup náist. Reykjavikurborg sótti um 52 mán- aðarstörf fram til vors og var orðiö við þeirri beiðni. Sömuleiöis við beiðni Akureyrar um 50 störf í 3 mánuði og Akureyrarbæ var veitt heimild til 20 starfa sem unnin verða í samvinnu við ríkisfyrirtæki eftir nánara samkomulagi. Umsókn Hús- víkinga miðaðist við störf nk. sumar og fékk grænt ljós að því tilskildu að atvinnuástand þar verði þá þannig að þörf verði á þeim störfum. „Ég er mjög ánægð með að þetta skuli vera komið af staö og þetta samstarf byrjað. Vonandi gengur þetta vel í framkvæmd en það á síðar eftir að reyna á það hvernig til tekst ef þriðji aðili kemur inn í þetta, þ.e. að unnið verði í samvinnu við fyrir- tæki,“ sagði Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar. Kappsigling loðnuskipa á Eskif irði Það er oft mikið kapp milli loðnuskipa að komast að bryggju þvi löndunarbiðin er illþolanieg áhugasömum sjómönnum - nokkrar minútur til og frá geta skipt sköpum um næstu veiðiferð. Keyrslan frá miðunum nú til Eskifjarðar er orðin 14 klst. og á þriðjudagsmorgun var kappsigling milli loðnuskipanna Jóns Kjartanssonar og Guðmundar Ólafs inn fjörðinn. Jón náði að fara fram úr Guðmundi nokkrum mínútum áður en komið var til hafnar. Myndin sýnir þegar Jón Kjartansson siglir fram úr. Hann var þá á rúmum 13 milum en Guðmundur á 10 mílum. DV-mynd Emil Eskifirði íslenskur fiskbúðing- urtil Króatíu Hjálparstofnun kirkjunnar er þessa dagana að senda um 9.500 dósir af fiskbúðingi fiá Ora til Osijek i Króatiu. í gámi, sem fer utan í dag verða einnig 25 þúsund dósir af niðursoðinni lifur og 5 þúsund dósir af síldarflökum frá Marfangi. Fyrir jól voru sendar 140 tunnur af saltsíld til Sadar í Króatíu. „Þessar matarsendingar eru keyptar fyrir hluta af þeim 16 milljónum króna sem ríkið út- vegaði til að aðstoða fólk í fyrr- verandi Júgóslavíu. Hluti af því, um 5 milljónir, fór í sendingar- kostnaö vegna fatasöfnunarinnar í haust og 6 milljónir hafa farið í viögerð á skólahúsi sem verður notað til að hýsa flóttamenn fyrst um sinn. Þá hefur hluti af fjár- söfimnarfé, um 6 miHjónir, farið í viðhald og viðgerðir á húsum í Króatíu og til kaupa á hiálpar- gögnum. Rauði krossinn sendi annað eins af söfnunarfé. Matar- kaupin hafa kostað alls um 5 milljónir króna,“ sagði Jónas Þórisson hjá Hjálparstofnun kirkjunnar við DV. - Koxnast þessar sendingar ör- ugglega í réttar hendur? „Já, það er alveg öruggt. Sildin, sem fór fyrir jól, komst á réttan stað, til Rauöa krossins í Sadar. Þessar sendingar fara til hjálpar- stofnunar Lútherska heimssam- bandsins í Osijek sem siðan deild- irvörunumút." -Hlh Gjöf Slysavamafélags Þýskalands til félaga þeirra hér: Stór björgunarbátur kemur fyrir vorið - tfllögur um að hafa hann á Suðumesjum eða Neskaupstað Miklar vonir eru bundnar við 8,5 metra langan dótturbát með stýrishúsi sem hvílir í skuti björgunarbátsins. Stærsti björgunarbátur, sem Slysa- varnafélag íslands hefur í þjónustu sinni, mun koma til landsins í lok mars. Báturinn er 26 metra langur, með þrjár dísilvélar, þijár skrúfur, tvö stýri og er ganghraði hans um 20 sjómílur á klukkustund. Til sam- anburðar er Henry Hálfdánsson, bát- ur SVFÍ, sem kom frá Bretlandi, 24 metrar að lengd og gengur hann 11-12 sjómílur. Þýski báturinn, sem nánast er gjöf frá Slysavamafélagi Þýskalands, kostar aðeins um eina milljón króna. Áður en hann kemur til Islands fer hann í slipp erlendis og verður fyllt- ur olíu á kostnað Þjóðveijanna. Báturinn var tekinn úr notkun í Grömitz í Þýskalandi í lok janúar en var notaður sem björgunarbátur í Cuxhaven á árunum frá 1965-1985. Þá var hann með fjögurra manna áhöfn. 8,5 metra dótturbát hægt að renna út Björgunarbáturinn er búinn öllum helstu siglingatækjum svo og full- komnum eldvama- og reykköfunar- tækjum. í skuti hans hvílir 8,5 metra langur „dótturbátur", með stýris- húsi, útbúinn dísilvél, sem skotið er út með því að opna ramp að aftan. Þann litla er hægt aö láta út og taka inn aftur í slæmum veðrum. Bátur- inn er dreginn aftur um borð með spili. Að sögn Hálfdáns Henryssonar hefur ákvörðun ekki verið tekin enn- þá hjá hvaða deild SVFÍ báturinn verður staðsettur á landinu. Tillögur hafa komið fram um að hafa hann á Suðumesjum en einnig hefur komið til tals að hafa hann í Neskaupstað. Stjóm SVFÍ mun taka ákvörðun í þessu sambandi. Búist er við að a.m.k. einn mann þurfi daglega til að líta eftir björgunarbátnum þegar hann liggur við bryggju. Slysavamafélagið bíður nú eftir heimild frá samgönguráðuneytinu til að flyfja þýska bátinn til landsins. Sérstakt leyfi þarf til slíks fyrir skip sememeldrienl2ára. -ÓTT „Kjarasamningar sjómanna eru að fara i gang eins og hjá öðrum launþegasamtökum. Kjar- akröfurnar, sem eru í 4 liðum, hafa veriö settar fram, en samn- ingafundur hefur enn ekki verið boðaður,“ segir Hólmgeir Jóns- son, framkværadastjóri Sjó- mannasambands ísiands. Helstu kröfur sjómanna em gerö sérsamninga, sem ekki eru til, um veiðar á ýmsum fiskteg- undum. Olíukostnaöarhlutfallið og samskiptareglur varöandi fiskverðið. Hólmgeir sagði að Sjómanna- sambandið rayndi, fylgjast með því sem ASÍ og VSÍ væm að gera en það er Landssamband ís- lenskra útvegsmanna sem er samningsaðili Sjómannasam- bandsins. Flest sjómannafélög landsins eru með lausa samninga. Ef til verkfalls kemur veröur að boða það méð þriggja vikna fyrirvara. -S.dór Emfl Thorajenaen, DV, EstófirðL- Veðurfariö undanfarnar vikur hefur svo sannarlega ekki farið framhjá þíngmönnum og vara- þingmönnum Framsóknar- flokksins á Austurlandi, fremur en sjómönnum, sem muna vart annaö eins tíöarfar - stöðug bræla, stormur og stórsjór. Þing- menn þessa stærsta kjördæmis landsins hafa boðað til almennra stjómmálafunda viöa á Aust- íjöröum til aö ræða atvinnumál, sljómmálaviðhorfið og stöðu EES-samningsins. Á Eskifirði átti fundur að vera 21. janúar. Þann dag gerði noröan áhlaup með miklu fannfergi og tilheyrandi ófærð á fjaliveguro sem í þéttbýli hér austanlands. Hólmahálsinn, sem er núlli Eski- íjarðar og Reyðarfjarðar og er aö öllu jöfnu fær alla vetur, varð kolófær. Það telst til undantekn- inga. Þingmennimir komust hins vegar þann dag frá Seyðisfiröi í Egilsstaði með snjóbíl Næst var fundur boöaður á Eskifirði 31. janúar. Þeim fundi varð líka að aflýsa vegna veðurs. Ókyrrö í lofti olli því að allt flug lá niðri þann dag og komust hvorki Halldór Ásgrímsson né Jón Krisfjánsson austur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.