Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1993. Spumingin Borðar þú margar bollur í dag? Erna Rán, 14 ára: Ég borða tvær hjá mömmu. Elfa Hrund Guðmundsdóttir, 14 ára: Þijár með súkkulaði og rjóma. Gunnar Helgi, 16 ára: Ég borða ekk- ert. Ég þrífst á andrúmsloftinu. Skúli Mechiat, 16 ára: Sennilega eina. Hjörtur Smárason 17 ára: Eins marg- ar og ég get. Ingimar Guðmundsson prestur: Þijátíu stykki. Lesendur Allt ein Stór- Bolungarvík Kristinn Einarsson skrifar: Þær ganga nú yfir gjaldþrotahrin- umar. Alltaf virðist fólki koma á óvart þegar fyrirtækið sem það vinn- ur þjá er stopp einn daginn og starfs- fólkinú ráðlagt að skrá sig atvinnu- laust. En kemur fólkinu þetta jafn mikið á óvart og þaö lætur í veðri vaka? Eru svör þess um aö það hafi staðið í þeirri meiningu að öllu yrði bjargað einhvem veginn ekki bara sjálfsblekkingar? Ég trúi ekki aö menn viti ekki betur. Þeir telji það einungis skyldu sína að látast undr- andi og segja að gjaldþrot komi eins og þmma úr heiðskíru lofti. Ef hins vegar starfsfólkið sem í hlut á hefur aldréi gert sér grein fyr- ir að þaö ynni hjá alltof skuldsettu fyrirtæki og fyrr eða síðar kæmi að uppgjöri með tilheyrandi afleiðing- um þá er meira en lítið bogið við þjóðfélag okkar, almennt talað. Get- ur það hugsast að hér á landi sé við- varandi sami hugsunarháttur og lengst af var í Sovétríkjunum og er ekki enn fjarri fólki þar; að taka bara við því sem aö því var rétt af ríkinu, hafa engar áhyggjur af öðm en ganga til þeirra verka sem það fékk úthlut- að? Vinnuveitandinn var ríkið og það sá um afkomuna, hvemig sem hún geröist. Nú er ekki hægt að segja að í Bol- ungarvík hafi verið sovéskt ástand. Nema kannski að einu leyti. Þar vantaði tilflnnanlega samkeppni í atvinnurekstri. Þar var eitt stórt fyr- irtæki sem sagt er að hafi nánast haft meirihluta verkfærra manna í vinnu. Af ummælum fólksins á staðnum má og ráða að það hafi vænst alls af þessum vinnuveitanda, því liggur gott orö til hans og trúði því ekki að svona gæti farið. Og þeg- ar höggiö ríður af þá finnst því ríkið eigi aö koma til bjargar. Og þetta á ekki við bara um sjávarkauptúnið Bolungarvík, það á viö alls staðar þar sem gjaldþrotin dynja yfir. Fólk horf- ir fyrst og fremst til hins opinbera og segir það ábyrgt fyrir að koma öllu í gang á ný. Mér sýnist reyndar þjóðfélagið allt vera ein Stór-Bolungarvík. Ríkisfor- sjár er leitað þegar illa árar en fáir vllja greiða í lúnn sameiginlega sjóð. Hins vegar er gjaldþrot nokkurra fyrirtækja ekki svo með öllu illt. í Bolungarvík eru nefnilega fleiri fyr- irtæki en EG. Samkvæmt fréttum þaðan segir frá a.m.k. tveimur fisk- vinnslufyrirtækjum. Annað með um 30 manns í vinnu og getur bætt við mannskap. Hitt er meö um tug manna í vinnu og báta sem 15 manns starfa á. Koma bara ekki ný fyrir- tæki í stað þeirra sem falla? Er ein- hver ástæða til að gráta uppgjör gjaldþrota atvinnureksturs? At- hafnamaðurinn Einar Guðfinnsson í Bolungarvík hlýtur að eiga spor- göngumenn, þótt annarri eða þriðju kynslóð sé það áskapað hér að leggj- ast í koju eftir áralanga velgengni. Óþolandi áróður gegn hundaeigendum Magnús hringdi: Nú er mælirinn fullur. Það er ekki hægt að þola lengur áróðurinn gegn hundum og hundaeigendum. í DV á miðvikudag er t.d. sagt aö hunda- plága sé í Reykjavík og að hundaeig- endur sé latir við aö þrífa eftir hunda sína. Það má vel vera að einhveijir telji það eftir sér en fráleitt að skella sökinni á alla hundaeigendur. Það er annað sem fær mig til að senda inn þessar línur. Þannig er aö ég fer daglega með hundinn minn um gangstíga í Reykjavík. Aldrei skal það bregðast aö ég er með plast- poka og pappírsþurrku til að þrífa upp ef hundurinn þarf aö létta á sér. Á sama tíma þarf ég oft og það mjög oft að feta mig framhjá hrossaskít sem er um allt. Það þarf nokkuð marga hunda til að skilja jafnmikið eftir og eitt hross gerir. Þrátt fyrir að göngustígar borgarinnar séu meira og minna þaktir hrossaskít segir enginn neitt viö því. En ef smá- hundaskítur sést ætlar allt af göflun- um að ganga. Það má einnig benda á að hunda- eigendur eru einu dýraeigendumir sem skyldaðir eru til að greiða skatta fyrir dýraeign sína. Þeir sem eiga hrossin, sem skíta hvar sem er, og þeir sem eiga ketti, sem ganga lausir alla daga og jafnvel næturlangt mörgum borgarbúum til ama og viröa engar umgengnisreglur, þeir borga ekkert. Hundamir em þó ekki á almannafæri nema í fylgd með fólki. Fragtf lug og varaf lugvöllur Guðm. Guömundsson skrifar: Nú kemur berlega í ljós skammsýni fyrrverandi stjórnvalda sem komu í veg fyrir að byggður yrði varaflug- völlur í fullri stærð á Austurlandi. Mikið hefur verið talað um aö taka upp fragtflug frá Keflavíkurflugvelli, t.d. með ferskan fisk. Til þess að er- lend flugfélög heíðu áhuga á að taka upp slíka flutninga þyrfti dýr og sér- haefð tæki til að ferma og afferma stórar flutningaflugvélar sem stunda þessa flutninga. Erlend flugfélög h§fa ekki áhuga á að nota Keflavík- Hringið í síma milli kl. 14og I6-eða skriflð Nafnogsírnanr.verðuraðfylgjabréfum Fragtvél Flying Tigers á Keflavíkur- flugvelll. urflugvöll í þessum tilgangi. Jafnvel ekki til millilendinga. Ástæðan er fyrst og fremst sú að Keflavíkurflugvöllur er alltof dýr áningastaður og aðrir flugvelíir miklu hagkvæmari. í frétt í DV sl. miðvikudag kemur fram að bæði lendingargjöld og eldsneyti er miklu dýrara en annars staöar þekkist. En annaö kemur til. Jafnvel þótt þessi gjöld væru sambærileg er annar stór þröskuldur; það vantar algjörlega varaflugvöll á íslandi til þess að er- lend flugfélög geti notað landið sem millilendingarstað. Rætt var um að byggja varaflug- völl á vegum mannvirkjasjóðs Atl- antshafsbandalagsins hér á landi. Þáverandi samgönguráðherra lagð- ist eindregið gegn slíkum áformum og það mál var úr sögunni stuttu síð- ar. Lengsta flugbraut utan Keflavík- ur er á Akureyrarflugvelli en þar lenda hins vegar ekki breiðþotur við núverandi aðstæður. Ekki veit ég til þess að nein slík flugbraut sé í undir- búningi hér á landi sem gagnast gæti sem varaflugvöllur, t.d. fyrir stórar fragtvélar. Allt virðist því benda í þá átt að hér á landi verði ekki um millilendingar eða fragtflug að ræða af þeirri stærðargráðu sem menn hafa vonast eftir. iftótmælt Helga'Jónsdóttir hringdi: Ég er innilega sammála dóms- málaráðuneytinu og utanríkis- ráöuneytinu aö svara hinum fs- lenska konsúli okkar í Þýska- landi neitandi varðandi tilraun hans til að fá íslenska hasssmygl- ara senda heim frá Þýskalandi. Þessir menn brutu Jög í Þýska- landi og eiga aö afplána sekt sína í því landi. Ég er þess fullviss að flestir séu sammála þvi að ekki eigi að fara fram á framsal íslend- inga sem gerast brotlegir erlend- is. Hins vegar eigum við að fá framselda menn sem stijúka frá óafplánaðri refsingu hér. - Ég sé heldur ekki hvað við græddum á framsali þeirra misindismanna sem verða uppvísir að glæpum á erlendri grund. Óskoðaðabíla úr umferð Bjöm Jóhannsson hringdi: Það kemur á óvart að óskoðaðir bíiar í umferðinni skuli skipta þúsundum. Það var meira en tímabært að lögreglan leitaði þessa bíla uppi. Eflaust finnur hún ekki alla óskoðaöa bíla því aö eigendur bílanna eru slóttugir og reyna að koma þeim í skjól. Það er skylda borgaranna að benda lögreglunni á óskoöaða bfla hvar sem til þeírra sést. Það er tilræði við aðra í uinferðinni að aka á bil sem kann að vera hreint drápstæki. Annaö eins kemur nú í ljós á vettvangi hinna tíöu umferðarslysa. Reyklaussvæði áalmannafæri? Hanna skrifar: Tóbaksvarnamefhd auglýsir nú að bannað sé að reykja á gang- svæði innanhúss, t.d. í stórmörk- uðum. Ég hvet forráðamenn allra slíkra fyrirtækja til aö mótmæla þessu gerræði. Hver kæmi t.d. i Kringluna ef þar væri bannað að reykja, nú eða í kvikmyndahús- unum í hléum? Upplýsingabréf fjármálaráðherra J.Þ. skrifar: Upplýsingabréfi flármálaráð- herra, sem sent var út nýveriö, er fylgt úr hlaöi meö oröum nó- belsskáldsins í Innansveitar- króniku þar sem segir að íslend- ingar beygi sig lítt fyrir skynsam- legum rökum, hvorki fjármála- rökum né rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með orðheng- ilshætti og deili um tittlingaskít sem ekki komi málinu við og setji hljóða hvenær sem komið er að kjama málsins. - Þessa vegna er ég steinhissa á því að ráðherra skuli bara detta í hug aö senda þetta bréf til þjóðarinnar. Orð skáldsins eru nefhilega dagsönn og engin skynsamleg rök hrina á okkur, hvorki frá veraldlegum né andlegum yflrvöldum. Þeir kyngí kókaíninu Svala hringdi; Góöur árangur tollgæslunnar á Keflavikurflugvelli við að koma höndum yfrr innflutt fíkniefni er lofsverður. En meira þarf til og þyngri refsingar eru nauðsynleg- ar. Mátuleg og raunhæf refsing fyndist mér t.d. að allir sem fíkni- efni finnast á við komu til lands- ins yröu látnir neyta alls magns- ins á staönum þannig að þeir fyndu persónulega fyrir því hvað þeir væru með í fórum sínum. Kannski yrði þaö einhverjum þeirra að aldurtila en hvað með alla hina sem efhin hefðu annars fengið? Það yrði væntanlega ekki eftirsótt starf að flytja inn eitur- efni vitandi um refsinguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.