Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1993. Menning Menrúngarverðlaun D V: Tilnef ningar í kvikmyndum Kynningar á tilnefningum heldur áfram og er nú komið að kvikmynd- um. Þegar er búið að birta tilnefning- ar í myndlist, tónbst, bókmenntum og byggingarlist. Nú er komið að kvikmyndum. í dómnefnd sátu Hilm- ar Karlsson, Árni Þórarinsson og Baldur Hjaltason. Tilnefningarnar íimm eru: Inga Lisa Middleton er tilnefnd fyr- ir stuttmynd sína Ævintýri á okkar tímum. Mynd þessi er snjöll útfærsla á tækni í kvikmyndagerð sem lítið hefur veriö notuð. Frumleg túlkun á brennandi máb í umhverfisvemd. Kjartan Kjartansson hljóðmaður er tilnefndur fyrir hljóösetningu við tvær kvikmyndir; Svo á jörðu sem á himni og Sódóma Reykjavík. Það hefur lengi loðað við íslenskar kvik- myndir að hljóðið hefur verið slæmt en það hefur farið batnandi og er Kjartan einn þeirra sem hafa átt stór- an þátt í framþróun á þessu sviði. Hljóðvinnsla hans við tvær fyrr- nefndar kvikmyndir er eins og best verður á kosið. Óskar Jónasson er tilnefndur fyrir leikstjóm og handrit að Sódóma Reykjavík. Óskar er hugmyndaríkur og frumlegur kvikmyndagerðarmað- ur sem hefur á síðustu ámm komið með nýjan ferskleika í íslenska kvik- Snorri Þórisson kvikmyndatöku- maður. myndagerö og er Sódóma Reykjavík gott dæmi um djarfan og metnaðar- fullan stíl hans. Snorri Þórisson kvikmyndatöku- maöur er tilnefndur fyrir kvikmynd- un sína á Svo á jörðu sem á himni. Lífræn og hreyfanleg myndataka Snorra ásamt mjög fáguðum vinnu- brögðum auka á gildi myndarinnr og fellur myndstíllinn vel að efninu. Verstöðin ísland. Kvikmyndafyrir- tækið Lifandi myndir, sem gerir Ver- stöðina ísland, hefur skapað metnaö- arfullt grundvallarverk í íslenskri heimildarmyndagerð. Myndin sýnir að hægt er að gera skapandi verk úr Óskar Jónasson leikstjóri. pantaöri kvikmynd fyrir íslensk hagsmunasamtök. Kjartan Kjartansson hljóðmaður. Verstöðin ísland. Úr kvikmynd Ingu Lisu Middleton, Ævintýri á okkar dögum. Umbætur til almannaheilla - Verkefni framundan - Reykjavík Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Alþýðuflokkurinn boðar til opins stjórnmálafundar í Súlnasal Hótel Sögu þriðjudaginn 23. febrúar kl. 20.30. Sighratur Björgvinsson heilbrigðisráðhcrra Framsögumenn verða: WF-'- ' w ■ I, í Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra Wk (PA,. Fundarstjóri verður Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins. Allir velkomnir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðberra Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins Annars konar fjölskyldu- Ijósmyndir - Nanna Bisp Buchert í Gallerí Úmbru Við Amtmannsstíginn er staðsettur lítill sýningarsalur sem hentar afar vel fyrir sýningar af smærri gerðinni. Þar hafa m.a. sýnt nokkrir ljós- myndarar og þessa dagana sýnir þar Nanna Bisp Buchert „annars konar fjölskylduljósmyndir". Galleríið ber nafnið Úmbra og í innri sal þess eru tíl sýnis og sölu leirlistaverk Guðnýjar Magnúsdóttur. Sýning Nönnu Bisp Buchert er í fremri salnum og umfangsmikil miðað við stærð hans. Á sýningunni er alls tuttugu og eitt verk, allt nokkurs konar kyrralífs- myndir og 1 mörgum tilvikum ljósmyndir af ljósmyndum. Listakonan hefur aflað sér nokkurrar viðurkenningar í sínu fagi og hafa myndir eft- ir hana verið valdar á stórsýningar á borð við Scandinavia Today í Banda- ríkjunum og „Tender is the North“ í Barbican Center. Ljósmyndir af Ijósmyndum Nanna Bisp Buchert hefur verið búsett í Kaupmannahöfn mestan part ævi sinnar. Hún ólst þó upp í Reykjavik. Móðir hennar var íslensk og lést hún um aldur fram í Kaupmannahöfn árið 1946. Má segja að sýning Myndlist Ólafur Engilbertsson þessi sé seinni tíma viðleitni dóttur til að nálgast móður sína. Til þess bregður hún fyrir sig sjónhverfingum af ýmsu tagi. Hún notar gamla borða, fólnuð blóm og kjól af flóamarkaði til að búa tfi viðeigandi stemn- ingar. Rauði þráðurinn er svo safn gamalla ljósmynda og bréfa. Ljósmynd- unum er ýmist bætt ofan á stemningarilötinn síöar og myndin þannig tvítekin eða að þær eru sjálfar bakgrunnur og stemningargefandi hlutir þar yfir. Sumar mynda Nönnu Bisp Buchert minna á mexíkóskt heimih- saltari þar sem gjaman er safnað saman á einn stað ljósmyndum af látn- um fjölskyldumeðlimum, ættargripum og ýmsu tilfallandi. Náin fortíð verður nýsköpun Meginkostur verkanna er fólginn í þeirri afstöðu listakonunnar til þess- arar nátengdu fortíðar sinnar að þar sé um efnivið í nýsköpun að ræða. Þetta kemur vel fram í verki númer tvö, Brot úr bréfi, þar sem sendibréf hefur verið rifið í ræmur vegna þess að þannig þjónaði það betur mynd- heildinni. Myndimar em flestar dökkar yfirlitum, en listakonan byggir í mörgum tilvikum upp dulúðuga spennu í myndfletinum fyrir tilstyrk hinna dimmu flata. Greinilegt er hins vegar að að baki myndunum hggur mismunandi mikil vinna. Ljósmynd er t.a.m. einkennilega útfærö yfir kjól í mynd númer sjö. Eins standa uppstillingamar oft lýsingunni og ljósmynduninni sjálfri að baki. En í hefid er sýning þessi gleðigjafi unn- endum annars konar Ijósmyndunar. Síðasti sýningardagur er miðvikudagurinn 24. febrúar. W* SMÁAUGLÝSINGASiMINN FYRIR LANDSBYGGOINA: j 99-6272 ^ Gsa ^minn sssa ^4 - talandi dæmi um þjónustu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.