Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR1993 Fréttir Nýjar leiðir 1 baráttimni gegn atvinnuleysi: Eigum að steinhætta að fjármagna iðjuleysi - segir Jón Erlendsson, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu Háskólans Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Viö erum búnir að vera í fjögur ár í þindarlausu átaki á þessu sviði, búnir að byggja upp gagnabanka yfir 10-20 þúsund erlenda aðila og þróa sérstakt sjálfsnámskerfi um atvinnumál og tækifærasköpun sem nýtist einstaklingum, fyrir- tækjum og stofnunum til að skapa sér tækifæri á ódýrasta mögulegan hátt,“ segir Jón Erlendsson, for- stöðumaður Upplýsingaþjónustu Háskólans. Það kerfi sem Jón hefur byggt upp byggist fyrst og fremst á sjálfs- námi, og reyndar ekki síður á gjör- breyttum aðferðum á öllum svið- um. Nú standa yfir viöræður við Atvinnuleysistryggingasjóð, Akur- eyrarbæ, Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbæ um aö þessir aðil- ar styðji atvinnulausa viö að koma inn í það kerfi. Sáhvert stefndi „Árið 1987 þegar ég sá hvert okk- ar ruglaða þjóðfélag stefndi hellti ég mér í þetta verkefni af fullum krafti og það hefur allt gengið eftir sem ég spáði. Okkar nálgun og annarra sem hafa staðið í þessu er mjög ólk. Iðn- tæknistofnun t.d. hefur verið að einbeita sér að einu og einu tæki- færi. Þeir safna saman miklu af hugmyndum sem fara síðan í vinnslu. Svo enda þeir með t.d. 4 hugmyndir sem eru unnar fyrir 15-30 milljónir. Þetta er kolvitlaus aðferð. Það sem við þurfum eru ekki 4 hugmyndir sem skapa 20-30 störf, heldur þarf að miða við 2-10 þúsund manns.“ „Franchise“ er öflug aðferð - Hvaöa boðskap hefur þú að færa Akureyringum sem hafa eitt mesta atvinnuleysi á landinu? „Ég get bent á ýmsar leiðir. Eitt er það fyrirbæri sem nefnt er „Franchise" sem úti í heimi er ein öflugasta aðgerðin til að efla at- vinnu og hefur gagnast hér á landi lika. Þetta byggist á sölu eða leigu hugmynda. Fjármagnið í hverju landi er nýtt og þetta hefur dreift úr sér með eldingarhraða. Á alþjóð- legum markaði eru boðin 5-6 þús- und „Franchise", og ég reikna með aö 1-5% af þessu sé raunhæft fyrir okkur. Þetta byggist mikið upp á þjónustu og því að þeir sem hafa ekki ipjög mikla menntim fá tæki- færin upp í hendumar og þjálfun hjá höfuðstöðvunum, þeir geti fariö í gang á örskömmum tíma. Þetta fyrirbæri hefur farið um Evrópu eins og eldur í sinu.“ Vitleysan skelfileg Jón segir að hér á landi tíðkist það að huga ekki að lausnum á þessu sviði fyrr en allt sé komið í óefni, i stað þess að hafa lausnir aðgengilegar áður en á þeim þarf að halda. „Vitleysan er svo skelfi- leg og það er sama hvaða kerfi tæki við, það myndi bæta þetta. Þaö atvinnutryggingakerfi sem ég er að hugsa um og er eiginlega sambland af atvinnutrygginum og nýsköpun og tryggir mönnum atvinnu fyrir bætur en ekki iðjuleysi fyrir bæt- ur. Ég vildi sjá þetta kerfi þannig að þeir sem standa í nýsköpun og eru aö reyna að koma fyrirtækjum á legg fái mjög ódýrt vinnuafl. Við höfum einn framleiðsluþátt á lausu, vinnuafliö. Það er argasta vitleysa að nýta það ekki. Mgin- reglan á að vera sú að við stein- hættum að fjármagna iðjuleysi," segir Jón. DV-myndir öm Togarinn Sunna við bryggju á Siglufirði. Hægt að draga tvö troll samtímis - eftir breytingar á nýjasta togara Þormóös ramma Jón Dýrfjörð, framkvæmdastjóri vélaverkstæðis J&E, til vinstri, ásamt einum af starfsmönnum fyrirtækisins. Öm Þórarinssan, DV, Fljótum: Nýjasti togari Þormóðs ramma hf. á Siglufirði, Sunna SI67, hélt til veiöa nýlega að loknum talsveröum breyt- ingum á skipinu sem stóðu yfir í þijár vikur. Helsta breytingin var að sett var þriöja togspilið í skipið og með tilkomu þess á að vera hægt að draga tvö troll samtímis. Að sögn Sigurður R. Stefánssonar úrgerðarstjóra vona menn að þriðja spfiið auki veiðihæfni skipsins um 20-30% því nú verði i raun hægt að hafa tvö veiðarfæri úti samtímis. Sunna er eingöngu á rækjuveiðum og er stærsta skip íslenska flotans sem þessi búnaður hefur verið settur í. Bíða menn nú spenntir hver árang- ur verður. Samhliða því að spUið var sett í skipiö voru ýmsar framkvæmdir sem miðuðu að því að taka meiri afla í einu um borð og vinna hann. Settur var frystibúnaður í aðra lestina og eru þá báðar lestir þannig búnar. Aðalverktaki viö framkvæmdimar var Vélaverkstæði Jóns og ErUngs á Siglufirði. Þaö átti lægsta tilboö í verkið, tæpar 17 miUj. króna. Fjöl- margir iðnaðarmenn á Siglufirði unnu við skipið sem undirverktakar en einnig komu menn frá Akureyri og Sauöárkróki í ákveðna verkþætti. Með þessu verki og endurbótum á togaranum Siglfirðingi í fyrra hefur Siglfiröingum tekist að halda tveim- ur nokkuð stórum verkefnum í bæj- arfélaginu. Það hlýtur að teljast mik- U1 ávinningm- þegar þrengir aö á vinnumarkaðnum. Selir elta sjóbirting í Héraðsvötnum Þóihallur Asmundssan, DV, Sauðárkióki: Talsvert hefur verið um seli í vesturósi Héraðsvatna að undan- fómu og ekki óalgengt að þeir séu 2-3 saman. Friðberg Sveinsson skaut þar sel nýlega við vök og margir fleiri hafa sést þar á ísnum. Aö sögn selfangara er mikið um að selir komi upp á ísinn tíl aö hvfla sig á ferð sinni inn eftir Héraðsvötnum þar sem þeir elta sjóbirting. Oft hefur orðið vart við sel á ís framan við Glaumbæ og svo langt fer selurinn í eltingaleiknum viö sjóbirting að sést hefur tU hans í vötnunum til móts við Akra í BlönduhUð. Selur lét fara vel um sig við vök skammt frá vesturósi Héraðsvatna á sunnudag. DV-mynd Þórhallur Flugleiðir tengdar beint í 100 þúsund tölvuskjái Lokið er tengihgu bókunarkerfis Flugleiða við tölvudreifikerfið AMADEUS. Þar með hefur þeim skjám sem tengdir em beint við ALEX, bókunarkerfi Flugleiða, fjölg- að úr 350 í um 100 þúsund hjá ferða- skrifstofum og flugfélögum beggja vegna Atlantshafs. Aö sögn Flugleiðamanna er hér um mikla hagræðingu að ræða, sérstak- lega fyrir sölufólk erlendis. Ávinn- ingur Flugleiöa af beintengingu við Amadeus er einkum þríþættur: Þjón- usta og allar nýjungar félagsins kom- ast fyrr í sölu, auðveldara veröur fyrir starfsfólk ferðaskrifstofa að bóka með Flugleiðum og síðast en ekki síst mun sú kynning sem flugfé- lagið fær í Amadeus, þar sem það er sett undir sama hatt og erlend risa- flugfélög, stuðla að því að ferðaskrif- stofur fái aukið traust á því. Einnig opnast íslenskum ferðaskrifstofum milliliðalaust aðgangur að bókunar- kerfum annarra flugfélaga. Amad- eus tryggir Flugleiðum að þjónusta þeirra sé boðin fram með sama hætti og sé neytendum jafnaögengileg og þjónusta evrópsku risafélaganna. Fram til þessa hafa tölvukerfi verið mismunandi eftir löndum. Reglur Evrópubandalagsins mæla fyrir um sameiningu bókunarkerfa aðildar- landa en það kemur einkum smærri flugfélögunum til góða því þar með er þeim gert kleift aö tengjast stórum og fullkomnum tölvukerfum sem þau myndu sjálf aldrei hafa efni á að koma sér upp. -VP Lægsta tilboði tekið í lyftu Ægir Már Káiason, DV, Suðumesijuin: Byggingarnefnd Grunnskóla Njarðvíkur hefur samþykkt að taka lægsta tilboði í lyftu fyrir skólann frá HM-lyftum sem hijóðaði upp á krón- ur 3.110.000. Tvö önnur tilboð bárust í verkið. Þau voru frá Bræðrunum Ormsson, 3.534.000 krónur, og Héðni Schindler sem átti hæsta tilboðið, 3.994,000 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.