Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1993. 15 Félagslegur grund- völlur nýsköpunar Aíkoma hvers og eins hvílir á þeirri vinnu sem hann stimdar. Grund- völlur vinnunnar er traust og því samkeppnishæft atvinnulíf. Sam- keppnishæfnin byggist á sívirkri nýsköpun í stóru og smáu; starfi sem beinir hugviti, atorku og áhuga alls starfsfólks að sífelldum fram- förum og tryggir þannig viija við- skiptavina tíl viðskipta á markaði þar sem hart er barist um hylii þeirra með sífellt betri boðum. Þannig er afkoma einstaklinganna samofin afkomu fyrirtæKjanna og sívirkri viðleitni þeirra til framfara. Munur sem sker í augun Sakir augljóss mikilvægis lífs- bjargarinnar þá er ekkert eðlilegra en að hver maður taki ríkan þátt í að tryggja hana og efla af áhuga og dug og taki slíkt fram yfir fjöl- margt annað sem til greina kemur að sinna. Þessu virðist á hinn bóginn ekki vera að heiisa hér á landi, allténd ekki í þeim mæh sem við mætti búast. Meðan ótrúlegur áhugi er á hvers kyns íþróttum og spila- mennsku og meðan íslendingar hlaða á sig afrekum á heimsmæli- kvarða á þessum sviöum þá er eng- inn viðlíka áhugi sýnilegur á því að styrkja grunn sjálfrar lífsbjarg- arinnar. Stöku menn og fyrirtæki vinna afrek við nýsköpun en allur fjöld- inn er áhugalítill og daufur. Meðan íslendingar geta veifað hverri heimsmeistaratígninni á fætur annarri í íþróttum þá standa þeir með atvinnubuxumar neðst á hæl- unum. Þessi mikli muhur sker í augun. Meðan grundvöllur lífsbjargarinn- ar er hægt og bítandi að bresta undan fótum okkar og allur al- menningur fyrirhyggjulítiil, áhugasnauður og hugmyndarýr um úrræði þá er áhuginn og atork- an á sviði íþrótta svo yfirþyrmandi „Við eigum að geta náð upp jafnmiklum áhuga á lífsbjörginni og leikjum þeim sem við stundum svo ákaft,“ segir greinarhöfundur m.a. Kjallaiinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans að við hijótum hveija heimsmeist- aratignina á fætur annarri. Samt lifum við af atvinmmni en notum íþróttimar til að eyða lausum frí- tíma. „Við þurfum að breyta nýsköpun í sí- vaxandi mæli úr kostnaðarsamri fá- mennisiðju í skemmtilega „almenn- ingsíþrótt“.“ Fámennisiðja En þetta þarf ekki að vera svona. Við eigum að geta náð upp jafn- miklum áhuga á lífsbjörginni og leikjum þeim sem við stímdum svo ákaft. Á þessu verkefni hefur á hinn bóginn ekki verið tekið með sama hugarfari og aðferðum og uppbyggingarstarfi á sviði íþrótta og félagsmála. Byggðir hafa verið upp sjóðir og stofnanir sem þjóna fremur fáum einstaklingum og fyr- irtækjum. Efling almennrar þátt- töku og jákvæðs félagslegs um- hverfis hefur verið stórlega van- rækt. Nýsköpun er því fámennisiðja örfárra útvalinna, sem njóta opin- berrar fyrirgreiðslu, eða streð lítils hóps afreksmanna sem komast af án stuðnings. Þetta ástand má stórbæta. En úrbótanna er ekki að leita eftir þeim fábreyttu leiðum sem menn hafa lagt áherslu á til þessa. í stað einhliða áherslu á eflingu stofnana og opinberra sjóða þá verður að koma áhersla á almenna þátttöku og almennan áhuga. Við þurfum að breyta nýsköpun í sívaxandi mæli úr kostnaðarsamri fámennis- iðju í skemmtilega „almennings- íþrótt“. Sköpun nýrra atvinnu- tækifæra er skemmtilegt og skap- andi starf ef rétt er á haldið. Jón Erlendsson Inntökuskilyrði í framhaldsskóla í marsmánuði í fyrra skipaði menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, nefnd til að endurskoða lög um grunnskóla og framhalds- skóla. í janúar sl. skilaöi nefndin áfangaskýrslu. í skýrslunni eru m.a. tUlögur um breytingar á inn- tökuskilyrðum í framhaldsskóla. Tillögumar eru þessar: Tillögurnar „Við upphaf framhaldsskóla geti nemendur vahð um þijár mismun- andi námsleiðir eftir árangri í grunnskóla: fomám, gagnfræða- nám og námsbrautir framhalds- skólans. Fornám standi nemendum til boða sem ekki hafa náð tilskildum árangri á grunnskólaprófi. Um verði að ræða heildstætt eins árs nám. Að fomámi loknu sé nemend- um heimilt aö þreyta grunnskóla- próf á ný til að komast inn á aðrar námsleiðir framhaldsskólans. í framhaldi af fomámi verði einnig KjaUaiinn Ingvar Ásmundsson skólameistari Iðnskólans í Reykjavík boðið upp á áframhaldandi starfs- tengt nám fyrir fomámsnemendur. Nemendum verði gefinn kostur á eins árs námi, gagnfræðanámi, sem ljúki með framhaldsskólaprófi. Til að geta hafið gagnfræðanám þurfi nemendur að hafa lokið gmnn- skólaprófi með lágmarkseinkunn (t.d. einkunninni 5,0). í þessu námi verði lögð áhersla á að styrkja grunnþekkingu og fæmi nemenda í kjamagreinum. Jafnframt verði lögð rík áhersla á verk- og listgrein- ar og annars konar valgreinar. Þessi þáttur námsins mótist í skól- unum sjálfum. Settar verði lágmarkskröfur um námsárangur nemenda á gmnn- skólaprófi (t.d. 6,0) og/eða fram- haldsskólaprófi til að hefja nám á námsbrautum framhaldsskólans.“ Leiðindi og ófriður Um þriðji hluti árgangs lýkur ekki grunnskólaprófi með tilskild- um árangri. Um fjórði hluti þessara nemenda er innritaður í fram- haldsskóla í svokallað fomám. Hluti þeirra fer í eins árs fomám, aðrir fara í einnar annar nám í öll- um almennum greinum, enn aðrir eiga kost á því að endurtaka ein- göngu þær almennu undirstöðu- greinar sem þeir náðu ekki á grunnskólaprófi en halda áfram námi í öðrum greinum. í sumum tilvikum hefur verið unnt aö bjóða þessum nemendum upp á starfsnám jafnhliöa því sem þeir stunda endurbótanám í ein- stökum áfóngum grunnskólans. Þetta hefur gefið góða raun. Tiilaga um að gera öllum sem ekki stand- ast próf í samræmdum greinum á grunnskólaprófi að fara í árs fomám yrði til þess að tefja fyrir nemendum að óþörfu, valda leið- indum og ófriði í skólum og auka kennslukostnað. Steinn í götu sumra nemenda Komi þessar tfilögur til fram- kvæmda þarf nemandi að ljúka grunnskólaprófi með meðalein- kunninni 6 til þess að komast inn á námsbrautir framhaldsskólans. Standist nemandinn grunnskóla- próf með meðaleinkunn sem er lægri en 6 á hann kost á því sam- kvæmt tillögunum að fara í gagn- fræðanám. Reynslan hefur sýnt að margir nemendur, sem fallið hafa t.d. í einni grein á grunnskólaprófi, geta lokið þeirri grein í 0 áfanga í fram- haldsskóla, jafnhUða því sem þeir stunda nám í öðrum greinum, bók- legum og verklegum. Þeim hefur mörgum tekist að ljúka náminu án teljanlegra tafa. Virðist því gilda um gagnfræðanámið það sama og fomámið, að þar sé verið að leggja stein í götu sumra nemenda aö ástæðulausu og halda þeim í meira bóknámi en ástæða er til áður en þeir hefja verknám. - Námskröfur í skólum er auðvelt að auka án þess að setja girðingar sem þessar. Ingvar Ásmundsson „Vlrðist þvi gilda um gagnfræðanámið það sama og fomámið, að þar sé verið að leggja stein í götu sumra nemenda að ástæðulausu og halda þeim í meira bóknámi en ástæða er til áður en þeir hefja verknám.“ Ástæöan fyrir því að ég er hlynntur því að leyfa óbeina eigna- raðild útiend- inga að út- ; gerðarfyrir- ijM'. 1 tækjura er Þröstur Óiafsson. andi fyrir- komulag, sem er ársgamalt, þrengir alia mögu- KlSil CLKJ sjávarútvegsfyi' allt frá 1922, ha irtækjum. Áöur, fði verið heimild tækjum þótt fiármagnið væri er- lent Núer frelsí orðið mun meira í tilflutningi fjármagns en áður var. Viö megrnn til að mynda eiga í fyrirtækjum erlendis. Útiend- ingar mega, með EES-samningn- um, eiga í íslenskum verðbréfá- og hlutabréfasjóðum og raunar öllum öðrum fyrirtækjum en í sjávarútvegi o um. Ég tel að e: er komið á í fián I III lll um sé það vonl að taka eina at og banna henn þessu. Þar með aust mál að ætia vinnugrein út úr i að taka þátt í er verið að svelta !tl prein illt til nema tvinnugrein sem nir stoðum undir það velferðarrfl höfum alla mö gera ráöstafanii il! útiendingar kon ann. tist yfir aflakvót- Ástaeðan fyrirþvíaðéf er á mót óbeinni eignaraðild útiendinga aí íslenskum út- gerðarfyrir- tækjum ei augljós. Landið er að opnast mjög mikið fyrir erlendu íjármagni og viðskiptum. Menn hafa verið nokkuð sammála um að sjávarút- veguriim og sérstaklega útgerðin væru eitthvaö sem viö ættum að hafa fyrir okkur íslendinga eina. Það verður mjög erfitt að veija þetta markmið ef við geftim eftir í þessu efnl Ég er sannfæröur um að ef við gefum eftir með óbeina eignaraðild útiendinga aö útgerðarfyrirtækjum munum við hvergi finna viglinu til að verjast á. Þaö veröur endalaus flótti þar til þetta veröur allt orðið galopið. Það er annaö, sem ég hef miklar áhyggjur af, en þaö eru afleiðing- ar fiskveiðl8tefhunnar sem nú er rekin, Þetta kvótakerfi og raun- verulegt eignarhald manna á kvótanum er að mínum dómi stórhættulegt í sambandi við óbeina eignaraöild útiendinga Ef viö opnuðum fyrir hana býður kvótakerfiö upp á aö gefa þeim færi á að ná eignarhaldi á auð- lindinni sjálfri, það er fiskinum í sjónum. Þar raeð værum við búin að tapa viglínunni og myndum ekki finna hana aftur. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.