Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1993. Menning Græskulaust gaman Svidsljós íslenska óperan stóð að flutningi óperettunnar Sardasfurstynj unnar eftir Emmerich Kálmán sl. föstu- dagskvöld. Þetta létta og skemmti- lega verk hefur að geyma mörg falleg og góð lög og er einfaldleikinn alls- ráðandi í útfærslu tónlistarinnar. Sú ágæta söngkona Signý Sæmunds- dóttir söng aðalhlutverkið, Sylvu Varescu, og fórst henni það einkar vel úr hendi. Túlkun hennar leik- og raddlega, hreyfmgar og dans virkaði sannfærandi og má þar einnig þakka góðu samstarfi við leikstjórann Kjartan Ragnarsson svo og dansa- höfundinn Auði Bjarnadóttur. Und- irritaður var hissa hve „break“ radd- ar Signýjar var áberandi í þessu hlut- verki, en það var þó enginn stórskaði þegar á heildina er litið, enda sýndi hún iðulega frábær tilþrif raddlega. Edvin Ronald var vel túlkaður af Þorgeiri J. Andréssyni og er rödd hans vel mótuð þótt ennþá sé hún örlítið mött. Tækni hans er góð og tilþrif sýndi hann, einkum í fyrsta þætti verksins. Bergþór Pálsson söng Boni og var hann mjög góður í því gáskafuUa hlutverki þótt smáhnökr- ar væru á, til dæmis í byijun og þeg- ar hann biöur Stasi símlega. Sieg- linde Kahmann og Kristinn Hallsson léku á als oddi sem Júlíana og Leop- old María og fengu m.a. salinn til þess að syngja með sér. Jóhanna Lánnet var mjög góð í hlutverki An- astasíu og Sigurður Bjömsson var Bergþór Pálsson er hér í hlutverki hópi kvenna. Tónlist Askell Másson 0 Kúplingarsett Frá Japan og V-Þýskalandi GSvarahlutir Hamarshöfða 1 - simi 676744 hér á heimavelli í hlutverki Feri Bácsi. Leiksnilld Bessa Bjamasonar naut sín til fulls í hlutverki Kiss dóm- ara og oftast hreinlega átti hann svið- ið þegar hann var inni á. Þýðingar þeirra Flosa Ólafssonar og Þorsteins Gylfasonar á leik- og söngtextum voru liprar og hnyttnar og leikmynd Siguijóns Jóhannsson- ar er bæði skemmtilega og vel unnið verk þótt spuming væri hvort ekki mætti skipta um handrið á stigum og svölum fyrir síðari þætti verks- ins. Bæði leikmyndin, svo og búning- amir, sem Huida Kristín Magnús- dóttir sá*um, gefa sýningunni litríkt og létt yfirbragð, svo sem vera ber. Dansar Auðar Bjamadóttur eru bæði fjörugir og skondnir og öllu er þessu haldið vel saman af leikstjóra sýn- ingarinnar, Kjartani Ragnarssyni, þótt smáhnökrar séu hér og þar, einkum er varðar leikræna útfærslu, en því ætti að vera auðvelt að kippa í lag á komandi sýningum. Hljómsveitin lék ákaflega vel undir stjóm Páls P. Pálssonar sem lifði sig sinu í Sardasfurstynjunni, umvafinn DV-mynd ÞÖK mjög inn í verkið og vom sólóstrófur klarínetts og konsertmeistarans, Zbigniew Dubik mjög skemmtilega útfærðar á ungverska vísu. Þetta er létt og skemmtilegt verk, græsku- laust gaman, sem á heildina nýtur sín vel í þessari uppfærslu íslensku ópenmnar. Sýningin er ekki galla- laus en allir ættu að geta átt ánægju- lega kvöldstund með þessari Sardas- furstynju. Við eitt borðið sátu aðstandendur Kolaportsins á aðra hönd og Hag- kaups á hina. Þarna eru Finnbogi Helgasoon, Elísabet Snorradóttir, Helga Mogensen, Guðni Pálsson og Guðríður Tómasdóttir. Og á hina höndina Guðmunda Þórisdóttir, Sigurður Gisli Pálmason, Þórður Sig- urðsson og Arnbjörg Finnbogadóttir. DV-myndir GVA Kolaportið og Hag- kaup mættust hjá Kris Bandaríski sveitasöngvarinn og lagahöfundurinn Kris Kristofier- son dró að húsfylli aðdáenda á Hótel íslandi um helgina. Hann söng þar mörg af frægustu lögun- um síniun eins og Me and Bobby McGee og Help Me Make It Thro- ugt the Night. Meðal gesta mátti sjá aðstand- endur Kolaportsins og kunna Hag- kaupsmenn við sama borð. Þama voru einnig Halldór Ásgrímsson þingmaður og ótal margir íslenskir aðdáendur sveitasöngs. Kris Kristofferson. Afmæli Friðbjörg Kristjana Ragnarsdóttir Friðbjörg Kristjana Ragnarsdóttir, Hellubraut 7, Hafnarfirði, er sextug ídag. Starfsferill Friðbjörg fæddist á Akranesi og ólst þar upp til níu ára aldurs en síðan að Læk í Leirársveit þar sem hún átti heima til tvítugs. Friðbjörg stundaði nám við Hús- mæðraskólann að Varmalandi í Borgarfiröi veturinn 1950-51. Hún var búsett á Akranesi til 1964 er hún flutti til Hafnarfiarðar þar sem hún hefurbúiðsíðan. Fjölskylda Friðbjörg giftist 26.12.1958 Jó- hanni Jóni Jóhannssyni, f. 9.11. 1929, vélsfióra hjá íslenska álfélag- inu. Hann er sonur Jóhanns J.H. Jónssonar sem nú er látinn, og Sig- urlaugar Jóhannsdóttur. Þau bjuggu í Önundarfirði og í Hrísey, síðan á Akranesi og loks í Reykjavík þar sem Sigurlaug býr enn. Böm Friðbjargar og Jóhanns Jóns em Jóhann Þór Jóhannsson, f. 15.3. 1954, í sambúð með Rúnu Baldvins- dóttur og á hann einn son frá fyrrv. hjónabandi, Daníel Þór, f. 21.8.1978; Ragnar Steinþór Jóhannsson, f. 10.6. 1958; Friðjón Viðar Jóhannsson, f. 8.3.1962; Edda Sigurbjörg Jóhanns- dóttir.f. 11.10.1969. Systkini Friðbjargar em Guðjón, f. 1931, búsettur í Reykjavík; Hrefna, f. 1932, búsett á Akranesi; Salvör, f. 1934, búsett á Akranesi; Georg, f. 1938, búsettur í Hafnarfirði; Sig- valdi, f. 1941, búsettur í Hafnarfirði; Halldóra, f. 1944, búsett í Reykjavík; Svanhvít, f. 1944, búsett í Reykjavík; óskírð systir sem dó í fæðingu, f. 1950. Foreldrar Friðbjargar: Ragnar Þórður Sigurðsson, f. 1.7.1901, d. 2.5.1958, verkamaður á Akranesi og Friðbjörg Kristjana Ragnarsdóttir. b. á Læk, og kona hans, Friðbjörg Friðbjamardóttir, f. 26.1.1909, nú búsett á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Friðbjörg er að heiman á afmælis- daginn. Guðbjörg Bjamadóttir Guðbjörg Bjamadóttir húsmóðir, Kársnesbraut 17, Kópavogi, er sjö- tugídag. Starfsferill Guðbjörg fáeddist í Reykjavík en ólst upp í Litla-Ármóti í Hraungerð- ishreppi í Flóa. Jafnframt húsmóð- urstörfum var Guðbjörg matráðs- kona hjá Stálsmiðjunni í Kópavogi ítæpatvoáratugi. Fjölskylda Guðbjörg giftist 26.2.1955 Helga Tryggvasyni, f. 10.3.1903, d. 18.8. 1988, presti og yfirkennara við KÍ. Hann var sonur Tryggva Bjama- sonar, hreppsfióra í Kothvammi í Vestur-Húnavatnssýslu, ogElísa- betar Eggertsdóttur húsfreyju. Böm Guðbjargar og Helga em Hellen Sigurbjörg Helgadóttir, f. 3.3. 1956, kennari í Kópavogi, gtft Einari Eberhardtssyni og eiga þau tvo syni, Helga Pál, f. 20.1.1983, og Martein, f. 6.8.1984; Bjami Helgason, f. 9.4. 1957, offsetljósmyndari í Svíþjóð, kvæntur Sjofn Guðmundsdóttur og er dóttir þeirra Guðbjörg Olga, f. 16.12.1985,enbömSjafnaraffyrra hjónabandi em Jósef Eir, f. 8.5.1975, og Sara, f. 2.12.1976; Eggert Helga- son, f. 13.7.1958, aðalbókari, búsett- ur í Kópavogi, kvæntur Erlu Sverr- isdóttur og em böm þeirra Kristó- fer, f. 13.8.1984, og Dagný Eva, f. 17.6.1987. Systkini Guðbjargar em Bjami Ellert Bjamason, f. 17.11.1921, fyrrv. bóndi, nú búsettur í Kópavogi, og Sigríður Bjamadóttir, f. 27.4.1936, starfsstúlka á hjúkrunarheimili, búsett í Kópavogi og á hún einn son. Foreldrar Guðbjargar vom Bjami Bjamason, f. 25.4.1887, d. 19.1.1971, Guðbjörg Bjarnadóttir. jámsmiður og bóndi að Litla- Ármóti, og Sigurbjörg Sigurðardótt- ir, f. 14.4.1899, d. 24.10.1982, hús- freyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.