Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1993. 17 Neytendur Tómas Ingvason og Jón Sigurðsson með myndarlegan ostrubakka. Fyrirtæki þeirra, VB-sjávarafurðir, kynnti afurð- ir sínar á veitingahúsinu Við tjörnina á dögunum og tóku gestir hraustlega til matar sins. DV-mynd GVA Ferskar ostrur á íslandi íslenskir fiskaðdáendur eiga nú kost á að kaupa ferskar ostrur í verslunum. Það er fyrirtækið VB- sjávarafurðir sem flytja ostrumar ferskar inn frá Suður-Englandi en þar eru þær ræktaðar. Fyrir utan innflutning á ostmm er fyrirtækið með vinnslu og sölu á trjónukrabba, beitukóngi, öðuskel, Gleymist að leggja baunirnar í bleyti? Það kemur stundum fyrir besta fólk að gleyma að leggja baunirnar í bleyti nógu tímanlega fyrir eldun. Hægt er að bjarga sér út úr slíkum vandræðum með því að setja baun- irnar í stóran pott og lítið vatn yfir. Látið sjóða á hæsta straum í hálftíma og varist að vatnið gufi upp. Setjið hálfsoðnar baunimar í matvinnslu- vél og maukið þær vel. Eftir þessa meðferð geta þær farið í súpuna sam- kvæmt uppskriftinni. Einnig má meyra baunimar í örbylgjuofni. Setj- ið baunir og vatn í skál og matreiðið á hæsta styrk í 20 mínútur til aö byrja með. Þaö nægir jafnvel til þess að auðvelt sé að mauka þær í súpuna. hámeri, reyktum háfi, reyktri rækju og reyktri hörpuskel. Undanfarið hafa eigendur fyrir- tækisins, Tómas Ingvarson og Jón Sigurðsson, kynnt þessar afurðir í verslunum á höfuöborgarsvæðinu við góðar undirtektir. Þeir hafa samning við báta frá Breiðafirði við öflun krabbans, beitukóngsins og öðuskeljarinnar en til skamms tíma hefur þessu hnossgæti verið hent í stómm stíl og aðeins hirtur lítill hluti í sérpantanir. Nú hyggjast þeir félag- ar hafa framboð á íslenskum neyt- endamarkaði jafnt og þétt eftir því sem aflast. Verslanir, sem fyrstar taka þessar tegundir inn, em Hag- kaup, Mikligarður og Nóatún. -JJ Bollurnar eru rétt famar að sjatna S maga Iandsmanna þegar þeir fara aö huga aö sprengidegin- um. Þótt saltkjöt og baunir séu á undanhaldi sem matur hjá yngra fólki finnst sumum hefðin fyrir baununum skemmtileg og þess virði að halda í hana. Flestir fá uppskriftina úr fjöl- skyldunni en hér birtist ein hefð- bundin með tilbrígöum. Súpan: 1 pk gular baunir, lagðar í bleyti kvöldiðáður 1,5 kg saltkjöt 31 vatn 3-5 beikonsneiðar í bitum 1 stór laukur eða tveir litlir l kg grænmeti; gulrætur, gulrófur, sellerí, blaðlaukur eða annaö gott grænmeti. Baunimar lagðar í bleyti í V4-1 sólarhring. Vatn, saitkjöt og beikon sett í pottinn. Ef kjötið er mjög salt er ekki ráðlegt að sjóða nema lítinn hluta meö baununum og afganginn í öðmm potti ur tveim vötnum. Fleytiö froðuna ofan af. Sjóöiö í rúma klukkustund. Hreinsið græn- metið og skerið í hæfilega bita og sjóðið með síðustu 20 mínúturnar hið mhmsta. Með saltkjötinu má bera fram hvítan jaflnng iikt og með hangi- kjötinu. Lisa, sem hér er með móður sinni, Priscillu, er alveg sláandi lík föður sín- um, Elvis Presley. Sviðsljós lisa fékk ekki arfinn Lisa Marie Presley Keough varð 25 ára um daginn og hélt að sjálfsögðu upp á það með viðeigandi hætti. Á þessum tímamótum var ráögert aö hún tæki formlega við auðæfum föð- ur síns en Lisa hefur samþykkt að bíða með það í fimm ár til viðbótar. Á þrítugsafmælinu hennar bíður því hús rokkarans sáluga í Memphis í Tennessee, Graceland, og ávísun upp á nokkur hundruð milljónir Banda- ríkjadala. Astmi vegna efnamengunar Samtök gegn astma og ofnæmi halda fræðslufund mánudaginn 22. febrúar kl. 20.30 í Múiabæ, Armúla 34,3. hæð. Helgi Guðbjömsson læknir, sérfræðmgur í atvinnusjúkdómum, ræðir um atvinnuastma, snertiofnæmi og húsasótt og svarar fy rirspumum. Allir em velkomnir á fúndinn, kaffiveitingar. SAMTÖK GEGN ASTMA OG OFNÆMI VELTISÖGIN FRÁ ISELCO MESTSELDA BYGGINGASÖG LANDSINS UM ÁRABIL NÝ SENDING Á SÉRLEGA GÓÐU VERÐI ÚRVALS KARBIT SAGARBLÖÐ FYLGJA Skeifunni 11 D, sími 686466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.