Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð f lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Börnin hennar Evu Ódæðiö í Liverpool í Englandi hefur vakið upp mik- inn óhug. Tveggja ára dreng er rænt í matvörubúð og finnst látinn tveim dögum síðar þar sem honum hefur verið kastað fyrir jámbrautarlest. Drengurinn hafði verið barinn og limlestur áður. Ekki dregur úr óhugnum þegar sakborningamir virðast vera tíu til ellefu ára gamlir drengir, nánast böm eins og fórnarlambið. Á sama tíma gerist það bæði vestan hafs og austan að foreldrar era látnir svara til saka fyrir að hafa skihð böm sín eftir ein og yfirgefin og raunar var hópur bama skilinn eftir í lokuðum vistarverum í Detroit í Banda- ríkjunum meðan foreldramir fóm í skemmtiferð. Eldur braust út og sjö böm brunnu inni. Ekki hefur dregið til svo alvarlegra atburða hér á landi en frétt í DV á fóstudaginn vakti athygli þar sem sagt var frá því að sautján ára piltur notaði ósakhæf böm fil afbrota fyrir sig. Sagt var að pfiturinn hefði komið alls sextíu sinnum við sögu lögreglunnar fyrir ýmiss konar afbrot, svo sem fíkniefnaneyslu, þjófnað, ölvunarakstur, líkamsmeiðingar, skemmdarverk og innbrot. Hann dregur önnur yngri böm á tálar og siðferðis- kennd þessara bama er ekki meiri en svo að þau gera sér litla grein fyrir því hvað er rétt og hvað er rangt. Nú væri auðvitað auðveldast að varpa allri sök og ábyrgð á bömin og unglingana. En máfið er ekki svo einfalt og atburðir sem spanna allt frá minni háttar af- brotum tfi voðaverka á borð við það sem gerðist í Liver- pool em sömu ættar; eiga sér að einhverju leyti sömu skýringar og sama bakgrunninn. Tíu ára börn drepa ekki tveggja ára böm nema hafa alvarlega brenglaða dómgreind og orsakanna er að leita í uppeldi, umhverfi og þeim heimi sem bömin alast upp í. Hirðuleysi foreldranna gagnvart börnunum, sem skfi- in vom ein eftir heima, er ekkert einsdæmi. í vaxandi mæfi gerist það að böm em án umhyggju og vemdar foreldra. Fyrir það fyrsta er krafan sú að báðir foreldr- ar vinni utan heimfiis. Síðan koma aðrar aðstæður tfi viðbótar. Einstæð foreldri, ábyrgðarleysi, atvinnuleysi, óregla, fátækt, vanþekking og vangeta tfi að sinna upp- eldi. Böm em þúsundum saman vanrækt í skeytingar- leysi, tilfitsleysi, skfiningsleysi. Bömin em skifin eftir í eigin heimi; heimi götunnar, sjónvarpsins, mynd- bandsins og heimi örbirgðar og metnaðarleysis. Ofbeldið er haft fyrir ungviðinu, ofbeldið er oft ein- asta úrræðið. Atvinnulaust fólk, sem orðið hefur undir í fifsbaráttunni, fíkniefnaneytendur, sem hafa fíknina eina að takmarki, brotnar fiölskyldur, þar sem heift og hatur og beiskja út í þjóðfélagið er allsráðandi, og svo einfaldlega sjálfhverft fif þeirra sem sagðir em ofan á í fifinu. Allt hefur þetta þær afleiðingar að bömin verða afskipt, draga dám af andrúmsloftinu í kringum sig og fá aldrei vitneskju um rétt og rangt. Við getum varla ímyndað okkur að voðaverkið í Liverpool geti endurtekið sig hér á landi. Ástandið er vonandi ekki orðið svo slæmt hér heima. En þessi verkn- aður er engu að síður afsprengi þeirrar þróunar og þess ástands sem hér að framan er dregið upp. Siðbfinda og ofbeldi í kjölfar minnkandi umsjár og alúðar gagnvart bömum og ungfingum. Ef við missum tökin á uppeldinu, ef við látum ofbeldi myndbandanna, götuna og grimmdina ráða ferðinni í sandkassanum er skammt í hinar raunverulegu afleið- ingar. Það er ekki bömunum að kenna heldur okkur sem eigum að ala þau upp. Ellert B. Schram MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1993. í mörgum tilfellum er gerður samningur milli foreldra um að það foreldri sem ekki hefur forræði barns taki þátt i framfærslukostnaði umfram meðlagsgreiðslur, segir m.a. í greininni. Einstæðir foreldrar undir hníf heilbrigðisráðheira Á síðustu dögum Alþingis fyrir jól fékk ríkisstjóm Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks samþykktar á Alþingi í harðri andstöðu við stjómarandstöðuna meiri skattaá- lögur á þjóðina en hún hefur nokkra sinni staðið frammi fyrir áður. Það sem þessum álögum er öllum sameiginlegt er að þær lenda þyngst á fólki með meðaltekjur; einstæðum foreldrum og sjúkling- um. Sjónhverfingar Þegar heilbrigðisráðherra kynnti breytingar á almannatryggingalög- um á Alþingi lét hann í veðri vaka að til stæði að bæta kjör einstæðra foreldra, þ.e. forræðisaöilans, með því að hækka meðlag úr 7.551 kr. á mánuði í 10.300 kr. Ég varð var við það í samtölum mínum við marga að þeir töldu að þessi breyting, sem þama væri boðuð, væri mikið rétt- lætismál og nú væri að birtast í heilbrigðisráðherranum sú mann- úð og það mildi sem þar byggi inni fyrir ásamt jafnréttishugsjón Al- þýðuflokksins. En þegar betur var að gáð fylgdi böggull skammrifi. Þær jólagjafir sem ríkisstjómin þóttist vera að færa einstæðum foreldmm hefðu betur verið geymdar í jólasveina- poka ráðherranna. Hækkun með- lagsins kom bömunum ekki til góða heldur ríkissjóði því aö ríkis- sjóður velti greiðslubyrðum yfir á meðlagsgreiðendur þar sem mæðra- og feðralaunin vom lækk- uð á móti. Framfærendur eru tveir Fyrir einstætt foreldri með eitt bam, sem hefur forræði bamsins, þýddi þessi breyting 11.796 kr. skeröingu á ári, fyrir foreldri með tvö böm 22.800 kr. og fyrir foreldri með þrjú böm eða fleiri 35.328 kr. Þessi hækkun meðlags og lækkun mæðra- og feðralauna leiddi því til KjaHarinn Finnur Ingólfsson alþingismaöur Framsóknar- flokksins í Reykjavík umtalsverðrar skerðingar á kjör- um þeirra er sjá um framfærslu og hafa forræði bamanna. Þó upp- liæðimar á mánuði eða ári séu ekki ýkja háar þá er skerðingin til- finnanleg vegna þess að í flestum tilfellum er hér um að ræða fólk sem eingöngu verður að lifa af dag- vinnulaununum og hefur ekki tækifæri til að afla sér viöbótar- tekna nema þá með miklum til- kostnaði vegna bamagæslu. En það er ekki bara sá sem hefur forræði bamsins og greiðir stærri hluta framfærslunnar sem verður fyrir skerðingu því framfærendur bams eða bama em tveir; sá sem forræðið hefur og sá sem meðlagið greiðir. Skerðing á kjömm þess sem meðlagið greiðir er ekki síður tilfinnanleg. Ef skerðing á kjörum framfæranda, þ.e. þess sem með- lagið greiðir og þess sem forræöið hefur, er skoðuö saman þá verður skerðing framfærandanna með einu bami á ári 44.784 kr., með tveimur bömum 88.776 kr. og með þremur bömum eða fleiri 134.292 kr. Lendir á þeim sem síst skyldi Með hækkuninni á meðlaginu gæti farið svo að skerðingin hjá þeim aðila sem sér um framfærsl- una og hefur forræði bamsins gæti oröið meiri heldur en að framan er lýst. Viö skilnaö er í mörgum tilfellum geröur samningur milli foreldra um að það foreldri sem ekki hefur forræði bamsins taki þátt í kostnaði við framfærslu þess umfram það sem meðlagið gerir ráö fyrir. Þegar meölagið hækkar er hætt- an því sú aö slíkir samningar haldi ekki þar sem meðlagsgreiöandinn treystir sér ekki til að greiða meira en hiö lögbundna meðlag. Þessi breyting mun því koma verst niður á bömum. Það em því þau í þessu tilfelli sem verða að gjalda fyrir þessar vanhugsuðu og illa undir- búnu aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Finnur Ingólfsson „Þegar meðlagið hækkar er hættan því sú að slíkir samningar haldi ekki þar sem meðlagsgreiðandinn treystir sér ekki til að greiða meira en hið lög- bundna meðlag.“ Skoðanir annarra Þá grét þingheimur „í hópi mótmælenda vom flestir alþingismanna okkar. Þeir stóðu með alvömsvip og hummuðu með- an regnið seytlaði niður kinnamar. Það var greini- lega dagskipun á Alþingi til þingmanna að fara út á meðal fjöldans og mótmæla allir. í ljósi þess að Al- þingi hefur sýnt lítinn eða engan áhuga á högum Bosníumanna rímuðu þessir valinkunnu heiðurs- menn raunalega illa við ímyndina af boðberum frið- ar og réttlætis. Alþingi hefur nefnilega ekki gert nokkum skapaðan hlut.“ Hrafn Jökulsson í Alþbl. 19. febr. Aff heilindum til samstarfs „Þaö þarf að miöa aö því að auka atvinnu í stað þess að hækka laun... Skilyröi þess að þetta takist; aö við kommnst út úr núverandi aðstæöum okkar; er friður á vinnumarkaðnum og samvinna allra að- ila. Opinberir starfsmenn ættu því að slíöra verk- faUsvopnið og ganga af heilindum til samstarfs á nýjum forsendum.“ forystugrein Mbl. 19. febr. Eittafþví sem skapar ólguna „Það væri fróðlegt að gera könnun þess efnis hér á landi hve stóram hluta fólks finnSt efnahagsaðgerð- ir ríkisstjómarinnar réttlátar og sanngjamar. Ríkis- stjómin glímir vissulega viö mikinn vanda. Hins vegar hefur henni mistekist hrapallega að vekja traust þjóðarinnar og auka henni bjartsýni... Ríkis- sljómin hefur forðast aUa lífskjarajöfnun í aðgeröum sínum og það er eitt aö því sem skapar ólguna í land- Úr forystugrein Tímans 19. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.