Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR1993 Fréttir Kristjáni Jóhannssyni vel fagnað eftir frumraunina í Metropolitan: Það erfiðasta sem ég hef gert hingað til sagði Kristján í hópi fjölmargra landa að vel heppnaðri sýningu lokinni Airna Th. Pálmadóttir, DV, New York: „Ég er mjög ánægöur með sýning- una og eigin frammistöðu. En þetta er það erfiðasta sem ég hef gert hing- að til,“ sagði Kristján Jóhannsson óperusöngvari að lokinni frumraun sinni á sviði Mertopolitan óperunnar í New York í gærkvöldi. Á göngum hússins fyrir sýningu hljómuðu íslenskar raddir úr hveiju horni, margir komnir langt að til að hiusta á Kristján Jóhannsson. Þar voru fjölmargir vinir og aðdáendur Kristjáns auk fjölmiðlafólks frá nær öllum fjölmiðlum heima. Líst bara Ijómandi á soninn Við fengum að heimsækja Kristján í búningsherbergið, merkt meistar- anum. Þar var hann ásamt Sigurjónu Sverrisdóttur, eiginkonu sinni og Fanneyju Oddgeirsdóttur, móður sinni, að fagna að leikslokum. Fyrir utan beið hópur vina, tvær systur Kristjáns, tengdaforeldrar og aðdá- endur sem óska vildu Kristjáni til hamingju. Aðspurð um álit á sýningunni sagði Fanney, móðir Kristjáns: „Ja, mér líst bara ljómandi vel á soninn." í þakklætisskyni smellti Kristján ein- lægum kossi á kinn móður sinnar. í stuttu samtali vil Egil Jónsson og Herdísi Júlíusdóttur, vinafólk Kristj- áns, sögðust þau hafa hlustaö á hann syngja víða um heim og að þessi sýn- ing hefði sannarlega jafnast á við það semJKristján hefði gert best á óperu- sviðinu hingað til. Sendiherrann í Moskvu kom á sýninguna Ólafur Egilsson, sendiherra í Moskvu og kunningi Kristjáns, hlustaði á Kristján fyrst þegar hann söng í Scalaóperuni í Mílanó og kom nú alla leið frá Rússlandi til New York til að fá að heyra í Kristjáni í Metropolitan. Ólafur lofaði mikið sýninguna og söng Kristjáns og sagði houm hafa farið mikið fram frá fyrstu Scalasporunum. Krlstján Jóhannsson fyrir utan Metropolitan óperuna. Úr óperunni var svo haldið yfir á Plaza hótel sem er eitt finasta hótel New York borgar og í eigu Donalds Trump. Þar hafði verið undirbúin veisla til heiðurs Kristjáni í boði ís- lenska útvarpsfélagsins. Veislugestir voru, auk fjölskyldu Kristjáns og Siguijónu, Hörður Sig- urgestsson og Áslaug Þorbjörg Ottes- en, kona hans. Ólafur Egilsson sendi- herra í Moskvu og Páll Dungal í Pennanum. Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri og Ragnheiður Sara, kona hans, og Jón Ólafsson hjá íslenska útvarpsfélaginu. Sigurður Demetz „sökudólgurinn“ Þá kom til New York af þessu til- efni Sigurður Demetz Franzson, óperusögnvari og fyrsti kennari Kristjáns. Sigurði var vel fagnað og kallaði Kristján hann „sökudólginn“ því það væri Sigurði Demetz að „kenna“ að hann hefði lagt út á söng- brautina. Kristján tók til máls í samkvæminu klökkur af þakklæti og lofaði að halda áfram á sömu braut og helst að gera betur. Kjarasamningarmr: Efasemdir um samflot launþegasamtakanna - efastumdagsetningaráátökum Það sem vefst nú fyrir ASI-mönn- um, ef samflot á að vera með BSRB og öðrum, er aö þá er búið að setja fram dagsetningar á átök, ASÍ gæti verið að dragast aftur úr. Ef atvinnu- rekendum og stjómvöldum er ein- hver akkur í því að semja, vilji semja, þá verði þeir að fara að spila einhveiju út strax, að öðrum kosti verði þeir að bara að semja við BSRB. Felli BSRB verkfallsboðun sé máhö búið fyrir alla, þá verði erfitt að halda dampi og ef þeir samþykkja og ASÍ ætli aö bíða og sjá hvað setur þá geti verið alltof stuttur tími til stefnu fyr- ir ASÍ til að gera nokkum skapaðan hlut. Og þegar verkfall BSRB er skollið á þá verði engin samninga- vinna í gangi. Því séu það hagsmunir allra að einhveijar viðræður fari af stað strax. Sumir segja að það sé ekkert mál að semja við ASÍ því þeir séu svo Ijúfir og góðir og leyfa hinum að fara í verkfall. Þetta ræða ASÍ-menn nú í sínum hópi. Þeir verkalýðsforingjar sem DV hefur rætt við telja að ipjög vafa- samt sé fyrir launþegasamtökin að vera í samfloti. Bæði vegna þess sem að framan segir og eins vegna þess að áherslur ASÍ annars vegar og BSRB og kennara hins vegar á kröfur em nokkuð ólíkar. Ari/S.dór Eldur í undirgöngum í Hamraborg Kveikt var í msh í geymslu í undirgöngunum undir skiptistöð- inni í Kópavogi að morgni sunnu- dags. Slökkvihð kom á vettvang og gekk greiölega að slökkva eldinn. Geymslan er lokuð meö flekahurð og henghás sem auðvelt er aö sparka upp. í geymslunni átti leik- félagið og bærinn dót sem ekki er telst verðmætt. JJ Fór betur en á horf ðist Sjö ára telpa varö fyrir bíl á Fríkirkjuvegi rétt fyrir hádegi í gær. Farið var með stúlkuna á slysadeild en meiðsli hennar voru talin minni háttar. Á myndinni er vinkona hennar að hiúa að henni og sjúkraliðar að mæta á staðinn. DV-mynd Sveinn Ágreiningur milli BSRB og ASÍ um áherslur í kjaradeilunni: Kemur til greina að falla frá launahækkun - segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sem vill samstöðu „Kaupmátturinn nú ræðst af því að launin hafa staðið í stað en út- gjöldin hafa hækkað. Ef tekst að tryggja að útgjöldin fari niöur hefur takmarkinu verið náð með öðrum hætti en launahækkunum og auðvit- að munum við una við það því það er takmark okkar að standa vörð um kaupmátt kauptaxtans. Viö viljum ná samstöðu með ASÍ um að standa vörð um kauptaxtana og um það vel- ferðarkerfi sem nú er vegið að,“ seg- ir Ögmundur Jónasson. í málflutningi Ögmundar Jónas- sonar, formanns BSRB, og Benedikts Davíðssonar, forseta ASÍ, síöustu daga hefur komið í Ijós ijokkur. ágreiningur um áherslur í samn- ingamálum og hefur BSRB fram að þessu lagt meiri áherslu á að standa fast á kröfunni um 5% launahækk- un. ASÍ hefur verið opnara fyrir að ná kaupmættinum upp með öðrum leiðum svo sem skattalækkunum eða öðrum tilfærslum. Spumingin sé ekki um taxtahækkun heldur kaup- mátt. Nokkur ágreiningur er einnig innan ASÍ um hversu mikið samflot á að vera með BSRB. Innan Verka- mannasambandsins er mestur áhugi fyrir því að fara í samflot með BSRB. -Ari Stuttar fréttir Framkvæmdastjórn EB boöar neyöaiTáðstafanir til að koma í veg fyrir hrun sjávarútvegs að- ildarlanda vegna offramboðs ódýrs fisks frá Rússlandi, Noregi og ísiandi Davíð Oddsson sagði á Stöö tvö að ólíklegt væri að inn- flutrúngshöft yrðu sett á íslensk- an fisk. HIK og samninganefhd ríkisins undirrituðu kjarasamning sl. fóstudagskvöld sem er á sömu nótum og miðiunartillaga rikis-: sáttasemjara frá því fyrir ári. Samningurinn gildir til næstu mánaöamóta. Líkur eru á að BHMR geri svipaðan sámning. íslenskir útflytjendur á fersk- um þorski og ýsu fengu helmingi lægra verð í Bretlandi í síðustu viku en fyrir mánuði. Þýskur tog- ari selur afla sinn hér á landi í dag í fyrsta sirni í áratugi. TýrtekurHrönn Varðskipið Týr stóð í gær vél- bátinn Hrönn EA á meintum ólöglegum veiðum. Hagfræðingur ASÍ sagöi á Stöð tvö að reglur um staögreiðslu skatta 14 þúsund sjálfstæðra at- vinnurekenda hvettu til viöleitni þeirra til að borga sem minnstan tekjuskatt eftir á. LagthaWá20kító Lögreglan hefur ekki áöur lagt hald á jafn mikiö magn fíkniefna og á síðasta ári, eöa yfir 20 kíló. Sterkari efhi eru mjög að ryðja sér rúms, sagði i frétt Stöðvar tvö. Farmenn viija itteffa Farmanna- og fiskimannasam- bandið vill hærra fiskverð og at- vhmuöryggi farmanna í komandi kjarasamningum. Sjónvarpiö greindi frá að bú- stjórum þrotabús EG hafa borist erindi um leigu á rækjuverk- smiðju og togunun fyrirtækisins. Ákvörðun um togarasölu verður tekin í vikunni. Morgunblaöíð*segir frá því að Verðlagsstofhun teljí íslenskar ferðskrifstofur hafa haft ólöglegt samráð um upphæð forfalla- tryggingar og afslátt á þeim. Auk þess sé ekki hægt aö skylda fólk til að greiða forfallagjald. Ólafur Skúlason, biskup is- lands, er nú staddur í Færeyjum í boði Færeyjabiskups. Heim- sóknin er í tengslum við íslands- daga í Norræna húsinu í Þórs- höfh. -Ari Núloönuganga: Hólmaborgin með1300 tonntil EskHjarðar Hólmaborgin, sem er stærsta loðnuveiðiskip flotans, kom síðdegis í gær með mikinn afla til Eskifjarðar eða 1300 tonn af loðnu sem fékkst skammt undan Stokksnesi. Setja átti 100 til 200 tonn í frystingu en hiitt fer í bræðslu. Þrær á IJskifirði eru stút- fullar um þessar mundir. Jón Kjartansson fann loðnuna í fyrradag á svæðinu við Stokksnes en lítið hafði veiðst í nokkra daga. Nú eru allmörg loðnuskip á svæðinu. Jón Kjartansson sigldi með loðmma til Færeyja en þar vonast menn til að fá hærraverðenhérlendis. -Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.