Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR1993 Fréttir „Þá veistu svarið“ sigraði 1 Söngvakeppni Sjónvarpsins: Nú hefst vinnan við lagið fyrir alvöru „Nú hefst viiman við lagið fyrir alvöru. Væntanlega verður bætt við bakröddum og ýmsir hlutir lagfærðir til þess að gera lagið sem best úr garði fyrir keppnina í írlandi. Ingi- björg mun syngja lagið úti enda á hún sinn hluta í sigrinum," segir Jon Kjell Seljeseth, höfundur sigurlags- ins í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lag hans, Þá veistu svarið, verður framlag íslendinga í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í maí í írlandi. Jon Kjell hefur áður komiö nálægt söngvakeppninni en þá sem útsetjari og hljóðfæraleikari. Þetta er þó ekki fyrsta lag hans sem gengur vel í keppni því í vetur sigraði hann i keppninni um Landslagið sem haldin var á Akureyri. Hann segist ekki hafa samið mikið af lögum sökum tímaskorts því hann hafi nóg að gera við upptökur, hljóðfæraleik og út- setningar. Jon Kjell er fæddur í Nor- egi en kom hingað til lands árið 1980 og hefur búið hér síðan. „Ég var nokkuð spenntur meðan á - segir höfundurinn, Jon Kjell Seljeseth Hamingjusamir sigurvegarar í Söngvakeppni Sjónvarpsins, Jon Kjell Seljeseth höfundur og Ingibjörg Stetánsdótt- ir söngkona. Þau fara sem fulltrúar íslands til írlands I maí og keppa þar I Eurovislon. DV-myndir GVA talningunni stóð en ég er nokkuð vanur að fylgjast með sem þátttak- andi. Ég er ákaflega ánægður með sigurinn og ætla aö gera mitt besta í Irlandi," segir Jon Kjell Seljeseth. -JJ Verkalýðsfélag Húsavíkur leitar verkfallsheimildar: VSÍ leikur sér að því að tefja málin - menn óttast endalausar viðræður um ekki neitt, segir formaðurinn „Menn óttast að allt sé að fara í safna farið og síðast þegar menn voru ýfir þessu í einhveija mánuði án þess að nokkuð gerðist. Sem sagt enda- lausar umræður um ekki neitt. VSÍ er búið að taka sér rúma viku tfi að skipa í svokallaða starfshópa vegna atvinnumálaumræðu og hefur ekki klárað það ennþá. Það er ljóst að þeir eru að leika sér að því að tefja viðræðumar. Vfiji menn semja, ef einhver alvara er í því, þá verður það aö fara að gerast nú,“ segir Kári Ar- nór Kárason, formaður Verkalýðsfé- lags Húsavíkur. Stjóm og trúnaðarráð félagsins samþykkti á fóstudaginn að óska eft- ir því við félagsmenn að þeir gæfu heimild tfi verkfallsboðunar. Gert er ráð fyrir að það skýrist í vikulok hvort heimfidin fæst. „Ég hef enga ástæðu til að trúa öðm en að menn samþykki verkfalls- heimild miðað við þær umræður sem orðið hafa innan félagsins. Það er að vísu svo að það er lögð talsvert mik- fi áhersla á að það sé sem víðtækust samstaða um þetta innan ASÍ og helst með öðram launþegasamtökum en það verður hins vegar eitthvað að fara að gerast," segir Kári. -Ari Slökkvilið Reykjavíkur var tvi- svar kafiað á Hótel Sögu á sama sólarhringnum. Fyrra útkallið var klukkan rúmlega tvö aðfara- nótt laugardags. Handboði hatöi verið brotinn og sjálfvirka boð- kerfið fór í gang. Lfkur eru á að hótelgestur hafi þama verið að verki. Seinna útkalfið var laust fyrir þrjú aðfaranótt sunnudags en þá vareldurlausíöskubakkaáann- , arri hæð. Sjálfvirka útkallskerfið fór í gang og þegar slökkvilið kom á vettvang logaöí eldur í plast- penna í öskubakkanum. -JJ Bflveita á Akureyri Gyffi Kriatjárœson, DV, Akureyri; Ökuraaöur, sem grunaður er um ölvun við akstur, velti bifreið sinni á EyjaiQarðarbraut móts við flugvöllinn á Akureyri í fyrrinótt. Ökumaðurinn var einn í bif- reiöinni sem er mjög mikið skemmd eftir veltuna. Okumað- urinn var fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið og lagður þarinn en mun ekki hafa verið alvarlega slasaður. inni Sæbjörgu í Ólafsvik slösuð- ust á æfmgu sem sveitin stóð fyr- ir í gær ásaml björgunarsveitinni Björg á Hellissandi. Tíldrög eru þau að níu manns úr sveitunum vom að æfa ijalla- björgun í berginu rétt við Olafs- vik. Asahláka hafði verið um morguninn og viö umganginn hmndi úr berginu yfir mann- skapinn. Grjót lenti á höfði ann- ars en á öxl hins. Farið var með félagana, mann: og konu, í sjúkraflugi tfi Reykja- víkur tfi nánari skoðunar, Bæði vom með hjálma á höfði og meiðslin ekki talin alvarleg. -JJ í dag mælir Dagfari Maturinn er málið Morgunblaöiö greinir frá því um helgina að mataræði íþróttafólks sé bágborið. íþróttafólk neytir óhollrar fæðu. Aöeins 10% íþrótt- manna neyta fæðu sem samræmist ráðleggingum um hlutfall kolvetna og fitu. Sami fjöldi neytir sykurs langt umfram það sem hollt getur talist. Þetta gengur svo langt að það jaðrar við brot á manneldi án þess þó að mataræði íþróttafólks hafi verið kært til manneldisráðs. En það hlýtur fljótt að koma að því. Af þessari frétt má draga þá ályktun að íþróttafólk éti óhollari fseðu en annað fólk. Það sýnir hvað íþróttir eru óhollar. Það er ekki þorandi fyrir nokkum mann, sem á annað borð vill lifa heilbrigðu og hefisubætandi lífi, aö leggja fyrir sig íþróttir. Þá er hann samstundis farinn að borða ranga og óholla fæðu. íþróttafólk er sagt drekka kók og borða prins jafnskjótt og það fer að stunda íþróttir. Það dæUr í sig sykrinum og fitunni eins og það eigi lífið að leysa og ef marka má þessa frétt í Mogga er það forsenda fyrir því að maður borði holla fæðu að maður stundi ekki íþróttir. Alls ekki. íþróttafólk borðar óholla fæðu. Það er málið. Dagfara kemur þessi firétt ekki á óvart. Það er ekki einasta að íþróttafólk sé áberandi illa á sig komið. Dagfari hefur lengi undrast það hve íslensku íþróttafólki hefúr gengiö illa í keppni við útlendinga. Iþróttamenn standa sig svosum sæmfiega þegar þeir keppa hver við annan en skýringin er auðvitað sú að þar era afiir á sama báti, þar éta allir óholla fæðu og standa þannig jafnt aö vígi. En þegar kemur að keppni við útlendinga segir matur- inn tfi sín og íslendingar eiga ekki sjens vegna þess að þeir alast upp á sykri, meðan keppinautamir leggja kolvetni sér til munns. Satt að segja er það merkfiegt í sjálfu sér hvað íslendingum hefur tekist upp miðað við þetta vitlausa át sitt. Islenska handboltalandslið- ið hefur tfi dæmis verið í keppnis- feröalagi að undanfomu. Vann einn leik en tapaði tveim. Skýring- in er áreiðanlega fólgin í því að handboltamennimir okkar hafa verið á rangri fæðu fyrir þess tvo leiki sem þeir töpuðu. Dagfari er viss um að þeir gætu orðið heims- meistarar með réttu mataræði í staðinn fyrir kók og prins fyrir leík. Það má eiginlega segja að öll sú keppni sem Islendingar hafa þreytt gegn útlendingum frá fyrstu tíð hafi verið ómark. Þeir hafa jú æft sig og undirbúið sig og sofið og hvílst samkvæmt kúnstarinnar reglum en þeir hafa alla tíð gleymt að borða eins og íþróttamenn eiga að borða, meðan andstæðingamir hafa vitað hvað þeir áttu að borða. Þetta hefúr verið ójafn leikur og engin sanngimi í því að ásaka okk- ar fólk fyrir slælega frammistöðu þegar það hefur aldrei haft hug- mynd um aö maturinn ræður úr- slitum og það hefur alltaf haft of mikla fitu í blóðinu og of mikinn sykur í staðinn fyrir kolvetni. Það er keppt á fólskum forsendum. Héðan í ffá ættu íslenskir íþrótta- menn að ráða sér matvælafræðing í stað þjálfara. Þjálfarar gera hvort sem er ekkert gagn. Þeir kenna dómurum rnn ósigra eða aðstæðum eða hafa jafnvel játaö að íslensku keppendumir væm lakari en hinir eriendu sem þeir kepptu við. Þetta er allt saman bull og vitleysa og ef þeir hefðu fengið réttan mat og sleppt kókinu og prinsinu væri ís- land meðal fremstu þjóða heims á íþróttasviðinu. ímyndið ykkur ólympíuleikana, þar sem við töpuðum naumlega í‘ handboltanum og spjótkastinu og töpuðum í badminton og einhveij- um öðrum íþróttagreinum, vegna þess að íþróttamennirnir okkar vissu ekki hvað þeir áttu að borða fyrir keppni! Það var raunar á mörkunum að skíöagöngumaður- inn okkar kæmist í mark á síðustu vetrarleikum. Auðvitað er því um að kenna að hann hefur ekki borð- að réttan mat áður en hann lagði af stað. Auðvitað hefði hann komist í mark á undan öðrum eða að minnsta kosti á undan sjálfum sér ef hann hefði haft matvælaffæðing með sér á göngunni í staðinn fyrir þjálfara, sem hafði ekki hugmynd um aö matseðillnn var'miklu mfidl- vægari heldur en æfingapró- grammið. Það er ekki æfingin sem skapar meistarann, heldur maturinn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.