Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1993. Gjald- þrota gjaldeyris- tekjur „í Bolungarvík lifa menn ekki á heildsölu, sjoppurekstri né á myndbandaleigum heldur á því aö skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúiö," segir „Óli málari", bæjarstjóri Bolungarvíkur. Paradísá jörð „Ef mannlíf þrífst ekki í Bol- ungarvík þá getur þaö vart þrifist hér á landi," segir Ólafur jafn- framt. Friðþægingarhumm „Áreiðanlega hefur flestum sem þarna voru liðið fjarska vel á eftir enda hreint ekki allir sem leggja á sig að standa og humma í rigningu út af konum og börn- um lengst suðrí Evrópu. Og þegar sjónvarpsstöðvarnar sýndu um kvöldið myndir af deyjandi fólki í Sarajevo hefur farið ljúfsár hrollur um fundarmenn - enda gátu þeir hugsað til þess með vel- Ummæli dagsins þóknun að þeir hefðu nú lagt sitt af mörkum til að stöðva blóðbað- ið,“ segir Hrafn Jökulsson um mótmælastöðu gegn ofbeldi gegn konum og bömum í Bosníu. Kvenrembugyltur „Láta íslensk kvennasamtök sig engu varða þótt lífið sé murk- að úr körlum? Em þeir réttdræp- ar skepnur? Af hverju mátti ekki sýna samstöðu með bosnísku þjóðinni í heild? Samrýmist það kannski ekki margfrægum reynsluheimi kvenna að for- dæma þegar saklausir heimilis- feður eru leiddir til síátrunar, tugþúsundum saman?“ spyr Hrafn jafnframt. Astmivegna efnamengunar Helgi Guðbjörnsson læknir ræður um atvínnuastma, snerti- ofnæmi og húsasótt í Múiabæ, Ármúla 34, kl. 20.30. Fundir í kvöld Sitkaiús Guömundur Halldórsson, líf- fræðingur að Mógilsá, flytur er- indi um sitkaiús kl. 20.30 i stofu 101 í Odda. tTC-deildin Kvistur Fundur aö Brautarholti 30 kl. 20. ITC-deiidin EIK Fundur ki, 20.30 á Fógetanum. Smáauglýsingar Slydduél í kvöld Á höfuðborgarsvæðinu verður suð- vestan kaldi og dálitil súld í fyrstu Veðrið í dag en stinningskaldi og rigning undir hádegi. Vestan kaldi og slydduél um tíma með kvöldinu en aftur sunnan kaldi og rigning í nótt. Hiti á bilinu 1 til 6 stig. I dag verður suövestanátt, kaldi eða stinningskaldi vestan til en gola um landið austanvert. Súld suðvestan- og vestanlands en léttskýjað norðan- lands og austan. Er líður á morgun- inn hvessir nokkuð og sunnan- og vestanlands með kvöldinu en aftur rigning í nótt. Hiti verður víðast á bilinu 4-8 stig en kólnar nokkuð í bili vestanlands er líður á daginn. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 7 Egilsstaðir léttskýjað 5 Galtarviti rigning 7 Kefla víkurfiugvöllur súld 5 Kirkjubæjarkla ustur léttskýjað 3 Raufarhöfn alskýjað 2 Reykjavik súld 5 Vestmarmaeyjar þokumóða 5 Bergen léttskýjað -3 Helsinki snjókoma -14 Ka upmannahöfn léttskýjað -7 Ósló léttskýjaö -7 Stokkhólmur snjóél -10 Þórshöfn heiðskírt 5 Amsterdam snjóél 0 Barcelona skýjaö 6 Berlín léttskýjað -6 Chicago snjókoma -5 Frankfurt léttskýjað -1 Glasgow skýjað 4 Hamborg heiðskírt -6 London skýjað 2 Lúxemborg léttskýjaö -1 Madrid léttskýjað 5 Malaga heiðskírt 10 MaUorca skýjaö 8 Montreal snjókoma -13 New York rigning 1 Nuuk snjókoma -12 Orlando alskýjað 19 París skýjað 2 Róm skýjað 5 Valencia léttskýjað 10 Vín léttskýjað -3 Winnipeg alskýjað -21 Lands “ leikur í hand - knatt- leik ísland- Pólland í kvöld leika íslendingar og Íþróttiríkvöld Pólvetjar vináttulandsleik í Laugardalshöil. Fáir dagar eru fram að keppninni stóru í Svíþjóð svo nú verður liðið að fara að smelia saman. Síöari iiálfleikur verður sýndur beint í Sjónvarp- inu. Skák í einstaldingskeppni norrænnar skóla- skákar, sem fram fór í Asker í Noregi á dögunum, kom þessi staða upp í skák Svíans Michael Wiander, sem hafði svart og átti leik, og Kristjáns Eðvarðssonar. Svartur fann sannkallaðan þrumuleik í „Mér fmnst þetta mjög áhuga- vert viðfangsefni og hlakka mikiö til.“ sagði Guðríður Siguröardóttir sem tekur við stöðu ráðuneytis- stjóra í menntamálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. „Það eru ráðherra og ríkisstjóm hvetju sinni sem móta stefnu og ráðuneytisstjórar eru eiginlega verkstjórar. Mitt starf felst þvi i að útfæra stefnu menntamálaráð- herra. Starflð í ráðuneytinu mun á næstunni taka mið af skýrslunni sem komin er út um mótun menntastefnu. Svo verður aö hafa í huga að ráðuneytið hefur víðtækt svið: menntamál, íþrótta- og æsku- lýðsmál, menningarmál og vísínda- Guðriður Sigurðardóttir. mál. Mér finnst flölbreytnin í þessu mjög aðlaðandi." Guðríður hefur meistarapróf frá Harvardháskóla í Bandaríkjunum, BA-próf frá Háskóla íslands og kennarapróf frá Kennaraskóla ís- lands. Hún hefur kennt á grunn- skólastigi og tramhaldsskólastigi og við Háskóla íslands. Þá hefur Guðríöur unnið að rannsóknum á sviði uppeldis- og menntamála. Síð- astlíðið ár hefur hún verið ráðu- nautur menntamálaráðherra í skólamálum. Guðríður er fædd og uppalin í Hafnarfirði, dóttir Jóhönnu Hin- riksdóttur og Sigurðar Gíslasonar. Hún er fráskilin en á tvö böm, Jó- hönnu Ámadóttur, 18 ára nema i MR, og Sigurð Ámason, 12 ára nema í Grandaskóla. stööunni: 38. - Db2!! Skyndilega eru hvítum allar bjargir bannaöar! Hvorki gengur 39. Hxb2 Hfl + og mát í næsta leik, né 39. Hxf3 Dg2 mát. Hrókinn á f2 er heldur ekki með góöu móti hægt að valda. T.d. 39. Hee2 Dcl +, eða 39. Hefl Hxf2 40. Hxf2 Dcl + og stutt í mátið. Hvitur reyndi 39. Dd2 en eftir 39. - Dxd2 gafst hann upp. Kristján varð í 9. sæti í flokki skáik- manna 17-19 ára. Sigurvegari, annað árið í röð, varð Roy Fyllingen, efnilegasti skákmaður Norðmanna. Jón L. Árnason Bridge Mathias Bruim er ungur spilari í Dan- mörku sem hefur verið talinn lykilmaður 1 danska unglingalandsliðinu undanfarin ár. Spilafélagi hans er Jacob Rajel en þeir sátu í vöm gegn þremur gröndum í þessu spili með Bruun í vestur. Sagnir tók fljótt af og Bruun var í vanda aö velja útspil. Suður gjafari og AV á hættu: Myndgátan Lausn gátu nr. 556: /" Fh\f> yKKUR FREKfl/T' ♦ G854 N ( BlD ÞRRNR.HRNN V ÁD9842 £1? 0E-TR ♦ 10 + D6 S ♦ D73 V KGIO ♦ ÁG754 + 95 * ÁK92 V 75 ♦ K98632 + 3 Er á kúpunni EVþOR— Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi * 106 V 63 ♦ D + ÁKG108742 Suður Veshu1 Norður Austur 3 G pass pass pass Þijú grönd vora hindrunaropnun með gangandi langlit í láglit og litinn styrk til hliðar og norður valdi að passa þá sögn. Veujulega, þegar opnað er á hindranir af þessu tagi og líklegt er að sagnhafi taki runu af slögum þegar hann kemst inn, gildir sú regla að lyfta háspili. Það rwnist oft vel því ef það heldur vinnst oft timi til að skipta yfir í annan lit. En í þessu spili voru háspil vesturs í sexlit og hjartaás gat hugsanlega valdið stíflu í litnum. Því gat verið nauðsynlegt að spila út lágu hjarta. En Bruun lét það ekki hræða sig. Hann lyfti hjartaásnum og er hann sá blindan var ljóst að spaði var eina skynsamlega framhaldið. Sagn- hafi fékk engan möguleika þvi næst lá spaðagosinn á borðinu og vömin tók þar með 5 fyrstu slagina. ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.