Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGÚR 22. FEBRÚAR 1993. NORTON SLÍPIVÖRUR Imlm ss&o SKEIFUNNI 11D - SÍMI 686466 7 SKEIFUNNI 11 • SÍMI 67 97 97 y wwwwwvwwv SMAAUGLYSINGADEILD OPIÐ: Virka daga frá kl. 9-22, laugardaga frákl. 9-16, sunnudaga frá kl. 18-22. ATH.! Smáauglýsing í helgar- blað DV verður að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. Þverholti 11-105 Reykjavík Sími 91-632700 Bréfasími 91 -632727 Græni síminn: 99-6272 IsænsktI I Þak- I I og ueggstal | lallir fylgihlutir | I I I I I | milliliðalaust Þú sparar 30% | Upplýsingar og tilboð IMABKAÐSÞJÓHUSTAH I Skipholti 19 3. hæð I Simi:91-2691l Fax:91-26904| Útlönd Framkvæmdastjóm EB viU afstýra neyðarástandi: Skyndifundur um lágt f iskverð - ódýrum innflutningi frá íslandi kennt um Framkvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins heldur skyndifund í dag vegna lágs fiskverðs í löndum banda- lagsins. Framkvæmdastjómin sagði í gær að hún mundi leggja til sérstak- ar neyöarráðstafanir á næstu dögum til að afstýra kreppu í fiskiðnaði bandalagslandanna vegna ódýrs inn- flutts fisks og gjaldeyrisóróans að undanfómu. „Þeir hafa vakið athygli á þvi að það ríkir vandræðaástand," sagði talsmaður framkvæmdastjómarinn- ar eftir fund embættismanna frá Frakklandi og bandalaginu um fisk- veiðimál í Brussel. „Við munum leggja til aðgerðir til að bæta ástand- ið á mörkuðunum.“ Verð á fiskmörkuðum í Evrópu- bandalaginu öllu hefur lækkað milli fimmtán og þijátíu prósent og ódýr influttur fiskur frá Rússlandi, Noregi og íslandi, svo og ótryggt gengi gjaldmiðla EB, hafa aukið á vanda fiskiðnaðarins. Björn Westh, sjávarútvegsráðherra Danmerkur. Franska ríkisstjómin lofaði sjó- mönnum andvirði rúmlega þriggja mifijarða íslenskra króna í aðstoð á fóstudag eftir margra vikna mótmæli sjómanna. Þeir sögðu að vandræði sín stöfuðu af ódýrum fiski frá Rúss- landi og Chile og sökuðu breskar hafnir um að selja fisk undir lág- marksverði EB. Sjómenn, einkum á norðvestan- verðum Bretagneskaganum, lögðu áherslu á málfutning sinh með því að kasta fiski á þjóðvegi eða gefa hann. Þeir kveiktu einnig í bíldekkj- um í hafnarborgum. Talsmaður framkvæmdastjómar- innar sagði að Yannis Paleokrassas sem fer með fiskveiðimál EB mundi gera drög að áætlun um betra fisk- verð og leggja þaö fyrir fram- kvæmdastjómina, sennilega um. miðja vikuna. Bjöm Westh, sjávarútvegsráð- herra Danmerkur, sagði um helgina að hann óskaði eftir því að fá skýr- ingu á hinu lága verði svo fljótt sem auðiö væri. Reuter og Ritzau Dansað á ströndinni í Ríi Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro I Brasilíu stendur nú sem hæst. Allir sem vettlingi geta valdið flykkjast út á götur borgarinnar til að dansa, eins og þessi unga stúlka niöri viö strönd. Úrhellisrigning undanfarinna daga hefur ekki nád aö slá á kæti manna. Kjötkveðjuhátíöinni lýkur á öskudag. Simamynd Reuter Önnur bflalest SÞ fer til sveftandi Bosníubúa í dag Önnur bílalest á vegum Samein- uðu þjóðanna leggur í dag upp í ferð með hjálpargögn til íslamstrúar- manna í austurhluta Bosníu eftir að uppreisnarmenn Serba hleyptu hjálparbílum fram hjá yfir helgina. Serbamir segja að þeir muni leyfa bílunum að fara um víglínu sína á leiðinni frá Belgrad til íslamstrúar- bæjarins Goradze. Fyrri lestin kom til bæjarins Zepa í gær. Hún hafði þá verið kyrrsett við serbneskar eft- irlitsstöðvar frá því á miðvikudag. „Þaö er búið að ganga frá öllu varð- andi bílalestina tíl Goradze," sagði Slavisa Rakovic, leiðtogi stjómar Bosníu-Serba. „Það verða ekíd nein vandamál af okkar háifu.“ Sadako Ogata, yfirmaður flótta- mannahjálpar SÞ, tilkynnti um helg- ina að hjálparstarf í Bosníu yröi aftur sett á fulla ferð eftir að stríðandi fylk- ingar fúllvissuðu hana um að þær mundu ekki koma frekar í veg fyrir dreifingu neyðaraðstoðarinnar. Ogata hætti allri matvæla- og lyfja- dreifingu í Sarajevo og austurhluta Bosníu í síðustu viku þar sem fylk- ingamar stunduðu pólitíska leUd meö mannúöaraöstoðina. Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri SÞ, ónýtti þá ákvörðun hennar tveimur dögum síðar. Reuter flytjaburt Bretar eru svo niðurdregnir vegna efháhagskreppunnar og mikUs atvinnuleysis sem fylgir henni að tæpur helraingur lands- manna, eða 49 prósent, mundi flytja ur landi ef hann gæti. Þetta kemur frarn í GaUup- könnun sem breska blaöið DaUy Telegraph birti í morgun. Þar kemur einnig fram að rúmur þriðjungur aðspurðra gat ekki látið sér detta neitt í hug sem ástæða væri að vera stoltur yfir fyrir hönd landsins. Aöeins einn af hveijura tiu taldi að alit væri í lagi í Bretlandi. Þá leiðir könnunin í ljós aö Bretar hafa mjög misst trúna á stofhanir landsins, einkum fjöl- miðla, kirkju og þing. Herinn og lögreglan njóta enn mests trausts. Víetnamskir glæpaflokkarat- Þýskalandi Ofbeldissinnaðir víetnamskir glæpaflokkar hafa ofsótt landa sína sem vinna í Þýskalandi og ræna þá sparifénu og aleigunni, að því er þýska tímaritiö Spiegel sagöi ura helgina. Það sagði að glæpaflokkarnir legðust einkum á víetnamska verkaraenn sem fengu störf hjá fyrrum kommúnistastjóminni í Austur-Þýskalandi. Bófamir fara heim til verkamannanna þegar þeir eru að búa sig undir heim- ferð og hirða af þeim lausafé og ýmsan neysluvarning. í sumum tilvikum hafa fórnarlömbin látið lifið. ráðastásuður- hluta Libanons Þyrlur og stórskotaliðsbyssur ísraelsmanna létu skothríðina dynja á þorpum og dölum í suður- hluta Líbanons eftir að skæruliö- ar skutu þreraur Katjusja eld- flaugum inn á „öryggissvæði" ísraels, að sögn heimildarmanna innan öryggissveitanna. Ekki er vitað hvort einhveijir urðu sárir í árásunum. Hiz- bollahflokkurinn, sem er hallur undir írani, skipuleggur árásar- ferðir sínar til Israels frá svæði þessu sem er undir eftirliti friðar- gæsluliða Sameinuðu þjóðanna. Tíu manns létu lífið í síðustu viku í bardögum skæruliða við ísraels- menn og bandamenn þeirra. Sfjórn Suður- Afríku mætir andstæðingumí eiginflokki Ríkisstjómin í Suöur-Afríku fundar í dag með gagnrýnendum innan sljómarflokksins Þjóðar- flokksins sem segja að of mikið hafi verið látiö undan Aíríska þjóðarráðinu í undirbúningi fyrir fyrstu kosningai- allra kynþátta í landinu. Roelf Meyer, aöalsamninga- maður stjórnarinnar, mun.ræöa einslega við alla þingmenn'Þjóö- arflokksins og stjórnarandstaðan fær tækifæri til að iekja úr hon- um gamimar í spumingatíma í þinginu síðar í dag. Meyer og Ramaposa, helsti samningamaöur þjóðárráðsins, féllust í síðasta mánuöi á aö mæla með samstjórn fyrstu fimm árin eftir að kynþáttaaðskilnað- arstefnan verður endanlega lögð af. Reutcr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.