Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1993, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR1993 13 Fréttir Þormóður rammi á Siglufirði: Rekstraraf koman viðunandi en flármagnskostnaðurinn erfiður Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; „Það hefur verið mikið að gera hjá okkur í aUan vetur og allt síðasta ár reyndar. Það að við erum nú að aug- lýsa eftir starfsfólki í frystihúsið er hins vegar ekkert stórmál. Þetta byggist mikið upp á fólki í hálfsdags- störfum og staðan er þannig núna Húnaflói: Minni rækjuafli Þórhallux Ásmundsson, DV, Saudárkróki; Samkvæmt síðustu athugunum virðist ástand rækjumiðanna á Húnaflóa og Skagafirði vera með lak- ara móti miðað við þrjú síðustu ár, að sögn Unnar Skúladóttur fiski- fræðings. Lítið hefur fengist af rækju á Húnaflóa og hefur Hafrannsókna- stofnun lagt til að Miðfirði verði lok- að vegna smárækju. Stofnunin heimilar þó veiði á 50 tonnum af rækju á Skagafirði til við- bótar þeim 300 tonnum sem leyft var að veiða sl. haust. Þá var leyfð veiði á 500 tonnum á Húnaflóa en engin viðbót þar nú. Af rækjusvæðunum fyrir Norður- landi komu Skjálfandi og Axarfjörð- ur best út og þar var leyfð veruleg viðbótarveiði frá haustheimildinni. Siglt með loðnuna í 35 tíma Helgi Jónsson, DV, Ólafsfiröi; Guðmundur Ólafur hefur tvisvar landað fullfermi af loðnu á síðustu dögum. Föstudaginn 12. febrúar kom hann með 600 tonn og aftur á þriðju- dagskvöld með sama magn, samtals 1200 tonn. Um 35 klukkustunda sigling er af loðnumiðunum til Ólafsfjarðar. Loðnuverksmiðja hraðfrystihússins afkastar um 100 tonnum á sólarhring og stanslaus vinna hefur verið þar að undanfómu. Ólafsflarðarbær: Langmestfé í íþróttahúsið Gylfi Kristjánssan, DV, Akuxeyri; Bygging íþróttahússins á Ólafsfirði er langviðamesta framkvæmd á veg- um bæjarins á þessu ári og sam- kvæmt fjárhagsáætlun verður unnið fyrir tæpar 50 milljónir við þá fram- kvæmd. Byggingu hússins hefur miðað mjög vel áfram og framkvæmdir eru á áætlun eða jafnvel aðeins á undan. Stefnt er að því að taka húsið í notk- un í mars á næsta ári að sögn Hálf- dánar Kristjánssonar bæjarstjóra. Nokkur áhersla verður lögð á um- hverfismálin í bænum og þá sérstak- lega í miðbænum kringum tjömina, þar sem mikið á að vinna við fegrun, og af öðrum ffamkvæmdum má nefna að leggja á bundið shtlag á Túngötu. Að því loknu verða allar götur bæjarins með bundnu slitlagi. að okkur vantar fleiri konur annan hluta dagsins," segir Ólafur Mar- teinsson, framkvæmdastjóri hjá Þor- móði ramma á Siglufirði. Það er ekki laust við að menn reki upp stór augu þegar fyrirtæki í sjáv- arútvegi auglýsa eftir starfsfólki en á Siglufirði fór Þormóður rammi þannig að að borið var út dreifibréf í bænum þar sem óskað var eftir konum til vinnu við snyrtingu og pökkun í frystihúsinu. Þormóður rammi gerir út 5 togara: Sunnu, sem er frystiskip og er á rækjuveiðum, ísfisktogarana Stál- vík, Sigluvík og Drangey og einnig Arnamesið sem er á rækjuveiðum. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 200 manns. „Afkoman er ekki nógu góð þrátt fyrir að nóg sé að gera og afkoman í rekstrinum hafi verið viðunandi. Fjármagnskostnaður á síðasta ári var alveg gríðarlegur og við eram með feikiháan gengismun. Þetta tvennt er óheyrilega hátt og sam- keppnisstaða okkar miðað við fisk- vinnslu í öðrum löndum er 4-5% lak- ari einungis vegna þess hversu háa vexti við greiðum. Við bættum líka við nýju skipi 1 fyrra, Simnu, sem var mjög dýrt skip og var ekki gert út nema í 6 mánuði vegna breytinga en það ber fulla vexti og afskriftir," segir Ólafiu-. MIKK) URVAL AF HLJOMTÆKJUM MEÐ 20 - 40% AFSLÆTTI NÚ SETJUM VIÐ Á ÚTSÖLU HLJÓMTÆKI FRÁ HEIMSÞEKKTUM FRAMLEIÐENDUM, SEM KUNN ERU FYRIR GÆÐi 0G FRÁBÆRAN HLJÓMBURÐ SV0 SEM TÆKI FRÁ KENW00D 0G HÁTALARA FRÁ AR 0G WHARFEDALE. KENWOOD 20 - 40% afsl. Verð áður Tilboðsverð KA-1010 magnari 2x65 vött Sinus 22.900,- 16.030,- KA-4020 magnari 2x75 vött Sinus 31.900,- 22.330,- L-1000M kraftmagnari, „audiophile" 119.000,- 83.300,- L-1000C formagnari, „audiophile" 95.000,- 66.500,- DP-2050 geislaspilari, fjarstýrður 26.900,- 21.520,- DP-5040 geislaspilari, „topp módel“ 35.900,- 28.720,- KX-W6030 kassettutæki, tvöfalt 31.900,- 25.520,- KX-3030 kassettutæki, einfalt 28.900,- 20.320,- KX-5530 kassettutæki einfalt 34.900,- 24.430,- M-25CD stæða m/hátölurum, magnari 2x35 vött Sinus, útvarp, tónjafnari, geislaspilari, tvöfalt kassettutæki, plötuspilari, 90 v hátalarar 88.780,- 69.250,- M-34CD stæða: magnari 2x45 vött Sinus, útvarp, geislaspilari, I tvöfalt kassettutæki, plötuspilari 88.780,- 69.250,- M-74CD stæða: magnari 2x70 vött Sinus, útvarp, geislaspilari, tvöfalt kassettutæki, plötuspilari 105.440,- 82.240,- CR-100 ferðatæki 10.990,- 6.598,- r r BILAHATALARAR MEÐ 20 - 40% AFSL. AR bílahátalarar, allar gerðir - 30% afsláttur. GOODMANS bílahátalarar, allar gerðir - 30% aflsáttur. KENWOOD bílahátalarar, nokkur valin módel 20 - 40% afsláttur. Æ RESEARCH hátalarar 30% afsl. Verð áður Tilboðsverð PI-4 styrkþol 150 vött RED BOX-4 styrkþol 150 vött SPIRIT132 styrkþol 100 vött 46.900, - 32.830,- 73.600,- 51.520,- 37.900, - 26.530,- SE hátalarar 30% afsl. WHARFEDALE Verð áður Tilboðsverð 415 styrkþol 100 vött 24.900,- 17.430,- 425 styrkþol 100 vött 32.900,- 23.030,- 440 styrkþoi 150 vött 64.900,- 45.430,- 504 styrkþol 100 vött 24.900,- 17.430,- 505 styrkþol 1Ú0 vött 33.900,- 23.730,- 507 styrkþol 100 vött 38.900,- 27.230,- 510 styrkþol 100 vött 48.900,- 34.230,- 515 styrkþol 100 vött 41.900,- 29.330,- 517 styrkþol 100 vött 61.900,- 43.330,- VERÐLÆKKUN Á GEISLADISKUM - MIKIÐ ÚRVAL 30 - 70% AFSLÁTTUR P0PP - R0KK - HIP H0P KLASSÍK - JAZZ - BLUES LÉTT TÓNLIST - ÍSLENSK TÓNLIST TT7AÍ7,TT?n þar sem gæðin heyrast! ÁRMÚLA 17, REYKJAVÍK SÍMAR: 68 88 40, 68 51 49 og 81 31 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.