Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 12
12 Spumingin MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 Hvað ætlar þú að gera um páskana? Úlfar Ormarsson: Ég ætla aö vera á skíðum á Akureyri. Birgir Þórarinsson: Ég og öll fjöl- skyldan ætlum aö fara á skíði. Elísabet Gunnarsdóttir: Öll fjöl- skyldan ætlar í sumarbústað og á skíði. Einar Ágústsson: Slappa af og taka aðeins til í garðinum. Sævar Haraldsson: Ég ætla í útreið- artúr. Haraldur Sigurgeirsson: Það er óákveðið en ætli ég skreppi samt ekki á hestbak. Lesendur Opinberir starfsmenn í fríi á árslaunum: Undirrót Sjón- varpsdeilunnar Kristinn Einarsson skrifar: „Hrafninn flýgur um aftaninn.. segir í kvæðinu góða. Hrafn Gunn- laugsson flaug inn í sitt fyrra starf að morgni en jafnharöan út. Og svo inn að nýju eftir nokkurn eftirleik menntamálaráðherra, fram- kvæmdastjóra sjónvarps- og út- varpsstjórans. En þeir eru aðalleik- ararnir í sýnikennslu toppanna um baráttu í opinberum stjórnunarstöð- um fyrir háum launum sínum, fríð- indum og tryggum og góðum eftir- launum. Þjóðin er hins vegar orðin svo upplýst og vel skóluð að hún veit mætavel að þetta og ekkert ann- að er á ferðinni í sjónvarpsdeilu árs- ins. Framkvæmdastjóri Sjónvarps hafði lengi nauðað í ráðherra (að sögn hins síðarnefnda) um að fá að taka sitt eins árs leyfi á fullum laun- um áöur en hann hætti fyrir fullt og fast. Og þar sem nú var búið að víkja Hrafni dagskrárstjóra úr sínum stóli þá bar skyndilega vel í veiði fyrir ráðherra að veita framkvæmdastjóra Sjónvarps hið umbeðna ársleyfi og vona bara aö hann kæmi ekki aftur (og kannski um það samið?). Allt var því klappað og klárt, nema hvað Hrafn vildi ekki vera undir út- varpsstjóra settur og útvarpsstjóra var forræði framkvæmdastjóra Sjón- varps ekki laust í hendi. - Eftir sím- töl, viðtöl og misskilning á misskiln- ing ofan féll svo allt í ljúfa löð. Sjón- varpsstjórinn verður sjónvarpsstjóri og embættismaðurinn heldur áfram að vera hlýðinn embættismaður í hlutverki útvarpsstjóra. En nú vildi Alþingi hafa nokkuð um málið að segja, aðallega stjórnar- andstaðan. Margir héldu að þar yrðu svo spilin lögð á borðið. Að þar yrði fordæmd sú regla að opinberir emb- ættismenn hafi þau hlunnindi fram yfir aðra starfsmenn í þessu þjóðfé- lagi að geta tekið sér ársfrí á fullum launum. Ég hef ekki enn séð boðaðar umræður um það mál. Er ekki ríkið í vandræöum meö aö finna sparnað- arleiðir í ríkisrekstri? Er ekki tilvalið að nota tækifærið og afnema þessar sporslur? Vill Alþingi ekki upplýsa hve margir embættismenn eru í fríi nú á þessum kjörum? Og það eru fáir sem spyrja raun- hæfra spurninga. Það er líka miklu meira gaman að heyra meira um brottrekstur og endurráðningar dag eftir dag, yfirlýsingar stuðnings- manna Hrafns Gunnlaugssonar eða andstæðinga hans, heldur en ræða aðalatriðið í deilu þessari. Og það kemur sér einkar vel í miðjum hrunadansi efnahagsmálanna og af- komu þjóðarinnar. Hvernig væri nú að semja um ársfrí allra launþega í landinu á fullum launum svo sem einu sinni á ævinni? Þeir eru aðalleikararnir í sýnikennslu toppanna um baráttu í opinberum stjórnunarstöðum ..segir m.a. í bréfinu Fjórar ástæður til að hætta sparnaði S.B. skrifar: Sparifjáreigendur eru flestir venju- legt fólk sem hefur sparað og lagt til hliðar af launum sínum. - Verkalýðs- leiðtogar virðast sjá ofsjónum yfir þessum inneignum og vilja að þær séu skattlagðar aukalega. „Ekki má skattleggja launafólk," segja þeir, heldur „þessa með breiðu bökin“ (væntanlega þá gamalt fólk sem á bankainnstæður en lifir á trygginga- bótum!). Óljóst er hvaðan þessum leiðtogum kemur sú hvöt að leggja á nýja skatta, nema ef vera skyldi and- úð á öllum þeim sem vilja vera sjálf- bjarga. - Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú léð máls á því að framkvæma þessa gömlu kommadrauma! - þvert ofan í loforð um að hækka ekki skatta! Ljóst er að ekki borgar sig lengur að spara. Til þess liggja íjórar ástæö- ur: I fyrsta lagi eru það áformaöir skattar á vexti (jafnvel talað um flat- an skatt á venjulegar bankabækur sem bera oftast neikvæða vexti). Tal- að er um eignaskatta á allt sparifé og eru spariskírteini ríkissjóðs þar ekki undanskilin þrátt fyrir auglýs- ingar um hið gagnstæða. Áhætta í ýmsu formi, þ. á m. gengisfellingar (nýlegt Skandia-mál, er einnig ljóst dæmi um áhættu). - Hótanir um að skattayfirvöld verði með nefiö niðri í sparisjóðsbókum fólks. - Þeir sem hins vegar vilja spara við þessi skil- yrði hljóta annaðhvort að vera óvenju sljóir eða þá ótrúlega heimsk- ir. Alröng saga af Arctic-málinu Hilmar Foss skrifar: í lesendabréfi í DV 23. mars sl. varpar Einar Vilhjálmsson fram spumingunni „Hvenær eru stríös- glæpir refsiverðir?", án þess að víkja frekar að efninu. Þess í stað segir hann alranga sögu af fiskflutninga- skútunni Arctic frá árinu 1942 og afleiðingum þess að, væntanlega fyr- ir milhgöngu óþokkans Gerlach sem áður var þýskur aðalræðismaöur í Reykjavík, áhafnarmeðlimir skips- ins létu ginnast til aö senda veðurlýs- ingar á dulmáh svo aöstoða mætti fjöldamorðingja þýska sjóhersins við að drekkja saklausum sjófarendum. Á sínum tíma var sagt frá því að skipveijum af Arctic hefði verið mis- Hringið í síma milli kJ. 14 og 16-eðaskrifið Nafn ogsimam. veröur aö fylgjabréfum Hvenærerustríðs- glæpirrefsiverðir? Bréfritari vitnar i lesendabréf 23. mars um afdrif Arcticmanna. þyrmt við yfirheyrslur og að það hafi einhveijir Bandaríkjamenn annast með þvi að breskir hermenn hefði neitað að framkvæma slíkan verkn- að. Þegar Arctic var á leið til Bret- lands að kröfu breskra yfirvalda fyr- irfór skipveiji sér en skipstjórinn var síðar lagður á sjúkrahús í Englandi og fékk góða aðhlynningu þar th hann lést úr krabbameini. - Hvorugur mannanna dó af völdum misþyrm- inga eins og bréfritari segir ranglega. I skjalasafni sendiráðs íslands í Lundúnum, og varðveitt er í Þjóð- skjalasafni, kemur fram að sjálfur Ólafur Thors veitti sendiráðinu í Lundúnum fyrirmæli þegar 22. apríl um aö afla fyllstu upplýsinga um hina handteknu Arcticmeim og at- huga möguleika á að þeim yrði sleppt úr haldi og leyft að hverfa th Is- lands. Gengu sendiráðið og ræðis- menn íslands í Edinborg (Sigur- steinn Magnússon) og Glasgow (J.O. Peacock) skelegglega fram í að sjá til þess að Arcticmenn fengju góða með- ferð og að vörnum mætti halda uppi í málum þeirra. Spunnust af því miklar skýrslugeröir sem lauk með því aö 6. ágúst 1942 tilkynnti utanrík- isráöuneytið breska aö þrátt fyrir greinhegt vitorð yrði öhum mönnun- /um sleppt úr haldi, utan hinum tveimur sekustu. Það er alrangt að íslensk stjórnvöld hafi ekki gætt hagsmuna Arctic- manna. Oft þótti mönnum á styijald- arárunum jafnvel of langt gengið í hagsmunavörslu fyrir aðha sem sek- ir voru um vafasamar og oft alvarleg- ar athafnir. Samiiingarán inngripsríkisins Kristján Sigurðsson skrifar; Hvernig á annað að vera en aö viðræður um kjarasamninga dragist á langinn þegar aöilar vinnumarkaðarins, bæði innan ASÍ og VSÍ, ætlast til þess að allt frumkvæði komi ffá ríkisstjórn- inni? En hvað á stjórnin að vera að vasast í samningum á almenn- um vinnumarkaði? Farsælast er að ná kjarasamningum án inn- grips rikisvaldsins. Rikisvaldið á svo aö hafa hina almennu samn- inga sem nást áfrjálsum markaöi sem viðmiðun um samninga viö sitt fólk. Eru opinberir starfs- menn ekki sífeht að vitna th launa sem ghda á frjálsa markað- inum? Ríkiö á að halda sig utan almennra kjarasamninga. Þeirsleppavel á„beininy“ Þórður skrifar: Við og við þykjast fjölmiðlar og fréttamenn þeirra vera að taka hina og þessa ráðamenn „á bein- ið“ í umræðuþáttum - rekja úr þeim garnirnar vegna einhvers sem hæst ber 1 umræðunni. Þetta vih þó varla verða meira en vin- samlegt „spjall" sem fólk er búið að missa allan áhuga á. Eitt shkt var td. í Mbl. nýlega þar sem einn bankastjóri íslandsbanka komst upp með að tala sig svo algjörlega frá spurningum blaðamanns að lítið arrnað stóð eftir en rugl og vitleysa - eins og ummælin um áhtshnekki íslenska bankakerfis- ins gagnvart útlöndum. Síðan voru ríkisstjóm og Alþingi lofuð og prísuð i lokin. Hver tekur nú mark á þessu? Hvaðakornvoru ímælmum? Ámi Jónsson hringdi: Mér finnst ekki rétt af útvarps- sljóra að ýja aö því að einhver fleiri korn hafi veriö í þeim mæli sem hann leit á þegar hann rak Hrafh dagskrárstjóra án þess að láta þess getið hvaða korn þetta voru. Við þekkjum komið sem fyllti mæhnn, þ.e. ummæli Hrafns í sjónvarpsþættinum margnefnda, en hin komin, sem fyrir vora, þekkjum viö ekki. Þau verður að tíunda svo öllu sé th skha haldið. Ölöglegtvítaskot á útvarpsstjóra? E.S. skrifar: Var nú þessi kappleikur milli Heimis og Hrafns rétt dæmdur? Var þetta vítaskot sem dæmt var á útvarpsstjóra löglegt þar sem enginn var i markinu og skorað var með óhefðbundnum hætti? Að minni hyggju mun mikið eiga eftir aö ganga á áöur en þessi leik- ur verður flautaöur af. Fólk veit að um svona leiki eru til reglur sem skylt er að fara eftir og fólk vih hafa þær í heiðri. Stóri bróðir yfir oss? Halldóra skrifar: Maður gæti haldið að hér sé að skapast líkt ástand og það sem við gagnrýndum svo ipjög í ein- ræðisríkjunum austantjalds. Rik- ið var afl þess sem gera átti og þar réðu fáeinir útvaldir öhu. Er ástandið hér eitthvaö öðruvisi? Hér eru menn ráðnir og reknir með rikisafskiptum. Ef menn i opinberum stöðum segja of mikið eru þeir hleraöir eða sagt að draga ummæhn th baka. Hrafns/Heimis-málið er eitt dæmið. Og hvað skeði ekki með forstööumann Reiknistofu bank- anna? Hringdi ekki „stóri bróðir" th að inna hann eftir ákveðnum ummælum? - sem sá síöarnefndi baðst samstundls afsökunar á. Hvaða þjóðfélag erum við aö styöja?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.