Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 53 Iþróttir iðva hann i leik liðanna i nótt. Cleveland inar en möguleikar Miami minnkuðu við Símamynd/Reuter ram- tlanta rfuknattleik í nótt Shaquille O’Neal skoraði 35 stig og tók 16 fráköst þegar Orlando vann stórsigur á Philadelphia. Brad Daugherty skoraði 27 stig fyrir Cleveland í sigrinum á Miami. Hakeem Olajuwon skoraði 42 stig og tók 13 fráköst fyrir Houston sem vann LA Clippers örugglega. Joe Dumers gerði 38 stig fyrir Detroit gegn Washington. Terry Porter skoraði 25 stig fyrir Port- land í sigrinum á Utah en Karl Malone 25 fyrir gestina. Dan Majerle tryggði Phoenix eins stigs sigur á Lakers með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndunni. Lakers hafði komist í 112-114 þegar aðeins 1,7 sek- únda var eftir! Chris Jackson skoraði 23 stig fyrir Denver gegn Sacramento. -VS DaníelogGísli bikarmeistarar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Daníel Jakobsson og Gísh Einar Árnason, sem báðir eru frá ísafirði, urðu bikarmeistarar Skíðasambands íslands árið 1993, enda langbestu skíðagöngumenn landsins hvor í sínum flokki. Daníel fékk ahs 75 stig en næstu menn voru Akureyringamir Haukur Eiríksson með 65 stig og Dan Hehström með 56 stig og fjórði varð Sigurgeir Svavarsson frá Ólafsfirði með 50 stig. Gísh Einar fékk 100 stig í flokki 17-19 ára. Annar ísfirðingur, Árni Freyr Ehasson, kom næstur með 80 stig og síðan þeir Kári Jóhannesson, Akureyri, og Tryggvi Sigurðsson, Olafsfirði, með 52 stig. 16 leikiiienn Ásgeir Ehasson, landshðsþjálf- ari í knattspyrnu, hefur vahð 16 leikmeim sem leíka vináttulands- leik gegn Bandarikjamönnum 17 apríl. Hópurinn htur þannig út; Birkir Kristinsson.......Frám Ólafur Gottskálksson.......KR Guðni Bergsson.... KristjánJónsson IllynurBirgísson ÓlafUrÞórðarson Baldur Bragason...........Val Haraldurlngólfsson.........ÍA Þorvaldur Örlygsson...Nott,Forest RúnarKristinsson Amar Grétarsson.. ÁgústGylfason Hlynur Stefánsson.. Eyjólfúr Sverrisson Arnór Guöjohnsen.. Arnar Gunnlaugsson .Tottenham .Fram Þór ÍA «♦«:<♦»:•.<♦>:«♦♦>:<♦►:•:«♦>:<■ :>:•'..♦»>:«♦».•:«♦>:« *♦>:•♦»; KR UBK Val Örebro Stuftgart .Hácken Feyenoord -GH Baggio bjargaði liðiJuventus Fyrri undanúrshtaleikimir í UEFA-keppninni í knattspymu fóru fram í gærkvöldi. Dortmund sigraöi Auxerre frá Frakklandi, 2-0, og skomðu Stefifen Karl og Michael Zorc mörkin. í Tórínó á Ítalíu sigraði Juvent- us franska hðið Paris SG, 2-1. George Weah kom franska liðinu yfir. Roberto Baggio skoraði tvö mörk í síðari hálfleik fyrir Ju- ventus og það síðara á 89. minútu. Á Spáni sigraði Parma frá Ítalíu Atletico Madrid, 1-2, í Evrópu- keppni bikarhafa. Luis Garcia kom Madrid yfir en Aspriha tryggði Parma sigur með tveimur mörkum í síðari hálfleiks. -GH Enn tapar Leeds Ensku meistaramir í knatt- spymu, Leeds United, máttu þoia sinn 12. ósigur á útiveUi í gær þeg- ar iiöið tapaðl fyrir Sheifield Un- ited, 21. Rogers og Brian Dean gerðu mörk Sheffield en Norðmað- urinn Strandli mark Leeds. John Hendrie skoraöi sigurmark Midd- Úrvalsdeild Ipswich—Chelsea....................... 1—1 MiddlesbroughArsenal........1-0 Sheff. Utd-Leeds............2-1 1. deild Bírmingham-Derby...........1-1 Brentford-Sunderland........1-1 BristolC-BristolR...........2-1 Cambridge-Notts County......3-0 Charlton-Watford............3-1 Grimsby-Millwall............1-0 Portsmouth-Peterboroguh.....4-0 Tranmcre-Swindon 3-1 -GH Patrekur Jóhannesson, Stjömunni, dæmdur 1 tveggja leikja keppnisbann: «Eg er mjög hissa“ Aganefnd Handknattleikssam- bands íslands úrskurðaði í gær Stjörnumanninn Patrek Jóhannes- son í tveggja leikja bann. Eins og greint var frá í DV í gær kærði Gísh Jóhannsson, annar dómari í leik KA og Stjörnunnar, Patrek fyrir aö rífa í treyju hans eftir leik hðanna á sunnudagskvöldið og tók aganefnd máhð fyrir á fundi sínum í gær. Leikbann Patreks tekur gildi á fimmtudag og getur hann því leikið með hði sínu í kvöld gegn Haukum en missir af stórleiknum gegn Val á laugardaginn og fyrsta leik Stjöm- unnar í úrshtakeppninni. „Patrekur fékk tímabundiö leik- bann eða frá 8. aprh til 18. apríl sem þýðir í raun tveggja leikja bann. Bannið fær Patrekur vegna hegðun- ar hans gagnvart dómara eftir að leik lauk sem má skilgreina sem árás. Það er ein grein í reglugerð aga- nefndar sem heimilar að veita tíma- bundið leikbann og við nýttum okk- ur það í þessu tilfelli," sagði Hjörleif- ur Þórðarson, formaður aganefndar HSÍ, í samtah við DV í gærkvöldi. „Brot framið eftir að leik lýkur þýð- ir í reglugerðinni fimm refsistig og undantekningarlaust eins leiks bann en við bætum við einum leik vegna eðhs brotsins," sagði Hjörleifur. „Ég er mjög hissa á þessum úrskuröi“ „Ég get ekki sagt annað en að ég er rpjög hissa og hneykslaður á þessum úrskurði aganefndar. Mér þykir þetta mjög harður dómur og rosalegt að vera í leikbanni í þeim þýðingar- miklu leikjum sem framundan eru,“ sagði Patrekur Jóhannesson viö DV í gærkvöldi. „Ég viöurkenni að ég varð æstur og reyndi að ná til annars dómarans en mér var bolað í burtu. Ég kannast því ekki við að hafa rifið í treyju dómarans eins og haft var eftir hon- um í DV á þriðjudag. Það var mikill æsingur í leikmönnum og forráöa- mönnum beggja hða eftir þennan leik og dómurunum var hent til og frá í öhum hamaganginum og mér þykir það mjög hart að ég skuh fá alla refsinguna. Mér hefur fundist sem svo aö dómarar hafi lagt mig í einelti en ég held að þessum mönn- um, sem eru að dæma, væri ráðleg- ast að einbeita sér af því að dæma eins og menn,“ sagði Patrekur. Gróttumaður fékk 6 leiki í bann Það voru fleiri en Patrekur sem voru úrskurðaður í bann í gær. Elliði Vign- isson, leikmaður í Gróttu, var úr- skurðaður í sex leikja bann. Elliði var kominn með 10 refsistig og í síðasta leik Gróttunnar fékk hann brottvikn- ingu sem þýðir 8 refsistig. Hann var því kominn með 18 refsistig sem þýð- ir61eikjabann. -GH DV hefur horist eftirfarandi yfir- lýsing frá handknattleiksdeild Stjömunnar i Garðabæ: Að gefnu tilefni sér stjóm hand- knattleiksdeildar Stjörnunnar sig knúna til l>ess að benda á eftirtalin atriði, tengd kæru félagsins vegna leiks þess við KA sl. sunnudags- kvöld. í fyrsta lagi hefur Stjarnan gögn undir höndum sem sýna. svo ekki verður um villst, að tímavörður í KA-hiisinu sló í bjöhu til merkis um að leik væri lokið, sekúndu áður en leiktími rann út Á grund- velh þessarar röngu uppiýsinga ákváðu dómarar leiksins, Gísh Jó- hannsson og Hafsteinn Ingibergs- son, nokkru eftir að leiknum lauk, aðjöfhunarmark Stjörnunnar, sem þeir báðir höföu dæmt gott og gilt, skuli ekki standa. Stjarnan telstþví hafa tapað leiknum. í harðri bar- áttu um deildarmeistaratitil sæti í Evrópukeppni getur þetta eina stig ráöið úrslitum. í ööra lagi er nauðsynlegt aö leið- rétta þann misskilning að Stjaman hafi orðið þess valdandi að dómar- ar leiksins misstu af flugi suður aö leik loknum. Dómararnir hafa sjálfir lýst því yfir viö Stjörnumenn að slíkur fréttaflutningur sé ekki frá þeim kominn enda var um áæti- unarflug Flugleiða að ræða. í ítarlegri greinagerð frá hand- knattleiksdeild Stjörnunnar, sem send verður fjölmiðlum á næstu dög- um, verður skýrt nánar frá öllum atriðum þessa máls. Það er ósk fé- lagsins aö hið rétta og sanna komi íram og Stjaraan haidi öðru stiginu sem félaginu var réttilega dæmt sek- úndu áður en leiktiminn rann út. ; Keppni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspymu hefst á mánudag: „íslensku liðunum" spáð slöku gengi Eyjólfor Harðaisan, DV, Sviþjóð: Keppni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspymu hefst á mánudaginn, annan í páskum. Hún er áhugaverð- ari fyrir íslendinga en oftast áður af þeim sökum að nú leika í deildinni fjórir íslenskir leikmenn. Hlynur Stefánsson spilar áfram með Örebro og nú hafa bæst í hópinn þeir Arnór Guðjohnsen og Gunnar Gíslason, sem leika með Hácken, og Einar Páll Tómasson sem leikur með Degerfors. Ein fluga ekki það sama og heilt sumar Koma Amórs til Hácken hefur vakið nokkra athygli. Síðdegishlaðið „I dag“ sagði í gær að þar væri á ferð mjög áhugaverður leikmaður enda fyrrum atvinnumaður með And- erlecht í Belgíu. En blaðið segir enn- fremur að „ein fluga sé ekki sama og heilt sumar" og tímabihð verði Hácken erfitt enda leikur hðið nú á ný í úrvalsdeildinni eftir langa fjar- vem. í umfjöllun um hð deildarinnar hefur „I dag“ spáö því að Hácken endi í 11. sæti af 14 hðum og haldi því naumlega sæti sínu. Örebro er spáð 7. sætinu en Deger- fors hins vegar því 14. og síðasta. Degerfors kom upp úr 1. deildinni eftir áratugafjarveru frá efstu deild og má því búast við erfiðu sumri. Síðasta fimmtudag sló þó liöið hressi- lega í gegn með því að vinna meistar- ana IFK Gautaborg, 3-0, í æfmgaleik, og það í Gautaborg, en meistararnir tefldu fram sama hði og vann PSV Eindhoven í Evrópukeppninni skömmu áður. Fimleikar: Sigurogtap gegnDönum Landskeppni í trompfimleikum milh íslands og Danmerkur fór fram í Digranesi í Kópavogi síð- asta laugardag. Fimleikahópur- inn Bellinge Gymnasteme frá Odense var fulltrúi Danmerkur en Ármann var fuhtrúi íslands í yngri flokki, 10-13 ára, og Björk í eldri flokki, 14 ára og eldri. Dan- imir sigruðu í yngri flokknum með 19.965 stigum gegn 18.600, en íslendingar í þeim eldri með 22.350 stigum gegn 22.150. -VS USMasters beint hjá KeilismSnnum Golfklúhburinn Keilir mun gera golfáhugamönnum kleift að fylgjast meö beinum sjónvarpsút- sendingum frá hinu fræga US Masters golfraóti sem fram fer í Bandaríkjunum um páskana. Settur hefur verið upp risastór gervihnattamóttakari á hið nýja félagsheimih á Hvaleyrarholti og fenginn afruglari til aö útsend- ingar Sky Sport náist. -VS Knattspyma: Brynjar gerðifjögur fyrir Framara Framarar unnu öruggan sigur á Leikni, 6-0, á Reykjavíkurmót- inu í knattspymu á gervigrasinu í Laugardal í gærkvöldi. Brynjar Jóhannsson, fyrrum markvörður, var á skotskónum og skoraði fjögur mörk, Guð- mundur Gíslason skoraði eitt og eitt markið var sjálfsmark hjá Breiðhyltingum. -GH Tékkinn Jan Zelezny setti í gær nýtt gknsilegt heimsmet í spjót- kasti á frjálsíþróttamóti í Jó- hannesarborg. Zelezny, sem er ólympíuraeistari í þessarl grein, þeytti spjótinu 95,54 metra og bætti heimsmet Bretans Steve Backlay um rúma flóra metra. Gamla metið, sem Backley setti i janúar í fyrra, var 91,46 metrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.