Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 21 í t i i ► i t t Ævintýri í boði fyrir fyrir fjögur 16-21 árs ungmenni: Sigling með seglskip- inu Fridtjov Nansen - mörg svör við spumingum hafa borist ----------------------------------------------T 1. Hver stýrði fyrsta heimskautaleiðangrinum sem náði á suðurpólinn á hundasleðum árið 1911? □ Robert F. Scott □ Roald Amundsen □ August Strindberg 2. Hver var fyrstur manna til að fara yfir Græn- landsjökul á skíðum árið 1888? □ Fridtjov Nansen □ Knut Hamsun □ Edvard Munch Nafn............................. Heimilisfang...............póst nr sími............................. Enn berast okkur svör við þeim tveimur spumingum sem svara verður vilji ungmenni á aldrinum 16-21 árs komast í ævintýrasiglingu með seglskipinu Fridtjov Nansen í maí og júní. Fridtjov Nansen fer í tvær siglingar við landið og nágrenni þess á tímabilinu 6. maí-11. júní. í fyrri feröinni verður farið frá Akur- eyri til Hríseyjar, siglt umhverfis Grímsey og lagt að bryggju á Húsa- vík. Þar verður farið í land og farið upp í Mývatnssveit og að Jökulsár- gljúfrum. Endar fyrri ferðin í Reykjavík 22. maí. Seinni ferðin hefst í Reykjavík 25. rnaí. Siglt verður til Vestmannaeyja þar sem dvalið verður í tvo daga. Þaðan verður siglt með suðurströnd- inni, á móts við Vatnajökul, og síðan snúið við áleiðis til austurstrandar Grænlands. Eftir nokkurra daga sigl- ingu þar verður haldið inn á Jökul- firði eða að Amarstapa og loks til Reykjavíkur þar sem ævintýrinu lýkur 11. júní. Fjögur ungmenni, tveir strákar og tvær stelpur, komast með, tvennt í hvora ferð. í fór verða ungmenni frá Kanada, Bandaríkjunum, Japan, Rússlandi og Þýskalandi, alls 15. Vistin um borð og verðir til og frá brottfararstað eru ungmennunum aö kostnaðarlausu. Skilyrði er að ung- mennin um borð séu heisluhraust og synd. Til að komast með verður að svara spurningunum á seðlinum hér á síð- unni og senda hann okkur strax. Dregið verður úr réttum svörum 15. apríl. Merkið við þau svör sem þið teljið rétt, klippið seðilinn út, merkið og setjið í umslag. Utanáskritin er: Nansen, DV, Þverholti 11,105 Reykja- vík. Einnig má skila svörum á af- greiðslu blaðsins. -hlh Seglskipið Fridtjov Nansen Fridtjov Nansen er þriðja stærsta seglskip í Þýskalandi sem notað er sem skólaskip. Skipið er 450 tonn, getur tekið allt áð 200 tonna farm, er 52 metra langt og 6,8 metrar á breidd. Mesta masturshæð er 31 metri en umfang seglanna er alls 795 fermetrar. Um borð eru 38 svefn- pláss. Hjálparvél og ljósavél eru um borð. Heimahöfn Fridtjovs Nansens er Wolgast í Þýskalandi. Seglskútan, sem nú heitir Fridtjov Nansen, var smíðuð í Danmörku árið 1919 til fragtsiglinga á Eystrasalti og Norðursjó. Skútunni var lagt fyrir um 10 árum en þar með voru dagar hennar langt frá þvi taldir. í október 1989 voru stofnuð sam- tökin Leben, lernen auf Segelschiffen (Lærið og lifið á seglskipi) í Ham- borg. Níu sjómenn ákváðu þá að hefja verkefni undir nafni Fridtjovs Nansens, gera upp skipið og nota það sem skólaskip fyrir ungt fólk. Ólíkt sumum skólaskipum var Fridtjov Nansen sérstaklega ætlað aö sigla til annarra heimsálfa. Við endurbætur á skipinu var sérstaklega hugað að löngum sjóferðum við erfið skilyrði. Siglingatæki og öll öryggistæki um borð eru samkvæmt ströngustu kröf- um um slíkan búnað. Fridtjov Nansen fór í jómfrúferð sína 1990 en þá var siglt frá Wolgast til Kiel, Karlskrona, Kotka og Tall- inn. Margar athugasemdir voru gerðar um úrbætur eftir jómfrúferð- ina og skipið gert klárt í sighngu vestur um haf. Þegar Fridtjov Nans- en leggst að bryggju á Akureyri í byrjun maí verður skipið búið að fara yfir Atlantshafið, um Panama- skurð og alla leið norður til Alaska. -hlh Seglskipið Fridtjov Nansen er þriðja stærsta segiskip í Þýskalandi. rpjfá\&é ‘’piZZUR Eddufelli & Hamraborg Opið til kl. 05 um helgar SUMAR-MAKE-UP Sumarið er væntanlegt svo nú er rétti tíminn til að endur- skoða hvernig þú snyrtir þig. Þá notum við náttúrulegt make-up. Lengjum augnhár með No7 vatnsheldum mask- ara. Kinnar glansa með kinna- litastifti. Augu líta rétt út með möttum augnskuggum í nátt- úrulegum tónum. Varir þurfa No7 næringarvaraliti. Og fyrir neglur er frábært að nota Franska handsnyrtingu. Litið húðina með No7 Ultra Glimmer-púðri. Það gefur heilbrigt, perlugljáandi útlit, eins og þú hafir verið að koma úr sólarlandaferð (en miklu ódýrara). Til að fá löng, þykk augnhár, sem smita ekki, notið No7 Long Lash Waterproof mask- ara, einstakan maskara sem bæði lengir augnhár og helst vel á. Fyrir eðlilegt, frískt sirniar- útlit notið No7 Blush Stick, krem-kinnalit sem gefur rétta áferð án þess að vera mattur. Sumarlitir fyrir augu eiga að vera náttúrulegir og mattir. Notið No7 Aqua Shadow Duo sem eru vatnsheldir. Berið ljósari litinn yfir allt augna- lokið en dekkri til að skyggja. Mótið augabrúnir með brúna skugganum. Næringarvaralitir henta best yfir sumartímann - þeir koma í veg fyrir varaþurrk. No7 Moisture Active Lip Colo- ur drekkir vörunum í nær- ingu. Fáanlegir í 6 litum frá Golden Spice-sólarhtnum til Platinum Pink-rósarlitarins. AÐ lokum fullkomnum við svo snyrtinguna með Franskri handsnyrtingu. No7 handsn- yrtingin gæti ekki verið auð- veldari: 1. Þrífum hendur og tökum af naglalakk. 2. Berið á 2 umferðir af No7 Petal naglalakki einungis á hvíta naglabogann. Látið þorna. 3. Berið að síðustu á tvær umferðir af No7 Colour Lock Top Coat, glæra yfirlakkinu. Gleðilegt sumar með No7-snyrtivörum. Klippið út og geymið. A næsta sölustað eða í síma (91) 63 27 Missið ekki af Úrvalsbókum. Þær missa aldrei marks. Kosta aðeins 790 krónur á næsta sölustað og ennþá minna í áskrift. U RVALS BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.