Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 69 Smáauglýsingar ■ Jeppar Chevrolet Blazer Silverado, árg. '81, tíl sölu, upphækkaður, 35" dekk, læstur að aftan, 8 cyl. Mjög gott eintak, athuga skipti. Verð ca 650.000. Upplýsingar í síma 92-14888 á daginn og 92-15131 á kvöldin. Til sölu Toyota turbo dísil, árg. ’86, 100% driflæsingar, 5,71 drifhlutföll, 36" dekk, mikið endurnýjaður og hlað- inn aukahlutum, t.d. 6 kastarar, átta- viti, CB o.fl. Skipti möguleg á ódýrari eða vélsleða. Verð 950 þús. Upplýsingar í síma 91-77419. Ford Bronco, árg. 74, 38" dekk (ný), upphækkaður o.fl., mjög gott eintak. Tilbúinn á §öll. Skipti gætu komið til greina. Til sýnis á bílasölunni Braut, sími 91-681510 og 91-681502. Tortæru-Willy’s. Tilbúinn í götubílaflokk með eða án ýmss konar aukaútbúnaðar. Upplýs- ingar í síma 91-689841 eða 985-35107. Menning Bíóborgin - Stuttur Frakki: ★★ y2 Fransmaður á villigötum Eftir að hafa tjáð Andre (Jean Philippe-Labadie) að ekkert herbergi sé laust á Hótel Borg leið- beinir afgreiðslustúlkan (Móeiður Júníusdóttir) honum um hvernig hann komist með strætó að Hótel Esju. Reykjavík er ekki flókin borg í augum inn- fæddra en hún getur reynst frumskógur fyrir ókunnuga og það fær Frakkinn André (Jean Philippe-Labadie) heldur betur að reyna í sinni fyrstu íslandsför. Þegar hann er hálfpartinn neyddur að fara til íslands til að hlusta á hljóm- sveitir byrja vandræðin strax á flugvellinum þegar enginn tekur á móti honum. Hann tekur sér bílaleigubíl en týnir bíllykhnum miðja vegu á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Afgreiðslu- stúlka á Hótel Borg misskilur hann og segir ekkert herbergi frátekið handa honum. Þegar hún síðar leiðbeinir honum um að fara í strætó að Hótel Esju tekur hann rútuna til Hveragerð- is í staðinn. Frakkinn uppgötvar mistökin og fer úr rútunni á miðri Helhsheiðinni. Ekki tekur betra við. Bílstjóri úr Reykjavík tekur hann upp í og hehir í hann þorskalýsi og brennivíni með heldur óþægilegum afleiðingum. Þegar Frakk- Kvikmyndir Hilmar Karlsson inn loksins kemst aftur til Reykjavíkur heldur hann að Perlan sé Laugardalshölhn. Og þegar hða fer á kvöldið og Frakkinn orðinn úrkula vonar um að hann finni sér samstað lætur hann sig hafa að skála við hina þekktu róna Boga og Örvar. Loks þegar hann kemst í Laugardalshöl- lina er tónleikunum að ljúka enda er Frakkan- um orðið nákvæmlega sama um þá. Hans hugs- un snýst um Sóleyju sem búin er að bjarga hon- um tvívegis. Það þarf gott handrit th að púsla saman mis- skilningi á jafn fyndinn hátt og raun ber vitni og handrit Friðriks Erlingssonar er með betri kvikmyndahandritum sem skrifuð hafa verið fyrir íslenska kvikmynd. Fullt af smellnum orðaleikjum sem ósjaldan fara fram á ensku og þá ávallt á kostnað Frakkans. Textinn hefur að vísu hæðir og lægðir en aldrei er nein logn- moha í kringum persónurnar. Hjálpar þar til ágætur leikur hjá aðaheikurunum, Jean Phhippe Labadie, Elvu Ósk Ólafsdóttur og Hjálmari Hjálmarssyni, sem leikur hinn stress- aða Rúnar sem átti að sjá um að koma Frakkan- um í Laugardalshöllina. Það er góð stígandi í Stuttum Frakka. Myndin fer rólega af stað en um leið og misskhningurinn byrjar fyrir alvöru í afgreiðslunni á Hótel Borg er komin viss spenna sem helst út aha myndina. Það er ekki annað hægt en að hrósa fyrir vönd- uð og góð vinnubrögð. Kvikmyndatakan er góð og hljóðvinnsla frábær. Kjartan Kjartansson sannar að hann er besti hljóðmaðurinn í ís- lenskri kvikmyndagerð í dag. Það er helst að khppingin nái stundum ekki tilætluðum árangri og keyri myndina niður. Tónieikarnir eru sérkapítuh út af fyrir sig og hafa greinhega heppnast mjög vel. Lögin og flytj- endumir koma kannski ekki beint sögunni við en krydda myndina og auka gildi hennar fyrir vissa aldurshópa. Stuttur Frakki er fyrst og fremst kvikmynd sem gerð er til aö skemmta fólki. Hún ristir ekki djúpt enda ekki ætlunin. En það má ekki gleymast að það þarf töluverða kunnáttu th að gera góða gamanmynd og Gísla Snæ Erhngssyni og félögum hefur tekist að gera velheppnað grín að því tjáningarformi sem mannfólkinu er tam- ast, máhnu, um leið og komið er við kaunin á þjóðarstoltinu. STUTTUR FRAKKI Leikstjóri: Gísli Snær Erlingsson. Framleiðendur: Kristinn Þórðarson og Bjarni Þór Þór- hallsson. Handrit: Friðrik Erlingsson. Kvikmyndataka: Rafn Rafnsson. Hljóð: Kjartan Kjartansson. Kvikmyndatónlist: Eyþór Arnalds. Leikmynd og búningar: Karl Aspelund. Klipping: Thierry Bordes. Aðalleikarar: Jean Philippe-Labadie, Hjálmar Hjálm- arsson og Elva Ósk Ólafsdóttir. Ferðir Strætisvagna Reykjavíkur um bænadaga og páska 1993 Skírdagur: Akstur eins og á sunnudögum. Föstudagurinn langi: Akstur hefst um kl. 13. Ekið sam- kvæmt sunnudagstímatöflu. Laugardagur: Akstur hefst á venjulegum tíma. Ekið eftir laugardagstímatöflu. Páskadagur: Akstur hefst um kl. 13. Ekið sam- kvæmt sunnudagstímatöflu. Annar páskadagur: Akstur eins og á sunnudögum. Sundstaðir Reykjavíkur, skíðasvæði og skautasvell eru opin sem hér segir um hátíðarnar: Sundstaðir: 8. apríl Skírdagur kl. 08.00-17.30 9. apríl Föstudagurinn langi Lokað 10. apríl Laugardagur kl. 07.30-17.30 11. apríl Páskadagur Lokað 12. apríl Annar I páskum kl. 08.00-17.30 22. apríl Sumardagurinn fyrsti kl. 08.00-17.30 Skíðasvæði: Bláfjöll, Skálafell, Hengill 8. apríl Skírdagur kl. 10.00-18.00 9. apríl Föstudagurinn langi kl. 10.00-18.00 10. apríl Laugardagur kl. 10.00-18.00 11. apríl Páskadagur 10.00-18.00 12. apríl Annari páskum kl. 10.00-18.00 Skautasvell Laugardal 8. apríl Skírdagur kl. 10.00-18.00 9. apríl Föstudagurinn langi Lokað 10. apríl Laugardagur kl. 10.00-18.00 11. apríl Páskadagur Lokað 12. apríl Annarí páskum kl. 10.00-18.00 Skaulasvellinu verður lokað 16. apríl nk. íþrótta- og tómstundaráð SMAAUGLYSINGADEILD VERÐUR OPIN UM PÁSKANA SEM HÉR SEGIR: Miðvikudaginn 7. apríl kl. 9-18. Mánudaginn 12. apríl, annan í páskum, kl. 18-22. Lokað skírdag, föstudaginn langa, laugar- daginn 10. apríl og páskadag. Athugið! Síðasta blað fyrir páska kemur út miðvikudaginn 7. apríl. Fyrsta blað eftir páska kemur út þriðjudaginn 13. apríl. SMÁAUGLÝSINGADEILD, ÞVERHOLT111 -SÍMI91 -632700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.