Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Útvarpsfarsinn Um fátt hefur verið meira rætt síðustu daga heldur en ráðningu Hrafns Gunnlaugssonar í stöðu fram- kvæmdastjóra Sjónvarps. íslendingar eru ýmsir vanir í ráðningarmálum hins opinbera. Þeir hafa vanist því að sýslumenn, bankastjórar og veðurstofustjórar séu valdir eftir flokksskírteinum og þeir hafa horft upp á mörg hneykslin í undarlegu og óverjandi siðleysi íslenskra stjómmálamanna þegar kemur að úthlutun bitlinga í pólitísku vinasamfélagi. Sviptingamar hjá Ríkisútvarpinu taka þó flestu fram og minna í mörgu á tíma Jónasar frá Hriflu. Það var í fýrsta lagi misráðið að segja Hrafhi Gunnlaugssyni upp fyrir það eitt að hafa skoðun sem hann átti að hafa sett fram í sjónvarpsþætti. Sú uppsögn hefur vakið upp grun- semdir um að útvarpsstjóri sé ekki starfi sínu vaxinn. í öðm lagi er svo bætt gráu ofan á svart með því að ráðherra gefur útvarpsstjóranum, sem hann skipaði í embættið, langt nef og skipar Hrafh í hærri stöðu heldur en þá sem hann var rekhm úr! Og útvarpsstjóri segist ekki gera neina athugasemd og situr sem fastast! Sjálfur telur Hrafn Gunnlaugsson sér ekkert að van- búnaði að taka við stöðunni. Það að Hrafn hafi geð til að setjast inn á þessa stofnun aftur og við þessar aðstæð- ur vekur upp grunsemd um að dómgreind Hrafns Gunn- laugssonar sé ábótavant. Hlutur menntamálaráðherra er um margt sérstakur í þessu máli. Ekki er óeðlilegt þótt hann hafi tekið upp þykkjuna fyrir Hrafii þegar honum var sagt upp. En getur ráðherra lítilsvirt eirrn af æðstu embættismönnum ríkisins meir en þegar hann setur Hrafn í starf sem er æðra Jpví starfi sem hann var rekinn úr? Hann skal oní þig. Akafinn er jafnvel svo mikill að skipaður fram- kvæmdastjóri Sjónvarps, Pétur Guðfinnsson, er sendur í ársfrí á fullum launum til að koma Hrafhi fyrir. Þessi ákvörðun menntamálaráðherra vekur upp grun um að ráðherranum sé ekki sjálfrátt. Forsætisráðherra er sakleysið uppmálað þegar hann er spurður um afskipti af þessu máli. Alþjóð veit ofur vel að forsætisráðherra hefiir verið með puttana í mál- inu. Fingraförin leyna sér ekki. Sameiginlega bera ráð- herramir ábyrgð á þessari uppákomu, á þessum farsa, sem ber merki offors og hefiidar. Útvarpsstjóri skyldi ekki komast upp með þau drottinsvik að reka einkavin íhaldsins. Það er kjami málsins. Það er sannleikurinn á bak við ráðningu Hrafiis í stöðu framkvæmdastjóra. Við- brögðin við ósanngjamri og fljótfæmislegri uppsögn Hrafiis sem dagskrárstjóra vom ofíbrs, valdahroki og hefiidarhugur. Það vekur upp grunsemdir um að forsæt- isráðherra sé forhertur. Stj ómarandstæðingar taka of mikið upp í sig þegar þeir saka Sjálfstæðisflokkinn um spillingu og sovéskt eðli. En almenningur horfir dolfallinn á þennan farsa og spyr hvað ráðamenn geti tekið til bragðs í stærri málum þegar svona atburðir geta gerst í stöðuveitingum. Leyfist mönnum allt þegar póhtík er annars vegar? Eins og fyrr segir em íslendingar ýmsu vanir. En hér keyrir úr hófi. Hér er ríkisstofhun notuð sem vettvangur hrekkjabragða, valdníðslu og vanstilltra ákvarðana. Per- sónulegur metnaður virðist sterkari þeim hagsmunum sem í húfi era. Stöðuveitingar em notaðar sem spjótalög 1 vigaferlum einstakra manna. Brottrekstur Hrafns Gunnlaugssonar og ráðning hans í kjölfarið er ekki til auka áht á þeim mönnum sem em bæði gerendur og þolendur í þessum útvarpsfarsa. Ehert B. Schram Er rétt að vera hlutlaus? Ýmsir þeir sem fjalla um alþjóða viöskiptamál þessa dagana tala um að „efnahagslegt stríð“ sé í vænd- um milli þriggja viðskiptaheilda, Evrópubandalagsins, Fríverslun- arsvæðis Nprður-Ameríku og Austur-Asíu. í þessu striði verður ekki barist með vopnum heldur með peningum. Barist verður um markaði en ekki lönd. í efnahagsstríði geta allir unnið ef rétt er á málum haldið. Ljóst er þó að sigurvegaramir fá að launum stóraukinn hagvöxt og bætt lífs- kjör. Líka er hugsanlegt að allir tapi í efnahagsstríðinu, sérstaklega ef vemdarstefna gagnvart inn- flutningi nær sér á strik. Þeir Bandaríkjamenn eöa Aust- ur-Asíubúar, sem horfa á þróun mála í Evrópu, telja yfirleitt að Innri markaðurinn, Maastrict- samkomulagið og stækkun Evr- ópubandalagsins, muhi styrkja samkeppnisstöðu þess í framtíð- inni. Sumir óttast að Evrópa verði ekki nægilega opin fyrir viðskipti við aðrar viðskiptaheildir. í efnahagsstríðinu munu við- skiptaheildimar leita eftir samn- ingum um gagnkvæman aögang að mörkuöum. Slíkir samningar verða sérstaklega mikilvægir ef Uruguay-lotunni í GATT-viöræð- unum lýkur ekki með farsælli nið- urstöðu. Nýtt Gatt-sam komulag stuölar mjög að sameiginlegum sigri í efnahagsstríðinu. Staða íslands íslendingar þurfa að huga að stöðu sinni í þessu efnahagsstríði. Hver er staða okkar ef við veljum Kjállariim Vilhjálmur Egilsson alþm., framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands að vera hlutlaus? Og hver er staðan ef við göngum til liðs viö einhverja viðskiptaheildina en þar liggur Evrópubandalagið beinast við? í efnahagsstríði er hætt við því að hinir hlutlausu eigi undir högg að sækja um aðgang aö mörkuðum. Umhverfisvemdarsinnar láta meira og meira til sín taka mótun efnahags- og viðskiptastefnu Bandaríkjamanna gagnvart öðrum þjóðum. Þarna koma væntanlegar hvalveiðar okkar inn í myndina. Ólíklegt er að við getum haldið þeim til streitu gagnvart Banda- ríkjamönnum nema vera fyrst búnir að fá stuðning fyrir þær í Evrópu og þá í bandalagi við Norð- menn. Við fylgjumst líka áhyggju- full með aðgerðum sjómanna í Evr- ópubandalaginu vegna innflutn- ings á fiski. Við höfum um árabil takmarkað útflutning til að halda uppi verði. En sjómenn í EB gera lítinn greinarmun á okkur og öðr- um þjóðum utan EB. Ekki vernd í hlutleysi Hlutleysi í efnahagsstríðinu færir okkur enga vemd þótt við höfum með því vissan sveigjanleika. Aðild að EB veitir okkur stuðning en á móti þurfum við að taka upp sam- eiginlegar leikreglur. Við verðum að ákveða hvað við ætlum að gera. - Efnahagsstríðiö bíður ekki eftir okkur. Vilhjálmur Egilsson „Við fylgjumst líka áhyggjufull með aðgerðum sjómanna í Evrópubanda- laginu vegna innflutnings á fiski. Við höfum um árabil takmarkað útflutning til að halda uppi verði.“ „Þarna koma væntanlegar hvalveiðar okkar inn í myndina," segir m.a. i grein Vilhjálms. Viðskiptabandalög: Skoðanir annarra ------------------------------—--^ Eftirlaunasamningar og Samvinnulífeyrissjóðurinn „Mér þykir keyra um þverbak þegar gefið er í skyn að Samvinnulífeyrissjóðurinn þurfi að skerða réttindi sjóðsfélaga sinna vegna efdrlaunasamninga Sambandsins við framkvæmdastjóra sína. Jafnvel háttvirtir alþingismenn hafa blandað Samvinnulíf- eyrissjóðnum að ósekju inn í mál Sambandsins. Sannleikurinn er sá að eftirlaunasamningar aöildar- fyrirtækja koma sjóðnum ekki við á nokkum hátt.“ Margeir Daníelsson framkvstj. í Mbl. 4. apríl Samstaöa um f iskveiðistef nu? „Drögin að hinni nýju fiskveiðistefnu marka vatnaskil fyrir þá sök, aö í þeim felst söguleg sátt í áralangri deilu meðal þjóðarinnar um gjaldtöku fyr- ir afnotaréttinn af fiskimiöum hennar... í umræð- unum um sjávarútveg utan dagskrar á Alþingi vakti athygli, að varaformaður Framsóknarflokksins var- aðist aö taka afstöðu gegn hugmyndunum. Þaö vekur vissulega vonir um að hægt sé að ná samstöðu um grunn að nýrri fiskveiðistefnu þrátt fyrir þekkta andstöðu Framsóknar við gjald fyrir nýtingu auð- lindarinnar.“ ÚrforystugreinAlþbl.6.apríl Valfrelsi og valdagrundvöllur „Umræður um vanda lífeyriskerfisins og val- frelsi í lifeyrismálunum tengjast umræðum um fé- lagafrelsi á íslandi. Færð hafa verið rök að því að það bijóti bæði stjómarskrá og alþjóðlega mannrétt- indasáttmála að skylda menn til að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð. Ekki má heldur horfa framhjá því hvem- ig skylduaðild að lífeyrissjóðum, rétt eins og stéttar- félögum, er hluti af valdagrundvelli stéttarfélag- anna.“ Úr forystugrein Mbl. 6. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.