Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 57 „Talið er aö spilakassar séu varhugaverðastir allra fjárhættuspila þó að upphæðirnar sem spilað er um í hvert skipti séu ekki háar.“ Spilakassar/ spilafíkn Þeir sátu saman í hálfrökkri á bamum á Rauða ljóninu og hvísl- uðu leyndarmálum hvor að öðrum. Báðir voru þeir í ágætum stöðum, áttu konu og böm, bíl og hús en allt var runnið þeim úr greipum. Annar haíði ungur verið hallur undir happdrætti og eytt meim en góðu hófi gegndi í skafmiða og lottóseðla. Hinn fór snemma að spila peningaspil í litlum spila- klúbbi í austurbænum. Á árunum í kringum 1990 höfðu þeir báðir kynnst spilakössunum á börum Reykjavíkurborgar. Þeir höfðu lagt undir einhveija peninga og grætt nokkra þúsundkalla. Upp frá þessu jókst sókn þeirra í kassana snar- lega. Allt lífið fór að snúast í kring- um þá. Þeir fóm á ákveðinn bar kl. 10 á morgnana, stóðu þar til hádegis, fluttu sig síðan um set og héldu áfram á nýjum kassa á öðr- um bar. Flesta daga var spilað fyr- ir 15-75000 kr. Áður en varði var tapið mun meira en gróðinn og grípa varð til alls kyns vafasamra aðgerða til að fjármagna spila- mennskuna. Bílar voru seldir, hús- eignir veðsettar og sparibaukar bamanna fóm fyrir htið. Undir lokin vom nöfn systkina og tengda- fólks fölsuð á skuldabréf og víxla til að tryggja áframhaldandi fé. Þetta kvöld var allt komið í þrot. Spilaborgin var hrunin. Þeir höfðu ákveðið að leita sér aðstoðar vegna þessarar sjúklegu spilafíknar sem hafði lagt líf þeirra beggja ogfjöl- skyldnannaírúst. Nýir kassar Fjárhættuspilhefur um árabil verið bannað á íslandi. Láknarfé- lögum og fyrirtækjum er þó heim- ilt að reka happdrætti með sér- stöku leyfi dómsmálaráðuneytis. Á áttunda áratugnum fékk Rauði kross íslands leyfi til að reka spila- kassa. Á síöustu árum hafa þessir kassar gjörbreyst og önnur líknar- félög, s.s. SÁÁ og hjálparsveitimar, hafa fengið heimild til að fjár- magna starfsemi sína með þeim. Nýjustu kassamir taka við þúsund króna seðlum og ábatavonin er talsverð fyrir spilafólkið. Tahð er að spilakassar séu varhugaverðast- ir ahra fjárhættuspila þó að upp- hæðimar sem spilað er um í hvert skipti séu ekki háar. Skilgreining, úrræði og meðferð Engar tíðnitölur era til um sjúk- lega spilafíkn hérlendis. Sam- kvæmt erlendum heimildum er tal- ið að alvarleg spilafikn hijái nálega 1% fólks í vestrænum löndum. Sjúkhngurinn er mjög upptekinn af sphamennsku eða útvegun pen- inga til að spila fyrir. Hann eykur þá fiárhæð sem lögð er undir til að magna spennuna. Spilafíkilhnn er órólegur og kvíðinn ef hann getur ekki spilað og tapar oft miklum peningum. Margir reyna ítrekað að hætta að spila en halda þó ahtaf áfram þrátt fyrir öh félagsleg vandamál sem af þessu stafa. Venjulega þróast spilafikn á örfá- um áram og fylgir þá ákveðnu stig- versnandi ferh. Flestir vinna eitt- hvað í byijun sem leiðir til óhóf- legrar bjartsýni. Menn halda áfram aö spha og tapa þá öllu sem áður vannst. Með áframhaldandi spila- mennsku eykst tapið og margir Álðáknavaktiniú spilafíklar fara þá út í ólögmætar aðgeröir til að fiármagna áfram- haldandi spilamennsku. Þetta end- ar yfirleitt með ósköpum: gjald- þroti, fangelsi, flótta eða jafnvel sjálfsmorði. FÍestir spilafíklar kannast við þá þráhyggju að þeir verði að ná aftur því sem áður tap- aöist. í því skyni fá menn lánað hjá fiölskyldumeðlimum, vinum eða lánastofnunum. En tapiö heldur áfram svo að vandamálin verða sí- fellt stærri. Miklir andlegir og fé- lagslegir erfiðleikar steðja að. Sam- viskubit, sektarkennd og sjálfsá- sakanir kvelja þessa menn en þeir beita vamaraðferðum sjálfsins til að halda þessum röddum niðri. Þeir ljúga og blekkja og reyna að friða fiölskyldu sína með öllum til- tækum ráðum. Allir virðast þeir trúa því að einhvem tírna takist að koma öhu í lag með aðstoð ein- hvers sphs. Peningar leysa ÖU vandamál og aUt sem á bjátar staf- ar af peningaleysi. Meðferð á þess- um einstaklingum er erfið og bata- horfur óvissar. Margir vilja enga meðferð enda sjá þeir ekki hversu umfangsmikUl vandinn er. Menn hafa reynt aðferðir AA-samtak- anna og vinna með þessa einstakl- inga eins og sjúklinga sem misst hafi aUa stjóm á lífi sínu vegna ómótstæðUegrar fíknar. Sjálfs- hjálparhópar í anda AA-samtak- anna GA (Gamblers anonymous) hafa verið stofnaöir bæði hér og erlendis og gefa góöa raun. Breyta verður hugsunarhættí fikUsins og kenna honum aðrar leiðir til að fást við vanhðan og leiða. Menn verða að forðast áreiti sem tengist spUamennsku. Fjölskyldan verður að fá hjálp til að vinna úr reiði, beiskju og meðvirkni. Meðferð í leiðarlok Mennimir tveir ákváðu að fara í meðferð enda engra annarra kosta völ. Þeim létti þegar ákvörðunin hafði verið tekin. „Við getum þó huggað okkur við það að viö styrkt- um gott málefni," sagöi annar. „Bömin í Sarajevo fengu mat sem keyptur var fyrir peningana okkar sem runnu til Rauöa krossins. Ein- hveijir alkóhóhstar fengu að fara í meðferð hjá SÁÁ fyrir fé sem við dældum í kassana.“ Hinn svaraði fáu en sagði síöan: „Er það siðferð- islega rétt að fiármagna baráttu viö eina fíkn með því að magna upp aðra? Er þaö réttlætanlegt að leggja líf einnar fiölskyldu í rúst til aö bjarga annarri?" Þeir þögnuðu báð- ir og horfðu á þrjá unga menn sem stóðu frjá kössunum og dældu í þá peningum af ástríðu. Von, spenna og örvænting skein út úr svip þeirra. Allir höfðu þeir staðið við kassana í 2-3 klukkustundir og eytt stórum fiárhæöum. „ Vonandi nýtast þessir peningar vel,“ sagöi annar maðurinn. „Peningar hafa hvorki samvisku né sál. Eins dauði er annars brauð. Vonandi geta þeir sem græða á ógæfu þessara manna varið það fyrir eigin samvisku.“ Þeir stóðu upp og gengu hljóðlega útínóttina. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtalinni fasteign verður háð á henni sjálfri sem hér segir Skólabrekka 6, Fáskrúðsfirði, þinglýst eign Gests Stefánssonar, gerðar- beiðandi Öm Höskuldsson hrl., miðvikudaginn 14. apríl 1993 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI Ferðafólk á Hálendi íslands um páskahelgina! Feröaklúbburinn 4x4 beinir þeim tilmælum til allra þeirra er leggja leið sína á Hálendið þessa helgi, að það velji sér leiðir með tilliti til snjóalaga. Göngum vel um náttúru landsins. Munum að á Hálendi ísland er engin skipulögð sorphirða og tökum því allt sorp með til baka. Ferðaklúbburinn 4x4. Samvinnuháskólinn - rekstrarfræði Rekstrarfræðadeild Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar að því að rekstrarfræðingar séu undirbúnir til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða við- skiptabrautum eða lokapróf í frumgreinum við Sam- vinnuháskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, viðskipta og stjórnunar, s.s. markaðsfræði, fjármálastjórn, starfs- mannastjórn, stefnumótun, lögfræði, félagsmál o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí. Námið er lánshæft hjá LlN. Frumgreinadeild Nám til undirbúnings rekstrarfræðanámi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á framhaldsskóla- stigi, án tillits til námsbrautar. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugreinar, enska, íslenska, stærðfræði, lögfræði og félagsmála- fræði. Einn vetur. Aðstaða: Nemendavist og fjölskyldubústaðir á Bif- röst ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði’o.fl. Barnaheimili og grunnskóli nærri. Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætluð um 38.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnuháskólans á Bifröst. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem eru orðnir eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Um- sóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólinn á Bifröst 311 Borgarnes - sími 93-50000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.