Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL1993 Hagnýt lögfræði „Ef hlutur er gallaöur og kaupandi vill bera hann fyrir sig þá skal hann skýra seljanda frá þvi án ástæðulausrar tafar.“ Lausa- fjár- kaup Aðallagaboð það sem nú gildir um kaup hér á landi eru lög um lausaíjárkaup. nr. 39/1922. Lausa- íjárkaup er gagnkvæmur samning- 3ur þar sem seljandi lætur af hendi eign sína (lausafé) en kaupandi geldur seljanda fyrir með pening- um sem endurgjald fyrir eignina í staðinn. Sú gnmdvallarskylda hvílir á seljanda lausafjár að afhenda hið selda í réttu ásigkomulagi, þ.e.a.s. hið selda verður að vera að magni og gæðum í samræmi við kaup- samninginn eða þær hugmyndir sem hggja homun til grundvallar. Ef svo er ekki búa kaupalögin hin- um svikna kaupanda nokkur úr- ræði þar sem ákvæði þeirra um galia í lausaíjárkaupum koma tii sögunnar. um gæði Ef ekki eru skýr ákvæði um gæði hins selda í kaupsamningi veröur að rifja upp öll þau atvik við samn- ingsgerðina sem gefið geta minnstu vísbendingu um það hver þau skyldu verið hafa. Til leiðbeiningar um hver þau atvik geta verið má nefna fyrirhugaða notkun hlutar og upphæð kaupverðs. Hafi kaup- andi verið eða mátt vera kunnugt um galla á hinu selda við kaupin en ekki hreyft neinum andmælum getur hann ekki borið þann galla fyrir sig. Hafi kaupandi rannsakað Úutinn eða þá að hann hafi van- rækt það, þó að seljandi hafi skorað á hann að gera það, getur hann ekki borið fyrir sig neina þá galla er hann hefði átt að sjá við þessa rannsókn nema seljandi hafi haft svik í frammi. Galla, sem kaupandi mátti ekki sjá við þessa rannsókn, getur hann hins vegar boriö fyrir sig. Því skiptir máli hvort um leynda galla er að ræða eða ekki. Réttur seljanda til að bæta úr göll- um er mjög takmarkaður. Jafnvel þótt hann bjóðist til að gera við galiaða hlutinn eða láta annan Ákvæði ógallaðan af hendi getur hann þurft aö sæta alvarlegri afleiöingum vanefndar af sinni hálfu, þ. á m. að kaupum verði rift eða að kaup- andi krefjist skaðabóta eða afslátt- ar. Sá sem heldur því fram að and- lag kaups sé gallað ber sönnur Umsjón Orator félag laganema þeirrar staðhæfingar sinnar með óyggjandi hætti. Ef hlutur er gaU- aöur og kaupandi vill bera hann fyrir sig þá skal hann skýra selj- anda frá því án ástæöulausrar taf- ar. Líði meira en ár frá því kaup- andi fær gallaöan hlut afhentan án þess að bera annmarka hans fyrir sig getur hann ekki eftir þann tíma gert neina sannanlega kröfu af þeim ástæðum nema seljandi hafi setið á svikráðum við hann ellegar skuldbundið sig til að ábyrgjast hlutinn í lengri tíma. Úrræði kaup- andavegna galla Þau réttarúrræði sem kaupandi hefur ef söluhlutur er gallaöur eru margvísleg. Tiltekin skilyrði verða þó að vera til staðar til að þeim megi beita. Ef kaupandi hyggst rifta kaupum verður gafii að vera verulegur nema um svik sé að ræða. Ef kaupandi krefst afsláttar verður galhnn að hafa í fór með sér verðrýmun á hlutnum. Kaupandi getur krafist skaðabóta eingöngu eða saman með öðrum vanefndaúr- ræðum en haim getur þó ekki kraf- ist bóta vegna þeirrar verðrýmun- ar sem verður á hlut sem hann fær bættan með afslætti. Séu skhyrði th vanefhdaúrræða uppfyht er það kaupandi sem á val um það hvaða úrræðum hann beitir. Matgæðingur vikurmar Italskar kjötbollur - og grískt bóndasalat „Þessar kjötbohur eru feikna vinsæll réttur heima hjá mér þvi brauðið gerir þær svo léttar," sagði Ragn- heiður Erla Rósarsdóttir menntaskólakennari sem er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Ragnheiður Erla gefur uppskrift að ítölskum kjötbollum og byrjar á sósunni. í henni er: 1 meðalstór, saxaður laukur 2 hvítlauksgeirar 3 msk. ólífuolía 1 hehdós tómatar 1 bohi tómatpúrra 1 'A bohi vatn 1 'A tsk. salt og pipar 1 /2 tsk. oregano 1 lárviðarlauf 1 tsk. sykur Laukurinn er hitaður í ohunni þar th hann er glær. Hvítlauk og afganginum er síðan bætt í og látið krauma meðan bolludeigið er búið th. Það er gott að gera í blandara en þó ekki nauðsynlegt. í það þarf: 8-10 sneiðar gróft brauð sem bleytt er upp í 'A-1 bolla af vatni. Bleytt brauðið er tætt í blandara og af- ganginum af því sem þarf í réttinn síöan bætt saman við. Það sem þarf til viðbótar í bollurnar er: 2 egg 2-300 g nautahakk 'A-'A bohi rifinn ostur 2 msk. steinselja 1 tsk. salt Svolítill pipar, gjaman grófur, malaður 2 tsk. olía ef steikja á bohurnar Öhu blandað saman í blandara og formað í litlar boh- ur með teskeið. Annaðhvort er hægt að steikja bollurn- ar og setja síðan í sósuna eöa setja þær beint í hana. Bollumar stífna tiltölulega fljótt svo það er alls ekki nauðsynlegt að steikja þær. Þær em látnar malla í sósunni í 10-15 mínútur. Með þessu er borið fram ferskt pasta, smábrauð og rifinn parmesanostur, sem fæst í Ostabúðinni, eða þá vepjulegur brauðostur. Ragnheiður Erla lætur fljóta með uppskrift að öðrum Ragnheiður Erla Rósarsdóttir er matgæðingur vik- unnar að þessu sinni. DV-mynd ÞÖK rétti sem heitir „grískt bóndasalat" og hún notar gjarn- an sem aðalrétt. í honum era: 5 tómatar A laukur 8 svartar ólífur feta-ostur (sauðamjólkurostur sem fæst í Ostabúðinni) Graslaukur Tómatarnir era skornir í sneiðar og laukurinn skor- inn niður þannig að hringir fáist. Feta-osturinn er skorinn í teninga og öhu blandað saman. Ólífunum er dreift hehum yfir og borðað með grófu brauði og miklu smjöri. Ragnheiöur Erla skorar á Elsu Sigtryggsdóttur. „Hún er dagmamman mín og góð vinkona. Hún hefur boöiö mér í mat og er alveg frábær kokkur," segir Ragnheiður Erla. Hinhliðin Geri ekkert sem mér finnst leiðinlegt - segir Agústa Jónsdóttir, kaupmaður í Keflavík Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Ég geri helst ekkert sem mér finnst leiðinlegt," sagði Ágústa Jónsdóttir í Keflavík sem sýnir á sér hina hhðina að þessu sinni. Hún er móðir Lovísu Aðalheiðar sem tók þátt í Ford-keppninni í fyrra og sigraöi nú á dögunum í Élite-keppninni. Ágústa er umsjónarmaður með keppninni um fegurðardrottningu Suðurnesja og hún hefur einnig sett upp tískusýningar en hún rek- ur og á eina verslun í Keflavík og aðra í Reykjavík. Fullt nafn: Ágústa Jónsdóttir Fæðingardagur og ár: 28. nóvember 1951. Maki: Guðmundur Sigurjón Reyn- isson. Börn Georg, fæddur 1971, og Lovísa Aðalheiður, fædd 1975. Bifreið: Nissan Sunny, árgerð ’87. Starf: Kaupmaöur. Laun: Misjöfn. Áhugamál: Vinnan og ferðalög. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég fékk þijár í gamla lottóinu en aðeins tvær í því nýja. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Þaö sem maður er að gera Ágústa Jónsdóttir kaupmaður. DV-mynd Ægir Már hverju sinni og njóta þess Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ég geri ekkert leiðinlegt. Uppáhaldsmatur: ítalskur matur. Uppáhaldsdrykkur: Vatn, kaffi og kampavín. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Uppáhaldstímarit: Fashion Guide. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Það era margjr karlmenn, sem ég hef séð, fallegir, en bara misjafn- lega fahegir. Ertu hlynnt eða andvig rikisstjórn- inni? VU helst gleyma henni. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Pavarotti í Scala í Mílanó. Uppáhaldsleikari: Harrison Ford. Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep. Uppáhaldssöngvari: Pavarotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jó- hanna Sigurðardóttir. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Fred Flintstone. Uppáhaldssjónvarpsefni: Tísku- þættir. Ertu hlynnt eða andvig veru varn- arliðsins hér á landi? Hlynnt. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Brosið á Suðumesjum og Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Bjarni Dagur. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Nokkurn veginn jafnt á báðar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Kristín Helga á Stöð 2. Uppáhaldsskemmtistaður: ítalskur lambadastaður í Dusseldorf. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Kefla- vík og Njarðvík. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að halda áfram með það sem ég er að gera og gott betur. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Vinna, en annað er óráöið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.