Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 Iþróttir 1. deild karla í handknattleik: Siggi Sveins á markakóngs- titilinn vísan Gródihjá Gautaborg Sænsku meistaramir í Gauta- borg hafa heldur betur þénað á því að komast langt í Evrópu- keppni meistaraliða í knatt- spyrnu í vetur. Eins ogfram kem- ur annars staðar á síðunni mæta þeir AC Milan í kvöld og eiga möguleika á að komast upp fyrir ítalska stórveldið og leika tO úr- slita um sjálían Evróputitilinn. En þó það takist ekki geta Svíarn- ir brosað breitt, Gautaborg hefur þegar grætt um 300 miUjónir is- lenskra króna á þátttöku sinni í keppninni í vetur. -VS Pearce úr leik úttímabilið Stuart Pearce, fyrirliöi Notting- ham Forest og leikmaður enska landsliösíns í knattspyrnu, er úr leik það sem eftir er keppnistíma- bilsins. Pearce var skorinn upp vegna nárameiðsla á mánudag og fer i aðra aðgerð í næstu viku. Hann missir af baráttu Forest fyrir áframhaldandi sæti í úr- valsdeildinni og þremur leikjum Englendinga í undankeppni heimsmeistarakeppninnar. -VS Caitiggia féll ályfjaprófinu Argentínski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Claudio Caniggia, sem leikur með Roma á Ítalíu, á yfir höíði sér leikbann frá 6 mán- uðum upp í 2 ár. Caniggia féll á lyfjaprófi fyrir helgina þegar nið- urstöður komu úr fyrra prófinu og í gær komu niðurstöður úr síðara prófinu og urðu þær á sömu lund. Caniggia er sakaður um að hafa neytt kókaíns en sjálf- ur neitar hann öllum ásökunum. -GH Hafþórmeð þýskuliði Hafþór Sveinjónsson, fyrrum leikmaður með Fram, er farinn að leika með þýska 3. deildar lið- inu Wittlich en hann gerði samn- ing við það eftir áramótin. Nokk- ur biö varö á að hann yrði lögleg- ur með liðinu en hann hefur nú náð að spila nokkra leiki. Wittlich er næstneðst í sínum riðli í 3. deildinni en á þokkalega mögu- leika á að foröast fall. -VS Sfrandarvöllur þegaropinn Strandarvöllur við Hellu hefur þegar verið opnaður fyrir kylf- ingum, enda er hann jafnan einn af fyrstu golfvöllum landsins sem tilbúinn er til notkunar eftir vet- urinn. Þar býður GHR kylfingum að leika fyrír hálft vallargjald fram eftir vorinu. Stjarnanog Amtar úrslitaleikur Stjörnunn- ar og Vikings í 1. deild kvenna í handknattleik fer fram í íþrótta- húsinu í Ásgarði í Garðabæ f kvöld og hefst leikurinn klukkan 18. Stjarnan vann fyrsta leikinn sem fram fór í Víkinni í fyrra- k völd en það liðsera fyrr vinnur ■ þrjá leiki tryggir sér íslands- meistaratitilinn. -GH Iþröttir ''ábls!^ Sigurður Valur Sveinsson, lands- liðsmaður frá Selfossi, á marka- kóngstitil 1. deildar karla í hand- knattleik vísan. Hann hefur 12 marka forskot á næsta mann, Petr Baumruk, Tékkann í liði Hauka, þeg- ar tveimur umferðum er ólokið. Baumruk berst við landa sinn, Mic- hal Tonar úr HK, og Sigurpál Aðal- steinsson úr Þór um annað sætíð en þessir hafa skorað ílest mörkin þegar 20 umferðum er lokið af 22: Sigurður Sveinsson, Self 154/54 Petr Baumruk, Haukum 142/49 Minhal Tnnar HK 137/28 Sigurpáll Aðalsteinss, Þór . 136/59 Páll Þórólfsson, Fram . 127/53 Valdimar Grímsson, Val .123/35 Zoltán Belánýi, ÍBV Magnús Sigurðsson, Stjörn Patrekur Jóhannesson, Stjörn.. Gunnar Gunnarsson, Víkingi.. Alfreð Gíslason, KA . 121/50 . 114/45 ..109/9 . 105/39 .103/28 Jóhann Ásgeirsson, ÍR . 100/38 Jason Ólafsson, Fram ...99/14 Páll Ólafsson, Haukum Erlingur Kristjánsson, KA ... 99/15 ...99/47 Guöjón Ámason, FH Siguröur Sveinsson, FH ...93/19 ... 92/4 Karl Karlsson, Fram ...90/5 Halldór Ingólfsson, Haukum..90/20 Óskar Elvar Óskarsson, KA...90/24 Bergsveinn með 17 skotum meira en Sigmar Þröstur Bergsveinn Bergsveinsson, mark- vörður FH, hefur varið flest skot í deildinni í vetur og útlit er fyrir að honum verði ekki velt af toppnum. Félagi hans úr landsliðinu, Eyjamað- urinn Sigmar Þröstur Óskarsson, er næstur með 17 skotum minna. Sig- mar Þröstur hefur hins vegar varið flest vítaköstin, 21 á móti 20 hjá Berg- sveini. Þessir hafa varið mest í vetur: Bergsveinn Bergsveins, FH....289/20 Sigmar Þ. Óskarsson, ÍBV.....272/21 Gísli F. Bjamason, Selfossi..251/14 Magnús Sigmundsson, ÍR.......227/11 Guðmundur Hrafnkelsson, Val.. 217/8 Hermann Karlsson, Þór........200/14 Alexander Revine, Víkingi....182/12 Gunnar Erlingsson, Stjöm.....169/2 Sigtryggur Albertsson, Fram..160/6 Magnús Ámason, Haukum........155/11 Iztok Race, KA...............152/10 Magnús I. Stefánsson, HK.....142/15 Leifur Dagfinnsson, Haukrnn.... 135/10 -VS Tveir Georgíumenn æfa hjá Stjörnunni Stjaman, sem leikur í 2. deildinni í knattspymu, verður meö tvo leik- menn frá Georgíu til reynslu yfir páskana og em þeir væntanlegir til landsins í dag. Þeir munu spila æfingaleiki með Garðabæjarliðinu og að þeim loknum ætti að verða ljóst hvort samið verður við þá um að leika með því í sumar. Það er Merab Zordanya, Georgíumaðurinn sem lék með Stjömunni i fyrra, sem hefur haft milhgöngu um að útvega félaginu leikmennina og kemur hann sjálfur með þeim hingaö. Zordanya er nú stjómarmaður hjá Dinamo Tiblisi, þekktasta félagi Georgíu, og tekur væntanlega við þjálfun liðsinsánæstakeppnistímabili. -VS íslandsmótið í handknattleik, Stöðvar 2 deildin Laugardalshöll FRAM - SELFOSS í kvöld kl. 20.00 Sumartími: Lokað kl 12:00 laugardaga T Terrell Brandon hjá Cleveland sækir að körlu Miami en Steve Smith reynir að stc vann með 15 stigum og er nánast öruggt með sæti I úrslitakeppni NBA-deildarin þetta tap. Knicks lá í f lengingu í A1 - mörg óvænt úrslit í NB A-deildinni í kö Atlanta vann góðan sigur á toppliði austurdeildarinnar, New York Knicks, í hörkuleik eftir framlengingu í nótt. Patrick Ewing jafnaði fyrir New York í veujulegum leiktíma, 96-96, þegar hann tróð boltanum í körfu heimaliðsins, en Atlanta komst í 104-97 í framlenging- unni og sigraði, 109-104. Kevin Willis skoraði 29 stig fyrir At- lanta og Mookie Blaylock 20 en Ewing skoraði 36 fyrir New York. New York heldur þó toppsætinu í austurdeildinni því Chicago tapaði óvænt fyrir botnliöinu-Milwaukee. Blue Edwards skoraði 24 stig fyrir Mil- waukee og Brad Lohaus 19 en Michael Jordan 30 og Scottie Pippen 22 fyrir Chicago. Úrslitin í nótt urðu þessi: NewJersey-Indiana............. 85-98 Orlando - Philadelphia........116-90 Atlanta - New York............109-104 Cleveland - Miami.............115-100 Houston - LA Clippers.........114-101 Milwaukee - Chicago...........113-109 SA Spurs - Golden State.......111-125 Detroit - Washington...........91-79 Seattle - Dallas..............107-109 Portland - Utah...............110-95 Phoenix - LA Lakers...........115-114 Sacramento - Denver...........100-101 Golden State vann óvæntan sigur á SA Spurs í San Antonio og Tim Hardaway lagöi gmnninn að því með 18 stigmn í þriðja leikhluta og 30 alls. David Robinson skoraði 29 fyrir Spurs. Seattle tapaði mjög óvænt heima fyrir Dallas, sem vann aðeins sinn 8. leik í vetur. Jimmy Jackson skoraði 18 stig fyrir Dallas en Ricky Pierce 20 fyrir Seattle. Detlef Schrempf skoraði 26 stig fyrir Indiana sem vann mikilvægan sigur í New Jersey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.