Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL1993 Sérstæð sakamál Þaö var aö morgni dags í mars- mánuöi að Henriette Kline, sem var þá íjörutíu og fjögurra ára, og mað- ur hennar, Richard, fjörutíu og átta ára, kvöddu dóttur sína, Deborah, en hún var þá á leið í vinnuna. Hún var einkabarn þeirra og átján ára. Deborah sagöi foreldrum sínum að hún kæmi ekki strax heim áö loknum vinnudegi því hún ætlaöi að heimsæja vinkonu sína, Söru Bennett, sem bjó á sveitabæ í um þrjátíu kílómetra fjarlægð frá Waynsboro í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum en í þeirri borg bjó Kline-fjölskyldan. Þau Henriette og Richard horfðu á eftir dóttur sinni þegar hún ók af stað frá húsinu viö Grover Avenue. Deborah hafði sagt að hún kæmi heim um áttaleytið um kvöldið en þegar hún var enn ókomin um níu- leytið hringdi Richard heim til Söru til að spyrjast fyrir um hana. Honum var þá sagt að Deborah hefði ekki komið í heimsókn. Horfin Um hríö íhuguöu þau Kline-hjón hvað gera skyldi. Svo komust þau að þeirri niöurstöðu að ekki væri um annað að ræða en hringja í lög- regluna. Hófst nú umfangsmikil leit en hún bar engan árangur. Það var sem Deborah hefði horfið spor- laust. Þegar kom fram í júní hafði enn ekkert spurst til Deborah. Þá gerð- ist þaö dag einn að vinkona Henri- ette Khne sagði henni frá skyggnri konu, frú Dorothy Allison, sem byggi í Linden í New Jersey. Lög- reglan í Waynsboro hafði heyrt um ffú Allison en hún hafði margoft hjálpað lögreglunni í heimaríki sínu við að finna týnt fólk. Henri- ette Kline skrifaði nú frú Allison og bað hana um aöstoð. Féllst hún á að koma til Waynsboro. Frú Allison var fertug. Hún hafði sérstakan hæfileika, hlutskyggni- gáfu. Þegar hún kom á heimih Khne-hjónanna fékk hún undirfot af Deborah og með þau í hendinni gekk hún út í garðinn við húsið. Hún fór brátt að stara út í loftið, eins og hún sæi eitthvað sem aðrir viöstaddir sáu ekki en þama voru þá auk Kline-hjónanna þrír lög- reglumenn. Örlögin verða ljós Skyndilega staðnæmdist frú Alh- son. Hún var þá í miöjum garðin- um. Svipur hennar hafði einkennst að einbeitni en nú var sem með- aumkunar gætti í honum. Hún sneri sér að fólkinu sem stóð fyrir aftan hana og sagði: „Mér þykir leitt að þurfa að segja það, frú Khne, en dóttir þín er dáin. Hún var myrt.“ Henriette Kline hafði verið undir það versta búin og spurði: „Get- urðu sagt mér nokkuð um hvaö kom fyrir dóttur mína og hvar hana er að finna svo við hjónin getum látið jarða hana?“ „Það getur veriö að ég geti upp- lýst eitthvað um það,“ sagði þá frú Allison, „en viö skulum ganga inn fyrir.“ Kline-hjónin og lögreglumenn- imir gengu nú með frú Allison inn í húsið. Hún fékk sér sæti og lokaði augunum. Þótt hún hefði beðið sér- staklega um aö fá engar upplýs- ingar um Deborah og ekki viljað sjá mynd af henni gat hún bráðlega gefið greinargóða lýsingu á ungu stúlkunni og bílnum hennar sem verið hafði gulur. Lýsingin á morðinu Hún gat einnig sagt frá því að Deborah hefði ekið gula bílnum sínum eftir hlykkjóttum Qahvegi en skyndilega hefði annar bíll, sem tveir ungir menn hefðu verið í, ekið fram úr honum, þröngvað honum út á vegarbrún og til að staðnæmast. Mennimir tveir hefðu síðan dregiö stúlkuna út úr bíl sín- um og báðir nauðgað henni en síð- an hefði annar þeirra tekið fram hníf og stungiö hana nokkrum sinnum í brjóstiö. Eftir að hafa myrt hana hefðu þeir síðan dregið líkiö að brúnleitum runna. Sagðist frú Allison „sjá“ skilti þar rétt hjá og varaði áletrunin við brattri og hárri brekku fram undan. Skyggna konan sagði enn fremur aö þegar mennirnir hefðu kastað líkinu í nrnnann hefði annar þeirra gengið að bíl Deborah og sest undir stýri. Hinn hefði svo sest undir stýri hins bílsins og síðan hefðu þeir ekið burt. Herbert Waldron var rannsókn- arlögreglufulltrúinn sem hafði máhð til rannsóknar þegar hér var komið. Hann spurði nú frú Allison hvort hún gæti gefið nokkra lýs- ingu á mönnunum tveimur. Furðulega nákvæm frásögn Skyggna konan lokaöi á ný aug- unum. Brátt kvaðst hún „sjá“ ný- legan bíl af Plymouth-gerð, svartan á ht. Væri það bíhinn sem menn- imir tveir hefðu verið í. Þá sagðist hún „heyra“ að arrnar mannanna kahaði hinn Richard en sá kallaði hinn aftur Ronald. Þá sagði hún að sér „heyrðist" að Richard héti tveimur fomöfnum og hæfist það síðara á „L“ og væri hugsanlega Lee eða Leroy. Kline-hjónin og lögreglumenn- Henriette Kline. imir vom undrandi yfir því hve nákvæm lýsing frú Alhson var, sérstaklega með tilliti til þess aö hún hafði aldrei áður komið til Pennsylvaníu og ekki lesið neitt um hvarf Deborah. í raun fannst þeim lýsingin lygilega nákvæm og höfðu því takmarkaða trú á henni. Waldron fuhtrúi hélt þó að hann kannaðist við fjallveginn sem lýst hafði verið og þangað óku lögreglu- mennimir þrír. Líkfundurinn Vantrú mannanna þriggja varð að undrun þegar þeir sáu staöinn sem lýst haJEöi verið. Allt var þar eins og frú Alhson hafði sagt og þegar komið var að skhtinu sem varaöi viö brekkunni bröttu komu þeir að runna og í honum fúndu þeir jarðneskar leifar af stúlku sem hafði að hálfu leyti verið flett klæð- um. Líkiö var flutt til Waynsboro og þar kom í ljós að það var af De- borah Khne. Líkskoðun leiddi í ljós að hún hafði verið stungin nokkr- um sinnum í bijóstið með löngum, beittum hnífi. Hins vegar var ástand líksins þannig að ekki var hægt að segja til um hvort Deborah hefði verið nauðgað. Waldron og hans menn fóra nú að skoða skýrslur um kynferðisaf- brotamenn en sú leit bar engan árangur. Þar var hvergi að finna nöfnin Ronald og Richard. Var nú gripið til þess að senda fyrirspumir til annarra lögreglustöðva og strax sama dag barst svar sem átti eftir að hafa úrshtaáhrif á lausn þessar- ar erfiðu morðgátu. í fangelsi Fyrirspumimar fóm til lögreglu- stöðva í mörgum borgum í fylkinu, þar á meðal th Harrisburg. Og það- an barst svar um að þar sæti í varð- haldi maður að nafni Richard Lee Dodson og væri hann sakaður um nauðgun. Jafnframt kom fram að hann ætti nýlegan bh af Plymouth- gerð, svartan. Waldron hélt þegar í stað th Harr- isburg th að yfirheyra manninn sem sat þar í fangelsi. Waldron var hins vegar í erfiðri aðstöðu því í raun hafði hann engar sannanir, aðeins framburð skyggnrar konu og hann dygði skammt í réttarsal. Vafasamt væri því að nefna hana við Richard Dodson því hann kynni þá að gera sér Ijóst hve erfitt yrði að lögsækja hann. Waldron ákvað því að taka áhættu. Þegar hann settist and- spænis Dodson sagði hann honum að lögreglan hefði handtekið vin hans, Ronald, sem hefði játað að þeir félagar hefðu nauðgað De- borah Kline og síðan myrt hana. Waldron sagöi það ekki beinum orðum en lét að því liggja að Ron- ald vhdi koma sökinni á Richard. Játningin Richard gerði nú játningu sína. Hann gaf nákvæma lýsingu á því sem gerst hafði þennan örlagaríka dag í mars og reyndi aht hvað hann gat til að koma sökinni á Ronald. Og um leið og hann gerði það nefndi hann eftimafn hans sem var Henninger. Kom lýsingin ótrúlega vel saman við það sem frú Allison hafði sagt að gerst hefði. Síðdegis sama dag var Ronald Henninger handtekinn. Tvímenningamir komu fyrir rétt nokkrum mánuðum síðar. Ákæra- valdið krafðist harðrar refsingar og kepptust þeir Richard og Ronald við að reyna að koma sem mestri sök hvor á annan í von um að létta eigin dóm. Eftir lokaræður sak- sóknara og verjanda kom það í hlut kviödómenda að kveða upp úr um sekt eða sakleysi og fundu þeir báða mennina seka. Er sá úrskurður lá fyrir sagði dómarinn meðal annars: „Það er í mínum huga enginn vafi á því að þið vomð sammála um að ráðast á ungu stúlkuna og nauðga henni. Hvor ykkar það var sem stakk hana á eftir skiptir ekki öllu máli. Það er nánast tæknhegt atriði þessa máls. Þiö emð báðir jafnsekir.“ Dómurinn Það var ljóst af oröum dómarans að flest var honum ofar í huga en mhdi þegar hann tilkynnti dóminn. Mennimir tveir, Richard Lee Dod- son og Ronald Henninger, fengu alls fimmtíu ára fangelsisdóm hvor, tuttugu ár fyrir nauðgunina og þrjátíu fyrir morðið. Jafnframt tilkynnti dómarinn að hvorugur þeirra gæti sótt um reynslulausn fyrr en að þeir hefðu setið í fang- elsi í tuttugu og fimm ár. Þá verður komin ný öld. Frú Alíison fékk sérstaka viður- kenningu frá lögreglunni í Wayns- boro og Kline-hjónin buðu henni greiðslu fyrir aðstoðina en hún sagði: „Ég hef hvorki áhuga á pen- ingum né frægð. Ég er bara ánægð yfir því að geta orðið aö liði þegar svona stendur á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.