Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 26. APRÍL1993 Fréttir Syntu 500 metra í land að Geldinganesi: Tveir í björgunar- vesti og tveir á pullu fj órmenningamir björguðust kaldir og hraktir eftir hálftíma sund Steingrimur, Hlynur og Sigurjón hittust í gærkveldi og fóru yfir það sem gerðist, óhappið og björgun þeirra. DV-mynd GVA „Við fórum út um fimm-leytið á laugardag og ætluðum út fyrir Kjal- ames og Gróttu. Um 500 metra frá landi stöðvuðum við bátinn því við vildum ekki fara of langt frá landi. Þegar við ákváðum að hætta við og snúa í land fór vélin ekki í gang. Handdælan var brotin og rafmagns- dælan virkaði ekki. Það seytlaði dá- lítið vatn inn í bátinn um gat þar sem slöngumar fóm úr bensíngjöfinni upp í mótorinn. Eftir 20 mínútur vorum við orðnir skelkaðir og reynd- um að gera vart við okkur,“ segir Steingrímur Óli Einarsson. Stein- grímur Óli var einn þeirra fjögurra sem syntu í land að Geldinganesi þegar gamall plastbátur af gerðinni Shetlander sökk hálfan kílómetra frá landi á laugardagskvöld. „Við sáum flugvélar og báta sem tóku ekki eftir okkur þó við reyndum að veifa og kalla. Við skutum af haglabyssu til að gera þeim viðvart en það heyrði enginn í henni. Tal- stöðin var biiuð og engin neyðarblys í bátnum. Við reyndum að ausa en það var ekki margt 1 bátnum til að ausa með,“ segir Siguijón Gunn- laugsson, einn fjórmenninganna. Sökk á 10 sekúndum „Hlynur og Sigurjón voru í björg- unarvestum en ekki við Sófus," segir Steingrímur. „Þegar báturinn var að fyllast hljóp ég inn í káetu og náði í pullu úr svampi sem þar var og fór upp á þak. Skömmu síðar sökk bátur- inn á tíu sekúndum um 500 metra frá landi. Strákamir flutu í vestunum en ég setti pulluna undir brjóstið. Sófus hafði ekkert. Hann varð bara að reyna að synda. Þegar hann var orðinn þreyttur náði hann aö koma til mín á pulluna," segir Steingrímur. „Hlynur kom fyrstur að landi og náði að fara upp klettana við Geld- inganesið norðanvert og upp á sker- ið, hlaupa yfir sandeyrina sem þar er og ná í hjálp hjá mönnum í gamla laxeldinu," segir Steingrímur Óli. Hann var fluttur rakleiðis á slysa- deild. — „Við hinir vorum á leið yfir eyna, kaldir og þrekaðir og gátum varla gengið, þegar björgunarmenn komu á bát til að sækja okkur og fara með okkur á slysadeild. Það mátti ekki seinna vera,“ segir Steingrímur Óli. Siguijón og Sófus fengu að fara heim þegar þeir höfðu náð réttum líkams- hita én hinir tveir voru á slysadeild í nótt. Steingrímur Óh og Siguijón sögðu heilsuna vera mjög góða þegar DV hafði samband við þá í gær. Þeir voru sárir á fótmn eftir að hafa geng- ið berfættir í gijótinu við Geldinga- nes. Fjórmenningarnir hittust í gær- kvöldi til að bera satnan bækur sínar og athuga hvort hægt væri að bjarga einhveiju úr bátnum eða fjörunni þar sem þeir komu að landi. -GHS Skátaforingi olli spjöllum á landi Landspjöll urðu á 100 metra kafla nærri Háahjalla við Reykja- nesbraut skammt frá Grindavík- urvegi á laugardag þegar skáta- foringi af Keflavikurflúgvelh ók jeppa eftir gömlum og grónum troðningí sem þar er. Varnarhðs- maðurinn áttaði sig ekki á því að frost er aö fara úr jörðu og því sökk jeppinn og gerði slæm sár i landiö. Lögreglumenn úr Kefla- vík töluðu við manninn en hann var með skátaflokk í útilegu. Varnarhðsmaðurinn var miður sín yflr spjöllunum og ætlar að bætaúrþessuísumar. -GHS Grindavík: Maður var handtekinn fyrir fíkniefnamisferU i verbúðinni í Grindavík á laugardag. 1-2 grömm af hassi og áhöld til fíkni- efnaneyslu fundust hiá honum og var það gert upptækt. Maður- inn hefur nú verið látinn laus úr haldi. -GHS íslandsbankamót í tvlmenningi 1 bridge: Sigtryggur vann - ásamt félaga sínum Braga Haukssyni Sigtryggur Sigurðsson og Bragi Hauksson náðu að tryggja sér sigur á lokasprettinum á úrshtum íslands- bankamótsins í tvímenningi sem fram fóru um helgina. Sigur þeirra félaga var naumur en aðeins skildi 8 stig þá aö og parið, sem varð í öðru sæti keppninnar, Jakob Kristinsson og Júhus Sigurjónsson. Þessi tvö pör skiptust á um að hafa forystuna allan síðari hluta keppninnar. Sigtryggur náði með þessum sigri sínum öðrum tith á íslandsmóti í tvímenningi en Bragi Hauksson er íslandsmeistari í fyrsta sinn. Júlíus og Jakob höíðu nokkra forystu þegar þrjár umferðir voru eftir en fengu 28 mínusstig í þeirri umferð. Við þaö náðu Bragi og Sigtryggur forystunni sem þeir létu ekki af hendi þó htlu munaöi í lokin. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Sigtryggur Sigurðsson - Bragi Hauksson 229 2. Jakob Kristinsson-Júlíus Sigur- jónsson 221 3. Sigurður Sverrisson - Valur Sig- urðsson 182 4. ísak Örn Sigurðsson - Sigurður B. Þorsteinsson 142 5. Guðmundur Páh Amarson - Þor- lákur Jónsson 109 Bragi Hauksson og Sigtryggur Sigurðsson náðu að tryggja sér nauman sigur á íslandsbankamótinu í tvímenningi og taka hér við verðlaunum sín- um úr höndum Tryggva Pálssonar bankastjóra. DV-mynd Steph 6. Aðalsteinn Jörgensen - Bjöm Ey- 7. Guðjón Bragason - Jón Hersir El- steinsson 106 íasson 102 -ÍS Stuttarfréttir dv Önnur af júmbóþotum Atlanta hafði viðdvöl á Keflavíkurflug- velh í gær. Þar sótti hún um hundrað flughða sem næstu mánuðina munu vinna við píla- grímaflug í Saúdí-Arabíu. Auknarskuldír Skuldir heimilanna við lána- kerfíð jukust um hundraö millj- arða á síðastliðnura 5 árum. Sam- kvæmt Mbl. voru skuldirnar 237 milljarðar um síðustu áramót. Ríkisendurskoðun segir gagn- rýni fjármálaráðuneytis um' hvernig hún meti innheimtu gjalda sé bæði ómakleg og ómál- efhaleg á köflum. RÚV greindi frá þessu. Skipulagsstjórn ríkisins hefur kynnt tfílögu Vegagerðarinnar að nýjum vegi í Bólstaðarhlíö. Mbl. greinir frá því að heimamenn séu ósáttir viö legu vegarins. Óskaeftiradstoð Keflavíkurbær hefur óskað eft- ír aðstoö Byggðastofnunar við að samhæfa störf nefnda og stofn- ana á Suöurnesjum sem fást við atvinnumál í þeim tilgangi að auka skilvirkni þeirra. RÚV greindi frá þessu. Leikhússtjórn heillar Átta umsækjendur eru um stöðu leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar. Samkvæmt Mbl. hættir Signý Pálsdóttir sem leik- hússfíóri í sumar. Fóstureyðingarpilia Landlæknir telur æskilegt að hefja notkun á fóstureyðingar- pihu hér á landi í thraunaskyni. Samkvæmt frétt Sjónvarpsins gæti notkun hennar hafíst. á síö- ari hluta ársins. Ðótturfyrírtækitapa Kaupfélag Eyfirðinga tapaði 240 mihjónum króna á rekstri sex dótturfyrirtækja í fyrra, Sam- kvæmt RÚV skiluðu hins vegar þrjú dótturfyrirtæki hagnaði. KEA, sjálft móðurfélagið, skilaöi 12 mihjón króna hagnaði. Illmeðferðábömum Ekki er ástæða til að ætla að ih meöferö á börnum sé fátíðari hér á landi en annars staðar á Norð- urlöndum. Misbrestur er á að heilbrigðisstéttir tilkynni réttum aöilum þegar grunur leikur á ihri meðferð barna. Þetta kom fram á ráðstefnu Bamaheiha í gær og RÚV skýrði frá. Landsmót barnakóra Landsmóti íslenskrabamakóra lauk í gær. Um eitt þúsund börn úr rúmlega 30 kórum tóku þátt í mótinu aö þessu sinni. Færri unglingar kærðsr Fjöldí unglinga, sem kærðir em til Rannsóknarlögreglu ríkisins, var talsvert minni en fyrir árið á undan. í Reykjavík hafa hnupl og ölvunarbrot unglinga aukist en hins vegar hefur dregið úr lík- amsárásura og eignaspjöhum. RÚV greindi frá þessu. Námsmenn á púðurtunnu Sprengja sprakk fyrir utan heimili nokkurra íslenskra námsmanna í London um helg- ina. IRA haföi komiö sprengjúnni fyrir i leigubíl. Enginn slasaðist. Atvkma með prjónum Atvinnuleysistryggingasjóður hefur ákveðið að veija 10 milljón- um króna th að tryggja 30 ein- staklingum vinnu víð að hand- pijóna peysur hjá Foldu á Akur- eyri. Verkefhiö nær til 6 mánaöa samkvæmt frétt Stöðvar tvö. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.