Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1993 Fréttir Skotveiðimenn handteknir vegna veiða við Lundey: Telja sig samt hafa verið í f ullum rétti mun ekki afhenda byssu, bát eða fugla, segir Friðþór Þorvaldsson „Sumardaginn fyrsta varð ég var viö lundann og fór ásamt félögum mínum að veiða við Lundey. Það var allt krökt af fugli og í einni þyrping- unni voru minnst 5 þúsund fuglar. Sjálfur veiddi ég 167 fugla. Tveir fé- lagar mínir voru hins vegar hand- teknir. Ég vissi að mín var leitað og gaf mig fram við lögregluna. En ég tilkynnti henni jafnframt að aldrei í lífinu myndi ég afhenda henni fugl- ana, bátinn og byssuna meðan hún þekkir ekki lögin sem fara á eftir,“ segir Arnþór Þorvaldsson skotveið- maður. Amþór mætti á lögreglustöðina í Reykjavík fyrir helgi til að fá upplýs- ingar um hvar honum væri heimilt að veiða. Hann segir að þar hafi hon- um verið vísað milli fjölmargra aðila en enginn hafi getað veitt sér skýr svör. Á hinn bóginn hafi lögreglan vefengt uppgefna línu á siglingkorti sem menn hafi talið að markaöi svæðið út frá höfninni í Reykjavík sem ekki mætti veiða á. Línan liggur frá Gróttu, um Lundey og austur að Víðinesi. „Lögreglan kvaðst vera að kanna málið. Þetta em furöuleg vinnu- brögð. Þessir fulltrúar laga og reglna virðast framfylgja reglum sem þeir þekkja ekki sjálfir. Að banna okkur að veiða þarna er rétt eins og að banna mönnum að aka vegna þess að lögreglan kunni ekki umferðar- reglurnar. Ég tel okkur hafa verið í fullum rétti við veiðarnar." Friðþór játar að svo kunni að vera að félagar sínir hafi verið á of hrað- skreiðum bát við veiðarnar. Á hinn bóginn viti hann ekki til þess að mælingar hafi farið fram á siglinga- hraðanum þann dag sem þeir voru handteknir. Því sé sér óskiljanlegt með hvaða rétti lögreglan hafi hand- tekið félagana. Hjá lögreglunni í Reykjavík feng- ust þær upplýsingar að öll meðferð skotvopna væri bönnuð á Kollafirði innan línu sem dregin væri milli Gróttuvita og Kjalamess. Þetta hafi skotveiðimennimir átt að vita. Sú lína, sem Friðþór lýsi, marki einung- is athafnasvæði hafnarinnar og ekk- ertannaðenþað. -kaa 17 ára ökumaður ók bíl sínum af gerðinni Daihatsu Charade á svo miklum hraöa eftir Stapagötu í Innri-Njarövík á fostudags- kvöldið að bifreiðin sleppti hjól- um, fór veltu og endaði í húsa- garði við Njarðvíkurbraut. Tveir farþegar voru með ökumanni í bílnum og var farið meö þá á sjúkrahúsið í Keflavík. Bíllinn gjöreyðilagðist og tveir slösuðust eitthvað en sá þriðji fékk að fara heim strax. Ökumaðurinn var búinn að hafo ökuskirteini í tvo mánuði þegar slysið varð en hann hafði keypt bílinn á 2.500 krónur fyrrumdaginn. -GHS Kviknaði í sængurfötum Slökkviliðiö í Reykjavík var kallað að Herkastalanum í Reykjavik aðfaranótt laugardags. Kviknað hafði í sængurfótum í herbergi á efstu hæð hússins. -GHS Jón Arason, Kjartan Jónsson og Sveinn Sighvatsson meö kapalinn um borö í fleka sem búinn var til úr tveim fiotbryggjum. DV-mynd Ragnar Imsland Ný hafnarljós á Homafírði: Auðvelda sigl- ingu um ósinn Júlía Imsland, DV, Hö&i; Starfsmenn Hafnar hafa lagt raf- kapal yfir fjörðinn frá Höfn á Austur- fjörur. Með tilkomu hans verður hægt að leggja niður ljósavél á Aust- urfjörum, sem séð hefur ljósum við innsighnguna við fjörurnar fyrir raf- magni. Eftir sem áður verður ljósa- vélin höfð á fjörunum en nú aðeins til vara. Nýju ljósin auðvelda sigl- ingu um þrönga lænu sem liggur með fjörunum. Síðastliðið haust voru á sama hátt lagðir strengir yfir á Suðurfjörur sem sjá eiga bæði innsiglingarljósum og mælitækjum fyrir rafmagni. Reist verður mastur á fjörukambinum skammt vestan við ósinn og er allt efni komið á staðinn. Á þetta mastur verður settur vind- hraðamælir sem sendir upplýsingar beint til Veðurstofu íslands og einnig inn á skjá í vigtarhúsinu á Höfn. Þar eru einnig allar upplýsingar um ölduhæð frá dufli sem staðsett er rétt fyrir utan ósinn. Þær upplýs- ingar sem koma til með að liggja fyr- ir, öllum til afnota allan sólarhring- inn, koma sér einkar vel fyrir sjó- menn sem stunda útróðra frá Höfn. í dag mælir Dagfari Hver segir satt? Dularfullt mál hefur risið, sem eng- inn botn fæst í. Fjölmiðlar upplýstu á dögimum að menntamálaráð- herra hefði skrifað bréf til norræna kvikmyndasjóösins með kröfu um að sjóðurinn styrkti Hrafn Gunn- laugsson. Menntamálaráðherra kannaðist ekki við að hafa skrifað þetta bréf. Þá var upplýst að þáver- andi ráðuneytisstjóri í mennta- málaráðuneytinu hefði skrifað bréfið í umboði ráöherra. Ráðherra sagðist aldrei hafa séð bréfið, fyrr en eftir aö það var skrifað. Fyrrver- andi ráðuneytisstjóri segir aö ráð- herranum hafi verið kunnugt um bréfið og um efni þess hafi verið sérstaklega fjallað á fiölmennum fundi í ráðuneytinu. Núverandi ráðuneytisstjóri kannast ekki við þennan fund. Þaö er svo til upplýsingar í þessu máli að upphaflega skrifaði Hrafn Gunnlaugsson bréf sem stílað var til menntamálaráðherra en í bréfi ráðuneytisstjórans var vísað til bréfs Hrafns og orðrétt haft eftir sem þar stóð. Það er og athyglisvert að ráðherr- ann sagði upphaflega að hann hefði hvorki heyrt né séð þetta bréf en hefur á seinni stigum málsins við- urkennt að hann beri ábyrgð á bréfinu frá ráðuneytisstjóranum án þess þó að kannast viö bréfiö að öðru leyti. Dagfari getur vel skilið að það sé mikið að gera hjá ráðherra og hann lesi ekki öll bréf sem hann skrifar undir. Hann skrifar heldur ekki öll bréf sem send eru frá honum. Það má jafnvel afsaka ráðherrann fyrir það að hafa ekki séð bréf sem hann ber ábyrgð á. Hitt er verra ef ráö- herrann vill ekki kannast við að hafa vitað af bréfum sem fara frá ráðuneytinu, ef hann verður samt aö bera ábyrgð á bréfum sem send eru frá ráðuneytinu. Fyrir nú utan þau vandræði sem skapast af því að ráðuneytisstjórinn sendi bréf sem ráðherrann veit að verða send en veit ekki hvaö stendur í þeim. Svo ekki sé talað um þann mis- skilning að ráðuneytisstjórinn sendi bréf sem alls ekki á að senda. Nú vill svo til að fyrrverandi ráðuneytisstjóri er enn ráðuneytis- stjóri þótt hann sé ekki lengur í vinnunni. Fyrrverandi ráðuneytis- stjóri er sem sagt í fríi á fullum launum og annar ráðuneytisstjóri er tekinn við sem líka er á fullum launum. Þetta er sama fyrirkomu- lag og ráðherrann hefur í Ríkis- sjónvarpinu, þar sem hann hefur sent fyrrverandi framkvæmda- stjóra sjónvarps í frí á fullum laun- um til að geta ráöiö annan fram- kvæmdastjóra á fullum launum. Þetta fyrirkomulag virðist al- gengt hjá ráðherranum og sjálfsagt til hagræðingar þegar losna þarf við yfirmenn sem eru orðnir þreyttir á því að mæta í vinnuna, Hitt nær náttúrlega ekki nokkurri átt, þegar yfirmenn á fullum laun- um í fríi nota frítíma sinn til að halda því fram aö ráðherrann viti ekki hvað hann sé að gera! Fyrr- verandi ráðuneytisstjóri heldur því sem sagt fram að hann hafi skrifaö bréf fyrir hönd ráðherrans sem ráðherrann vissi ekki um. Og hafi setiö fund sem aldrei var haldinn. Veit ráðherrann hvaö starfsmenn eru að gera? Eða skrifa? Vita ráðu- neytisstjóramir hvað ráðherrann vill að þeir geri eða skrifi? Vita ráðherrar, ráðuneytisstjórar og ráðuneytisfólk yfirleitt hvaö þeir gera, hvað þeir skrifa eða hvenær þeir sitja fundi eða hvort þeir sitji fundi? Hvers konar kaos er þetta eiginlega? Og samt er búið að grisja ráðuneytið með því að senda þá heim á fullum launum sem eru orðnir þreyttir í vinnunni og ráöa aöra í þeirra stað, sem hafa svo ekkert annað að gera en að leið- rétta það sem forverar þeirra hafa gert eða segjast hafa gert! Undir þessum kringumstæðum er erfitt að gera þá kröfu til ráð- herra að hann viti hvaöa bréf hann fær og hveiju er svarað og hvernig þeim er svarað, ef næstu yfirmenn vita það ekki sjálfir. Það þarf eng- um að koma á óvart að mennta- málaráöherra segist ekki vita um nein bréf sem hann sér ekki fyrr en eftir á og ber ábyrgð á þótt hann geti ekki borið ábyrgð þeim. Fyrr en eftir á. Menntamálaráðherra verður að bera blak af sínum ráðu- neytisstjórum og ráðuneytisstjór- arnir verða að bera blak af ráðherr- um sínum og þegar þeir eru sam- eiginlega að bera blak af Hrafni fer sem fer. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.