Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1993 49 Meiming Barnakóramót Níunda landsmót íslenskra barnakóra stóð nú um helgina. Liður í því voru tónleikar, sem haldnir voru í Laugardalshöll á laugardaginn, þar sem fram komu fjölmargir bamakórar, skipaðir hátt í þúsund bömum. Undirleik annaðist Sinfóníuhijómsveit íslands. Stjórnandi var Jón Stef- ánsson. ___________ Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Tónleikarnir fóm þannig fram að hinum ýmsu barnakórum var skip- að saman í þrjá stóra kóra með aht að 350 bömum hveijum. í lokin simgu svo allir kóramir saman. í upphafi og inni á milli lék Sinfóníu- hljómsveitin þekkta forleiki úr óperum. Áður er tónleikamir hófust flutti útvarpsstjóri, sr. Heimir Steinsson, ávarp. Efnisskráin var fjölbreytt en mest var þó sungið eftir íslensk tónskáld. Ath Heimir Sveinsson, Jón Leifs, Sigvaldi Kaldalóns, Skúli Halldórsson, Jón Asgeirsson, Ingi T. Lárusson, Páll ísólfsson og Sveinbjörn Svein- björnsson áttu lög, sem flutt vom, en auk þess var sungið og leikið eftir Bizet, Verdi og Orff. Kynning dagskrárinnar var í höndum ungrar skýr- mæltrar stúlku sem skilaði sínu hlutverki mjög vel. Mikið íjölmenni var í Laugardalshöll og hvert sæti skipað. Einnig var setið í tröppum og göngum. Að einhverju leyti var hátalarakerii notað og var mesta furöa hve vel tókst að blanda hinu uppmagnaða hljóði saman við það sem ekki var magnað upp. Við þessar aöstæður verður að segja að hljómburðurinn var vel þokkalegur og mátti vel heyra flest af því sem fram fór. Það er mikið fyrirtæki að skipuleggja samsöng svo mikils hóps bama auk heillar hljómsveitar. Allt tókst það mjög vel og varð ekki vart neinna vandræða í því efni. Söngur kóranna var mjög góður og var tilkomumik- ið að sjá allt þetta unga fólk sameinast um þá göfugu og heilbrigðu tján- ingu sem söngurinn er. Meðal annars komu fram einsöngvarar sem áreið- anlega eiga eftir að láta meira til sín taka í söng í framtíðinni. Sinfóníu- hljómsveitin lék mikilvægt hlutverk þama og er vart hægt að hugsa sér heppilegri kynningu á starfi hennar en þessa. Stjórnandinn, Jón Stefáns- son, vann þrekverki í að halda öllu saman og eiga hann og allir hinir kórstjóramir miklar þakkir skildar fyrir framtakið. Fyrirlestrar Fyrirlestur um viðskiptasið- fræði Dr. Lidmila Nemcová heldur opinberan fyrirlestur um viðskiptasiðfræði ávegum Siðfræðistofnunar Háskóla íslands þriðjudaginn 27. apríl. Fyrirlesturinn, sem fluttur verður á ensku, verður hald- inn í stofu 101 í Odda og hefst stundvís- lega kl. 17. Fundir Hið íslenska náttúru- fræðifélag í dag, 26. apríl kl. 20.30, verður haldinn sjötti fræðslufundur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags á þessum vetri. Fundur- inn verður að venju haldinn í stofu 101 í Odda, hugvisindahúsi Háskólans. Á fundinum heldur Borgþór Magnússon lif- fræðingur; Rannsóknastofnun landbún- aðarins, erindi sem hann nefnir: Vist- fræði og útbreiðsluhættir Alaskalúpínu. í erindi sínu segir Borgþór frá rannsókn- um á lúpínu, sem fram hafa farið á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, og helstu niðurstöðum þeirra. Fræðslufundir fé- lagsins eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Þroskaþjálfar Aðalfundur félags Þroskaþjálfa verður haldinn í Munaðamesi laugardaginn 8. maí 1993 kl. 14.15. Dagskrá: 1. venjuleg aðalfundarstörf, 2. Önnur mál, a. tillögur á breytingum á siðareglum þroskaþjálf- ara. B. stofnun stéttarfélags?. Kvenfélag Hreyfils verður með gestafund 27. apríl kl. 20 í Hreyfllssalnum. Gestir fundarins eru konur úr Thorvaldsensfélaginu. Foreldrafélag misþroska barna heldur fund í dag, 26. apríl, í Æfingadeild kennaraháskóla Islands kl. 20.30. A fund- inum verður fjallað um Starfsdeildir - starfsþjálfun og starfsprófun. Edda Ólafs- dóttir, Guðbjörg Daníelsdóttir og Rósa Björk Þorsteinsdóttir eru allar starfsráð- gjafar hjá starfsþjálfunarstaðnum Örva og þær aðstoða ungt fólk við að finna sér viðeigandi hillu í lífinu. Nína Baldurs- dóttir er forstöðukona starfsdeildarinnar í Þingholtsskóla í Kópavogi og hefur náð miklum árangri í starfi með unglinga sem falla út fyrir hinn hefðbundna ramma skólakerfisins. Hún hefur haft með mörg misþroska böm að gera og mun segja frá þeirri reynslu sinni. Foreldrar stálpaðra bama og unglinga em hvattir til að koma, hlýða á mjög áhugaverða fyrirlestra og koma með fyrirspumir. Tórúeikar Vortónleikar Passíu-kórsins á Akureyri verða í Glerárkirkju miðvikudaginn 28. apríl kl. 20.30. Á efnisskránni em tvö verk. Hið fyrra er Stabat Mater eftir ít- alska tónskáldið G.B. Pergolesi (1710- 1736). Síðara verkið er Messa í A-dúr fyr- ir þijár raddir opus 12 eftir César Franck. Einsöngvarar á þessum tónleikum verða Jón Þorsteinsson tenórsöngvari, sem m.a. flytur kaflann Panis Angelicus, Guð- rún Jónsdóttir sópran, Þuríður Baldurs- dóttir alt og Michael J. Clarke bariton. Lítil strengjasveit ásamt hörpuleikara, sembal- og orgelleikara tekur þátt í flutn- ingi þessara verka. Stjómandi tónleik- anna er Roar Kvam. Sjö tónleikar með Karlakór Reykjavíkur Fyrstu styrktarfélagstónleikar Karlakórs Reykjavíkur á þessu vori vom í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði á sunnudaginn sl. Samsöngvar Karlakórs Reykjavíkur á þessu vori verða fleiri en oftast áður. Á mánudagskvöld verður sungið í Nes- kirHju kl. 20.30 og síðan í Langholtskirkju á miðvikudag kl. 20.30, fimmtudag kl. 20.30 og laugardag kl. 17. Túkynningar Vísnakvöld í kvöld, mánudagskvöld, verður haldið vísnakvöld á Blúsbarnum við Laugaveg á vegum Vísnavina í Reykjavík. Fram koma Haraldur Reynisson trúbador, Unnur Margrét Jónsdóttir og Kristinn Níelsson en þau munu flytja franskar vísur og Hreiðar Gíslason og Einar Ein- arsson flytja heimagerð lög og Ijóð. Félag islenskra háskóla- kvenna 65 ára Á þessu ári em liðin 65 ár frá stofnun Félags íslenskra háskólakvenna. Af því tilefni hefur félagið gefið út afmælisrit sem dreift verður bæði til félagskvenna og annarra. í ritinu er m.a. að finna fróð- legar greinar um starfsemi félagsins, sögu þess og markmið. Félag íslenskra háskólakvenna er aðili að Alþjóðasam- bandi háskólakvenna (IFUW). Félagið hélt aðalfund sinn fyrir skömmu og var þar kosinn nýr formaður, Kristín A. Ámadóttir, deildarstjóri á Alþjóðaskrif- stofú háskólastigsins. Fráfarandi for- maður er Þórey Guðmundsdóttir lektor sem gegnt hefur formennsku sl. 9 ár. Fígaró flutt i nýtt húsnæði Hársnyrtistofan Fígaró er flutt í glæsilegt húsnæði að Borgartúni 33. Boðið er upp á alhliða hársnyrtingu fyrir dömur og ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðló kl. 20.00. KJAFTAGANGUR eftlr Neil Simon. Þýðlng og staðfærsla: Þórarinn Eldjárn. Lýsing: Asmundur Karlsson. Lelkmynd og búnlngar: Hlin Gunnars- dóttir. Lelkstjórn: Asko Sarkola. Leikendur: Lllja Guðrún Þorvaldsdóttir, Örn Árnason, Tinna Gunnlaugsdóttlr, Pálml Gestsson, Ólafia Hrönn Jónsdóttir, Slgurður Slgurjónsson, Ingvar E. Slg- urðsson, Halldóra Björnsdóttlr, Randver Þorláksson og Þórey Sigþórsdóttlr. Frumsýning fös. 30. april kl. 20.00. 2. sýn. sun. 2/5,3. sýn. fös. 7/5,4. sýn. flm. 13/5. MY FAIR LADY söngleikur eftir Lerner og Loeve. Lau. 1/5, lau. 8/5, fös. 14/5, lau. 15/5. Ath. Sýningum lýkur í vor. MENNINGARVERÐLAUN DV1993 H AFIÐ eftir Ólaf Hauk Símonarson. Aukasýningar sun. 9/5 og miövd. 12/5. DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir Thorbjörn Egner. Sun. 9/5 kl. 14.00, örfá sæti laus, sun. 16/5 kl. 13.00, örlá sæti laus (ath. breyttan sýnlngartíma), fimmtud. 20/5 kl. 14.00. Lltla svlðlð kl. 20.30. STUND GAUPUNNAR eftir Per Olov Enquist. Lau. 1/5, lau. 8/5, sun. 9/5. Slðustu sýningar. Ekki er unnt að hleypa gestum I sallnn eftlr aö sýning hefst. Smiöaverkstæöið kl. 20.00. STRÆTI eftir Jim Cartwright. Sun. 2/5 kl. 15.00 (ath. breyttan sýningar- tima), þri. 4/5 kl. 20.00, mlð. 5/5 kl. 20.00, flm.6/5 kl. 20.00. Allra síðustu sýningar. Ath. aö sýningin er ekki við hæfi barna. Ekkl er unnt að hleypa gestum i sallnn eftiraösýnlng hefst. Ósóttar pantanir seldar daglega. Aögöngumiðar grelðist viku fyrlr sýnlngu ellaseldlröörum. Mlðasala Þjóðlelkhússlns er opln alla daga nema mánudaga frá 13-18 og fram aö sýningu sýningardaga. Mlöapantanir frá kl. 10 virka daga í sima 11200. Greiðslukortaþj. -Græna linan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. ÞJóðleikhúsið - góða skemmtun. Nýir eigendur að Ölkjallaranum Nýir eigendur, þeir Bjöm og Jón Þór Þórissymr og Þórir Bjömsson, tóku við rekstri Ölkjallarans fyrir skömmu. í til- efni þess verður efnt til samkeppni um nýtt nafn á staðinn og geta gestir og gang- andi tekið þátt með því að leggja tillögur sínar í nafnabanka á staðnum. Krónur 50.000 verða veittar fyrir frumlegasta og skemmtilegasta nafnið. Staðurinn hreyk- ir sér af lægsta bjórverði miðbæjarins, kr. 490, en einnig verður boðið upp á ódýra smárétti í hádeginum og á kvöldin. Nýju eigendumir ætla að halda hefð stað- arins fyrir keppninni um trúbador ársins og verður næsta keppni bráðlega. Lifandi tónlist og pílukast verða aðalsmerki stað- herra svo sem klippingar, permanent, lit- anir, strípur og fl. Á stofunni starfa Gunnar Bjömsson, Þóra Vésteinsdóttir og Ásthildur Sumarliðadóttir. ATH. nýtt símanúmer 623444. Leíkhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðlð: RONJA RÆNINGJADÓTTIR eftir Astrid Lindgren Tónllst: Sebastlan. Lau. 1/5, sun. 2/5, næstsiðasta sýnlng, sun. 9/5, síöasta sýnlng. Mlðaverð kr. 1.100, sama verð fyrir börn ogfullorðna. Skemmtilegar gjafir: Ronju-gjafakorl, Ronju-bolir o.D. Stórasvlðkl. 20.00. TARTUFFE ensk lelkgerð á verki Mollére. Lau. 1/5, lau. 8/5. Coppelía íslenski dansflokkurinn. Uppsetning; Eva Evdokimova. Laugard. 8/5 kl. 14.00. Litlasviðkl. 20.00. DAUÐINN OG STÚLKAN eftir Ariel Dorfman Flmmtud. 29/4, föstud. 30/4, laugard. 1/5. GJAFAKORT, GJAFAKORT ÖÐRUVÍSIOG SKEMMTILEG GJÖF! Miðasalan er opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Mlðapantanir í sima 680680 alla virka dagafrákl. 10-12. Greiðslukortaþjónusta - Faxnúmer 680383. Leikhúslínan, sími 991015. Aðgöngumiðar óskast sóttlr þrem dögum fyrir sýn. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús. || ÍSLENSKA ÓPERAN 6ardasfur<st/njan eftir Emmerich Kálmán. Föstudaglnn 30. aprll kl. 20.00. Laugardaglnn 1. maí kl. 20.00. SÍÐUSTU SÝNINGAR. Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega en til kl. 20.00 sýningardaga. SÍM111475. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. LEIKHÚSLÍNAN 99-1015. arins og boðið verður upp á frítt pílukast á virkum dögum, auk þess sem haldnar verða keppnir reglulega. Sumardvöl fyrir þroskahefta I sumar verður starfrækt á Selfossi sum- ardvöl fyrir þroskahefta. Meðal annars verður boðið upp á styttri ferðir um Suð- urland og sumar vikumar verður farið í Þórsmörk og dvalið þar í 4-5 daga. Öll tilboð munu þó að sjálfsögðu miðast viö áhuga og getu þeirra sem í sumardvöl- inni eru hveiju sinni. Allar upplýsingar veita Katrín Klementsdóttir meðferðar- fulltrúi í s. 98-22357 og Jensey Sigurðar- dóttir þroskaþjálfi í s. 98-22101. Leikfélag Akureyrar ^ltbnxbínkmx Óperetta Tónlist Johann Strauss Föstud. 30.4. kl. 20.30. Laugard. 1.5. kl. 20.30. úrlá sæti laus. Sunnud. 2.5. kl. 20.30. Föstud. 7.5. kl. 20.30. Laugard. 8.5. kl. 20.30. Uppselt. Föstud. 14.5. kl. 20.30. Laugard. 15.5. kl. 20.30. Mlðvlkud. 19.5. kl. 20.30. Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57, alla virka daga kl. 14 til 18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Símsvari fyrir miðapantanir allan sólarhringmn. Greiöslukortaþjónusta. Slml I mlðasölu: (96)24073. Látum bíla ekki vera í gangi aA óþörfu! Utblástur bitnar verst á börnunum yujJFEHOAR l/VIAGE Bylting nýjar strípur Skila hárinu siikimjúku. Strípuefnið er blandað vatni. O 13010 HÁRGREIÐSLUSTOFAN | KLAPPARSTÍG 1 Vió hjá H-Gæði erum að breyta í sýningarsal okkar og seljum því næstu daga nokkrar innréttingar (eldhús, böð og fataskápa) með 40 % AFSLÆTTI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.