Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1993 Elínhringdi: HHpH Mér finnst vera dæmigert jafn- ræöi milli hjóna eins og hjá þeim formanni þingflokks Framsókn- arflokksins, Páli Péturssyni, og konu hans, Sigrúnu Magnúsdótt- ur, borgarfulltrúa fyrir sama flokk. Mér Snnst það iika viö hæfi að þau séu bæði í sífelldri baráttu og í fraravarðasveit upp- reisnar- og óánægjuradda hvort á sínum stað. Bæði hjónin í ham, það gefur lífinu gildi, umhverfmu ferskieika ogalmenningi von um sigur í baráttunni - gegn betri lifslsjörum. tðhvers? Liggia samningaumleitanir niðri eða hafa þær hreinlega ver- ið lagðar niður? Ég vildi óska að hið síðara væri staðreimd. Til hvers ættum við aö búa við ein- hverja sérstaka samninga sem nefnd úti i bæ er aö skrifa undir? Miklu fremur væri þá að fram- lengja þau launakjör sem nú gilda. Er um eitthvað annað að semja? Því lengra sem líður án þess að blásið verði til viðræðna á ný verður mun iifvænlegra í þessu landi til lengri tíma. ekkiút Snorri hringdi: Það var athyglisvert að horfa á sjónvarpsfréttir þriðjudags- kvöldið 20. þ.m. Þann dag komu þrír erlendir forsætisráðherrar tii Keflavíkurflugvallar á leið sinni yfir hafið. Tveir þeirra gengu i land og á móti þeim tók fuiltrúi íslenskra stjómvalda. - Einn þeirra, Lech Walesa, kaus að vera um kyrrt í flugvél sinni á meðan á viðdvölinni stóð. Ekki var skýrt frá því hvers vegna hann vildi ekki út. Við höfum keypt meira af Pólverjum en þeir frá okkm* og við höfum líka sent Pólvetjum mat og fatnað. - Þetta var kannski í þakklætisskyni til íslendinga fyrir samskipti þjóð- anna! Seltjarnarnesi Grétar Vilmundarson skrifar: Fyrir nokkrum dögum skrifuðu tveir mætir menn (báðir Nesbu- ar) greinar um skipulagsmál á Seltjamamesi. í einu tilviki fóru þeir báðir meö rangt mál, þar sem rætt var um knattspymuvöll á Valhúsahæð. Annar tiltekur „íþróttavöil sem enginn vill nota“ og hinn sagöi: „...efiir gagns- lausar framkvæmdir við lítiö not- aðan grasvöll." - Þetta er ekki rétt. Ef eitthvað er þá er þessi völlur of iítill fyrir íþróttaæsku okkar Seltiminga. Hann er í notkun frá u.þ.b. ntiðjum júní fram í miðjan september. Fólk má hafa sínar skoðanir i þessu viðkvæma máli okkar nesbúa en það verður að kynna sér málin áður en mðst er út á ritvöUinn með látum. K.S. skrifar: Nýlega sagöi fjármálaráðherra aö líklega yrði samið við BSRB og BHM á næstunni en bættí viö aö sennilega yrði ekki komist hjá uppsögnum hjá þessum aðilum. Dettur ráöherranum í hug aö BSRB og BHM seijist að samn- ingaboröí undir slíkum hótun- um? Ég skora á forystu BSRB og BHM að sýna fuila hörku, það er það eina sem skilst. Hótanir um uppsagnir ríkisstarfsmanna em að mínu mati ógeðfelldar. Ætia mætti að ráðherra hafi þegar gef- ið fyrirmæli til ríkisstofnana, því dæmi er um að forstööumaður einn ræddi um að fólk yröi aö búa sig undir uppsagnir vegna sam- dráttar hjá ríkinu. Spumingin Lesendur Tvískinnungur bók- stafstrúarmanna Kristinn Sæmundsson: Nei, en ég ætla að- fara á hana. Ragnhildur Ásta Jónsdóttir: Nei, en ég ætla að sjá hana. Bragi Árnason skrifar: Á skírdag sl. hélt prestur úr hvíta- sunnusöfnuðinum ræðu í útvarpi á sameiginlegri samkomu kristinna manna. Hann kom síðan aftur fram í útvarpi til að skiptast á skoðunum um trúmál. Menn, sem ég kalla bók- stafstrúarmenn, halda sig eingöngu við Biblíuna og það sem í henni stendur. - Biblían er góð og söguleg heimild og var skrifuð fyrir löngu af aðilum sem enginn veit hverjir voru. En öll skrif fyrr og síðar hljóta að mótast af persónuleika höfundar- ins og tíðaranda hans. Bókstafstrúarmenn, er voru sam- tíöa Jesú Kristi, voru hans aðal gagn- rýnendur og unnu mest á móti hon- um. Og það voru prestar gyðinga sem létu krossfesta hann. Og prestar stóðu almennt fyrir aftökum og galdrabrennum á fólki sem „sá sýn- ir“ eða „læknaði" sjúka með fyrir- bænum eða jurtaseyðum. Hver er t.d. ástæðan fyrir því að bókstafstrúarmenn í dag eru mót- fallnir starfi læknamiðla og þeirra sem sjá sýnir þegar Biblían sjálf er yfirfuii af frásögmun manna sem fá ráð og leiöbeiningar úr andaheimin- um? Hafi svo verið þá hefur mann- kyninu farið aftur á sinni tækniöld fyrst enginn á að geta það í dag. Eða þá að Drottinn hefur fjarlægst það þaö mikið að hann nær ekki sam- bandi við sína útvöldu. Afar gott dæmi um tvískinnung kirkjmmar manna er þegar Jóhanna frá Örk var brennd á báli fyrir aö hafa farið eftir leiðbeiningum radda og sýna. Nokkr- um áratugum síðar er hún svo tekin í dýrlingatölu. Þótt margt í sjónvarpi, kvikmynd- um og tímaritum sé slæmt fyrir leit- andi unglinga og böm hefur prestur hvítasunnusafnaðarins engan rétt tíl að bannfæra í nafni Jesú. Hann hafn- ar andatrú en telur sig fá innblástur frá heilögum anda. Fá ekki allir inn- blástur frá andanum, góðum eða slæmum? Síðan er hvers og eins að velja og hafna. Saga kristinnar kirkju og prestanna frá því Kristur var krossfestur er blóði drifin. Það er e.t.v. ástæða þess að kirkjur eru lítið sóttar að of margt ljótt hefur verið framkvæmt í Jesú nafni. Byggðariög til sölu Örlög Bolungarvíkur eru einungis spegilmynd af því sem koma skal segir m.a. í bréfinu. Reynir Traustason, Flateyri, skrifar: Vestfirðingar hafa um langan aldur varað við þeim afleiðingum kvóta- kerfisins að heilu byggðarlögin legg- ist beinlínis niður af völdum þess. Fólk hefur taliö sig sjá fyrir að við fall einstakra fyrirtækja væru byggðarlög í uppnámi. Þeir sem vamaðarorðin mæltu eru svo margir hverjir á þeim tímamótum í lífi sínu að eiga ekki lengur möguieika á að róa til fiskjar svo sem forfeður þeirra höfðu gert, kynslóð fram af kynslóð. - Kvótakerfið er sem sé farið að sýna ailar þær hliðar sem varað var við af þeim sem vom því andsnúnir. Bolvíkingar þurfa t.d. enga sér- fræðiúttekt á því. Við þeim blasir blákaldur veruleikinn í sinni verstu mynd. Buröarás staðarins er fallinn og skipin bundin í höfn og hræ- gammamir teknir að hnita hringa yfir kvótanum. Gammar þessir hafa ekki hinn minnsta áhuga á skipum og húsum; þeirra matarhola er heim- ilid til að sækja fiskinn í sjó. Þessi örlög Bolungarvíkur eru ekki eins- dæmi, þau em bara spegilmynd af því sem koma skal víða annars stað- ar ef ekki verður bmgðist harkalega við nú þegar. Vestfirðingar verða að rísa upp til vamar frumbyggjaréttinum og sýna samstöðu með Bolvíkingum í þreng- ingum þeirra. Það er mjög vafasamt að ætla aö treysta á pólitískar lausn- ir í þeim málum vegna þess áhuga- leysis og tvískinnungs sem hefur skotið rótum meöal sumra þeirra sem gæta eiga hagsmuna íjórðungs- ins. - Menn eins og Matthías Bjama- son og Karvel Pálmason, sem haldið hafa uppi vömum fyrir kjördæmi sitt, hafa nánast verið líflátnir póli- tískt meðan kollegar þeirra sem siglt hafd milli skers og bám og eiga náð- uga daga hafa tvær til þijár skoðanir í farteskinu, svona rétt til að grípa til við hin ýmsu tækifæri. Það er alveg ljóst að það er for- gangsmál hjá Vestfirðingum að tryggja það að skaði verði ekki meiri en orðinn er. Fólk verður að vakna af þyrnirósarsvefninum til þess veruleika aö það er skipulega verið að útrýma einstökum byggðarlögum með því að selja þann rétt sem íbú- amir hafa átt um aldir til að róa til fiskjar. Orsökin er kvótakerfið og þeir ógæfumenn sem komu því á og ætla sér nú að tryggja það í sessi fyr- ir atbeina rugludallanefndarinnar með hausana tvo. i þeirri baráttu sem framundan er em nánast öll meðul heimil. Það verða allir að standa saman að því að knýja fram lausnir sem duga. Veiðiheimildir Bolvikinga og ann- arra Vestfirðinga verður svo að verja þótt það kosti blóö, svita og tár. Er ekki betra að loka sjálf ur? Sigurbjörn hringdi: Nú em þeir komnir af staö enn einu sinni, forsvarsmenn Samtaka fisk- vinnslustöðvanna. Þeir berja lóminn Öllum steinum velt vlð til hagræðingar og kostnaöarlækkunar? af kappi og segjast hafa verið að velta við öllum steinum í leit að hagræð- ingu hjá sér og til að lækka kostnað. Og þeir segjast vera óskaplega hræddir við framhaldið; Lækkar af- urðaverðið eða stendur í stað? Minnka aflaheimildir eða ekki? Lækka vextir eða ekki? Þeir segjast halda að ekkert annað sé framundan en þaö að annað hvort þurfi þeir að loka eða þá að bankamir geri það. - Ég segi nú bara, og sem almennur skattgreiðandi: Er ekki betra að loka sjálfur en að láta bankana gera það og þurfa að láta knýja sig í gjaldþrot? Hingað til hefur allt gengið út á það hjá fyrirtækjum sem höllum fæti standa í sjávarútvegi að kreista og knýja fjármagn út úr opinberam sjóðum. Hjá hinum, sem vel standa, og það eru nokkuð mörg fyrirtæki, er hugsunahátturinn allt annar. Þaö væri því öllum fyrir bestu í þessu landi að hin illa reknu fyrirtæki í sjávarútvegi lokuðu sínum rekstri strax. Ríkissjóður mun hvergi geta komið til aðstoðar. Ertu búin(n) aö sjá Stuttan Frakka? Áslaug Guðný Jónsdóttir: Nei, en ég er að hugsa um að sjá myndina. búinn að því. Einar Sverrisson: Nei, því miður. Eyjólfur Örn: Nei, en ég ætla að skella mér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.