Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 36
48 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1993 Sviðsljós Sigurður Þórhallsson og eiginkona hans, Sigríöur Benediktsdóttir. SigurðurÞór- hallsson sextugur Siguröur ÞórhaUsson fram- kvæmdastjóri varö sextugur í síð- ustu viku. Siguröur fæddist á Skriðulandi í Kolbeinsdal en ólst upp á Hofi í Hjaltadal. Sigurður var lögreglumaður í tíu ár og starfaði síðan í 23 ár hjá Samvinnutrygg- ingum. Hann hefur verið fram- kvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga og hestamanna- sambands íslands frá árinu 1991. Sigurður tók á móti gestum ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Benedikts- dóttur, í Félagsheimili hesta- mannafélagsins Fáks á Víðivöllum og voru meðfylgjandi myndir tekn- ar þar. Meðal gesta í afmæli Siguröar voru Jón Guðmundsson, Hallmar Sigurðs- son og Sigríður Sigþórsdóttir. Hjalti Pálsson og Steingrímur Sigurjónsson ræða málin. DV-myndir: ÞÖK Börn (frá 7 ára) - Fullorönir Byrjendur - Framhald 4. -14. maí 4 tíma námskeib - kennt tvisvar í viku 8. - 29. júní 6 tíma námskeib - kennt tvisvar í viku VISA EURO RAÐGREIÐSLUR INNRITUN I SIMUM 685045 m 56645 BOLHOLTI 6 REYKjAVÍK Fax 91-683545 FÍD-Félag íslenskra danskennara - DÍ-Dansráb íslands Fjórar sýningar á Kjarvalsstööum Það var mikið um að vera á Kjar- valsstöðum á laugardaginn en þá voru opnaðar fjórar myndlistarsýn- ingar, Sæmundur Valdimarsson sýn- ir höggmyndir sínar sem gerðar eru úr tré. Daði Guðbjörnsson sýnir 40 málverk sem hann hefur gert á síð- ustu tveimur árum. Svava Björns- dóttir sýnir pappírsskúlptúra og í austur-forsalnum er ljóðasýning Lindu Vilhjálmsdóttur. Eins og nærri má geta var fjöldi manns sem lagði leið sína á Kjarvalsstaði á laug- ardaginn til að sjá myndverkin og samgleðjast listamönnunum og voru myndirnar teknar við það tækifæri. Sveinn Andri og Sveinn Alexander skoða eitt skúlptúrverka Sæmundar Valdimarssonar. DV-myndir: GVA Skáldið Linda Vilhjálmsdóttir er hér á tali við Elísabetu Jökulsdóttur. Feðgin- in Vala Jónsdóttir og Jón Múli Árnason eru i bakgrunninum. Kolbrún Bergþórsdóttir, Hrafn Jökulsson og Egill Helgason ræða við Hann- es Hólmstein Gissurarson. Menriing Politik listarinnar - Sverrir Ólafsson í Galleríi Borg Pólitík og list hafa yfirleitt ekki þótt eiga samleið. I Sovétríkjunum sálugu snerist hið svonefnda félagslega raunsæi um sögufólsun til upphafningar ríkjandi leið- togum. í hinu kapítalíska kerfi er gróðasjónarmiðið sett ofar listrænum metnaði. Hvorug þessara helstu stjórnmálastefna nútímans hefur því verið beinlínis listvæn. Mexíkanar hafa aUa tíð haft sérstöðu hvað samsömun stjórnmála og lista snertir. Trotsky flúði til Mexíkó á fjórða áratugnum og sendi þaðan frá sér yfirlýsingu ásamt André Breton, páfa súrrealista, og mexíkanska veggmyndamálaranum Diego Rivera um frelsi listamannsins til orðs og æðis. Hinn síðastnefndi var ötull baráttumaöur þess málefnis í Bandaríkjun- um á tíma McCarthy-ofsóknanna og fór svo að málað var yfir helstu veggmynd hans í Bandaríkjunum. Nú bregður svo við að í Galleríi Borg stendur yfir sýning á verkum íslensks Mexíkófara sem vílar ekki fyrir sér að tala um list og pólitík í sömu andrá og myndtáknin vísa sömuleiðis beinustu leið til misskiptingar gæð- anna og yfirgangs hinna fáu útvöldu. Samfélagsstiginn Listamaðurinn er Sverrir Ólafsson, sverasti listfröm- uður Hafnaríjarðar um þessar mundir, forkólfur Straums og Listahátíöar þeirra Hafnfirðinga. Þegar við fyrstu skoðun verkanna fer ekki hjá því að hugur- inn hvarflar vestur um haf til lands tröppupýramíd- anna, Mexíkó. Þar byggðu aztekar forðum þessi miklu mannvirki til vegsemdar pólitískum æðstaklerki sín- um og jarðneskum guði, Quetzalcoatl. Himnaríki, þ.e. ríki goðsagnanna og listarinnar, var frátekið handa hinum útvalda presti sem jafnframt var stjómmálafor- ingi. Þetta þjóðfélagsmynstur, sem byggðist á strúktúr pýramídans, stigskiptingu og afdráttarlausri hollustu við toppinn á samfélagsstiganum, er enn í gildi víðast hvar í ýmsum myndum og það er e.t.v. fyrst og fremst sú staðreynd sem Sverrir vill benda á með verkum sínum. Pólitík og húmor Á sýningu Sverris era alls táu skúlptúrar úr ýmsum efnum, þó stál sé sýnu fyrirferðarmest. Það er þó ekki efnisáferðin sem listamaðurinn er að sækjast eftir, miklu fremur varanleiki efnisins - enda eru verkin þakin málningu í skærum litum. Umtalsverð breyting hefur orðið á list Sverris síðustu árin. í stað handmál- aðra og grófgerðra grímna og fígúrumynda eru nú komin einlit verk sem byggjast á hreinum geómetrísk- um formum. Verkin hafa öðlast meiri dýpt, þrívíddar- eigind, og eru hreinræktaðri skúlptúrar en fyrri verk Sverris sem oft voru á mörkum expressjónisks mál- verks. Sem fyrr segir er tröppugangurinn fyrirferðar- mikiö tákn hjá Sverri en önnur áberandi tákn eru Sverrir Olafsson í vinnustofu sinni. Myndlist Ólafur Engilbertsson t.a.m. hurðir, stólar og skúffur sem vafalítið standa fyrir möppudýrakerfið. Stólamir eru þama nokkuð sér á parti, ávöl og frjálsleg form þeirra stinga nokkuð í stúf við hreinlínuna í Auðum stól (nr. 7). I verki nr. 10, Bak við luktar dyr, kemur hins vegar í ljós að þessi frjálslegu form em hluti af þeim persónulega húmor sem ávallt hefur einkennt verk Sverris, þó í seinni tíð sé hann kannski meira á „bak við luktar dyr“. Það verður væntanlega hlutskipti listamannsins í náinni framtíð að samsama hinn pólitíska og hinn húmoríska þátt listar sinnar. Verk á borð við An titils (nr. 4) og Hundrað ára einsemd (nr. 8) ná ágæta vel að samsama þessa þætti. í heild hefur sýningin sterkan og annarleg- an svip og er til marks um að tími landvinninga er ekki um garð genginn hjá Sverri Ólafssyni. Síðasti sýningardagur er þriðjudagur 27. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.