Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1993 21 Fréttir Bestu loðnuver- tíð í fjögur ár lokið Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; Loðnuvertíöinni er formlega lokið og reyndist vera sú besta í fjögur ár. Heildarafli íslensku loðnuskipanna nam 697.598 tonnum en landanir er- lendra skipa námu 4.730 tonnum. Þarf að fara allt aftur til vertíðarinn- ar 1988-1989 til að finna hærri tölur en heildarveiðin þá var 920 þúsund tonn. Alls tók 21 loðnubræðsla á móti loðnu á vertíðinni og var Vinnslu- stöðin hf. í Vestmannaeyjum þar efst á blaöi en hún tók á móti tæplega 53 þúsund tonnum. Vestmannaeyjar voru aflahæsti löndunarstaður með um 90 þúsund tonn. Aílahæsti bátur vertíðarinnar var Hilmir SU frá Eskifirði með rúmlega 33 þúsund tonn og Helga 2. frá Reykjavík kom í næsta sæti með um 28.500 tonn. Sem fyrr sagði er vertíðin sú besta í fjögur ár og munar mestu að haust- vertíðin var mun betri nú en undan- farin ár. Mikið vantar hins vegar til að ná þeim afla er veiddist á vertíð- inni 1986-1987 en þá komu á land ein miUjón og 53 þúsund tonn og er það mesta loðnuveiði á einni vertíð frá upphafi. Njarövlk: Vilja taka lægsta boði Ægir Már Kárason, DV, Suöumfisjum; Bygginganefnd Grunnskóla Njarð- víkur leggur til að lægsta tilboði verði tekið í viðbyggingu skólans og breytingar ásamt frágangi lóðar. Það var Húsanes hf. sem átti lægsta til- boðið, 68 miíljónir 286 þúsund krón- ur. Þaö er 99,66% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 68 milljónir, 513 þúsund krónur. Tvö önnur tilboð bárust. Húsagerð- in hf. bauð 69.990.120 krónur, sem er Í02,l% af kostnaðaráætlun. Hjalti Guðmundsson bauð 74.632.699 krón- ur sem er 108,9%. Sand-ogmalar- tekjaaf hafsbotni Júfia Imsland, DV, Höfii; Bæjarfélagið á Höfn og Björgun hf. í Reykjavík hafa undirritað samning um aðstöðu fyrir Björgun á Höfn. Fyrirtækið fær aðstöðu í Óslandi í næsta mánuði og er ætlunin að hefja sand- og malartekju af hafsbotni við Hornaíjörð og Suðausturland með það fyrir augum að vinna þessi efni í bundið slitlag í götur hér á landi. Rannsóknir hafa farið fram á þess- um svæðum og gefa þær til kynna að þama séu margvísleg efni sem hugsanlega mætti nýta. Loðnuvertíðin 1993 — allar tölur í þúsundum lesta — Aflahæstu löndunarhafnir _ Raufarhöfn jjlufjörður 25.400 ■■ — B> \ I I 1.742 25.743^ ■■ 26.576 jymj Grindavík 28.821 89. Metið frá 1987 stendur enn naeyjar Aflahæstu loðnuskipin Júpiter, Reykjavík Sigurður, Vestm. Albert, Keflavík Höfrungur, Akranesi Örn, Keflavík Hólmaborg, Eskifirði Börkur, Neskaupst. Víkingur, Akranesi Helga II, Reykjavík Hilmir, Eskifirði 22.518 22.965 23.802 24.942 26.343 26.796 27.481 27.700 28.422 33.391 1000 800 600 400 200 1053.100 lestir 0' DV ER ERFITT AÐ NÁ ENDUM SAMAN? Viðskiptafræðingar aðstoða við eftirfarandi: * Greiðsluerfiðleika * Greiðsluáætlanir * Samn. við lánardrottna * Greiðslu reikninga * Bankaferðir * Skattskýrslur * Bókhald * FYRIRGREIÐSLAN Nóatúni 17 Sími 621350 - Fax 628750 G* BESTU KAUPIN í LAMBAKJÖTI 20 manna veisla í einum poka af lambakjöti á aðeins 169fe fyrir manninn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.