Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1993 53 Eitt verkanna. Finnur Arnar áMokka „Myndir Finns draga áhuga- verðan samanburð á milli ís- lensku útskurðarhefðarinnar og hinnar nýju geómetríulistar sam- tímans, verka eftir menn á borð við Franz Graf sem íslendingum er að góðu kunnur," segir Hannes Sigurðsson hstfræðingur en í síð- ustu viku opnaði Finnur sýningu á Mokka á agnarsmáum teikn- ingum, unnum úr hörðu blýi. Sýningin stendur til 9. maí. Sýningar „Hjá Finni þjóna rómönsku ein- teinungamir, sem vinda sig inn og út í rósóttum munstrum, þeim tilgangi að beina huganum að innileika og hiýju en ekki sjálfri formgerðinni. Hiö fingerða og nánast lýtalausa handbragð, sem ætlað er að virka sem nokkurs konar tálbeita á áhorfandann, er með ráðum gert til að augað fest- ist ekki í formgerðarhnökrum og þá um leið hinni ytri ásýnd verk- anna; það sveiflast frá einni hlykkju til annarar innan jafn- skipunarkerfis myndbyggingar- innar án þess að geta numið stað- ar þar eð sérhvert atriöi útfærsl- unnar hefur sama vægi. Smæð myndanna gerir það einnig að verkum að laða til sín athyglina því það er ekki hægt að njóta þeirra nema á mjög stuttu færi og upplifa þær nema sem eina heild. Þegar nánar er að gætt sést að hluti þessa margslungna víra- virkis fjarar út og rennur saman við auðan bakgrunninn með þeim hætti að við virðumst verða vitni að fæðingu þess - hvernig það framkallast og skyndilega efnisgerist í tómarúmi síðunnar líkt og einhverjir yfirnáttúrlegir blómknappar sem springa full- skapaðir út úr engu en í því er einmitt fólgin hin viðkvæma feg- urð þessara verka.“ Stalin er einn þeirra manna sem þjáðust af heiftarlegri bólusótt. Bólusótt Á sautjándu öld dóu um 60 milljónir manna úr bólusótt! Færðá vegum Flestir vegir landsins eru færir þótt víða sé talsverð hálka. Nokkrar leiðir voru þó ófærar snemma í Umferðin morgun. Það voru meðal annars Eyr- arfjall, Möðrudalsöræfi, Vopnafjarð- arheiði, Gjábakkavegur, vegurinn milh Kohafjarðar og Flókalundar, Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði, Lágheiði, Öxarfjarðarheiði, HelUs- heiði eystri og Mjóafjarðarheiði. Víð- ast hvar um landið eru öxulþunga- takmarkanir sem í flestum tilfeUum miðast við 7 tonn. Stykkishólmur Ófært rci Hálka og snjór 1—' án fyristöóu Hálka og skafrenningur j j | Þungfært Q Öxulþunga- ___takmarkanir 1X1 Ófært Gaukur á Stöng í kvöld: í kvöld er það blússveitin Trega- sveitin sem heldur tónleika á Gauki á Sföng. Tregasveitin var stofnuð af feðg- unum Pétri Tyrfingssyni og Guð- mundi Péturssyni árið 1989. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Sigurður Sigurösson, söngvari og munnhörpuleikari, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari og Stefán IngóUsson bassaleikari. Þaö oft margt um manninn á Gauknum svo að blúsáhugamenn eru hvattir til aö mæta snemma ef þeir hafa hug á að næla sér í borð í nánd við hljómsveitina. Tregasveftín. Hin fislétta Satúmus Á kortinu má sjá hvernig sólkerfið og stjömurnar sjást frá reikistjörn- unni Satúmusi! Á kortinu má líka sjá hver afstaða reikistjarnanna er miðað við jörðina og hvernig þær bera nú í neðri hluta ljónsins. Stjömumar Satúmus er risastór, fljótandi reikistjama sem samt er svo létt aö kæmist hún fyrir í vatnsfótu mundi hún fljóta! Þekktust er hún fyrir hringana, sem eru í raun ísmolar, allt frá smáögnum upp í köggla sem eru tugir kílómetra í þvermál. Þessi fjarlæga, stóra og kalda reikistjama er 30 ár að fara einn hring umhverf- is sólu! Sólarlag í Reykjavík: 21.35. Sólarupprás á morgun: 5.15. Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.10. Árdegisflóð á morgun: 9.35. Lágflara er 6-6 'A stundu eftir háflóð. Kínverskur borgarstjóri Landkönnuðurinn Marco Polo var borgarstjóri í Kína í þrjú ár! Frumeind Fmmeind er um milljón sinn- um þynnri en mannshár! Blessuð veröldin Afstæður tími! Ef saga jarðarinnar væri sett á eitt almanaksár hefði mannkynið komið fram fyrir minna en klukkustund! Dustin Hoffman. Hetja Stjörnubíó sýnir nú gaman- myndina Hetju eða Accidental Hero. Með aðalhlutverk fara ósk- arsverðlaunahafarnir Dustin Hoffman og Geena Davis auk Bíóíkvöld Andy Garcia. Bernie LaPlante er þjótur sem hefur jafn mikinn áhuga á aö hjálpa öðmm og hengja sig. Kvöld eitt brotlendir farþegaflug- vél og Bernie fer að hjálpa fólk- inu, sjálfum sér til mikillar furðu. Meðal þeirra sem hann bjargar er fréttakona sem endilega vill þakka honum björgunina en hann hverfur af vettvangi. Hún finnur þó skóinn hans og upp- hefst þá nokkurs konar Ösku- buskuleit í borginni. Hetjan finnst og er útigangsmaður sem baðar sig í frægðinni en raun- verulega hetjan þegir þar til hann á að fá milljón dollara. En hver trúir honum? Nýjar myndir Háskólabíó; Vinir Péturs Laugarásbíó: Fhssi læknir Stjörnubíó: Hetja Regnboginn: Siðleysi Bíóborgin: Hoffa Bíóhölhn: Ávallt ungurr Saga-bíó: Stuttur Frakki Gengið Gengisskráning nr. 76. - 26. apríl 1993 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 62,220 62.360 64,550 Pund 98,650 98,872 96,260 Kan. dollar 49,434 49,545 51,916 Dönsk kr. 10,3020 10,3252 10,3222 Norsk kr. 9,3667 9,3777 9,3321 Sænsk kr. 8,6371 8,6565 8,3534 Fi. mark 11,5766 11,6026 10,9451 Fra. franki 11,7197 11,7461 11,6706 Belg. franki 1,9222 1,9265 1,9243 Sviss. franki 43,6632 43,7614 42.8989 Holl. gyllini 35,2112 35,2905 35.3109 Þýskt mark 39,6675 39,6465 39,7072 it. líra 0,04215 0,04225 0,04009 Aust. sch. 5,6229 5,6355 5,6413 Port. escudo 0,4261 0,4271 0,4276 Spá. peseti 0,6361 0,5373 0,5548 Jap. yen 0,56359 0,56486 0,55277 irskt pund 96,547 96,764 96,438 SDR 88,8172 89,0170 89,6412 ECU 77,2461 77,4199 76,8629 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan Lárétt: 1 látin, 6 hræðast, 8 húð, 9 tóm, 10 hró, 11 gort, 13 óstöðugur, 15 þröng, 17 hlífir, 19 þreyta, 20 stari, 22 getir, 23 ónefndur. Lóðrétt: 1 gjöfull, 2 hviða, 3 ellegar, i’r kroppir, 5 atgervi, 6 kvæði, 7 óðagot, 10 djörf, 12 stúlkan, 14 spil, 16 önug, 18 ut- an, 21 bogi. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 rösk, 5 búk, 8 uglur, 9 fá, 10 snæ, 11 torf, 13 læða, 15 tel, 17 slakni, 19 eigra, 21 ká, 22 frá, 23 ásar. Lóðrétt: 1 rusl, 2 ögn, 3 slæða, 4 kuta, 5 brotna, 6 úf, 7 káf, 12 reika, 14 ælir, 16 ljár, 17 sef, 18 krá, 20 gá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.