Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1993 13 DV Yfirsjúkraþjálfari á gamla Kópavogshælinu: Fréttir Happa og glappa-aðferð ræð- ur hvort fatlaðir fá rétt tæki - seinagangur í afgreiðslu Tryggingastofnunar með ólíkindum „Þetta er búið að gera okkur veru- legan grikk. Við erum með marga af fjölfotluðustu einstaklingum landsins og því hefur verið ákaflega erfitt fyrir okkur og okkar fólk að þurfa að bíða hálft ár eða lengur eft- ir að Tryggingastofhun ríkisins gefi svar um hvort hún greiði tæki sem einstaklingar þjá okkur þurfa. Eng- inn virðist vita hver á að greiða hvað og hvað hlutimir mega og eiga að kosta. Það er algjör happa og glappa- aðferð sem ræður hjá Trygginga- stofinm þegar fjallað er um þau taeki sem fólldð okkar þarf,“ segir Guðný Jónsdóttir, yfirsjúkraþjálfari hjá endurhæfingardeild Landspítalans í Kópavogi á Kópavogshælinu gamla. „Ujá okkur eru margir sem þurfa sérsmíðaða stóla vegna fötlunar sinnar. Fólkið okkar er utan allra laga um málefni fatlaðra. Trygginga- stofnun borgar stóla handa einstakl- ingum sem eru á sambýlum en ekki handa þeim sem eru hjá okkur. Það er ekki hægt að ætlast til að einstakl- ingar meö 10-15 þúsund krónur á mánuði greiði tæki sem stundum kosta upp undir 100 þúsund krón- ur,“ segir Guðný. „Það eru hvergi til lög um að heil- brigðisstofnanimar eigi að borga þau tæki sem sjúklingamir þurfa á að halda. Málið hefur stundum verið leyst þannig að Ríkisspítalamir hafa borgað tækin að hluta og einstakling- amir svo afganginn en þegar spam- aður og aðhald er í rekstri heilbrigð- isstofnana er einnig sparað í tækja- kaupum handa sjúklingum. Við höf- um sótt um það til Ríkisspítalanna að þeir komi til móts við fólk og taki í auknum mæh þátt í kostnaði vegna tækjakaupa fyrir fólkið okkar. Það kemur í ljós eftir páska hvað kemur út úr því.“ Gyifi Knatjánsson, DV, Akureyn: „Viö Siglfirðingar erum í sjö- unda himni og mjög ánægðir með það að þessi vegur til okkar skuli nú vera kominn fi-emst í for- gangsröðina því þessi leið hefur verið sú versta að þéttbýíi í kjör- dærainu," segir Bjöm Valdimars- son, bæjarstjóri á Siglufirði. Á samráðsfundi Vegagerðar rikisins og þingmanna Norður- landskjördæmis vestra um vega- ffamkvæmdir var ákveðið að vegurinn frá Siglufiröi að Ketilási í FJjótum skyldi hafa forgang í kjördæminu. Um 17 km vegarins frá Siglufiarðargöngunum Ian- gleiðina aö Ketilási er mjög slæm- ur vegur í erfiðu landslagi og í sumar verður hafist handa viö uppbyggingu vegarins frá jarð- göngunum inn á svokallaðar Skriöur, og er rætt um að þessi vegarkafli verði á næsta ári bundinn varanlegu shtiagi. Guðný telur ótækt að fólk þurfi aö sitja í mismunandi góðum stólum til að komast fram úr rúminu. „Við reynum að gera okkar besta en gríp- mn stundum til vandræðalausna sem eru ekki nógu góðar. Alltaf eru einhveijir sem neyðast til að liggja 1 rúminu meira eða minna vegna þess að ekki eru til tæki sem gera þeim fært að komast fram úr. Fólkið okkar þarf meiri og betri tæki en fær þau bara eftir einhverri happa og glappa-aðferð hjá Tryggingastofhun rikisinseftirlangabið." -GHS meo sameignar- eba séreignarfyrirkomulagi Óskalífeyrir leggur áherslu á sveigjanlegt lífeyrisfyrirkomulag. Hann hjálpar þér með einföldum en markvissum sparnabi aö styrkja lífeyrisrétt þinn og leggur þannig grunn að öruggri afkomu á efri árum. í Óskalífeyri getur þú hafib lífeyristöku 60 ára og þú átt val um á hve löngum tíma þú tekur út þinn lífeyri. ÓSKALÍFEYRIR býður upp á eftirtalda lífeyrismöguleika sem velja má úr einn eba fleiri. Ævilífeyrir er greiddur mánaðarlega frá lífeyrisaldri til dánardags. Tímabilslífeyrir er greiddur mánaðarlega í ákveðinn tíma. Lágmarkstími er 5 ár en hámark 20 ár. Eingreibslulífeyrir greiðist í einu lagi á lífeyrisaldri. Eingreiðslusöfnun er séreignarfyrirkomulag og greibist í einu lagi á lífeyrisaldri. ÓSKALÍFEYRIR - NÝJUNG í LÍFEYRISMÁLUM! Þú færb nánari upplýsingar hjá tryggingarráðgjöfum Sameinaöa líftryggingarfélagsins hf. Hafbu samband! Sameinaöa líftryggingarfélagið hf. Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 91- 692500 í eigu Sjóvá-Almennra trygginga hf. og Tryggingamibstöbvarinnar hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.