Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1993 POLA RAFGEYMAR 618401 Wi mm ]P. EYFELD Laugavegi 65 S. 19928 pallhús Vorum að fá nýja sendingu af SHADOW CRUISER pallhúsum. PALLHÚS SF Borgartún 22 - S: 61 0450 Ármúla 34 -fS: 37730 Vp^T>«i COMPRISSORS I LOFTPRESSUR 200-1200 minútulítra G0TT VERÐ AÐRIR HELSTU ÚTSÖLUSTAÐIR Húsasmiöjan - Reykjavik S. G. Búðin - Selfossi Varahlutav. Vík - Neskaupstað T. F. Búðin - Egilsstöðum Ljósgjatinn - Akureyri Hegri - Sauðárkróki Kaupt. Húnv. - Blönduósi Kaupf. V-Hún. - Hvammstanga Kaupf. Borgf. - Borgarnesi Skeifunni 11 D, sími 686466 Menning Regnboginn - Siðleysi: ★★ Þingmaður gengur af göf lunum Þingmaðurinn og tilvonandi tengdadóttir í ástarleik. Hvað gerist þegar pinnstífur íhaldsþingmaður á leið inn í ríkisstjómina hittir tiivonandi tengdadóttur sína, dularfulla og fallega seiðandi unga konu? Jú, hann fer að halda við hana, enda sögusviðið Bretland nútímans þar sem fréttir af kynlífsævintýrum þingmanna og ráð- herra hafa tröllriðið fréttum undanfarin miss- eri. Gott og blessað að lesa um þetta í fréttum en ekki liggur í augum uppi hvers vegna franski Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson leikstjórinn Louis Malle tók að sér aö gera kvik- mynd um þetta efni, myndina Siðleysi sem ku hafa hneykslað fólk um víða veröld. Að minnsta kosti hefur hann ekki lagt sál sína í verkið. Svo mikið er víst. Fyrri myndir hans, eins og Bless krakkar, eru staðfesting þess. Siöleysi segir frá þingmanninum Stephen Fleming (Jeremy Irons) sem er á hraðri uppleið í íhaldsflokknum. Hann á fallega og gáfaða eig- inkonu (Miranda Richardson), tvö böm og eyðir helgunum uppi í sveit í stígvélum og vaxjakka, eins og sannur Englendingur af betri sortinni. Dag nokkum hittir hann tilvonandi tengdadótt- ur sína (Juliette Binoche) í sendiráðspartíi og eftir miklar stömr skilur leiðir. Sonur þing- mannsins (Rupert Graves) kemur hins vegar heim meö dömuna skömmu síðar og þá er ekki að sökum að spyrja. Ungan konan er vart kom- in heim til sín aftur þegar þingmaðurinn kemur og þau vinda sér í það, orðalaust. Óhætt er að segja að þingmaðurinn sturlist við þessa óvæntu uppákomu og uppáferð, eins og títt er um menn sem hafa skipulagt líf sitt í þaula. Og hann vill meira og fær meira. Þar með er komin hin mesta óreiða á þá röð og reglu sem maðurinn talar um oftar en einu sinni. Skemmst er svo frá því að segja að síðgredda þessi á eftir að hafa hinar hörmulegustu afleið- ingar. Tengdadóttirin tilvonandi haíði líka nán- ast varað þingmanninn við sjálfri sér. Og geta menn nú spáð í hvem siðaboðskap höfundamir em að flytja okkur. Siðleysi er jafn fáguð mynd og þir.gmaðurinn sem hún fjallar um en því miður verður að segj- ast eins og er að hún er allt að því jafn leiðinleg og lítt áhugavekjandi. Allt er eins flott og vel gert og hugsast getur. Leikarar standa sig vel, handritið er mjög snyrtilega skrifað af rithöf- undinum David Hare og annað er eftir því. En eins og áður segir vantar sálina í herlegheitin. Manni er nokk sama um þingmanninn, enda maðurinn svo forpokaður að hörmungamar ná ekki að breyta hans innri manni. Það kemur glögglega fram í hálfkjánalegu lokaatriði þar sem röð og regla blíva, jafnvel þegar maður sker ostinn sinn, og gildir einu þótt maður gangi í hippasandölum, sé með hár niður á herðar og hafi flúiö suður í álfu. SIDLEYSI (DAMAGE). Handrit: David Hare, eftir skáldsögu Josephine Hart. Leikstjóri: Louis Malle. Leikendur: Jeremy Irons, Juliette Binoche, Miranda Richardson, Rupert Graves. A rangri hillu Þessi bók inniheldur nær tvö hundmð ljóð. Hún er úrval úr fimm ljóðabókum höfundar, auk áður óbirtra ljóða hans og stuttrar smá- sögu. Þetta er minningarútgáfa, höfundur lést í janúar 1992. Því fylgir bókinni formáli Pjeturs H. Lámssonar, sem sá um útgáfuna, og eftir- máli bókarútgefanda, Þorsteins Thorarensens. Þar birtist sígild píslarvættissag:a (bls. 139): í tuttugu ár hlaut hann engin viðbrögð. Hið fína upphafna samfélag háskólamenntaðra bók- menntafræðinga, sem risið hefur hér á síðustu árum sem hagsmunaklíka, fór ekki að taka ein- hvem róna inn í hanastélssamkvæmi sín. Honum var kastað á dyr sem utangarðsmanni, þagaður í hel. Þaö kom auðvitað aldrei til greina að hann fengi grænan eyri í styrki eöa starfslaun frá rit- höfundasjóðum. Þar sátu aðrir að kötlunum. Og loks kemur sjálf krossfestingin, síðasta ljóðabók hans var send Ríkisútvarpinu til um- fjöflunar, en „hrokafullur bókmenntaeinvaldur Ríkisútvarpsins þeytti henni út í hom“. Bókmenntagildi Goðsögur ráða mikið hugsanagangi fólks. En þær mætti gjarnan tempra með athugun. Og hún leiðir skjótlega í ljós að í þessari bók örlar ekki á skáldskap. Hún er alger flatneskja, mest er um tómlegar hugleiðingar um lífið og tilver- una. Höfundur hefur verið vel hagmæltur, en útkoman er jafn ómerkileg hvort sem hún er í hefðbundnu formi eða fríljóðum. Höfundur hef- ur verið töluvert lesinn í ijóðum, hér em stæl- ingar á ljóðum Tómasar Guðmundssonar, Steins Steinarr og Jóns Helgasonar m.a. En stælingin er alltaf niður á við, aldrei þannig að þessir kunnu textar birtist í nýju Ijósi, eða að textinn færi eitthvað nýtt. Hann hjaðnar bara enn meira niður við samanburðinn. Gagnvart þessu vaknar spumingin hvort höfundur hefði ekki getað þroskað ljóðgáfu sína með því að þýða góð ljóð á íslensku. Ekkert veit ég um málakunnáttu hans, en þetta er þó ólíkleg til- gáta því hér vaða afls staðar uppi slitnustu klisj- ur tungunnar. í skásta lagi gæti útkoman orðið brúklegur dægurlagátexti. En er það ekki viðun- anlegur árangur? Það er varla verri atvinna að semja slíkt en flytja, betra að hagyrðingar fáist við það en bögubósar. Fjöldi manns sækist eftir slíkum textum, en ég held bara að það fólk kaupi ekki ljóðabækur heldur sæki fremur í þætti eins Bókmenntir örn Ólafsson og lög unga fólksins, óskalög sjúklinga og fleira af því tagi. Og þar á þetta heima, en ekki í bók- menntaþætti útvarpsins. Sjá hér dæmi (bls. 119): Sumarást Enn er mér í minni mjög svo fogur sýn Er við áttum samleið æskuástin mín. Við mér blasti veröld ný ég viidi veröa þin og sólin brosti sæt og hlý sumarástin min - sumarástin mín - sumarástin mín Oft er gott að eiga einhvem sér við hlið, góðan vin sem gefur gleði, von og frið. Oft ég til þín hugsa hlýtt er halla degi fer. Ó, að ég mætti upp á nýtt eiga nótt með þér - eiga nótt með þér - eiga nótt með þér o.s.frv., textinn er sex erindi, en þetta ætti að duga sem dæmi. Útgáfan Þegar skáld breytir textum sínum getur verið úr vöndu að ráða við endurútgáfu að höfundi látnum. Yfirleitt er síðasta gerð látin standa, endanlegur vilji höfundar virtur. í vönduðum útgáfum er gjaman greint frá mismunandi gerð- um í athugasemdum. Þar nægir að telja upp einstök orö, nema breytingarnar séu svo mikl- ar, að allt ljóðið þurfi að prenta í báðum gerð- um, það em þá hin mikilvægustu ljóð. Hér er öðruvísi aö farið. Á eftir úrvah úr áður prentuð- um ljóðabókum kemur kaflinn „Tilbrigði" - við áður birt ljóð, loks „Áður óbirt íjóð“. En þar er Ijóðið „Þar og þá“, sem var áður komið (bls. 92), næstum alveg eins. Frávikin í „Tilbrigði" eru stundum sáralítil, t.d. aðeins „þig“ í stað „þér“ (bls. 86 og 104), og alls engin í a.m.k. þrem- ur tilvikum, ljóðin eru prentuð upp aftur sta- frétt eins! (bls. 88&98, 80&109, 89&111). Svona handarbakavinnubrögð benda helst til þess að sjálfir útgefendur hafi ekki nennt að lesa text- ana, og hversu lítilfjörlegir sem þeir eru, þá eru svona útgáfuhættir til skammar. Kápumynd bókarinnar er hörmuleg með af- brigðum og gefur því miöur góða hugmynd um innihald hennar. Jónas Friögeir: Flaskað á lífinu. Fjölvi 1992, 143 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.