Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1993
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NOMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Uppstokkun Ríkisútvarps
Óvanalegt og nánast einstætt fiaörafok hefur orðiö um
svokallaö Hrafhsmál Gunnlaugssonar. Sér raunar ekki
fyrir endann á því ennþá, vegna þess aö fjárlaganefnd
alþingis hefur samþykkt að heQa rannsókn á fjármálaleg-
um viöskiptum Hrafns og Ríkissjónvarpsins. Enginn
dómur veröur lagður á þá rannsókn nema hvaö hún
hlýtur að vera Hrafni sjálfum til hugarhægðar vegna
þeirra ávirðinga sem á hann hafa verið bomar. Það mál
hefur allt verið sótt af meira kappi en forsjá og nokkuð
er til í því að verið sé að hengja bakara fyrir smið í þeim
málatilbúnaöi. Sökudólgamir em aðrir.
Þegar þessu moldviðri linnir er fuU ástæða til að beina
kastljósinu að Ríkisútvarpinu sjálfu. Það fer nefnilega
ekki á milli mála að þessi ríkisstofnun er bæði notuð og
misnotuð í póhtísku hagsmunaskyni og af einkahags-
munum. Þaö þjónar litlum hagsmunum fyrir aílan al-
menning að RUV, sem sagt er vera stofnun í eigu almenn-
ings og í hans þágu, sé leiksoppur geðþóttahagsmuna,
hvort heldur starfsmanna eða ráðherra. Greinargerð
útvarpsstjóra segir það eitt að þar loga eldar ófriðar og
ósættis og munu áfram gera.
Sú spuming er áleitin hvers vegna ríkisvaldið þarf að
reka útvarp og sjónvarp. Slík íjölmiðlun er orðin svo
auðveld fyrir hvem sem er að ríkið þarf ekki lengur að
uppfylla þær þarfir. Sagt er að vegna öryggis og menning-
ar sé nauðsynlegt að ríkið haldi vöku sinni. Öryggissjón-
armiðið er löngu úrelt röksemd, einfaldlega vegna þess
að færri og færri hlusta á útvarp og til em margar og
ódýrari lausnir á almannavamakerfi heldur en rekstur
mörg hundmð manna stofnunar. Hvað menninguna
varðar má út af fyrir sig viðurkenna þýðingu þess að
ríkið gegni hlutverki vaktmannsins en mikið hlýtur samt
menningin að vera illa á vegi stödd ef hún þarf að hlaupa
í náðarfaðm ríkisvaldsins. Menning lifir ef hún er ein-
hvers virði án þess að henni sé troðið upp á þá sem henn-
ar eiga að njóta.
Enda þótt Ríkisútvarp yrði lagt niður er ekki þar með
sagt að sú starfsemi sem þar er rekin falh niður. Rás eitt
í útvarpi stendur fyrir sínu og nóg er af afþreyingarrásun-
um. Sjónvarp og fréttastofa sjónvarps verður áffam til
þótt ríkið verði ekki eigandi.
Ef ekki næst samkomulag um að leggja Ríkisútvarpið
niður sem ríkisstofnun og selja einstakar deildir þess ber
að gera ýmsar breytingar á lögum og rekstri þess. í fyrsta
lagi á það ekki að vera í valdi ráðherra að ráða einstaka
undirmenn stofnunarinnar. Ráðherra á að ráða útvarps-
stjóra sem fer síðan með það vald að ráða framkvæmda-
sljóra sjónvarps og aðra undirmenn sína. Deilan um
tímabundna ráðningu Hrafns Gunnlaugssonar er einmitt
sprottin af því undarlega fyrirkomulagi að útvarpsstjóri
er ekki einu sinni hafður með í ráðum þegar sá yfirmað-
ur er ráðinn.
í öðru lagi á að afnema skylduafnotagjöld. Hlustendum
og áhorfendum á að vera fijálst að ákveða hvaða stöð
þeir vilja hafa afnot af. Núverandi fyrirkomulag stríðir
gegn öhu velsæmi og brýtur gegn grundvaharreglum um
samkeppni.
í þriðja lagi ber að draga úr mannafjölda og umfangi
RÚV, meðal annars með því að leggja niður rás tvö í
útvarpi. Það getur ekki verið hlutverk ríkisins að halda
úti þjóðarsálarrausi fyrir kverólanta. í íjórða lagi á að
sameina fréttastofur útvarps og sjónvarps og ýmsa aðra
skylda starfsemi.
Umræðan að undanfómu kahar á þessar breytingar.
Ehert B. Schram
„Áður en farið var að verötryggja vexti i kringum 1980 störfuðu bankar eins og líknarstofnanir sem útdeila
gjafakorni," segir greinarhöfundur.
Þegar bankinn
gef ur peningana
Áður en farið var að verðtryggja
vexti í kringum 1980 störfuðu bank-
ar eins og líknarstofnanir sem út-
deila gjafakomi: Þeir gáfu útvöld-
um peninga. Að fá lán var hin
æðsta sæla vegna þess að lánin
borguðu sig sjáif með hjálp verð-
bólgunnar. Menn slógu banka-
stjóra um árslaun og borguðu meö
vikukaupi þremur árum seinna og
allir voru kvittir.
Þetta var náttúrlega hagstætt
kerfi öllum öðrum en þeim sem
voru svo vitlausir að geyma fé sitt
í banka og til er mörg raunasagan
um sveitamanninn sem lagði and-
virði alls síns bústofns inn á spari-
sjóðsbók, tvö hundruð ær, loðnar
og lembdar, en þegar til átti að taka
dugðu þær bara fyrir einum
skammti af súpukjöti í sunnudags-
matinn.
- Nú á svo að heita að þetta sé
liðin tíð og enginn mælir henni bót.
Nútímaútgáfan:
afskriftir lána
En getur verið að þetta kerfi sé
ennþá við lýöi undir nafninu „af-
skriftir lána“? Eins og fram hefur
komið í fréttum aö undanfömu af-
skrifa bankamir útlán upp á mörg
þúsund milljónir á hveiju ári.
Þann reikning verður síðan þjóð-
in aö borga; síðasta redding kostaði
hverja fjölskyldu í landinu um sjö-
tíu þúsund kall. Og þó að lánin
hafi verið „afskrifuð" merkir það
ekki að peningamir séu horfnir.
Þeir eru þarna einhvers staöar,
þeir hafa verið bornir út úr bank-
anum og afhentir einstaklingum
og stjómm fyrirtækja. Það þarf
Kjal]ariim
Einar Kárason
rithöfundur
bara aldrei að borga þá aftur, í því
felst „afskriftin".
Og það sem meira er: yfir því
hvílir fullkomin bankaleynd hverj-
ir njóta þessara afskrifta. Venjuleg-
ir þrælar, sem ekki standa í skilum,
eru boðnir upp og hengdir út í Lög-
birtingablaðinu. En fáirðu „afskrif-
að“ veit enginn hver þú ert. Menn
geta reynt aö hringja í bankann og
spyxja hvert þessar afskriftir hafi
farið en við því fást engin svör.
Upplögð kjarabót
Það eitt er vitað að það er af og
frá að allt hafi þetta horfið í gjald-
þrotum ógæfusamra fyrirtækja.
Oft hvað það kallað „fiárhagsleg
endurskipulagning". Hún felst að-
allega í því að lánardrottnar falla
að verulegu leyti frá sínum kröf-
um.
„Nauöasamningur" er annað
kurteislegt nafn yfir gjafir bank-
anna. Er ekki hægt að komast inn
í þetta kerfi með einhveiju móti?
Getur ekki Húsnæðisstofnum farið
að bjóöa svona kjör? Það þyrfti
ekki einu sinni að fréttast, banka-
leyndin sæi til þess.
Væri þaö ekki kærkomin fiár-
hagsleg endurskipulagning fyrir
launaþræla þessa lands að fá af-
skrifaöar að mestu leyti sínar
skuldir? Og ef sjóðimir tæmdust
þá gæti ríkisstjómin alltaf skotið á
neyðarfundi og bjargað málunum.
Einar Kárason
„Og þó aö lánin hafi verið „afskrifuö“
merkir það ekki að peningamir séu
horfnir. Þeir eru þarna einhvers stað-
ar, þeir hafa verið bomir út út bankan-
um og afhentir einstakhngum og stjór-
um fyrirtækja.“
Skoðaiúr annarra
Viðbrögð gegn of beldi
„Þær spurningar vakna hvers viröi það helga
tjáningarfrelsi, sem við sem teljum okkur til þróaðra
lýðræðisþjóða hælum okkur af, sé þegar það er not-
aö til þess að sýna linnulaust ofbeldi og afbrigðilegan
óþverraskap bæði í sjónvarpi og á myndböndum.
Fréttir berast af því að í Bretlandi og Bandaríkjunum
kalli þetta nú á viðbrögð og vonandi verður fram-
hald þar á. Æ fleiri em nú að vakna til umræðu um
þessi mál.“ Úr forystugrein Tímans 21. apríl
Markaðurinn
eyrnamerktur smæðinni
„Það má ganga út frá því sem vísu, sama hvaöa
aðferð er lögð til hliðsjónar við útreikning á hluta-
bréfavísitölu hér, að smæð hins íslenska hlutabréfa
markaðar mun alltaf setja svip á útkomuna. Sú stað-
reynd hvað viðskiptin eru lítil endurspeglast þar.
Það er síðan ekki til að einfalda málið hve lítil fylgni
er á milli vísitalnanna þriggja sem nú em birt-
ar... Æskilegast væri að þeir aðiiar, sem að íslensk-
um hlutabréfamarkaði standa, sæju sér hag í því að
sameinast um eina hlutabréfavísitölu í stað þess að
keppast við aö hafa „sína“ vísitölu ööruvísi en ann-
arra. Það er erfitt að sjá hvaða hagsmunum slík
stefna þjónar." HKF í viðskiptabl. Mbi. 22. apríl
Ekki hömlulaust frelsi
„Það er hins vegar undarlegur skilningur á tján-
ingarfrelsi að það frelsi firri menn ábyrgð þeirra
orða sem þeir láta falla í embættis nafni... Maður,
sem hefur axlað þá ábyrgö að gerast stjórnandi inn-
an tiltekinnar stofnunar, býr ekki lengur við hömlu-
laust frelsi í orðum og athöfnum þegar hann kemur
fram sem starfsmaður... Þetta hlýtur hver maður
að skilja. Þetta á við hvers konar fyrirtæki og stofn-
amr. Heimir Steinsson útvarpsstj. í Mbl. 22. apríl