Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1993 9 Utlönd Hvirfifbylurban- artíumannsí Oklahoma Ríkisstjóri Oklahotna bað um aðstoð þjóðvarðliðs eftir að hvirf- ilbylur hafði farið um svæði í Norðaustur-Oklahoma og orðið tíu manns að bana. Margir særð- ust. Bylurinn eyðilagði 140 heim- ili í Tulsa og nágrenni. Atburður- inn varð að kvöldi dags og áttu björgunarsveitir erfitt með að at- hiafna sig í myrkrinu. Allir þeir sem létust voru íbtiar í Tulsa. Stoliðúrfar- angri Kasparovs IMoskvu Öryggi er mjög ábótavant á Sheremetyevo flugveilinum í Moskvu og er algengt að heilmik- ið vanti í farangur farþega sem fara þar um. Síðasta fómarlamb þjófanna á flugvellinum er heimsmeistar- inn í skák, Garríj Ka- sparov. Þaö var móðir hans sem kærði stuldinn en húnvaraötaka á móti honum þar sem hann var að koma frá Helsinki, Sagði hún að í farangur hans vantaði ýmislegt, meðai annars æfingaskó og alls konar fatnað. Teknirmeð 70 kílóafheréíni Þrir Tælendingar voru á föstu- daginn handteknir við landa- mæri Tælands og Burma með 70 kíló af heróíni. Að sögn lögregl- unnar átti að koma heróíninu í verð á Vesturlöndum. Verðmæti þessa mikla raagns þegar það er komið á göturnar á Vesturlönd- um er nálægt þremur og hálfum milljarði íslenskra króna. Karlprinsefnir loforðsemhann gafmexíkönsk- umdreng Mexíkönskum dreng, sem bað Karl Breta- prins um aö hjálpa sér aö læra ensku, hefur orðiö aö ósk sinrn. Drengurinn, Jose Humberto Romano Jim- enez, 13 ára gamall, bar upp bón sína við Karl prins þegar hann í febrúar var að skoða ibúðar- blokkir sem Bretar byggöu í Gu- adalajara fyrir fómarlömb sprengingarinnar sem varð þar fyrir einu ári. Romero, sem á heima í einni blokkinni, hefur nú fengið að gjöf frá bresku krún- unni þriggja ára skólastyrk i góð- um skóla i Guadaiajara. Eiturgas verður fjórumaðbana Efnaverksmiðju á Ítaiíu hefur verið lokaö efiir að fjórir létust á laugardaginn þegar eitm*gas lak út í andrúmsloftið. Þrír þeirra sem létust voru starfsmenn en sá fjórði var björgunarmaður sem var ekki með gasgrímu. Allir ná- lægir íbúar voru fluttir á brott en fengu að fara aftur til síns heima að kvöldi dags. Fyrr um daginn höfðu margir kvartað yfir einkennilegri lykt i bænum Caravaggio en enginn gert sér grein fyrir hvað um var að vera fyrr en hjálparbeiðni kom frá verksmiðjunni. Beuter Bosníu-Serbar hafna friðaráætlun SÞ: Atök eru óumf lýjanleg Þing Bosníu-Serba samþykkti ein- róma í morgun aö hafna friðaráæti- un Sameinuðu þjóðanna í borgara- styrjöldinni í Bosníu. Fundurinn stóð í alla nótt. David Owen, sáttasemjari Evrópu- bandalagsins, sagði við brottíor frá Belgrad í morgun að átök milli Evrópu og Bosníu-Serba væru óumflýjanleg. Hann sagði fréttamönnum að hann gæti ekki útilokað beitingu hervalds innan reglna SÞ um friðargæslu. Mjög hart var lagt aö fulltrúum á hinu sjálfskipaða þingi að fallast á friðaráætlunina sem skiptir Bosniu upp í tíu sýslur eftir þjóðarbrotum. Þrýstingurinn kom bæði frá júgó- slavnesku sambandsstjóminni, sem lýtur forustu Serba, og frá samfélagi þjóðanna. Andstæðingar Bosníu-Serba úr röðum bosnískra Króata og íslams- trúarmanna hafa fallist á áætlunina. Ákvörðun Bosníu-Serba varö til þess að nýjar efnahagslegar refsiaö- gerðir sem Öryggisráö SÞ samþykkti gegn Júgóslavíu ganga í gildi klukk- an fjögur í fyrramálið aö íslenskum tíma. Þeim er ætlaö aö einangra Serbiu og Svartfjallaland enn frekar á alþjóöa vettvangi. Hertar refsiaðgerðir SÞ banna alla vöruílutninga um Júgóslavíu, inn- stæöur júgóslavneska ríkisins í er- lendum bönkum eru frystar, skipa- ferðir um Dóná og í Adríahafi eru stöðvaðar og þeir sem brjóta við- skiptabannið eiga von á þungum refsingum. Reuter David Owen. Þadsést langEir leiðir að ég slappa ékki af fyrrenbúiöer aödiaga í Víkingalottöi á niiövikndagiim! Náðu þér í Víkingalottóseðil og framvísaðu honum á næsta sölustað íslenskrar getspár fyrir kl. 16 á miðvikudaginn. Röðin kostar aðeins 20 krónur. Dregið verður í Víkingalottói, stærsta lottópotti á Norðurlöndum, í sameiginlegri útsendingu á báðum sjónvarpsstöðvunum kl. 19.50 á miðvikudaginn kemur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.