Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Blaðsíða 22
MÁNUDAGUR 26. APRlL 1993 22 Renault 19 RTI - 1993 ek. 12.000, topplúga, álfelgur, spoiler, rafdrifnar rúður og fjarstýrðar samlæsingar o.fl. Upplýsingar í síma 676833 og 675127 eftir kl. 7. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð 93004 Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að klæða veggi stöðvarhúss Skeiðsfossvirkjunar í Fljótum. Innifalið í verkinu er að endurnýja glugga og hurðir og gera við skemmdir á múrhúðun. Sömuleiðis er innifalin smíði þakbrúna á húsið. Þá er innifalið í verkinu að steypa undirstöður og olíuþró undir spenna og rofa í spennivirki stöðvar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins við Suðurgötu 4, Siglufirði, Ægisbraut 3, Blönduósi, og Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með mánudeginum 26. apríl 1993 gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu RA- RIK, Suðurgötu 4, Siglufirði, fyrir kl. 14.00 föstudag- inn 7. maí 1993 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Tilboðin skulu vera í lokuðu umslagi merktu: RARIK 93004 Skeiðsfossvirkjun. HVÍTUR STAFUR TÁKN BLINDRA í> UMFERÐ FATLAÐRA VIÐ EIGUM SAMLEIÐ ||UMFERÐAR Aukablað Hús og garðar Miðvikudaginn 5. maí nk. mun aukablað um hús og garða fylgja DV. Efrji blaðsins verður mjög Qölbreytt. Má þar nefna t.d. notkun timburbjálka í beð, nátt- úrugijót og vegghleðslur, ánamaðkafram- leiðslu, tré og runna í stærri steinhæðir, flöskugarða, afskorin blóm, samplöntun, umpottun og hirðingu stofublóma, hellu- lögn o.fl. o.fl. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýs- ingadeild DV, hið fyrsta í sima 63 27 22. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 29. apríl. ATH.! Bréfasími okkar er 63 27 27. Meiming Sýningin Erro i norden hlýtur 2 !/2 milljón í styrk: Ný verk sem Erró hef ur málað fyrir Errósaf nið á KorpúKsstððum - samstarfsverkefni fimm norrænna listasafna Búið er að úthluta styrkjum úr Norræna menningarsjóðnum. Til út- hlutunar voru 6,7 milljónir danskra króna eða 67 milljónir íslenskra króna. Þrír íslenskir umsækjendur hlutu styrk, Söngsveitin Fílharmón- ía (500.000 kr.), samtökin Heimili og skóli (50.000 kr.) og sýningin Erro i norden sem hlaut einn hæsta styrk- inn, 2.500.000 krónur. Sýning þessi er samstarfsverkefni listasafna á Norðurlöndum og að miklu leyti út- búin hér á landi en verkin koma frá París. Gunnar Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða, hefur veg og vanda af sýningu þessari og sagði hann aö um væri að ræða að stórum hluta verk sem Erró málaði sérstaklega fyrir Errósafnið á Korpúlfsstöðum: „Þessi sýning er mjög umfangs- mikil og gerð í samvinnu við íjögur norræn listasöfn í Skandinavíu. Sýn- ingin verður opnuð 19. júní í Charl- ottenborg í Kaupmannahöfn, síðan hggur leiðin með sýninguna til Finn- lands, Svíþjóðar og verður endað í Noregi. Stór hluti af þessari sýningu er myndir sem Erró málaði sérstak- lega fyrir Erró-safnið á Korpúifsstöð- um. Þarna er um að ræða verk úr listasögunni, pólitískar myndir og vísindaskáldsögumynd. Listasagan er átta'myndir sem sýna heimsfræga listmálara. Málaði Erró þessar myndir sérstaklega fyrir eitt her- bergið á Korpúifsstöðum. Póhtísku myndirnar eru meðal annars ein af AUente og um endurreisn nasism- ans. Vísindaskáldskapurinn er eitt verk og er það rúmir þrettán metrar á lengd. Þessar myndir hafa ekki verið sýndar áður. Erró málaði þær aðallega í fyrra og hafa þær verið í geymslu í París. Þegar yfirreiðinni um Skandinavíu lýkur í byrjun næsta árs kemur sá hluti myndanna, sem á að fara til varðveislu á Errósafninu, til íslands og verða þær sýndar þegar safnið verður opnað en væntanlega verða teikningar af safninu kynntar í vik- unni. Gunnar sagði að umsókn um styrk úr Norræna menningarsjóðnum hefði fengið mjög jákvæðar undirtek- ir og upphæðin væri sönnun þess, en þetta er helmingur af fyrirhuguð- um kostnaði við sýninguna. -HK Um næstu helgi frumsýnir Þjóðleikhúsið gamanleikritið Kjaftagang eftir Neil Simon. Þýðingu gerði Þórarinn Eld- járn. Höfundur lætur verkið gerast í New York en í islensku leikgerðinni gerist leikritið á heimili ungs athafnamanns á Seltjarnarnesi. Leikstjóri er Finninn Asko Sarkola, einn kunnasti leikhúsmaður á Norðurlöndum. Á myndinni eru nokkrir leikaranna, talið frá vinstri: Pálmi Gestsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, örn Árnason, Tinna Gunn- laugsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. OV-mynd ÞÖK Guðný og Peter í Óperunni Guðný Guðmundsdóttir fiðluleik- ari og Peter Maté píanóleikari koma fram á tónleikum í íslensku óper- unni á morgun. Á efnisskrá þeirra verða verk eftir Beethoven, Hafhða Hallgrímsson, Tartini, Tsjajkovsky og Sarasate. Eru tónleikamir haldnir á vegum Styrktarfélags íslensku óperunnar. Guðný hefur um langt skeið verið meðal fremstu tónlistarmanna á ís- landi. Hún starfar nú sem konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar ís- lands og hefur komið fram sem ein- leikari með hljómsveitinni, síðast í fyrra í fiðlukonsert Elgars. Peter Maté er fæddur í Tékkósló- vakíu. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika sem einleikari og í samleik í heimalandi sínu og mörg- um öðrum löndum Evrópu. Á und- anfómum ámm hefur Peter Maté unnið til ýmissa verðlauna fyrir píanóleik sinn á alþjóðlegum tónhst- arhátíðum. Hann hlaut mikið lof fyr- ir leik sinn í píanókonsert nr. 1 eftir Tsjajkovsky með Sinfóníuhljómsveit íslands síðasthðið vor. Frá 1990 hefur Peter Maté starfað sem tónlistar- kennari á Stöðvarfirði og í Breiðdals- vík. -HK Markús Örn Antonsson borgarstjóri og Margrét Theódórsdóttir, fulltrúi skólamálaráðs, ásamt verðlaunahöfunum Friðriki Erlingssyni og Hilmari Hilmarssyni. DV-mynd ÞÖK Friðrik og Hilmar hlutu barnabókaverðlaun Friðrik Erlingsson hlaut Bama- bókaverðlaun skólamálaráðs Reykjavíkur fyrir bók sína, Benjam- ín dúfu, en sú bók kom út í fyrra hjá Vöku-Helgafelli. Benjamín dúfa, sem fjallar um drengi sem em aö alast upp í Reykjavík, fékk mjög góða dóma hjá gagnrýnendum í fyrra. Einnig voru veitt verðlaun fyrir þýð- ingu á barnabók. Fékk þau Hilmar Hilmarsson fyrir þýðingu sína á Maj darling eftir Mats Wahl. Borgarstjór- inn í Reykjavík, Markús Örn Antons- son, afhenti verðlaunin aö viðstödd- um gestum í Höföa síðasta vetrardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.