Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL1993 Fréttir Kartöflubændur skikkaðir til að greiða í úreltan matssjóð: A að fjármagna Ivfeyri ekkju og embættismanns - milliliðakerfið hirðir á fimmta tug milljóna úr kartöflubeðum landsins Kartöflubændur eru látnir greiða 1 prósent af afurðarverði inn á sér- stakan matssjóð. Sjóðnum var komið á haustið 1987 var átti að fjármagna laun yfirmatsmanns garðávaxta sem landbúðaðarráðherra skipaði. Sam- kvæmt reglugerð á Ríkisendurskoð- un að fara yfir fjárreiður sjóðsins. Enginn matsmaður er nú starfandi enda hefur ekkert opinbert mat farið íram á kartöfluuppskeru síðan verð á kartöflum var gefið frjálst 1990. Tveir menn gegndu stöðunni áður, fyrst Eð- vald Malmquist en við lát hans tók Agnar Guðnason við stööunni. Samkvæmt heimildum DV ríkir mikil óánægja meðal bænda með að vera neyddir til að greiða í sjóðinn vegna mats sem ekki fer fram. Hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins hafa hins vegar fengist þau svör að iðgjaldið fari í að fjármagna eftir- launagreiðslur til ekkju Eðvalds og Agnars. Þá eru bændur ekki síður óánægðir með að Ríkisendurskoðun hefur ekki fengið neitt að vita um sjóðinn eða fjárreiður hans. Alls eru starfandi um 100 kartöflu- bændur á íslandi, einkum í Þykkvabæ, Eyjafirði og á Höfn. Upp- skeran er milli 14 og 16 þúsund tonn en þar af fara einungis um 10 þúsund tonn á markað. Miðað við að kart- öflubændur fái um 60 krónur fyrir kílóið má gera ráð fyrir að fram- leiðsluverðmæti uppskerunnar sé allt að 900 milljónir. Samkvæmt því eru kartöflubændur kraíðir um allt að 9 milljónir á ári fyrir kartöflumat sem ekki á sér stað. Ýmis önnur gjaldtaka leggst á framleiðendur og seljendur kart- aflna. Af verði framleiðenda fara ríf- lega 2 prósent til Búnaðarmálasjóðs sem deilir upphæðinni upp á milli Stéttarsambands bænda, Fram- leiðsluráðs og Búnðarfélagsins. Þá renna 2 prósent af heildsöluverðinu til Stofnlánadeildar landbúnaðarins í Búnaðarbankanum í formi svokall- aðs neytenda- og jöfnunargjalds. Samkvæmt þessu er Ijóst að milh- liðakerfi landbúnaðarins hirðir ár- lega á fimmta tug milljóna úr kart- öflubeðum landsins. -kaa Framieiðsluráö: „Okkur hefur verið uppálagt aö innheimta þetta matsgjald. Land búnaöarráðuneytið fékk hins vegar fonnlegt erindi frá okkur í ágúst þar sem farið var fram á að reglugerðin yrði numm úr gildi. Mér vitanlega hefur hins vegar engin hreyflng verið á mál- inu,“ segir Jóhann Olafsson, full- trúi híá Framleiðsluráði land- búnaðarins. Að sögn Jóhanns hafa margir kartöfluframleiðendur kvartað til Framleiðsluráðs yfir inn- heiratu matsgjaldsins enda bendi þeir réttilega á að ekkert mateigi sér stað. Þá geti þaö vart talist eðlilegt að matssjóöur Qármagni eftirlaunaskuldbindingar ríkis- starfsmanna á borð yfirmats- manns garðávexta. Sem skipaðir embættismenn hljóti þeir að eiga rétt á greiðslu úr Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna. . Jóhann segir kartöflubændur upp til hópa vera í miklum van- skilum með sjóðagjöld sín. í van- skilum séu tugir milljóna. Hann segir nær ógerlegt að beita hluta- félög hörku því þá lýsi þau sig einfaldlega gjaldþrota. Flest séu þau eignalitil og mjög skuldug. Auðveldara sé aö eiga við ein- staklinga í röðum bænda því gera megi lögtak i jörðum þeirra, -kaa LeiWélag Akureyrar: varráðinn Oyifi Krisgánflson, DV, Akureyri: Viðar Eggertsson hefur veriö ráðinn næsti leikhússtjóri Leikfé- lags Akureyrar og er ráðning hans til þriggja ára. Viðar var valinn úr hópi 8 um- sækjenda. Hann hefur áður starf- að hjá LA því hann var fastráðinn leikarí hjá félaginu 1978-1980. Þá hefur hann leikstýrt þar nokkr- um leikritum. Viðar mun nú þeg- ar hetja undirbúning næsta leik- árs hjá LA en Signý Pálsdóttir, núverandi leikhússtjóri, lætur af því starfi í júní. .- Jóhannes Guðmundsson er útlærður einkaþjónn frá Bretlandi. Hann segir að einkaþjónar sjái um allt milli himins og jarðar. Þeir fari út að hjóla með börnunum og skipuleggi stórveislur - allt eftir þörfum. DV-mynd ÞÖK íslenskur „buti.er“ nýkominn úr námi hjá veislustjóra Bretadrottningar: Kaupir nærföt á frúna og sér um veislurnar - kvikmyndastjömur, viðskiptajöfrar og uppar ráða til sín einkaþjóna „Þetta er mjög spennandi starf og mikil vinna. Einkaþjónninn sér um allt sem viðkemur húshaldi. Viö fengum nokkra einkaþjóna í heim- sókn til okkar í skólann til að lýsa starfinu. Þeir sögðust sjá um allt milli himins og jarðar, allt frá því að fara út að hjóla með krökkunum og kaupa nærföt á frúna upp í það að sjá um öll matarboð, taka á móti gest- um og skipuleggja ferðalög. Einka- þjónamir sjá alveg um húsið, öll inn- kaup og allar breytingar innanhúss. Ef það á að mála sjá þeir um það,“ segir Jóhannes Guðmundsson, fyrsti íslendingurinn sem er útlærður „butler", eða einkaþjónn, frá Bret- landi. „Eftirspurnin eftir einkaþjónum hefur aulcist undanfarin ár. Um 1970 voru aðeins örfáir einkaþjónar starf- andi í Bretlandi. Nú eru um 70-80 einkaþjónar starfandi þar og fleiri í öðrum löndum. Það koma allra þjóða kvikindi í skólann og þeir sem eru með skírteini frá skólanum upp á vasann ganga fyrir í vinnu mjögvíöa. Það er einkum efnameira fólk sem vill ráða til sín einkaþjóna; kvik- myndastjörnur, viðskiptajöfrar og ungt fólk á uppleið," segir hann. Jóhannes er nýkominn heim af sex vikna námskeiði í skóla Ivors Spen- cers, veislustjóra drottningar, í Lundúnum. „Spencer er „toast mast- er“, nokkurs konar veislustjóri drottningar. Ef þaö er einhver stór- veisla í höllinni stjómar hann henni. Hann gengur um í rauðum jakka og tilkynnir ef einhver vill skála,“ segir Jóhannes. Virtur skóli „Spencer hefur stjórnað um eitt þúsund opinberum veislum í höll Bretadrottningar síðustu 30 árin og er enn að.“ Skólinn í Lundúnum heitir Ivor Spencer’s International School for Butlers, Administrators and Person- al Assistants og er mjög virtur. Tvö til þrjú námskeið em haldin í skólan- um á hverju ári og em átta til tíu nemendur á hveiju námskeiði. Ætl- ast er til að nemendur hafi einhverja undirbúningsmenntun og reynslu, til dæmis sem þjónar, áður en þeir koma í skólann. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra. Jóhannes segir að skólinn sé mjög vel kynntur og njóti talsverðrar virð- ingar. Til dæmis um það nefnir hann að jarlinn af Glostri hafi auglýst eftir einkaþjóni nýlega. „Þrír sóttu um en sá sem var með skírteini frá skólan- um fékk starfið - hinir máttu fara,“ segir hann. -GHS Stuttar fréttir Sumarþing æskilegt Jón Baldvin Hannibalsson telur æskilegt að Alþingi starfi út mai til að afgreiða breytingar á sjáv- arútvegsstefnunni. Ríkisstjórnin; ræddi máhö í morgun. Dýrar bcranir Lögreglufélag Reykjavíkur hef- ur boðið Reykjavíkurborg jarð- hitaréttíndi i Hvammsvík til kaups. Tíminn hefur eftir for- marrni félagsins að boranir eftir vatni hafi rey nst félaginu of dýrar. FundurhjáASi Stóra samninganefnd ASÍ kem- ur saman til fundar á morgun. Ræða á stöðu samningamála og framhald viðræðna viö VSÍ. Um 2 þúsund símar í Reykjavík hafa verið tengdir nýrri staf- rænni símstöð, skv. frétt Mbl. Númerin verða áfram 5 stafa. Kaupfélag Steingrímsíjarðar á Hólmavík skilaði 12,5 milljóna króna hagnaði á síðasta árí. Velta síðasta árs var 821 milljón. Risakónuguló hefur komið sér fyrir i beitingaskúr á Djúpavogi. Samkvæmt Mbl. er kóngulóin 2,5 sm á lengd og 1,5 sm á breidd. Rússneskt útgerðarfyrirtæki á Kamtsjatka hefur samið um kaup á frystihúsi fyrir vinnsluskip af fyrirtækinu Icemac í Reykjavík fyrir um 200 milljónir króna. RÖV segir tugi manna fá vinnu við framleiðsluna. Leigan of há í Kringiunni Leigutakar í Kringlunni vilja að gerðar verði breytingar á leigukjörum í húsinu. Að sögn Mbl. hafa þeir að undaniornu aíl- að sér upplýsinga um veltubreyt- ingar aftur í tímann. Samræmdu prófin búin Samræmdum prófum í 10. bekkjum grunnskólanna lýkur í dag. Búast má við að tæplega 4 þúsund netnendur bekkjanna geri sér dagamun í tilefni þessa. Erfitt að selja saítfisk Salfiskverkendur eiga í miklum erfiðleikum á erlendum mörkuð- um vegna mikilla verðlækkana og tollahækkana í Evrópu. Mbl. hefur eftir Magnúsi Gunnars- syni, formanni SÍF, að algjör óvissa ríki um hvenær tollar Evr- ópubandalagsins lækki. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.