Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Hver sagði það? Sérfræðingur SjáLfstæðisflokksins í frjálshyggju hefur lengi verið Hannes H. Gissurarson, sem er starfsmaður ríkisháskóla og fær til viðbótar ýmsar greiðslur af borði opinberra stofnana, er styrkja hann til ritstarfa og kaupa þar á ofan af honum hundruð eintaka ritsmíðanna. Því er haldið fram, að Hannes geti ekki verið mál- svari frjálshyggju, þar sem hann sé dæmigerður kerfis- karl, er hafi bæði atvinnu sína og bitlinga hjá stofnunum hins opinbera. Með þessu er verið að rugla saman að- stöðu manna í núinu og skoðunum þeirra á framtíðinni. í frönsku byltingunni voru ýmsir helztu talsmenn þriðju stéttar sjáífir af fyrstu og annarri stétt. Þeir voru aðalsmenn, sem höfðu hugmyndafræðilega og póhtíska forustu fyrir tilraunum borgarastéttarinnar til að fá af- numin aldagömul fríðindi og forréttindi aðals og klerka. Algengt er, að þeir, sem harðast ganga fram í þágu hagsmuna hinna lægst launuðu og annarra þeirra, sem verst eru settir í þjóðfélaginu, séu sjálfir hálaunaðir. Það gerir þá alls ekki vanhæfa, heldur veitir þeim frelsi til að hafa víðsýnar og sjálfstæðar skoðanir á þjóðmálum. Þannig geta helztu talsmenn samtaka láglaunafólks sjálfir verið hálaunamenn. Þeir geta samt verið þeirrar skoðunar, að launamunur í þjóðfélaginu sé of mikill. Þeir geta samt unnið af alefli að minnkun þessa launa- munar í þágu skjólstæðinga sinna í stéttarfélögunum. Auðvitað getur verið, að hátekjur svonefndra verka- lýðsrekenda valdi því, að þeir missi sambandið við raun- veruleika hins almenna félagsmanns og verði vanhæfir til starfa. En það getur líka verið, að þeir séu svo hæfir, að borga þurfi þeim vel til að halda þeim í starfi. Það er mál stéttarfélaganna, hvemig þau mæta þessu tvíeggjaða ástandi, sem felst í, að annars vegar þurfa þau að borga góðum mönnum há laun til að halda þeim og hins vegar að taka áhættuna af, að smám saman kunni hálaunin að grafa undan getu þeirra til að standa sig. íslendingar eiga erfitt með að skilja þetta. Fólk á erf- itt með að greina á milli skoðana og verka manna ann- ars vegar og stöðu þeirra í lífinu hins vegar. Ef eitthvað er sagt af viti, er ekki htið á innihald þess, heldur er spurt: Hver sagði það og hvers vegna sagði hann það? Efagjamar spumingar af slíku tagi eiga auðvitað rétt á sér, en þær mega ekki stjóma viðhorfum fólks til skoð- ana og verka. Þegar Hannes H. Gissurarson talar eða skrifar, eiga menn fyrst og fremst að meta innihaldið, en ekki þrjózkast við að horfa á kerfiskarlinn sem talar. Þetta er alveg eins og þegar ritstjóri styður málstað htilmagnans, þá er nærtækara að líta á innihald textans en horfa á há laun ritstjórans. Eins og ritstjórinn nýtur þess, að flestir horfa aðahega á innihaldið, eiga orð og gerðir Hannesar og verkalýðsrekenda að njóta hins sama. Fijálshyggja er merkilegt kenningakerfi, sem er raun- ar einn af homsteinum vestrænnar siðmenningar. Marg- ir telja, að okkur muni famast enn betur, ef við færum meira eftir kenningum frjálshyggju og markaðsstefnu og útfærðum þær á fleiri sviðum en gert hefur verið. Þegar fijálshyggja og markaðshyggja em til umræðu, ber mönnum að hta á efnisatriði málsins, þar á meðal öfluga rökhyggju hennar og góða reynslu Vestur- landabúa af henni. Hitt skiptir nánast engu máh, hvort einn talsmanna hennar sé sjálfur í opinbera geiranum. Almennt hefðu íslendingar gott af að gera skarpari mun á skoðunum og verkum annars vegar og hins vegar á persónum og margvíslegu hlutskipti þeirra í lífinu. Jónas Kristjánsson Ir&átrefg*. MÁLKÆKTx MAURÆKT: MAUMEKT< MALKÆKZ VifífiiiBÖK .\éttritan .Stofnunin annast útgáfu og dreifingu á náms- og kennslugögnum án endurgjalds til nemenda og kennara Fundið fé í ráðuneyti Námsgagnastofnun er útgáfufyr- irtæki á vegum hins opinbera sem snertir hvert einasta íslenskt grunnskólabam. Stofnunin annast útgáfu og dreifingu á náms- og kennslugögnum án endurgjalds til nemenda og kennara í öllum grunnskólum landsins. Hún sér nemendum með sérkennsluþarfir fyrir námsgögnum. Stofnunin framleiðir, kaupir og lánar mynd- bönd til notkunar í skólum og hún annast kynningar- og fræðslustarf fyrir skólastjómendur, kennara, o.fl. Þjóðin gæti aðhalds en ... Á þeim vetri sem nú er að líða hafa málefni Námsgagnastofnunar öðru hvom verið til umíjöllunar í fjölmiðlum. Þar kemur m.a. til að stefna núverandi ríkisstjómar hef- ur verið sala ríkisfyrirtækja og aðhald í ríkisfjármálum. Um þess- ar mundir er verið að afhenda Kennslumiðstöö Námsgagnastofn- unar til Kennaraháskóla íslands og fyrirhuguð er sala á Skólavöm- búð. Að auki hefur stofnunin veriö hvött til aðhalds í rekstri eins og aðrar ríkisstofnanir og framlög til hennar lækkuðu um 14% á milli ára 1992-1993. Niðurskurðurinn þýðir einfaldlega að það dregur úr framleiðslu námsgagna, verkefn- um seinkar og hætta verður við önnur. Og endumýjun á úreltu námsefni dregst úr hömlu. Á aðhalds- og niðurskurðartím- um sem þessum getur þjóðin reynst viðkvæm fyrir því ef einstakir aðil- ar fá aðgang að almannafé utan við settar reglur. Þannig bmgðust ýmsir ókvæða við þegar fréttist að í menntamálaráðuneytinu hefði KjaUaiinn Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur og áheyrnarfulltrúi foreldra í SAMFOK í stjórn Námsgagnastofnunar fundist fé til að greiða ríkasta kvik- myndagerðarmanni landsins, Hrafni Gunnlaugssyni, fyrir sýn- ingarrétt á þremur kvilönyndum hans í íslenskum gmnnskólum. .. .einkavinum hyglað Á sama tíma og stjóm Náms- gagnastofnunar var knúin til að velta fyrir sér hverri krónu og klípa af fjármunum sem ætlaðir voru í mikilvæg verkefni fyrir skóla- krakka eins og t.d. nýtt námsefni í íslensku vom einkavini forsætis- ráðherra afhentar um 8 milljónir króna út um bcikdyrnar í mennta- málaráðuneytinu í hennar nafni. Ekkert samráð var haft við stofn- unina um þessa ráðstöfun og að- eins ein myndanna þriggja getur nýst við bókmenntakennslu með sama hætti og fyrri myndir sem ráðuneytið hefur keypt fyrir hönd Námsgagnastofnunar. Hvernig menntamálaráðherra hugsar sér að hinar myndimar nýtist við kennslu í skólum landsins hefur ekki verið látið uppi. Og undarleg er sú leynd sem hvildi yfir þessum myndakaupum. Það teljast varla eðlilegir stjórn- arhættir í lýðræðisþjóðfélagi að ráðherra sé með þessum hætti með puttana í því sem flokkast undir sérsvið sjálfstæðra stofnana ríkis- ins. En það er einkennandi fyrir heimilislega íslenska stjórnmála- spillingu þar sem drengskapar- mennirnir með hreinu skildina gera hver öðmm greiða á kostnað almennings í landinu. Steinunn Jóhannesdóttir „Þaö teljast varla eðlilegir stjómar- hættir í lýðræðisþjóðfélagi að ráðherra sé með þessum hætti með puttana í því sem flokkast undir sérsvið sjálfstæðra stofnana ríkisins.“ Skoðanir annarra Vottur um aðlögunarhæf ni „Furðulegt er að t.d. aðilar vinnumarkaöarins skuli enn róa á mið ríkissjóðs í leit að kjarabótum. Sama máh gegnir um forsvarsmenn opinberra starfsmanna, sem ekki vilja gera kjarasamninga við stjómvöld af því að þeir óttast samdrátt í neyzl- unni... Viðbrögð heimila og fyrirtækja við krepp- unni, sem einkennt hefur efnahagslíf okkar undan- farin ár, bera vott um aðlögunarhæfni og gefa góðar vonir um að okkur takist aö vinna okkur hraðar upp úr kreppunni þegar ástæöm- batna að nýju en ella hefði orðÍð.“. Úr forystugrein Mbl. 24. apríl Allt í f ína f rá Kína? „Sagnfræðingar létu fyrst bjóöa sér í heimsókn og nú matarboð eins og ekkert sé... Hef ég fyrir satt að þeim sem fóm í sendiráðið hafi verið uppá- lagt af „skemmtinefndinni“ að minnast ekki á kín- versk stjómmál og mannréttindi... Hefðu stúdent- arnir haft sómatilfinningu til að spyrja fulltrúa kín- versku stjórnarinncir um afdrif þeirra stúdenta sem mótmæltu á Friðartorginu, um lýðræði og frelsi í Kína, þá hefði þessi ferð hugsanlega verið veijandi. en sagnfræðinemarnir kusu annað - þeir kusu að þegja!" Kjartan Emil Sigurðsson stjórnmálafræði- nemi i 5. tbl. Stúdentabl. Fremri Attali? „í raun ætti fátt af fréttunum af Attah að hneyksla okkur íslendinga. Viö emm þaulvön sam- bærilegum dæmum.....í frétt blaðsins um Seðlabank- ann kemur meðal annars fram að Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabankans, greiddi helmingi meira fyrir hvem fermetra í seðlabankahúsinu en Attah borgaði fyrir fermetrann í höh Endurreisnarbank- ans. Kostnaðurinn við þá höh hefur þó nægt öUum Evrópubúum tU hneykslunar." Úr forystugrein Pressunnar 21. april

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.