Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 25 Fréttir Leikhús Pramma rak upp í fjöru - reynt að ná honum á flot 1 dag Malarflutningapramma rak vélar- vana upp í stórgrýtta íjöru á Skaga- strönd klukkan rúmlega fjögur í gær. Pramminn, sem notaður hefur verið til malarflutninga við höfnina á Blönduósi, var á leið þaðan þar sem hann gat ekki legiö við bry ggj u vegna suðvestanhvassviðris. Þá komst kað- all í skrúfuna með þeim afleiöingum að prammann rak upp í fjöruna. Tveir menn, sem voru um borð, reyndu að kasta út ankeri til að forð- ast að pramminn strandaði en án árangurs. Mennimir komust í land án teljandi vandræða og aðstoðuðu við að binda prammann fastan til að forða honum frá þvi að lemjast í gijótinu í fjöruborðinu. Bátar gátu ekki athafnað sig á vettvangi í gær vegna sjógangs og brims. Freista átti þess að ná prammanum á flot á flóði í gærkvöldi en vind hafði ekki lægt nógu mikið. Pramminn, sem að sögn lögregl- unnar á Blönduósi er ekki mikið skemmdur, hggur nú í fjörunni og á að gera tilraun til að ná honum út á flóðiídag. -pp Sjálfboðaliðar og slökkviliðsmenn að berjast við sinueldinn við Sjúkrahus Suðurlands. DV-mynd Kristján Selfoss: Logandi sígaretta kveikti í sinunni Kristján Einarssan, DV, Selfossi; Sinubruninn mikh við Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi í síðustu viku var ekki af völdum tveggja drengja eins og sagt var í baksíðufrétt DV 23.apríl. Það var hins vegar fuhorð- inn maöur sem fór óvarlega með vindhng og varð þannig valdur að fyrmefndum eldi. Hann hefur haft samband við for- ráðamenn sjúkrahússins og beðist afsökunar á þessum verknaði sínum. Maðurinn hafði kastað frá sér vindl- ingi í þurrt grasið og örskömmu síð- ar gaus upp ótrúlegur eldur sem barst um aha sinuna við sjúkrahúsið. í samtah fréttaritara DV við lög- regluna brunadaginn kom fram að ekki langt frá sjúkrahúsinu hafði verið kveiktur sinueldur á sama tíma af þeim drengjum sem um ræðir. Lögreglan taldi að þeir hefðu einnig orðið valdir að sinubrunanum við sjúkrahúsið en svo var ekki. Um tíma var ráðgert að rýma aht húsið sem fyhtist af reyk vegna þess að ekki tókst að slökkva á loftræsti- kerfinu í tæka tíð. Tijálundur norð- an við húsið er talinn ónýtur. Leita að bátnum þegar veður leyfir „Við fórum út á sunnudaginn th að leita að bátnum en veðrið var svo vont að við snerum við. Við ætlum að fara út aftur strax og veður leyfir og leita þá skipulegar að bátnum. Við eigum að geta fundið hann og náð honum upp en það er bara langt og tímafrekt verkefni," segir Sófus Sig- þórsson, einn eigenda plastbátsins sem sökk 500 metra frá landi á laug- ardag. Sófús var búinn að eiga bátinn ásamt tveimur félögum sínum í mán- uð þegar hann sökk. Einn fjórmenn- inganna fór með lögreglu í gær í íjör- una á Geldinganesi th að finna föt og björgunarvesti sem þeir köstuðu af sér þegar þeir komu í land eftir sundiðálaugardag. -GHS Æf ing var það Arrisulum íbúum í Kleppsholtinu brá í brún í morgun er þeir htu niður að Sundahöfn. Þar mátti heyra hróp og köh og sjá lögreglubíla með blikk- andi ljós. Ekkert var að óttast því þama var sérsveit lögreglunnar á æflngu eða víkingasveitin eins og hún nefnist í daglegu tah. -pp &W)l ÞJÓÐLEIKHÚSID Sími 11200 Stórasviðiðkl. 20.00. KJAFTAGANGUR eftir Neil Simon. Þýðing og staðfærsla: Þórarinn Eldjárn. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikmynd og búningar: Hlin Gunnars- dóttlr. Leikstjórn: Asko Sarkola. Leikendur: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Örn Árnason, Tinna Gunnlaugsdóttir, Pálmi Gestsson, Ólafia Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Ingvar E. Sig- urðsson, Halldóra Björnsdóttlr, Randver Þorláksson og Þórey Sigþórsdóttir. Frumsýnlng fös. 30. apríl kl. 20.00. 2. sýn. sun. 2/5,3. sýn. fös. 7/5,4. sýn. fim.13/5. MY FAIR LADY söngleikur eftir Lerner og Loeve. Lau. 1/5, nokkur sæti laus, lau., 8/5, nokk- ur sæti laus, fös. 14/5, lau. 15/5. Ath. Sýningum lýkur í vor. MENNINGAKVERÐLAUNDV 1993 HAFIÐ eftir Ólaf Hauk Símonarson. Aukasýningar sun. 9/5 og miðvd. 12/5. DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir Thorbjörn Egner. Sun. 9/5 kl. 14.00, örfá sæti laus, sun. 16/5 kl. 13.00, örfá sæti laus (ath. breyttan sýningartíma), fimmtud. 20/5 kl. 14.00. Litla sviðið kl. 20.30. STUND GAUPUNNAR eftir PerOlov Enquist. Lau. 1/5, lau. 8/5, sun. 9/5. Síðustu sýningar/ Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftir að sýning hefst. Smíðaverkstæðið kl. 20.00. STRÆTI eftir Jim Cartwright. Sun. 2/5 kl. 15.00 (ath. breyttan sýningar- tima), þri. 4/5 kl. 20.00, mið. 5/5 kl. 20.00, fim. 6/5 kl. 20.00. Allra siðustu sýningar. Ath. að sýningln er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt aö hleypa gestum i salinn eftir að sýning hefst. Ósóttar pantanir seldar daglega. Aðgöngumiðar greiðist viku fyrir sýningu ellaseldiröðrum. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Miðapantanir frá kl. 10 virka daga i sima 11200. Greiöslukortaþj. - Græna linan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. Þjóðleikhúsið - góða skemmtun. Tilkyimingar Miðstöð fólks í atvinnuleit Lækjargötu 14. Opið mánudaga til fóstu- daga kl. 14-17. í dag, 26. apríl, kl. 15 ræð- ir Olafur Ólafsson landlæknir um heilsu- far og atvinnuleysi. Föstudaginn 30. apríl kl. 15 verður skemmtidagskrá. Eftir úti- fund á Lækjartorgi laugardaginn 1. maí verður miðstöðin og Námsflokkar Reykjavíkur með kynningu á starfsemi sinni í Miðbæjarskólanum í Reykjavík. Ókeypis kafflveitingar. Silfurlínan Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga kl. 16-18. Bogart-vika í ameríska bókasafninu Sjöunda og næstsíðasta kvikmyndavika Ameríska bókasafnsins stendur yfir. Að þessu sinni er vikan helguð bandaríska kvikmyndaleikaranum Humphrey Bog- art (1899-1957). í dag kl. 14 verður sýnd myndin Casablanca og The Big Sleep kl. 16. Miðvikudaginn 28. april verður sýnd myndin Dark Passage og hefst sýning hennar kl. 14. Fimmtudaginn 29. apríl kl. 14 gefst svo færi á að sjá myndina The Treasure of Sierra Madre. Kvikmynda- viku aprilmánaðar lýkur síðan fóstudag- inn 30. apríl en þann dag verða tvær Bogart-myndir í boði. Kl. 14 verður sýnd hin nafntogaða The African Queen. Lest- ina rekur svo myndin The Harder They Fah en sýning hennar hefst kl. 16 á föstu- daginn. Aðgangur er ókeypis og öllum heimiU. Sumardvöl fyrir þroskahefta I sumar verður starfrækt á Selfossi sum- ardvöl fyrir þroskahefta. Meðal annars verður boðið upp á styttri ferðir um Suð- urland og sumar vikumar verður farið í LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðið: RONJA RÆNINGJADÓTTIR eftir Astrid Lindgren Tónlist: Sebastian. Lau. 1/5, sun. 2/5, næstsíðasta sýning, fáein sæti laus, sun. 9/5, siðasta sýning, fáein sætl laus. Miðaverö kr. 1.100, sama verð fyrir börn ogfullorðna. Skemmtilegar gjafir: Ronju-gjafakort, Ronju-bolir o.fl. Stórasviðkl. 20.00. TARTUFFE ensk leikgerð á verki Moliére. Fáar sýningar eftir. Lau. 1/5, lau. 8/5. Coppelía íslenski dansflokkurinn. Uppsetning: Eva Evdokimova. Sunnud. 2/5 kl. 20.00. Laugard. 8/5 kl. 14.00. Síðustu sýningar. Litia svið kl. 20.00. DAUÐINN OG STÚLKAN eftir Ariel Dorfman Fimmtud. 29/4, föstud. 30/4, laugard. 1/5. GJAFAKORT, GJAFAKORT ÖÐRUVÍSIOG SKEMMTILEG GJÖF! Miðasalan er opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir i sima 680680 alla virka dagafrá kl. 10-12. Greiðslukortaþjónusta - Faxnúmer 680383. Leikhúslinan, simi 991015. Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem dögum fyrir sýn. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús. Þórsmörk og dvalið þar í 4-5 daga. Öll tilboð munu þó að sjálfsögðu miðast við áhuga og getu þeirra sem í sumardvöl- inni eru hverju sinni. Ekkert aldurstak- mark er. Þetta gildir fyrir 0-120 ára. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Klem- enzdóttir meðferðarfulltrúi, sími 98-22357, og Sigrún Jensey Sigurðardóttir þroskaþjálfi, s. 98-22101. Apple-umboðið með sýningu Dagana 28. til 30. apríl nk. mun Apple- umboðið halda sýningu í ráðstefnusai Hótel íslands á annarri hæö. Sýningin verður opin alla dagana kl. 13-17. Yfir- skrift sýningarinnar er „Macintosh í blönduðu umhverfi" og verður sýndur ýmis tölvubúnaður þar sem aðaláherslan verður lögð á tengingar Macintosh-tölva við mismunandi tölvukerfi. Sýningunni er ætlað að höfða til umsjónarmanna tölvumálafyrirtækja með tilliti til þess að nota Macintosh-tölvur samhliða með öðrum tölvum fyrirtækjanna. Aðgangm- er ókeypis og öllum heimill. Opið hús hjá Ferða- félagi íslands í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30-22 verður opið hús í Ferðafélagshúsinu, Mörkinni 6 (risi). Kynntar verða hugmyndir að nýjum gönguskálum og rætt um göngu- leiðir 1 óbyggðum. Áhugafólk um ferðalög í óbyggðum er hvatt til að koma. Heitt á könnunni. „Opið hús“ er nýbreytni sem fallið hefur í góðan jarðveg hjá félags- mönnum og hafa þá verið kynntar ferðir og annað sem efst er á baugi í starfi Ferðafélagsins. Síðasta myndakvöld vetrarins verður miðvikudagskvöldið 5. maí. Ársrit Flugmódel- félagsins Þyts Ársrit Flugmódelfélagsins Þyts er komið út. í blaðinu er umfjöllun um flugmódel og allt sem viðkemur því sporti. Útgef- andi blaðsins er Flugmódelfélagið Þytur og ritstjóri Ingólfur Jónsson. Blaðið Ugg- ur ffammi í Tómstundahúsinu og RC módel. Leikfélag Akureyrar ^£le&uvblnkzm Óperetta Tónlist Johann Strauss Föstud. 30.4. kl. 20.30. Uppselt. Laugard. 1.5. kl. 20.30. Uppselt. Sunnud. 2.5. kl. 20.30. Föstud. 7.5. kl. 20.30. örfá sæti laus. Laugard. 8.5. kl. 20.30. Uppselt. Föstud. 14.5. kl. 20.30. Laugard. 15.5. kl. 20.30. Miövikud. 19.5. kl. 20.30. Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57, alla virka daga kl. 14 til 18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Símsvari fyrir miðapantanir ailan sólarhringinn. Greiðslukortaþjónusta. Simi i miðasölu: (96)24073. I'SLENSKA ÓPERAN __iiiii (Sardasfurstynjan eftir Emmerich Kálmán. Föstudaginn 30. april kl. 20.00. Laugardaginn 1. maí kl. 20.00., örfá sæti laus. SÍÐUSTU SÝNINGAR. Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega en til kl. 20.00 sýningardaga. SÍM111475. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. LEIKHÚSLÍNAN 99-1015. Tónleikar Óperutónleikar í Gerðubergi í kvöld, þriðjudagskvöld, verða haldnir óperutónleikar í Gerðubergi. Þar mun Helgi Maronsson tenór syngja, ásamt Kristínu R. Siguröardóttur og Bjama Thor Kristinssyni. Undirleikari er Kryst- yna Cortes. Fluttar verða þekktar aríur og dúettar úr ýmsum óperum. Helgi lauk einsöngvaraprófi frá Tónlistarskólanum í Njarðvík, kennari hans þar var Ragn- heiður Guðmundsdóttir. Kristin R. Sig- urðardóttir og Bjarni Thor em bæði nem- endur í Söngskólanum í Reykjavík. Kennari þeirra er einnig Ragnheiður Guðmundsdóttir. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Gpðný og Peter með tónleika í Operunni Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Peter Maté píanóleikari koma frarn á tón- leikum í íslensku óperunni í dag, 27. apríl. Á efnisskránni verða verk eftir Ludwig van Beethoven, Hafliða Hall- grímsson, Giuseppe Tartini, Pjotr Tsjajkovskí og Pablo de Sarasate. Tón- leikarnir eru haldnir á vegum Styrktarfé- lags íslensku óperunnar og hefjast kl. 20.30. Auglýsing Frá Tónlistarskólanum Seltjarnarnesi Innritun fyrir næsta skólaár verður dagana 29. og 30. apríl nk. kl. 13.00-17.00. Skólastjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.