Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 13 Neytendur Sum efni þola ekki hreinsun og þá er það skylda efnalauganna að benda viðskiptavinum á það. Til leigu í Faxafeni Til leigu skrifstofuhúsnæði í Faxafeni, tvö u.þ.b. 310 ferm pláss. Húsnæðið er nýlegt, mjög miðsvæðis og næg bílastæði eru við það. Á sama stað eru einnig til leigu góð geymslupláss (70 ferm, 135 ferm og 558 ferm) með 4 m lofthæð og möguleika á inn- keyrslu sendibifreiða. Leigist saman eða hvert í sínu lagi. Nánari uppl. Helgi Jóhannesson hdl., Lágmúla 7, s. 812622. Skipstjóra- og stýrimannafélagið ftídan AÐALFUNDUR verður haldinn föstudaginn 30. apríl kl. 17.00 að Borgartúni 18, 3. hæð. Stjórnin Efnalaugar: Bera ábyrgð á flíkunum Vornámskeið eru að hefjast í: íslensku fyrir útlendinga. Umhverfisteikningu. Skokki. Upplýsingar og innritun í símum 12992 og 14106 Nokkrir veitingastaðir bjóða nú upp á sérstakt vatn sem þeir taka 90 krón- ur fyrir. I mörgum efnalaugum gefur að líta tilkynningu þar sem segir að engin ábyrgð sé tekin á flíkum. Samkvæmt upplýsingum frá Neytendasamtök- unum eiga slíkar yfirlýsingar ekki rétt á sér. „í flestum tiifellum eru efnalaug- amar ábyrgar fyrir fatnaöinum,“ sagði Sesselja Ásgeirsdóttir hjá kvörtunardeild Neytendasamtak- anna. „Sú ábyrgð gildir þó ekki sé um sérstök tilfelli að ræða. Sum efni þola t.d. ekki hreinsun og stundum taka framleiðendur það alls ekki fram. í þannig tilvikum eru efnalaug- amar ekki ábyrgar ef flíkin eyði- leggst.“ Sesselja sagði að efnalaugarnar yrðu að taka það fram við viöskipta- vini ef einhver hætta væri á að flíkin gæti skemmst. Þá er það viðskipta- vinarins að ákveða hvort sú áhætta sé tekin eða ekki. Sesselja sagði að sérstök nefnd væri starfandi á vegum Neytenda- samtakanna sem fólk gæti leitað til ef það á í útistöðum við efnalaugar vegna skemmda á flíkum. „Þessi nefnd vegur og metur hvert mál fyr- ir sig og efnalaugamar hafa í flestum tilfellum farið eftir úrskuröi nefnd- annnar. -KMH Veitingastaðir: Taka gjald fyrir vatnið Eigendur veitingahúsa em óánægðir með að fólk geti komið inn á veitingastaðina og notið skemmti- atriða, hlýju og þæginda án þess að gera nein viðskipti. Því hafa nokkrir veitingahúsaeigendur bmgðið á það ráö að byrja að selja sérstakt vatn en vatn er oftast það eina sem þetta fólk biður um. Hér er um að ræða svokallað Lind- arvatn frá Sól og gjaldið fyrir hvert vatnsglas er um 90 krónur. Einnig er hægt að fá sér venjulegt krana- vatn en þá verður að fylgja sítróna með sem kostar 40 krónur. „Ástandið var orðið þannig að um 30-40% af liðinu, sem hingað kemur, vora bara í vatninu," sagði Hans Helgi Stefánsson, einn af eigendum veitingastaðarins Gaukur á Stöng. „Það gengur náttúrlega ekki þegar við erum með dýrar hljómsveitir því það þarf að borga þeim laun.“ Hans sagði að einstaka kúnni fengi þó vatnið ókeypis, sérstaklega ef hann kæmi í hóp fólks sem gerir við- skipti. „Ef það kemur hins vegar stór hópur af fólki sem sest við borð og pantar bara vatn þá bjóðum við upp á Lindarvatnið.“ Samkvæmt Hans er stefna veit- ingahúsanna að stofna sameiginleg- an sjóð af vatnssölunni seinna á þessu ári sem renna á til líknarmála. -KMH x Félag v/ járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 29. apríl nk. kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá 1. Félagsmál 2. Samningamál 3. Sameining Málm- og skipamiðasambands íslands og Sambands byggingamanna. Stjórnin KORTHAFAR fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða smáauglýsingar út í hönd með beinhörðum peningum. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja og smáauglýsingin verður færð á kortið þitt. Það er gamla sagan: Þú hringir, við birtum og það ber árangur! Smáauglýsingadeild DV er opin: Virkadaga kl. 9.00-22.00 Laugardaga kl. 9.00-16.00 Sunnudaga kl. 18.00-22.00 Athugið: Auglýsing í helgarblað DV þarf að berast fyrir kl. 17.00 á föstudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.