Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐ JUDAGUR 27. 'APRÍL 1993 Meiming Á myndinni sjáum viö aðalleikaranna í kvikmyndinni Hetju en bókin er skrifuð eftir kvikmyndahandritinu. Hetja dagsins Það hefur stundum verið sagt að ef nefnd hefði verið látin hanna hest- inn þá liti hann út eins og ljótur úlfaldi. Hugsunin er sú gamalkunna að því verr gefast heimskra manna ráð sem þeir koma fleiri saman. Hin tæra einstaklingshyggja telur að hópvinna hljóti afltaf að verða málamiðl- un, það næstbesta, samsuða meðalmennsku og ládeyðu. Bókin, sem þessi skrif fjalla um, er einmitt afrakstur einhvers kon- -q r» ar hópvinnu, endalok ferlis sem D0x01161111111 hófst eflaust sem örsmá hugmynd ----------------------------- í höfði einstakhngs. Bókin Hetja er Páll Ásaeirsson skrifuð af Leonore Fleischer eftir kvikmyndahandriti David Webb Peoples sem aftur byggði það á sögu Lauru Ziskin, Alvin Sargents og David Peoples. Þessu sérstæða samvinnuverkefni er svo snarað á ís- lensku af Erhng Aspelund og drifið á þrykk því kvikmyndin nýtur umtals- verðra vinsælda með sjálfan Dustin Hoffman í aðahilutverki. Með vísan til upphafsmálsgreinar má segja sem svo að hér hljóti að vera vond bók á ferð og víst má það til sanns vegar færa því hún er það að mörgu leyti. En að mörgu leyti er hún ágæt og þó sérstaklega því að hún er meinfyndin og í henni leynist ádeilubroddur sem hægt er að kíma yfir. Bygging sögunnar og persónusköpun hafa hins vegar liðið fyrir hópvinnuna býst ég við og lúta frekar lögmálum og hraða kvikmyndar en skáldsögu. Þýðingin er enskuskotin og frekar slök. Sagan snýst um smáþjófinn og druhusokkinn Bemie LaPlante. Hann er andhetja sem engin leið er að hafa samúð með, mannrotta sem aldrei segir satt orð og stelur öllu steini léttara. Hrakfarir hans og ógöngur er burðarás sögunnar. Bernie garmurinn lendir í því að drýgja mikla hetjud- Bílasalan Braut hf. Borgartúni 26 105 Reykjavík Símar: 681502 & 681510 Renault Nevada 4x4 ’90, ek. 58.000, V5, 5 g., rafdr. rúður, skipti á ódýr- ari. Cherokee LTD ’89, ek. 73.000, með öllu, skipti á ódýrari. áð með því að bjarga íjölda manns út úr brennandi flugvélarflaki á eheftu stundu. Hann ætlar ekki að gangast við þessu afreksverki fyrr en hann sér í því gróðavon þar sem sjónvarpsstöðvar blása máhð upp úr öllu valdi enda var mikil frétta- stjarna meðal farþeganna. Milljón doharar eru settir „til höfuðs" hetj- unni svo að Bemie hugsar sér gott til glóöarinnar en þá verður annar svikahrappur fyrri til og stelur glæpnum. Skór Bernies, sem hann gleymdi á vettvangi, er lykilhlutur í málinu því „hetjan" þarf að passa í skóinn. Þymirós hvað? Ekki veit ég hvort kvikmyndin er í svipuðum gæðaflokki og bókin en kannski vekur hún áhuga manna á bókinni. Það virkar senni- lega ekki á báða vegu þ.e. bókin er ekki líkleg til að vekja áhuga manna á myndinni. Þó þetta sé Úrvalsbók er þetta ekki eins mikil úrvalsbók og sumar þeirra hafa verið. Hetja eftir Leonore Fleischer eftir kvik- myndahandriti David Webb Peoples, byggðu á sögu Lauru Ziskin, Alvin Sarg- ent og David Peoples. Þýðing: Erling Aspelund Útgefandi: Frjáls fjölmiðlun Eg vildi að éggæti... Þann 29. janúar sl. lést ung kona, Védís Leifsdóttir, af völdum eyðni. Stuttu fyrir andlát hennar kviknaði sú hugmynd að taka saman úrval úr ljóðum hennar (frá 1982-1992) m.a. í þeirri von að útgáfan mætti verða til þess að hvetja fólk til opinskárri umræðu um þenn- an skæða sjúkdóm. Og nú er bókin komin út, heitir Tímaspor og vekur mann vissulega til umhugsunar. Ef ekki um það mein sem dró höfundinn til dauða, þá um sársaukann og þá kvöl sem fylgir því að lifa of hratt og e.t.v. allt of stutt. Védís segir okkur söguna af stúlkunni sem leitar að sjálfri sér á öllum öðrum stöðum en í hinum gráa hversdagsleika því að í honum finnur hún ekki það sem hún þarfnast eða þráir: ekki þetta htlausa hversdagslíf ekki þessa endurteknu daga ekki þennan tóma haus og dauðu tilfinningar og ekki þessa stirðu fingur sem ég get ekki skrifað með (19) En hún finnur ekki heldur fullnægju í því lífi sem hún lifir, þessum vihta dansi, sukkinu, botnlausri óreiðunni og hún spyr sjálfa sig í forundran: „Hvers vegna hrífst ég af fólki/sem leiðist lífið/er hrætt við tilfinningar, sársauka?“ (53). „Ég er móðurleg við barnaskapinn," segir hún í sama ljóði, gerir sér grein fyrir blekkingunni sem fylgir því hfemi sem hún hef- ur vahð sér en getur ekki hætt, nær ekki að stoppa. „Ég vildi að ég gæti breyst" (31) segir hún og þessi ósk skín í gegnum mörg af ljóðum Védísar. Vandinn er bara sá að stúlkan veit ekki hvað hún vill verða eða hvað hana langar tíl að gera. Eirðarleysið teymir hana úr einni gildrunni í aðra, hún þráir frelsi en hneppir sjálfa sig í íjötra. í stað frelsisins stefnir stúlkan að einangrun og dauða og í hveiju ljóðinu á fætur öðru má sjá skýrar innilokunar- og köfnunarmyndir þar sem hún líkir sjálfri sér við fanga eða rótlausa öldu sem brotnar „við kaldan fjörasteininn”. (12) Og annars staðar bölvar hún og fordæmir eigin tilvist: „Já, ég er ihgresi/sem vex meðal saklausra rósa“, (16), blóðsuga eða htih djöf- ull: egóískur eiginhagsmunapúki traðka á tilfinningum annarra til að láta mér líða betur (13) Þessi ljóð afhjúpa hrædda og örvæntingarfuha konu sem leggur tilfinningar sínar á borðið á svo einlægan og persónulegan hátt að það er ómögulegt annað en hrífast með þótt sá heimur sem hér er lýst sé allt ann- að en aðlaðandi. Hér er byggt á erfiðri lífsreynslu og útkoman er sterk og sannfærandi en þó ekki hnökra- laus. Við lestur einstaka ljóðs fær maður á tilfinning- una að fremur sé um uppkast að ræða en fuhbúið ljóð eins og t.a.m. ljóðið um örlagabyttumar sem er ágæt- lega uppbyggt en missir síðan flugið í lokin: Við hefðum getað orðið sögðu örlagabytturnar og tæmdu úr glösum sínum við hefðum getað orðið sögðu örlagabyttumar og drekktu sorgum sínum við hefðum getað orðið sögöu örlagabyttumar og skyggndust inn í drauma fortíðarinnar Védís Leifsdóttir. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir við hefðum getað orðið sögðu örlagabyttumar og tæmdu úr flöskunni (52) Og þegar stór og myrk orð eins og sársauki, von- leysi, grimmd, þjáning, einmanaleiki, sjálfsvorkunn og blekking eru samankomin í einu htlu ljóði um fólk sem leiðist lifið (53) er of mikið sagt. Vanhðan fólksins drukknar í orðunum og útkoman verður flöt og frá- hrindandi. Ljóðið á næstu síöu, sem gæti allt eins fjall- að um sama fólkið, hittir hins vegar í mark: Við dönsum og dönsum innanum jakkaklætt kúltúrpakkið skálandi í frumsýningarkampavíni ókeypis við dönsum og dönsum innan steingeld málverkin votir kossar okkar fróa hstinni við dönsum og dönsum innanum virðulega músíkanta og dætur bankastjóra við dönsum og dönsum okkur út af Listasafni íslands Hér fær maður beiskjuna og leiðann beint í æð; eirð- arleysið og ofsinn endurspeglast í hverju orði. Það eru ljóð í þessum anda sem halda bókinni uppi, kraftmik- il en umfram allt einlæg ljóð. Védis Leifsdóttir. Timaspor. Minningarsjóður V.L. Teikningar Kristrún Gunnarsdóttir. Subaru Legacy 2,0 ’92, ek. 17.000, með öllu, skipti á ód. Peugot 309 GL ’91, ek. 46.000, skipti á ódýrari. Sviðsljós Guðmundur Oddsson fimmtugur Afmælisbarniö ásamt eiginkonu, dætrum og barnabarni. F.v. Stefanía, Guðmundur, íris Hrund, Sóley, Sigrún og Sunna. DV-myndir ÞÖK Guðmundur Oddsson, skólastjóri og bæjarfulltrúi í Kópavogi, varð fimmtugur á dögunum og bauð af þvi tilefni til sín gestum í Félags- heimili Kópavogs. Fjölmenni sótti Guðmund heim en hann hefur verið skólastjóri Þinghólsskóla frá 1984. Guðmundur hefur verið bæjar- fulltrúi í Kópavogi fyrir Alþýðu- flokkinn frá 1978 en hann var for- seti bæjarstjómar 1989-90. Hann hefur veriö varaþingmaöur í Reykjaneskjördæmi frá 1987. Guð- mundur hefur sinnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum og situr nú m.a. í stjóm Branabótafélags íslands og Vátryggingafélags Is- lands. Kristinn T. Haraldsson og Össur Skarphéðinsson voru í veislunni og sömuleiðis Magnús Hreggviðs- son sem sést i bakgrunninum. Guðrún Þorvaldsdóttir og Magnús Siguroddsson komu í afmælið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.