Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL1993 Fréttir Hveragerði: Trefjalag úr pappír á ógróin svæði - Hvergerðingar framleiða áburð úr pappír og minnka sorp um þriðjung Hveragerðisbær ætlar að hefja söfnun pappírs til að draga úr magni þess sorps í bænum sem fargað er en talið er að pappír sé mn 30 pró- sent af sorpinu. Hvergerðingar hyggjast safna pappímum saman í sérstaka gáma og gera víðtæka til- raun með treíjalag á ógrónum svæð- um. Þá er ætlunin að taka á móti timbri sem verður kurlað og komið aftur út í hringrás náttúrunnar. í framtíðinni eiga bæjarbúar von á aö verða hvattir til aö flokka sorp sitt innan dyra og koma sér upp safn- haugum eða safnholum við hús sín. Vonast er til að magn húsasorps minnki um 40 prósent og að kostnað- ur sveitarfélagsins við forgun minnki sem því nemur. Einar Valur Ingimundarson um- hverfisverkfræðingur stjómar papp- írsverkefninu en sótt hefur verið um styrk til átvinnuleysistrygginga- sjóðs. Ætlunin er að bleyta pappír- inn, gera úr honum mauk og sprauta honum á ógróin svæði. Pappír hefur nokkurt ábm-ðargildi en einnig má blanda hann með áburði og fræjum. Pappírinn myndar trefjalag sem bindur jarðefni og flýtir fyrir jarð- vegsmyndun. Bæjaryfirvöld í Hveragerði hafa lýst yfir áhuga á að ráða menn til að safna græðlingum og rækta jafn- framt því sem ráðgert er að hreinsa hverasvæðiö í bænum og gera þar trausta stíga fyrir ferðamenn. Þá vilja Hvergerðingar selja heita bakstra úr hveraleir fyrir gigtar- sjúkhnga og framleiða matvæli með hveragufu auk framleiðslu hsta- verka og ýmissa gripa úr málm- steypu. Þá hefur verið unnið að því í samstarfi við Rauða kross íslands, að þróa víðtækt leiðbeiningarstarf sem tekur til ahra öryggisþátta hinan heimhisins. Búist er við að um 35 manns fái vinnu í nokkra mánuði við þessi verkefni ef styrkur fæst úr atvinnu- ley sistry ggingasj óði. -GHS/SL, Hveragerði Gninnskóladeilan í Mývatnssveit: i>v Ráðstefna um atvinnumál: Nýir möguleik- ar á rannsókn- ar-ogþróunar- verkefnum „Með Evrópska efnaliagssamn- ingnum opnast aðgangur að ýms- um sjóðum Evrópubandalagsins og möguleikar á ýmsum rann- sóknar- og þróunarverkefnum. Á ráðstefnunni veröur m. a. fjallað um hvernig menn eiga að bera sig að við umsóknir," segir Helgí Baldursson hjá Iðnþróunarfélagi Kópavogs sem ásamt Atvinnu- málanefnd gengst fyrir ráðstefnu um atvinnumál í félagsheimili Kópavogs á miðvikudaginn. Meðal þeirra semflytja erindi á ráðstcfnunni er Tryggvá Pálsson, bankastjóri islandsbanka, og mun hann fjalla um nýja mögu- leika i Qármálastýringu og ný viðhorf til að minnka gjaldeyris- og vaxtakostnað fyrirtækja. Rætt verður um hvað fyrirtæki eiga að hafa í huga þegar þau undirbúa sókn á erlenda markaöi og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér margvisleg tengsl sveitarfélaga innanlands sem utan. Auk þess verður fjahað um bætt tengsl skólaogfyrirtækja. -IBS Unum ekki ákvörðun sveitarstjórnar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Sveitarstjóm Skútustaðahrepps hefur tekið endaxhega ákvörðun í „grunnskóladeilunni" svoköhuðu. Niðurstaða sveitarstjómarinnar gengur út á það að aht skólahald í hreppnum verði komið undir eitt þak í nýja skólahúsinu í Reykjahhðar- hreppi haustið 1996, en þangað th verði þrjár yngstu bekkjadehdirnar tvískiptar, bæði í Reykjahhö og að Skútustöðum. Hart hefur verið deht um þetta mál í Mývatnssveit og íbúar sunnan Mý- vatns una því ekki að þurfa að senda böm sín með skólabh í skólann í Reykjahlíðarhverfi, enda segja þeir - segir Eyþór Pétursson, bóndi í Baldursheimi að um sé að ræða 30 km akstur á hverjum degi með þau böm sem lengsta leið eiga að fara. Eyþór Pétursson, bóndi í Baldurs- heimi og talsmaður íbúanna sunnan Mývatns, segir að ákvörðun sveitar- stjórnarinnar hafi ekki komið á óvart. „Það er alveg ljóst að menn hér hafa engan áhuga á að hhta þess- ari niðurstöðu og næsta skrefið verð- ur að kanna möguleika á stofnun einkaskóla að Skútustöðum. Við höf- um beðið um fund með fræðslustjóra Norðurlands eystra og ætlum að reyna að fá hann th að aðstoða okkur við að stofna einkaskólann. Hvemig það mál fer verður svo bara að koma í ljós,“ segir Eyþór. Nýja skólahúsið í Reykjahlíöarhverfi. Sveitarstjórnin hyggst færa alla grunnskólakennslu í hreppnum í þetta hús, en íbúar sunnan Mývatns hyggja á stofnun einkaskóla að Skútustöðum. DV-mynd gk í dag mælir Dagfari________________ í anda vinnufriðar Loksins hefur séra Heimir Steins- son útvarpsstjóri leyst frá skjóð- unni um ástæðumar fyrir brott- rekstri Hrafns Gunnlaugssonar. Löng og ítarleg greinargerð hans birtist í hehd sinni í Morgunblað- inu á sumardaginn fyrsta og fór vel á því. Yfir greininni sveif andi frið- semdarog bjartsýni um betri daga, enda hefur séra Heimir margtekið fram að fyrir honum vaki ekki ann- að en að skapa vinnufrið innan Ríkisútvarpsins. Það var einmitt af þeirn sökum sem hann sá sig knúinn th að segja Hrafni upp og það er af þeim ástæðum sem hann birtir nú loks skýringar á athöfn- um sínum gagnvart Hrafni Gunn- laugssyni. Þessi greinargerð er nauðsynleg vegna þess að Hrafn hefur aftur verið ráðinn að þeirri stofnun sem var að fara í hundana eftir að hann haíði verið ráðinn þangað. Út- varpsstjóri gerir grein fyrir því. Hann segir að Hrafn hafi skipað sér að segja upp fólki, starfsmenn hafi margsinnis kvartað undan vinnu- brögðum Hrafns og Hrafn hafi ah- an tímann vitað vel um þessar kvartanir en látið þær sér í léttu rúmi liggja. Aht að einu hafi starfs- andi versnað að mun og versnaði með hveijum deginum sem leið. Síðan bætti Hrafn gráu ofan á svart með þvi að fara niðrandi orðum um samstarfsmenn sína í beinni útsendingu. Dagana á eftir varð útvarpsstjóri var við að samstarfs- andi innan Sjónvarpsins hafði beð- ið ipjög alvarlegan hnekki. Aht var þetta th þess að útvarps- stjóri sá sig thneyddan að segja Hrafni upp th að vemda vinnufrið- inn innan stofnunarinnar. Yfir öhu þessu hefur séra Heimir þagaö þunnu hljóði, sjálfsagt th að vemda starfsandann, sem spihtist gjörsamlega eför að Hrafn var sest- ur í stól dagskrárstjóra. Séra Heim- ir þagði líka eftir að hann rak Hrafn og hann þagði líka eftir að Hrafn var ráðinn aftur. Það er ekki fyrr en nú, allmörgum dögum síðar, að sannleikurinn kemur fram og hann snýst sem sagt um vinnufrið og starfsanda. Má gera ráð fyrir að útvarpsstjóri hafi vahð sumardag- inn fyrsta th að birta skýringar sín- ar og þegar öh nótt virðist úti um að Hrafn verði aftur rekinn, enda situr útvarpsstjóri uppi með friðar- spillinn. Hættan var nefnhega sú að ef greinargerðin hefði borist fyrr hefði mátt ætla að hún kahaði á viðbrögð af hálfu Hrafns og lög- fræðinga og gæti orðið th að spiha fyrir þvi að brottreksturinn bæri tilætlaðan árangur. Nú hefur komið í ljós að brott- reksturinn bar þann árangur að Hrafn var ráðinn aftur og hann sit- ur sem fastast og þess vegna afréð útvarpsstjóri að láta greinargerð- ina flakka th að vernda vinnufrið- inn. Greinargerðin er skrifuð th að sjá th þess að vinnufriðurinn verði örugglega úti eftir að Hrafn hefur lesið greinargerðina og samstarfs- fólki er ljóst að maðurinn er ekki í húsum hæfur. Þannig hyggst út- varpsstjóri greinhega ætla að halda uppi vinnufriði með því að segja frá því hvemig vinnufriðnum hefur verið sphlt og verður fróðlegt aö fylgjast með þeim starfsanda sem skapast hefur eftir að útvarpsstjóri hefur lýst starfsandanum sem fylg- ir Hrafni Gunnlaugssyni inn á stofnunina. Ef einhver heldur að útvarps- stjóri hafi þar með sagt sitt síðasta orð í þessu máh er þaö misskhning- ur. Útvarpsstjóri ætlar að stuðla að góðum vinnufriði á Ríkisútvarp- inu vegna þess að héðan í frá „verö ég vísast opinskárri á ritvelh en að undanfornu um mál þetta ef thefni gefst th.“ Útvarpstjóri telur það starfsfriði innan stofnunarinnar hollast að „láta það skjótlega í ljós sem mönnum kann að hggja á hjarta en feha tahð niður að svo búnu.“ Þessi yfirlýsing er í ætt við speki Þorgeirs Ljósvetningagoða og má nú hverjum sem er verða ljóst að útvarpsstjóri mun ekki sitja þegj- andi undir því ef Hrafn ætlar að sphla vinnufriðnum sem hann hef- ur verið rekinn fyrir að sphla og ráðinn aftur til að sphla upp á nýtt. Þá er útvarpsstjóra að mæta sem mun verða opinskárri á ritvelh en því aðeins að honum liggi eitthvað á hjarta og þá gerir hann það strax en lætur síðan tal niður faha að svo búnu. Mun það gert í anda vinnu- friðarins sem og annað það sem útvarpstjóri mæhr, jafnvel þótt hann kunni að sphla vinnufriðnum að svo búnu. Vinnufriðurinn er best tryggður meö því að sphla honum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.