Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL1993 Utlönd Hrakfallasaga úr daglega llfinu: Hárið skíðlogaði og húslyklunum stolið Gizur Helgasan, DV, Kaupmannahafn; Ólánið elti unga konu frá Árósum á röndum rétt fyrir helgina. Hún hafði farið í hárgreiðslu og var í miðri lagningunni þegar hún beygöi höfuðið aðeins of nálægt logandi kerti sem haft var til þess að gera andrúmsloftið notalegra. Hár konunnar stóð skyndilega í ljósum logum en starfsfólkinu tókst til aUrar hamingju að slökkva eldinn fljótlega og kalla á sjúkrabifreið. í sjúkrabílnum gerðist það svo að úðunarkerfi sem nota átti til að kæla niður brennt andlit konunnar virk- aði ekki. Á meðan verið var að gera að sár- um konunnar á slysavarðstofunni fékk hún síðan þær fréttir að þjófum hefði tekist að stela handtösku henn- ar úr sjúkrabílnum á meðan veriö var að bera hana inn á spítalann. Þjófarnir voru skjótráðir. Þegar þeir höfðu fundið húslykla og heimil- isfang konunnar í töskunni fóru þeir sem leið lá heim til hennar og tóku allt verðmætt úr íbúðinni. Til að kóróna allt kom í ljós að sjúkrabifreiðar eru ekki skaðabóta- skyldar fyrir hlutum sem hverfa úr þeim. Innbú konunnar var óvá- tryggt. haldaDenis Thatcher ungum Denis Thatc- her, eiginmaö- ur Margrétar járnfrúar, seg- ist halda sér ungum með hollu matar- æði; gini ogsíg- arettum. Hann er nú 77 ára gamall og þykir ein- staklega unglegur. Síðustu daga hafa á Bretlandi gengið sögur um að hann hafi gengist undir aðgerð vegna krabbameins. Því neitar hann og segist vera stálsleginn. Það þakkar hann gin- inu og reyknum. Arftakar Johns Waynereknirúr löggunni „Lögreglumennirnir hafa greinilega litið á síg sem arftaka Johns Wayne og komið fram viö indíánana í saxnræmi við það,“ sagði indíánahöfðiginn Clyde Bellecout þegar hann kærði tvo laganna verði i Minneapolis fyrir að setja tvo drukkna indíána i skottið á lögreglubfinum og aka með þá á lögreglustööina. Lögreglumennirnir tveir voru þegar reknir fyrir tiltækið og bent á að deilur kúreka og indí- ána heyrði sögunni til. Pavarotti ætlar aðsyngjá undir Efffel-turninum Stórsöngvar- inn Luciano Pavarotti ætlar aö haida giið- armikla útitón- leika Eiffel-turnin- um í París í haust. Hann hefur heitiö þvi að syngja eitt- hvað fyrir alla og borgarstjórinn Jacques Chirac býst við 150 þús- und gestum. Pavarotti hélt fræga útitónleika í Lundúnum fyrir tveimur árum. Þá þótti rigning spilla fyrir en nú hefur Pavarotti beöið franska verðurfræðinga um gott veöur. 349þúsund óþarfir keisara- skurðir Bandaríska læknaeftirlitið seg- ir að þar í landi hafi 349 þúsund börn verið tekin meö keisara- skurði að óþörfu árið 1991. Sömu sögu sé að segja um árið 1990 og ekki sé ástæða til að ætla að þetta hafi breyst á síðasta ári. Eftirlitiö segir að iæknar fái greitt af opinberu fé fyrir keisara- skurði og hafi grætt um einn milljarð dala á þessum óþörfu læknisverkum. Að jafnaði eru riflega 20% barna f Bandaríkjun- um tekin með keisaraskurði. Dómari fékk 25 árafangelsifyiir kynferðisafbrot David W. Laner, dómari i Ten- nessee í Bandarfigunum, verður að sitja í steininum næstu 25 árin fyrir að hafa notað sér aðstöðu sína til að njóta ásta með konum sem unnu fyrir hann. Fimm konur kærðu Lanerfyrir kynferðisafbrot og sögðu að hann hefði þvingað þær allar í bólið meö sér. Laner verður að greiða þeim miskabætur og hefur verið leystur frá störfum með smán. Gífurlegar skemmdir urðu á byggingum í miðborg Lundúna í sprengingunni. I mörgum háhýsum er nánast hver einasta rúða brotin og mun langur tími líða áður en búið er að koma öllu í samt lag. Stóran vörubíl þurfti undir sprengjuna og hún varð einum að fjörtjóni og slasaði fjörutiu. Simamynd Reuter Lundúnalögreglan hefur handtekið tíu sprengjumenn IRA: Svörum aðeins með æðruleysi - segja embættismenn um viðbrögð við einu mesta tilræði IRA „Við viljum ekki missa stjórn á okkur og auka þannig ánægju hryðjuverkamannanna," sagði breskur embættismaður í gær þegar gengið var á hann vegna rólyndis- legra viðbragða stjórnvalda við einu versta tilræði írska lýðveldishersins í Lundúnum um helgina. Einn maður lét lífið og um 40 særð- ust í tilræðinu sem skók alla mið- borgina og var síðan fylgt eftir með tveimur bílasprengjum sem ætlaðar voru John Major forsætisráðherra eða öðrum háttsettum mönnum. í báöum tilvikum mistókst að höggva skörð í æöstu stjóm Bretlands. Búið er að handtaka tíu menn vegna tilræðisins í Lundúnum. Þeir Hér sprakk sprengjan England §S.®Ul’S ^Towerof London "jl Thamesá Þinghúsið Buckingham- höll ' o 4 Heimild: USATODAY eru gmnaðir um að starfa fyrir IRA. Tveir menn komu sprengjunni fyrir. Þeir notuðu til þess stóran vörubíl enda voru um tvö tonn af sprengiefni í sprengjunni. Breska leyniþjónustan annast rannsókn málsins. Talsmenn hennar segja að „heppni" tilræðismannanna hafi ráðið því að þeim tókst ætlunar- verk sitt. Leyniþjónustan hefur legið undir ámæli fyrir að standa sig ekki nógu vel í baráttunni við lýðveldisherinn en leyniþjónustumenn segjast hafa náð verulegum árangri og meðal annars komiö flugumönnum sínum í raðir illvirkjanna. Reuter Brenndunektar- ibúar í Williamstown í Vermont í Bandaríkjunum eru grunaðir um að bera sameiginlega ábyrgð á bruna ó skemmtistað þar í bæn- um. Undanfarna mánuði höfðu þeir mótmælt rekstri staðarins og því sérstaklega að þar þjónaði nakið kvenfólk til borðs og nekt- arsýningar voru helsta skemmti- efhið. Undirskriftum var safnað til stuðnings lokun en það dugði ekki til. í lok síðustu viku var svo kveikt í staðnum og brann hann til grunna. Lögreglan iítur á und- irskiftalistann sem lista yfir grunaða í málinu. Lamdf LaToyu Jacksoníhaus- innmeðstól LaToya Jack- son, systir hins fræga Mikaeis, segir aö eigin- maður sinn hafi barið sig í höfuðið með stól. Hann var færður á lög- regluslöö fyrir tiltækið en sleppt meðan málið er rannsakað nán- ar. Eiginmaðurinn segist hafa notað stólinn í sjálfsvörn því hún hafi ætlað að stinga sig með búr- hníf. Eiginmaður LaToyu er Jack Gordon, 54 ára gamall. Sambúð þeirra hefur verið fremur stirð undanfarið. Samræðinem- endaogkenn- arabannað Háskólaráð við ríkisháskólann í Virginiu ætlar að banna kynm- ök nemenda og kennara í skólan- um. Þetta er gert til aö eyða öllum efa sem upp kann að koma þegar kærur vegna kynferðislegrar áreitni eru metnar. Hugmynd þessi mætir tölu- verðri andstöðu meðal háskóla- manna sem segja að bann af þessu tagi sé brot á viðurkennd- um reglum og hefðum um frelsi einstaklingsins. Dómari bjó til gasklefahanda Héraðsdóm- ari í Glouster- skíri á landi verði dæmdur til fangavistar fyrir að ætla að stytta konu sinni aldur í gasklefa á heimili þeirra. Dómar- inn, Cranog Jones að nafni, játaði brot sitt og sagðist hafa veriö orö- inn þreyttur á hjónabandinu þótt hann hafi ekki beinlínis hatað konu sína. Jones leiddi afgas fró bíl sínum iim að rúmi konunnar. Gasið beit ekki á hana. Seldivopnsin ogverjurí Flóabardaga Einn af liðsforingjum Banda- rfjahers í bardaganum sæla gegn Saddam Hussein hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir að selja vopn og verjur liðs síns meðan hann var í Saudí-Arabíu og beið átakanna við íraka. Alls tókst liðsforingjanum aö vinna sér inn jafnvirði 130 millj- óna króna meö þessum viöskipt- um. Saúdi-Arabar keyptu góssið og seldu á svörtum markaði. J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.