Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 17 íþróttir______________ Ágættkast hjá Eggerti Eggert Bogason úr FH náði ágætum árangri í kringlukasti á Landsbankamóti FH sem fram fór á dögunum. Eggert kastaöi 58,38 metra og þessi árangur hans gefur góð fyrirheit um sigur á smáþjóðaleikunum sem fram fara á Möltu í næsta mánuði. -GH Einarvelyfir 2y10metrunum Einar Kristjánsson úr FH sigr- aði i hástökki á fijálsíþróttamóti í Lousiana í Bandaríkjunum. Ein- ar stökk hátt yfir 2,10 metra og hann ætti að eiga góða möguleika á að sigra á smáþjóöaleikunum. Á sama móti sigraöi félagi hans úr FH, Finnbogi Gylfason, í 1500 metra hlaupi og Steinn Jóhann- son einnig úr FH varð i 4. sæti í 800 metra hlaupi eftir harða keppni við fyrstu menn. -GH KA sigraði Leiftur Gytt Krátjánsson, DV, Akureyii Leikur KA og Leifturs fór fram í kyrrþey á sunnudagskvöld í JMJ mótinu í knattspymu og lauk með 3-0 sigri KA en í DV i gær var sagt að þessi leikur yrði um næstu helgi eins og fyrirhug- aö var. Þorvaldur Sígbjömsson skoraði 2 mörk og Brynjólfúr Sveinsson eitt. Bremenskellti Bayem Miinchen Werder Bremen skellti Bayem Múnchen, 4-1, í toppslag þýsku úrvalsdefidarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Liðin eru’ þvi jöfn á toppnum meö 39 stig en Bayern hefúr tveimur mörkum betri markatölu. Christian Ziege kom Bayern yfir en Wynton Rufer svaraði með tveimur vítaspymum og Andreas Herzog og Berndt Hobsch innsigluðu sigur Bremen. Raimond Aumann gat ekki leikið í marki Bayem vegna heiftarlegr- artannpinu! -VS Brian Clough hættirívor Brian Clough hættir í vor sem framkvæmdastjóri enska knatt- spymufélagsins Nottingham For- est eftir 18 ár við stjómvölinn þar þrátt fyrir að hann eigi eitt ár eftir af samningi sínum við félag- ið. Clough hefur náð frábærum árangri með Forest en nú stefnir liðið niður í 2. deild og stjórn Forest tilkynnti í gær aö saro- komulag hefði orðið um að Clo- ugh myndi hætta að tímabUinu loknu. -VS Brynjarvarð stigahæstur Brynjar Ólafsson, 17 ára gamall bakvörður úr Haukum, varð stigahæsti leikmaður Norður- landamóts unglingalandsliða í körfúknattleik sem fram fór í Danmörku um helgina. ísland varð í fjóröa sæti, eins og fram kom í DV í gær. Brynjar skoraði 80 stig í leikj- unum tjórum, þar af 34 gegn Svium og 29 gegn Finnum. Gegn Svíum gerði hann sér lítið fyrir og skoraði 16 stig í röð, breytti þá stööunni úr 40-44 fyrir Svía í 56-44 fyrir ísland! Brynjar hefúr dvahð við nám i Bandaríkjunum og leikur vænt- anlega meö háskólaliöi þar næsta vetur. -VS Evrópukeppni drengjalandsliða í knattspymu í Tyrklandi: Glæsilegur sigur íslenska 16 ára landsliðið í knatt- spymu hóf þátttöku sína í úrslitakeppni Evrópumótsins í Tyrklandi í gær af miklum krafti. í fyrsta leiknum tóku ís- lensku strákarnir Norður-íra í sannkall- aða kennslustund og sigmðu með sex mörkum gegn tveimur. Leikurinn fór fram í borginni Inegöl við góðar aðstæð- ur og í 22 stiga hita. „Þetta var stórgóður leikur og úrslitin mikið áfall fyrir Norður-íra. Þeir voru mun betri í byrjun en síðan tóku okkar strákar öll völd á vellinum og léku mjög vel,“ sagði Sveinn Sveinsson, aðalfarar- stjóri íslenska liðsins, í samtali við DV í gær. Töluverð taugaveiklun einkenndi leik íslenska liðsins í byrjun leiks og það voru íramir sem náðu forystunni strax á 9. mínútu. íslendingar létu ekki slá sig út af laginu og komust æ meira inn í leikinn og á 14. mínútu jafnaði Nökkvi Gunnarsson úr KR metin, 1-1. Á 35. mínútu komust írar aftur yfir, 2-1, eftir homspymu sem var illa dekkuð af ís- lenska liðinu. Aðeins fjórum mínútum síðar jöfnuðu íslendingar leikinn. Andri Sigþórsson átti laglega fyrirgjöf fyrir markið og þar var Þorbjöm Sveinsson úr Fram réttur maður á réttum stað og skoraði með góöu skoti, 2-2. í síðari hálfleik tóku íslendingar leik- inn gjörsamlega í sínar hendur og gerðu fjögur mörk. Nökkvi Gunnarsson var aíftur á ferðinni á 46. mínútu, langur bolti fór yfir írska markvörðinn og Nökkvi renndi boltanum í autt markið, 3-2. Þórhallur Hinriksson úr KA breytti stöðinni í 4-2 með laglegu marki. Á 66. mínútu var Björgvin Magnússon, sem leikur með þýska liðinu Werder Bremen, felldur innan vitateigs og það var Kjart- an Antonsson úr Breiðabliki sem skor- aði af öryggi úr vítaspymunni, 5-2. Eið- ur Guðjohnsen úr Val innsiglaði síðan stórsigur íslendinga, 6-2, eftir að hafa leikið fimm íra upp úr skónum og eftir- leikurinn var auðveldur. Lið Norður-íra er mjög sterkt og að sögn Sveins leika með liðinu strákar sem eru samningsbundnir mörgum af stærstu liðunum í enskri knattspymu. Þar má nefna lið eins og Tottenham, Aston Villa og Leeds United. Að sögn Sveins var Grétar Sveinsson besti leik- maður vallarins og heifiaði áhorfendur upp úr skónum með stórkostlegum leik. í riöli íslendinga auk íra leika einnig Pólverjar og Svisslendingar. ísland mæt- ir Póllandi á miðvikudag og Sviss á fostudag. Pólverjar og Svisslendingar gerðu 1-1 jafntefli í gær svo að íslending- ar hafa tekið forystuna í riðlinum. Tvö efstu liðin í riðlinum komust í 8-liða úrslitin sem hefjast mánudaginn 3. maí. -JKS/-SK DV DV FH (13) (26) 34 IR (14) (26) 31 3-0, 5-1, 5-3, 7-4, 7-8, 8-8, 10-9, 11-10, 11-14, (13-14), 15-15, 15-18, 18-18, 19-19, 20-19, 20-20, 22-20, 24-21, 24-23, 25-23, 25-26, (26-26), 27-26, 28-28, (29-29), 32-29, 32-30, 34-30, 34-31. Mörk FH: Sigurður Sveinsson 7, Alexej Trúfan 7, Guðjón Árnason 6/2, Hálfdán Þóröarson 5, Gunnar Beinteínsson 5, Kristján Arason 3, Þorgils Óttar Mathiesen 1, Varin skot: Sverrir Kristinsson 9/2. Mörk ÍR: Branislav Dimitrijevie 8, Róbert Rafnsson 6, Ólafur Gylfa- son 6/1, Matthías Matthíasson 5, Magnús Ólafsson 3, Jóhann Ás- geirsson 2/1, Guömundur Þóröar- son 1. Varin skot: Magnús Sigmunds- son 10/1. Brottvísanír: FH 10 mínútur, ÍR 8 mínútur. Dómarar: Guöjón L. Sigurðsson og Hákon Sigutjónsson, þokkaleg- ir i heildina en þó fullmistækir. Áhorfendur: Um 1.250. Maður leiksins: Sigurður Sveinsson, FH. Valur (15) 31 Selfoss (10) 27 3-0, 4-1, 4-3, 5-3, 5-5, 8-5, 11-6, 12-7, 12-9, 14-9, (15-10), 15-12, 17-12, 19-13, 21-16, 23-17, 25-18, 26-19, 27-21, 28-22, 30-24, 31-27. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 8/1, Ólafur Stefánsson 6, Valdi- mar Grímsson 6, Geir Sveinsson 4, Dagur Sigurðsson 3, Ingi Rafn Jónsson 2, Jakob Sigurðsson 2. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 12. Mörk Selfoss: Sigurður Sveins- son 8, Gústaf Bjamason 7/2, Einar G. Sigurðsson 6, Siguijón Bjarna- son 2, Oliver Pálmason 2, Jón Þórir Jónsson 1, Einar Guð- mundsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 13, Ólafur Einarsson 2. Brottvísanir: Valur 10 mín., Sel- foss 4 mín. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Stefán Amaldsson, hafa dæmt betur og virkuðu hins vegar þreyttir eftir erfiðan Evrópuleik. Áhorfendur: 1178. Maður leiksins: Ólafur Stefáns- son, Val. Iþróttir Valsmenn fá gífurlegan liðsstyrk fyrir sumarið: Guðni kemur - kveður Tottenham 11. maí eftir flögurra og hálfs árs dvöl tímabilinu á íslandi lýkur, mun ég skoða mín mál upp á nýtt.“ „Ég reikna með að koma heim um miðjan maí og þá er bara spurningin hvenær ég verð lög- legur. Ég ætla að hafa virkilega gaman af þessu í sumar og mér líst vel á þann leikmannahóp sem Valur hefur yfir að ráða. Það er orðinn nokkuö langur tími síðan Valur varð íslandsmeistari og vonandi get ég hjálpað til að ná titlinum í sumar," sagði Guöni. -GH Guðni Bergsson knattspymu- maður er á leið í íslensku knatt- spyrnuna á ný. Hann hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir enska 1. deildar liðsins Totten- ham og ganga til liðs við sitt gamla félag, Val. Guðni skýrði forráðamönnum Tottenham frá þessari ákvörðun sinni í gær og leikur sinn síðasta leik með félag- inu 11. maí. „Maður er búinn að velta þessu fyrir sér í nokkuð langan tíma og ég held að þetta sé best fyrir mig og mína, að koma heim núna. Það stóð til í vetur að ég reyndi fyrir mér annars staðar og þá helst á meginlandinu en það gekk ekki upp. Lið Newcastle og Cryst- al Palace sýndu áhuga en mér fannst það ekki spennandi í stöð- unni,“ sagöi Guðni í samtali við DV í gær. Guðni hefur verið atvinnumað- ur með Tottenham í rúm fjögur ár og lék síðast í 1. deildinni með Val sumarið 1988. Á þessum fjór- um ámm með Tottenham hefur gengið á ýmsu hjá Guðna. Hann hefur leikið rúmlega 70 leiki með félaginu en oft hefur hann þurft að bíta í það súra epli að vera á varamannabekknum eða utan viö hann. „Mér var boðinn áframhald- andi samningur við Tottenham en eftir allt sem á undan er geng- ið taldi ég ekki öruggt að ég fengi þau tækifæri sem mér hefur fundist ég eiga að fá. Ég er ekki gefa atvinnumennskuna upp á bátinn og í haust, þegar keppnis- Kristján Arason bjargaði FH-ingum: Sjö sekúnd- um frá tapi - FH vann ÍR, 34-31, eftir framlengingu ÍR-ingar, nýliðarnir í 1. deild og nýliðamir í lokaslagnum um ís- landsmeistaratitilinn, voru sjö sek- úndum frá því aö skella sjálfum meistumnum, FH-ingum, á þeirra eigin heimavelli í Kaplakrika í gær- kvöldi. Kristján Arason, þjálfari FH, bjargaði sínum mönnum meö því að fara inn úr hægra hominu eftir vel útfært aukakast og jafna metin, 26-26, þegar 7 sekúndur voru eftir. í seinni hálíleik framlengingar náði FH svo loks undirtökunum og tryggði sér sigurinn, 34-31. FH er því 1-0 yfir í undanúrslitaeinvígi liðanna en þau mætast aftur í Austurbergi í Breiðholti annað kvöld og þá getur FH tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri. Bergsveinn í rúminu með 40 stiga hita Þremur tímum fyrir leik kom í ljós að Bergsveinn Bergsveinsson lands- liðsmarkvörður lá heima með 40 stiga hita og gat ekki spilað með en hann hefur staðið nær hvíldarlaust í marki FH í vetur. Það kom því í hlut hins gamalkunna Sverris Krist- inssonar að veija markið en hann hefur verið varamarkvörður í vetur og lék síðast af alvöm með FH fyrir sex árum! Þetta virtist ætla að ráða úrslitum því Sverrir varði varla skot í fyrri hálfleik en hann hrökk í gang í þeim síðari, varði meðal annars tvö víta- köst og átti drjúgan þátt í því að FH náði að snúa leiknum sér í hag eftir að ÍR hafði komist þremur mörkum yfir snemma í síðari hálfleik. Munur- inn á markvörslunni í lokin var að- eins eitt skot ÍR-ingum í hag og þeir hljóta að naga sig í handarbökin fyr- ir það. „Það var erfitt að koma inn með svona stuttum fyrirvara og ég var lengi í gang. Maður var lengi að hitna en í seinni hálfleik fór þetta að ganga betur og það var bara gaman að þessu,“ sagði Sverrir við DV eftir leikinn. „Maður fór inn með von og óvon úr þröngri stöðu en ég varð að fara inn og þetta tókst,“ sagði Kristján Arason, þjálfari og bjargvættur FH- inga. „Við söknuðum Bergsveins í fyrri hálfleik en í þeim seinni komst Sverrir í gang og þá fór þetta að koma og eins fóm IR-ingar að gera mistök. Við erum ekki smeykir við útileik- inn, okkur hefur gengið vel á útivöll- um í vetur og fyrravetur. Við erum 1-0 yfir og pressan er ekki á okkur," sagði Kristján. „Við erum auðvitað svekktir en þá er bara að gleyma þessu, næsti leikur er okkar tækifæri. Bæði lið sýndu mikinn karakter með þvi að vinna upp forskot á víxl og úrslitin réðust á heppni. Það réð úrslitum í fram- lengingunni þegar við misstum mann út af, þá komust þeir þremur yfir og nýttu sér það,“ sagði Ólafur Gylfason, fyrirliði ÍR. Bæði lið sýndu heilsteyptan leik en frammistaða Sigurðar Sveinssonar seinni part leiksins og í framlenging- unni gerði útslagið hjá FH. Branislav Dimitrijevic var bestur ÍR-inga. -VS 'Piinrúij þal/ snöíl I I Langskot | Gegnumbr. I | Horn | Lína | Hraðaupphl. dl.vufcj Valsmenn VOyfir Ólafur Stefánsson, skyttan unga í Valsliðinu, skýtur að marki Selfyssinga þrátt fyrir mikla varnartilburði hjá Sigurði Sveinssyni og Einari Gunnari Sigurðssyni. DV-mynd GS Fyrsti undanúrslitaleikur Vals og Selfoss í 1. deild í handknattleik: Valur með öll völd - gegn Selfossi og sigraði 31-27 í miklum spennu- og hávaðaleik „Við náðum að spila mjög góöan leik en það sama verður ekki sagt um þá. Þeir hafa oft leikið betur og ég á von á þeim betri fyrir austan í næsta leik,“ sagöi Dagur Sigurðsson, Val, eftir að Valur haíði sigrað Selfoss í fyrsta und- anúrslitaleik liðanna í 1. deild íslands- mótsins í handknattleik í Laugardals- höll í gærkvöldi, 31-27. Staðan í leikhléi var 15-10, Val í vil. Handboltalega séð var leikur liðanna frekar í slakara lagi og bæði lið geta gert betur ef leikmenn einbeita sér að því að spila handbolta. Það fór gífurleg orka hjá leikmönnum og þjálfurum lið- anna í að rífast og skammast út í dóm- ara leiksins og það frá fyrstu mínútu. Ekki var hægt að tala saman í Höllinni fyrir hávaða. Var þar ekki við áhorfend- ur að sakast heldur unga menn sem stýrðu hljómtækjum af svo miklu óhófi að líktist engu nema rokktónleikum. Slíkt á ekki heima á íþróttakappleikjum og vonandi verður ekki endurtekning á í næstu leikjum Valsmanna. Djöful- gangurinn virtist einkum virka illa á leikmenn og aðstandendur liðanna sem virtust trekkjast upp við ósköpin og varla kom sá maður við sögu í leiknum sem hafði hið minnsta gaman af. Dómarar leiksins, Rögnvald Erlings- son og Stefán Arnaldsson, lágu undir stöðugri gagnrýni og svívirðingum í sextíu mínútur: „Þessi framkoma er með ólíkindum. Við dæmdum í gær leik í undanúrslitum Evrópukeppninnar og þar heyrðist ekki hósti né stuna frá nokkrum manni. Hvað þá að menn væru með skítkast og svívirðingar eins og í þessum leik,“ sögðu þeir félagar eftir leikinn og var greiniiega nóg boöið. Sex-núll vörnin skóp sigur Valsmanna Valsmenn höfðu alltaf fory stu í leiknum og sigur þeirra var sanngjarn og örugg- ur. Fimm marka forskot í leikhléi og útlitið kannski ekki alltof bjart þar sem þeir Geir Sveinsson og Dagur Sigurðs- son höfðu fengið tvær brottvísanir. Báðir léku þeir þó allan síðari hálfleik- inn og skiluðu sínu hlutverki með sóma. Vamarleikurinn var mjög sterk- ur hjá Val og 6-0 vömin frábær, sér- staklega í fyrri hálfleik. Selfyssingar gerðu aragrúa mistaka í sóknarleiknum og var samstundis refs- að með vel útfærðum hraðaupphlaup- um Valsmanna. „Viö komum ekki nægilega vel einbeittir tii leiks og þaö dugir ekki gegn Valsmönnum. Við munum taka vel á móti þeim í næsta leik og þá verður barist til síöasta blóð- dropa. Ég lofa þá betri leik af okkar hálfu,“ sagði Gústaf Bjamason í liði Selfyssinga eftir leikinn. Gísli Felix Bjarnason lék ekki með vegna meiðsla og stóð Einar Þorvarðarson 1 markinu mestallan leikinn og varði vel. Selfyss- ingar geta gert enn betur og verða Vals- mönnum erfiðir á heimavelli sínum á morgun. -SK Serbi til íA - Zivko Ostojic kemur til reynslu íslandsmeistarar ÍA í knattspyrnu hafa ákveðið að fá tilsín til reynslu 29 ára gamlan serbneskan leikmann, Zivko Ostojic að nafni. „Guðjón Þórðarson þjálfari lagði fram á fundi með stjórn deildarinnar í gær að þessi leikmaður kæmi til reynslu. Við gáfum Guðjóni grænt ljós á þetta enda ekki hægt að hafna því að gefa þessum leikmanni tæki- færi,“ sagði Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspymufélags ÍA, við DV í gær. Luca Kostic, Serbinn sem leikur með ÍA, hafði milligöngu í þessu Valur og Þróttur skildu jöfn, 1-1, á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Valsmenn voru þegar komnir í undanúrslit en Þróttarar urðu að vinna tii að eiga möguleika á sæti í 1. deild mótsins næsta vor. Það verða þvi Fram, KR, Valur, Víkingur, Fylkir og ÍR sem leika í 1. deild næsta vor en önnur Reykjavík- urfélög verða í 2. deild. Hreiðar Bjarnason kom Þrótti yfir máli. Kunningjar Kostic í Serbíu gáfu Ostojic góð meðmæli og sögðu að þarna væri sterkur leikmaður á ferðinni. Að sögn Gunnars getur tek- ið einhvern tíma að koma leikmann- inum til landsins vegna ástandsins í Júgóslavíu en ef allt gengur upp ætti að hann að koma til Skagamanna fyrstu dagana í maí. Zivko Ostojic er framlínumaður og hefur leikið með liði FK Macva í 2. deildinni í Júgóslavíu og hann hefur verið markahæsti leikmaður liðsins undanfarin ár. en Gunnar Gunnarsson jafnaði fyrir Val. Staðan í B-riðli fyrir lokaleikinn, milli Fylkis og ÍR sem fram fer í kvöld klukkan 20, er þannig: Valur............3 2 1 0 3-1 5 Fylkir...........2 10 15-2 3 ÍR...............2 10 12-2 2 Þróttur..........3 0 1 2 3-8 1 Leikur Fylkis og ÍR ræður úrslitum um hvort liðið kemst í undanúrslit mótsins. -VS Stuttar fréttir Suðumesjaméliö Reynir og Njarövík skildu jöth, 2-2, í Suðumesjamótinu í knatt- spyrnu á laugardaginn. Áður hafði Njarðvík tapað fyrir Víði, 0-3. Hope, ekki James írinn sem mögulega leikur með ÍBV í l. deildinni i knattspyrnu heítir Chris Hope, ekki A1 James eins og Eyjamenn mislásu úr símbréfi í fyrstu. ítaliráfram ítalir komust í gær í 8-liða úr- slit heimsmeistaramótsins í ís- knattleik með 1-1 jafntefli gegn Austurríki. Sviss missti þar með aflestinni. Úrslitánaðbyrja í 8-Iiða úrslitum heimsmeist- aramótsins í ísknattleik í dag og á morgun leika Svíar við Banda- ríkjamenn, Þjóðverjar við Rússa, Kanadamenn við Finna og ítalir við Tékka. DetroftrakRon Bandaríska körfuknattleikslið- ið Detroit Pistons rak í gær þjálf- ara sinn, Ron Rothstein, eftir að honum hafði mistekist að koma liðinu í úrslitakeppni NBA-deild- arimiar. Þaö hefur ekki gerst hjá Detroit i tíu ár. SenttiISómalíu Silvio Beriuscone, eigandi AC Milan, hefur sent nokkur hundr- uð tonn af matvælum til hinnar stríöshrjáðu Sómalíu. Þau eru ætluð verkamönnum sem byggja upp aöalknattspyrnuleikvang landsins að nýju. Romaáfrýjar Forráöamenn ítalska knatt- spyrnufélagsins AS Roma til- kynntu í gær að þeir myndu áfrýja 13 mánaöa keppnisbann- inu sem ieikmaður þeirra, Claudio Caniggia, var dæmdur í fyrir neyslu kókains. uoemais nseim Raymond Goethals, hinn 71 árs gamli belgiski þjálfari frönsku meistaranna í knattspyrnu, Mar- seilie, tilkymiti í gær að hann myndi hætta hjá félaginu eftir úrsiitaleik Evrópukeppninnar gegn AC Milan 26. maí. PcUJ/JÍy ^koíuöu jJEJJ/ snöflún VALUR I I Langskot | Gegnumbr. Hraðaupphl. =^al=! íbr mfl. karla, A-riðill krr REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA FRAM-KR á morgun kl. 20.00 Á GERViGRASINU í LAUGARDAL -GH Jaf nt hjá Val og Þrótti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.