Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL1993 Utlönd Danskir neytendur hrópa á meira lambakjöt en fá það ekki í Danmörku: Kólombíu Danskir vís- indamenn sáu sérstaka ásta«5u til aö íagna þegar geixnferjan Kólombia hóf sig á loft síö- degis í gær frá skotpalli sinum i; Flórida. Þeir leggja nú í fyrsta sinn hönd á plóginn í gelmrannsóknum. Fimm Danir vinna nú við yfir- stjórn ferjunnar - á jörðu niðri - og í þeirra hlut kemur að kanna sérstaklega hvaöa áhrif þyngdar- leysi hefur á hjarta þeirra sem eru um borð. Geimferjan á aö vera níu daga á lofti að þessu sinni og eru tveir Þjóöverjar og tveir Bandaríkja- menn í fórinni. Hér er því um alþjóðlegan leiðangur að ræða og fleiri Evrópuríki koma við sögu. Ritzau Vantar 15.000 lömb til slátrunar á árinu - neyslan eykst nú hraðar en sem nemur flölgum sauðfjár í landinu „Við getum ekki annað eftirspurn- inni. Við fáum bara ekki nógu mörg lömb til slátrunar," segir Carsten Borup, sláturhússtjóri hjá Dana- Beef, einum stærsta kjötverkanda í Danmörku. Hann og fleiri slátrarar bera sig illa vegna þess að í ár hefur reynst ómögulegt að anna eftirspurninni fyrir lambakjöt. Skortur varð á kjöt- mu fyrir páskana og nú segja dansk- ir slátrarar að vel væri hægt að taka við 15.000 fleiri lömbum til slátrunar á þessu ári en danskir bændur geta rekið í hús til þeirra. Dani sárvantar meira lambakjöt. A undanförnum tíu árum hefur fjáreign danskra bænda fjórfaldast og þar koma nú um 40.000 dilkar til slátrunar á hverju ári. Þetta dugar ekki til og á þessu ári hefur kjöteklan sagt til sín. Danskir neytendur borða nú meira af lambakjöti en sem nem- ur framleiðslunm innanlands. í blaðinu Jydske Vestkysten, en sauðfáreign er mest á Jótlandi, segir að fjölga verði fé til að svara kröfum neytenda. í danska fjárstofninum eru nú um 110 þúsund ær en nokkur hluti af sláturfénu fer til heimaslátr- unar og kemur því aldrei fram á skýrslum. Sláturhússtjórinn hjá Dana-Beef segir að í mars hafi hann aðeins feng- ið þúsund vorlömb til slátrunar en markaður heföi verið fyrir kjöt af miklu fleiri lömbum. Þó segir hann að framboðið hafi þrefaldast frá því í sama mánuði í fyrra. Nú sér hann fram á að skorturinn verði enn meiri þegar líður á árið og aðalsláturtíðin hefst. Dana-Beef sér um sem næst þriðjung af sauðíjár- slátrun í Danmörku og er lang- stærsta fyrirtækið þar á þessu sviði þarílandi. Ritzau Stuttar fréttir Ríkissfjóm bankastjóra Carlo Axeglio Ciampi seðla- bankastjóra hefur veriö falið að mynda stjóm á Ítalíu. Ifann er 72 ára gamall, óflokksbmvdinn. Mega f ara tíl Srebrenica Karadzic, leiðtogi Bosniu-Serba segir að menn Sameinuöu þjóð- anna megi fara til Srebreníca. íslamar og Króatar sáttir íslamar og Króatar i Bosníu hafa náö samkomulagí um að berjast ekki meira í bili. 55farastíflugslysl í það minnsta 55 menn fórust í flugslysi á Indlandi í gær. Palestímimenn ganga Palestínsku útlagamir 400 í Suður-Iibanon gengu í átt aö landsmærum ísraels í gær og halda þar nú til. ísraelsmenn tóku á móti þeim meö skothríð. KreppBretaáenda Stjórnvöld í Bretlandi segja að efnahagskreppa síöustu ára sé nú á enda og vöxtur hlaupinn í at- vinnulífið. Byssumenn taka dómara Byssumenn í Costa Riea tóku í gær 20 hæstaréttardómara í gísl- ingu. Ekki er vitað hvaö þeim gengur til. NlðurskurðuríKanada Stjóm Kanada ætlar að skera rikisútgjöld niður um 24,5 millj- arða dala á næstu fimm árum til aö eyða íjárlagahalla. Búvöruverð til vandræða Landbúnaöarráðherrar ríkja Evrópubandalagsins eru sestir að fundarborði i Lúxemborg og ætla að ná samkomulagi um húvöm- verðið fyrir næstu 12 mánuði. Þaö gengur illa. Gróói hjá Norsk-Hydro Hagnaður varö á rekstri Norsk-Hydro á íyrsta ársfjórö- ungi þessa árs. Fimm milljarðar íslenskra króna bættust í sjóði fyrirtækisins. Stuðningur skorinn niður Norska stjómin ætlar að skera stuðning til bænda niður um 6,5 milljarða íslenskra króna á næsta ári. Styrkir til kornbænda minnkamest. ReuterogNTB Ævintýrið úti Útgerðarævintýrið hjá skipverjum á Hjaltlandseyjabátnum Northern Adventure var úti í gær þegar fleyið sökk eftir vélarbiiun og eld um borð. Allir komust lífs af enda veður ágætt en engu tókst að bjarga af búnaðinum um borð. Báturinn var frá Unst á Hjaltlandi. Skipverjar tóku sjálfir myndir af skipi sínu á niðurleið þar sem reykjar- bólstrarnir stóðu upp úr vélarrúminu. Simamynd Reuter Gulbrúnteitur- skýhvfliryfir norskumbæ íbúar norska bæjarins Holme- strand lokuðu sig inni á heimil- um sínum í gærkvöldi þegar gul- brúnt eiturský kom inn yfir bæ- inn frá nærliggjandi sorphaug. Eiturskýið, sem í era nítratloft- tegundir, var sýnilegt í marga klukkutíma áður en viðvörun var gefin. Það var þó ekki gert fyrr en lögreglan í Holmestrand haföi hringt og kannað hvað væri á seyði. Eiturefnasérfræðingar segja að gastegundirnar í skýinu geti ver- ið banvænar og að mikil hætta sé á lungnakvillum. Eiturgasið tók að myndast eftir að saltpétm-ssýra var losuð á sorphaugnum. Sváfusjálfvilj- ugarhjáeyðni- smituðum bðfa Fimm stúlkur á aldriniun 14 og 15 ára í borginni San Antonio í Texas hafa skýrt frá því að þær hafi viljandi haft kynmök viö HlV-smitaðan félaga í bófaflokki og aö það hafi verið hluti inn- vígsluathafnar í hópinn sem starfar í vesturhluta borgarinn- ar. ' Jo Ann King-Sinnett, starfs- maður flölskylduráögjafar borg- arinnar, sagði að stúlkumar hefðu stært sig af gjörðum sínum. Stúlkumar hafa til þessa ekki reynst smitaðar af HlV-veirunni sem veldur eyðnisjúkdómnum. NTB og Reuter Bill Clinton vill 250 milljarða fyrir Rússland: Sigur Jeltsíns léttxr róðurinn Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að traustsyflrlýsing rúss- nesku þjóðarinnar á Borís Jeltsín forseta í þjóðaratkvæðagreiðslunni um helgina mundi létta róðurinn við að koma frumvarpi um 250 miiljarða króna aöstoð við Rússland gegnum Bandaríkjaþing. Clinton sem óskaði Jeltsín til ham- ingju með sigurinn í fimmtán mín- útna símtali í gær hefur lofað aðstoð- inni til að auðvelda Rússum að koma á markaðshagkerfi. Leon Panetta, forstöðumaður fjár- lagaskrifstofu forsetans, sagði hins vegar að Clinton myndi lenda í erfið- leikum með aðstoðina í þinginu þar Borís Jeltsín má vænta aðstoðar frá Clinton. Simamynd Reuter erfitt væri að taka af fé sem annars færi til ísraels og Egyptalands. Hann sagði að þingheimur 'mundi heldur ekki meö glöðu geði skera niður fjár- framlög til innanríkismála til að hjálpa Rússum. Þegar atkvæði höföu verið talin í níu af hveijum tíu hémðum Rúss- lands var ljóst að sigur Jeltsíns í þjóðaratkvæðagreiðslunni var ótvi- ræður. Heillaóskir streymdu til Jeltsíns frá leiðtogum Vesturlanda og voru Clinton og Helmut Kohl Þýskaiandskanslari fyrstir til að láta í sér heyra. Á skrifstofu Jeltsíns var skýrt frá því að 59,2 prósent kjósenda heföu lýst yfir trausti á forsetann þegar búið var að telja atkvæði í 79 af 88 héruðum Rússlands. Þá lýstu 53,6 prósent yfir stuðningi við umbætur forsetans í átt til markaðshagkerfis þótt sársaukafullar væru. Valdamestu andstæðingar Jeltsíns vom fljótir að gera lítið úr úrslitim- um og sögðu að stjórnmálabaráttan myndi halda áfram af fullri hörku. „Það sigraði enginn né tapaði í þessari þjóöaratkvæðagreiðslu," sagði Rúslan Khasbúlatov þingfor- seti á fundi með leiðtogum þingsins. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.