Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 9 Útlönd Óttast fæðuskort Alvarlegur matarskortur verður í Austur-Evrópu og Afríku á næstu öld þar sem þróuðu ríkin hafa ekki fjár- fest nægilega mikið í landbúnaði þessara þjóða, sagði í ræðu fram- kvæmdastjóra Matvæla- og landbún- aðarstofnunar SÞ á fundi landbúnað- amefndar stofnunarinnar í Róm í gær. Reuter Refsiaðgerðir SÞ gegn Júgóslavíu hertar: Vilja banna innf lutning á poppkorni og súkkulaði Sjálfskipað þing Bosníu-Serba var ekki fyrr búið að hafna friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna fyrir Bosníu í gærmorgun en umheimurinn herti refsiaðgerðir sínar gegn Serbíu og Svartijallalandi sem mynda júgó- slavneska sambandsríkið. Nýju refsiaðgerðirnar tóku gildi skömmu fyrir miðnætti síðastliðið. Refsiaðgerðanefnd Öryggisráðsins kom saman í gær að beiðni banda- rískra stjórnvalda sem vilja banna innflutning á lúxusvamingi á borð við örbylgjupoppkorn, súkkulaði, kavíar, vín, bjór og ost. Samkvæmt ályktun SÞ um refsiað- gerðirnar mega Júgóslavar flytja inn allan mat, svo fremi sem nefndin er Bill Clinton vill ákveðnari stefnu varðandi Bosníu. Teikning Lurie látin vita fyrirfram. Bandaríkja- stjórn vill hins vegar að þegar um lúxusvarning er að raeða verði ákvörðun tekin fyrir hvert einstakt tilfefli sem þýðir að beiðninni yrði annaðhvort hafnað eða miklar tafir yrðu á innflutningnum. Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkin og bandamenn þeirra þyrftu að koma fram með „ákveðnari stefnu" gagnvart Bosniu og sagðist ætla að skýra frá nýjum hugmyndum á næstu dögrnn. Þá sagði Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, harðlínumönnum Serba að þeir gætu ekki vænst neinn- ar aðstoðar frá Moskvu. Reuter SMAKKAÐU „ZJAKK" SUKKULAÐI OG ÞÚ FÆRÐ ÞÉR MEIRA 16 BRAGDTEGUNDIR og logðu eld að - í það minnsta einn maður var skotinn í höfuðið fyrir eldinn „Það er skoðun okkar í rannsókn- arnefndinni að eldurinn á búgarðin- um haíi verið kveiktur þar á staðn- um og að olía eða annað eldfimt efni hafi verið notað til verksins," segir Paul Gray, einn rannsóknarmann- anna sem falið var að ganga úr skugga um hvað olli því að búgarður sértrúarsafnaðar Davids Koresh brann til grunna. Niðurstaða rannsóknarinnar skiptir stjómvöld miklu máli því bæöi dómsmálaráðherrann Janet Reno og Bill Clinton forseti verða að sanna að lögreglan beri ekki ábyrgð á að 86 menn létu lífið í eldinum. Málið er þegar orðið hápólitískt og það væri mikið áfall fyrir Clinton ef sannaðist að yflrvöld bæru einhverja ábyrgð á dauða fólksins og þá sér- staklega barnanna 17 sem brunnu inni. Þeir sem sluppu úr eldinum full- yrða að lögreglan hafi kveikt í og að söfnuðurinn hafi ekki ætlað sér að enda ævidagana með fjöldasjálfs- morði. Fólkið fullyrðir að lampar hafi oltið um koll í skriðdrekaárás lögreglunnar. Lögreglan segist nú geta staðfest að einn maður á búgarðinum hafl verið skotinn í höfuðið fyrir bran- ann. Áður var fullyrt að fjöldi fólks hefði verið skotinn og þar á meðal börnin. Það hefur nú verið borið til baka og enn er óljóst hvort börnin voru lifandi þegar þau urðu eldinum að bráð eða hvort þeim var byrlað eitur áður. Aðeins hefur tekist að bera kennsl á 44 lík í brunarústunum. Lík leiðtog- ans Davids Koresh er enn ófundið. Lögreglan telur sig þó vita með vissu hvar mágur hans lét lífið en hann var í hópi leiðtoga safnaðarins. Því er taflð líklegt að lík Koresh sé þar nærri. Mikil áhersla er lögð á að finna lík hans. Reuter Jaime Castello og Rita Faye Riddle eru í hópi þeirra níu sem komust lífs af úr eldinum á búgarði Davids Koresh. Hér eru þau leidd til yfirheyrslu í dómhúsið í Waco í gær. Símamynd Reuter NeilKinnock þætti í sjónvarpi NeilKinnock, fyrrum leiðtogi breska Verka- mannaflokks- ins og alþekkt- ur ræðuskör- ungur, mun gerast stjórn- ; andi rabbþátt- ' ar í sjónvarpi síðar á árinu, að því er Walesdeild BBC skýrði frá í gær. „Það verður ný reynsla fyrir mig að spyrja spuminga í stað þess aö svara þeim," sagði kola- námumannssonurinn Kinnoek. Hann ætlar að tala við frægt fólk. : Kinnock hefur þegar komið fram sem plötusnúður í útvarpi frá þvi hann lét af leiðtogaemb- ættinu í Verkamannaflokknum í fyrra. Græningjarí Tsjernobyls Hópur um þrjátíu umhverfis- sinna úr flokki græningja og sam- tökura grænfriðunga komu fyrir hvítum krossum fyrir framan höfuðstöðvar frönsku rafveitn- anna í gær til að minnast þess að sjö ár voru líðin frá kjamorku- slysinu í Tsjernobyl í Ukraínu. Mótmælendur vora einnig með borða þar sem þess var krafist aö umdeildum kjarnakljúfi í Rhone-dalnum yrði iokað fyrir fuflt og aflt. Verinu var lokað af öryggisástæöum árið 1991 en hugmyndir hafa verið uppi um aö opna það að nýju. Þing Slövakíu styðurefna- hagsstefnuna Þingið í Slóvakíu iýsti yfir stuöningi sínum við eíhahags- stefnu Vladimirs Meciars forsæt- isráðherra í gær en fór jafnframt fram á þaö við stjómina að hún skýrði ýmis stefnumál sín betur. Þingmenn samþykktu stefnu stjórnarinnar með 104 atkvæðum en tuttugu þingmenn sátu hjá. Á þingi Slóvakíu sitja 150 menn. Meciar skýröi þingheimi frá því fyrir helgi að kreppan í Slóvakíu nú væri verri en sú sem rikti á íjórða áratugnum. viðbrúðkaupið Stjórnvöld í Japan ætla að verja um það bileinummiflj- arði króna í ör- yggisgæslu við brúðkaup Naruhito krón- prins í sumar. ;: Embættismenn fjárnu'daráðu- neytisins lögðu blessun sína yfir kostnaðinn í gær og verður féð teitið úr sérstökum neyðarsjóði. í síðustu viku ákvað japanska stjórnin að leggja fram tæpar 200 mflljónir króna til brúðkaups- veislunnar þegar hinn 33 ára gamli prins gengur að eiga Ma- sakoOwada. Reuter Fullorðiitnmað- urpúaðiáBreta- drottningu Mark Haywood, 59 ára gamafl Breti, á yfir höfði sér ákæru fyrir að púa á Elísa- - betu drottn- ingu þegar hún var á opinberu ferðalagi. Maö- urinn vakti mikla hneyksl- an meðal áhorfenda með uppátæki sínu. Lögregla tók skýrslur af sjónar- vottum og hafa þær verið sendar saksóknara til umfjöllunar. Haywood sera starfar í forn- gripaverslun í bænum Wells sagði í samtali viö blaðið Daily Mirror að hann heíði ekki búist við þessum viðbrögðum. „Þaö er allt útlit fyrir að ég verði tjargað- ur og fiðraður." hlýturdauða- dóm I Singapore Fimmtiu og átta ára gamall Hoflendingur, Johannes van Damme, var dæmdur tfl dauða fyrir heróínsmygl í Singapore í gær. Hann er fyrsti hvíli maður- inn sem fær svo strangan dóm fyrir eiturlyfjasmygl. Van Damme var handtekinn á fiugvellinum í Singapore í sept- ember 1991 með tösku sem í voru rúm íjögur kfló af heróíni. Hann var á leið frá Bangkok til Aþenu og segist hafa verið að flytja tösk- una fyrir mann einn frá Nígeríu, án þess að vita um innihald henn- herra Tyrklands gagnrýndur Suieyman Demirel, for- sætisráðherra Tyrklands. sætti liarðri gagnrýni stjórnarand- sfæðinga í gær þegar þeir sök- uðu hann um að reyna að troða sér inn í forsetaembætti landsins. . Demirel var á föstudag valinn til að vera frambjóðandi fiokks síns í forsetaembættið vegna skyndilegs fráfalls Turguts Ozals forseta. Leiðtogar stjórnarand- stöðunnar segja að Demirel ætli að notfæra sér styrk eigin flokks og koma í veg fyrir aimennt sam- komulag um hann eöa annan frambjóðanda. Útnefningar til forsetaembætt- isins hefjast opmberlega á morg- un og þingið verður að vera búið að kjósa forsetann 30 dögum síð- ar. ForsQóri hjá Fiat gefursigfram Massimo Aimetti, fram- kvæmdastióri Iveco, þeirrar deildar Fiat-samsteypunnar ít- ölsku sem framleiðir vörubíla, gaf sig fram við yfirvöld í Milanó í gær. Hann hafði verið eftirlýst- ur vikum saman vegna gruns um aðild að fjármálaspillingarmál- inu sem nú tröllríöur ítölsku samfélagi. Aimettí hefur veriö sakaður um að borga mútur til stjómmála- flokka til þess að ná samningi um framleiðslu á strætisvögnum. Hann varö fyrstur háttsettra eft- irlýstra forstjóra hjá Fiat til að gefa sig á vald lögreglu eftir að fyrirtækið hét samvinnu við yfir- völd. Reuter Rannsókn bendir til íkveikju á búgarðinum 1 Waco: Ötuðu allt í olíu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.