Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRlL 1993 Fólk í fréttum Steingrímur Óli Einarsson Steingrímur Óli Einarsson, Kvennaskólanemi og verslunar- maður hjá Skeljungi, er einn hinna vösku íjórmenninga sem björguðu sér á sundi fyrir norðan Geldinga- nes er bátur þeirra sökk fimm hundruð metra frá landi á laugar- daginn var. Þetta kom fram í DV- fréttígær. Starfsferill Steingrímur fæddist í Reykjavík 23.3.1973 og ólst þar upp og þrjú ár í Mosfellsbæ. Hann stundaði nám í eitt ár við MR og síðan við Kvenna- skólann í Reykjavík. Á sumrin hef- ur hann stundað ýmsa sumarvinnu en starfar nú með náminu hjá Skelj- ungi. Fjölskylda Steingrímur á óskírðan son, fædd- an 15.1.1993. Bróðir Steingríms er Erlendur Jón Einarsson, f. 4.3.1971, rafvirkjanemi íReykjavík. Hálfbróðir Steingríms er Kristján Einarsson, búsettur í Mosfellsbæ. Foreldrar Steingríms eru Einar Páll Einarsson, f. 16.3.1947, tækni- maður hjá ríkissjónvarpinu, og Edda Steinunn Erlendsdóttir, f. 25.9. 1947, húsmóðir í Reykjavík. Ætt Einar Páll er sonur Einars, skrif- stofustjóra Raunvísindastofnunar HÍ, sem nú er látinn, bróður Jó- hanns, garðyrkjustjóra Reykjavík- urborgar. Einar var sonur Páls, járnsmiðs við Bergstaðastræti, Magnússonar, b. á Lambhaga í Mos- fellssveit, Pálssonar, b. á Blikastöð- um, bróður Halldóru, ömmu Björns Þórðarsonar forsætisráðherra, Matthíasar Þórðarsonar þjóðminja- varðar og Ágústs Flygenring, afa Páls Flygenring ráðuneytisstjóra. Halldóra var einnig amma Alberts, föður Kristjáns rithöfundar og rit- stjóra. Dóttir Halldóru var Guðrún, langamma Ragnars Amalds alþing- ismanns. Páll var sonur Ólafs, b. á Blikastöðum, bróður Ragnheiðar, langömmu Guölaugar, ömmu Pét- urs Sigurgeirssonar biskups. Ólafur var sonur Guðmundar, Utara og b. í Leirvogstungu, Sæmundssonar, b. á Kjarlaksstöðum, Þórðarsonar, prófasts á Staðastað, Jónssonar, biskups á Hólum, Vigfússonar, lang- afa Sigríðar, ömmu Bjama Thorar- ensens skálds. Jón var einnig lang- afi Önnu, langömmu Jónasar HaU- grímssonar, og Einars, afa Einars Benediktssonar. Móðir Ólafs var Guðrún, systir Bjama, langafa Jóns, afa Jóhannesar Nordals. Guðrún var dóttir HaUdórs, b. í Skildinga- nesi, Jónssonar, b. á AmarhóU, Tómassonar, ættfoður Amarhóls- ættarinnar, Bergsteinssonar. Móðir Einars skrifstofustjóra var Guðfinna, systir Sigurðar HUðar, yfirdýralæknis og ættfræðings, fóð- ur séra Jóhanns HUðar. Guðfinna var dóttir Einar, organista og smiðs í Hafnarfirði, Einarssonar, b. í Lax- árdal í Gnúpveijahreppi, Einars- sonar, ættfoður Laxárdalsættarinn- ar, Jónssonar. Móðir Einars smiðs var Rannveig Einarsdóttur, ættfoð- ur Urriðafossættarinnar, Magnús- sonar. Móðir Guðfinnu var Sigríður Jónsdóttir, ættfoður Hörgsholtsætt- arinnar, Jónssonar. Móðir Sigríðar var Guðrún, systir Guðlaugar, ömmu Ásgríms Jónssonar Ustmál- ara. Guðrún var dóttir Snorra, b. á Kluftum, bróður Helgu, ömmu Ein- ars Jónssonar myndhöggvara. Snorri var sonur HaUdórs, b. í Jötu, Jónssonar, ættföður Jötuættarinn- ar. Móðir Einars Páls Vcir Guðlaug Ágústsdóttir, sjómanns á Eskifirði, Nikulássonar. Steingrímur Óli Einarsson. Edda Steinunn er dóttir Erlends, lengst af skipstjóra hjá Eimskip í Reykjavík, bróður Steingríms, yfir- læknis í Svíþjóð. Erlendur er sonur Jóns Guðmundar, skipstjóra á Pat- reksfirði, Ólafssonar, b. í Skápadal Jónssonar. Móðir Jóns Guðmundar var Guðrún Ólafsdóttir Thorlacius. Móðir Erlends var ÓUna Jónína Erlendsdóttir, b. á HvaUátrum í Rauðasandshreppi, Kristjánssonar og Steinunnar Thorlacius. Móðir Eddu er Ásta Margrét, húsmóðir í Reykjavík, Jensdóttir, stýrimanns hjá Landhelgisgæslunni Stefáns- sonar, og Guðmimdu Jónsdóttur. Afmæli Til hamingju me ð afmaelið 27. apríl 80 ára 50ára Ragnheiður Sigurgeirsdóttir, Einar Þorbj örnsson, ÞórhaUur Pálsson, Hafnarstræti39, Akureyri. 40 ára 75 ára Anna Gerður Richter, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Jóhanna Njálsdóttir, Mjöll Bj örg vinsdóttir, 70 ára I ogafold43,Reykjavlk Björgvin Þorsteinsson, Hfisthnmrmn 3. Rftvkiavík Valgerður Ágústsdóttir, Mýrarbraut27, Blönduósi. Kj artan Bjarnason, Guðrún Björnsdóttir, Skúlagötu 40, Reykjavík. HöfðahrautlS Hvammstanga Magnús Bjarni Ragnarsson, Miöstræti 15, Bolungarvík. Anna Kristín Kristinsdóttir, Npiíhala 23 Sftltiflrnarnpsi. Magnús verður að heiman á af- mælisdaginn. Ólafur Ásgeirsson, Meistaravöllum 5, Reykjavík. Sigurborg Gísladóttu-, Norðurbraut 11, Hafnarfirði. Valþjófsstað 1, Fljótsdalshreppi. * Oddgerður Oddgeirsdóttir, ou ara Árni Guðmundsson, Gunnar Bill Björnsson, Stapasíðu 17e, Akureyri. VaOD16KKU i, JOKlUUdlSíu vppi. Helga Jóna Guðjónsdóttir, Þúfubarði 10, Hafnarfirði. RánarvöUum 9, Keflavík. Jóna Lilja Pétursdóttir, Vilhjálmur Gislason, Nónvörðu 1, Keflavik. Kjarrhólma 20, Kópavogi. Guðrún Þ. Ingimundardóttir, Seiðakvisl 23, Reykjavík. Eiríkur Björn Barðason, Lyngbergi 13b, Hafnarfirði. Baldvin Elí as Albertsson Baldvin EUas Albertsson heildsaU, Norðurvangi 1, Hafnarfirði, er fimmtugurídag. Starfsferill Baldvin fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk unglinga- skóla og stundaði um tíma nám í Englandi og Danmörku. Baldvin hóf nám í Samvinnuskól- anum að Bifröst árið 1979 og útskrif- aðist þaðan með samvinnuskólapróf þremur árum síðar. Hann varö stúdent frá framhaldsdeUd Sam- vinnuskólans í Reykjavík árið 1984. Baldvin var einnig eitt ár í lagadeUd HÍ, 1984-85. Baldvin var við verslunarstörf hjá SÍS1960-62, deUdarstjórihjá Kaup- félagi Ámesinga og síðar verslunar- stjóri þar 1964-66. Hann var sölu- stjóri bókaútgáfu á árunum 1966-68 og verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Hafnfirðinga 1968-80. Einnig hefur hann verið sölumaður hjá ýmsum fyrirtækjum. Frá árinu 1987 hefur Baldvin rekið eigiö innflutningsfyrirtæki í Hafn- arfirði, HeUdverslun B.E. Alberts- sonar sf., ásamt eiginkonu sinni. Baldvin var um tíma í stjóm Knattspyrnufélagsins Hauka og starfaði í Landssambandi íslenskra samvinnustarfsmanna. Hann lék knattspyrnu með öUum yngri flokk- um í Knattspymufélaginu Val. Baldvin hefur verið félagsmaður í Lionsklúbbi Hafnaríjarðar frá árinu 1973 og gegnt flestum trúnaðarstörf- um innan klúbbsins. Einnig hefur hann tekið þátt í félagsmálastörfum hjá Kaupfélagi Hafnfirðinga og Kaupfélagi Árnesinga. Hann hefur verið félagi í Fram- sóknarflokki Hafnartjarðar og er nú formaður framsóknarfélags Hafn- arfjarðar. Fjölskylda Fyrsta eiginkona Baldvins er Gerður Gunnarsdóttir, f. 6.12.1942, húsmóðir. Þau sUtu samvistum. Önnur kona Baldvins er Inga Þyrí Kjartansdóttir, f. 4.5.1943, snyrtisér- fræðingur, þau shtu samvistum. SambýUskona Baldvins frá 1983 er Elna Þórarinsdóttir, f. 8.9.1943, skrifstofustúlka og húsmóðir. Hún er dóttir Þórarins Helga Jónssonar, verkamanns í Reykjavík sem nú er látinn, og JennýjarL.S. Olsen Jóns- son, húsmóður í Reykjavík. Sonur Baldvins og Ingu Þyrí er Baldvin Albert, f. 6.6.1974, nemi. Stjúpböm Baldvins, böm Elnu, era: Matthías Sigurður, f. 31.7.1960, bókaútgefandi, búsettur á Álftanesi; Sólveig, f. 10.11.1963, nemi í snyrti- fræði, búsett í Reykjavík; Sigríður Elín, f. 18.7.1968, nemi, búsett í Reykjavík; BjarkUnd Þór, f. 17.6. 1971, nemi, búsett í Reykjavík; og Inga EUnborg, f. 10.11.1979, nemi, býríheimahúsum. Alsystir Baldvins er EUsabet Aal- en Albertsdóttir, f. 4.10.1945, hús- móðir í Bandaríkjunum. Hálfsystkini Baldvins era: Óskar Baldvin Elías Albertsson. Jörundur Þorsteinsson, f. 13.3.1924, defidarstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavficur; Esther S. Þorsteins- dóttir, f. 15.4.1926, húsmóðir; Stein- unn Þorsteinsdóttir, f. 18.6.1928, d. 13.8.1979; Laufey Símonardóttir, f. 20.1.1939, húsmóðir; og Ingvi Rafn Albertsson, f. 13.8.1939, sjómaður á Eskifirði. Foreldrar Baldvins em Albert Baldvin Jóhannesson Aalen, f. 18.4. 1910 á Eskifirði, d. 5.6.1981, sjómað- ur, verkamaður og vélstjóri í Reykjavík, og María Hrómundsdótt- ir Áalen, f. 14.11.1902 að HUði á Álftanesi, d. 8.12.1974, húsmóðir í Reykjavík. Baldvin og Elna taka á móti gest- um að Hraunholti (áður Skútan), Dalshrauni 15, Hafnarfirði, laugar- daginn 1. maí næstkomandi eftir kl. 20. Andlát Hafsteinn Kristinsson Hafsteinn Kristinsson, forstjóri Kjöríss hfi, tfi heimiUs að Þelamörk 40, Hveragerði, lést sunnudaginn 18.4. sl. Jarðarfor hans fer fram frá Hveragerðiskirkju kl. 14 í dag. StarfsferiN Hafsteinn fæddist að Ámesi á Sel- fossi 11.8.1933 og ólst þar upp. Hann stundaði nám í mjólkurfræði hjá Mjólkurbúi Flóamanna 1956 og við mjólkurfræðiskólann Dalum Mej- eriskole 1957. Lauk prófi sem mjólk- urverkfræðingur frá Landbúnaðar- háskóla Kaupmannahafnar 1960, stundaði framhaldsnám í mjólkur- fræði við Landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi 1961-62 sem Rotary Fund-styrkþegi og hlaut OECD- ársstyrk til að kynnast ráðunauta- og fræðslustarfsemi danska mjólk- uriðnaðarins 1963-64. Hafsteinn var ráðunautur'hjá Mjólkurbúi Flóamanna 1960-61, hjá Osta- og smjörsölunni 1961-63 og hjá Búnaðarfélagi íslands 1964-66. Hann var framkvæmdastjóri Osta- gerðarinnar hf. í Hveragerði 1966-68, stofnaði ísgerðina Kjörís hf. 1968 og var framkvæmdastjóri hennarsíðan. Hafsteinn var fyrsti formaður Mjólkurtæknifélags íslands 1965-66, var formaður Sjálfstæðisfélags Hveragerðis 1972-74, varaformaður í hreppsnefnd Hveragerðis 1970-74, oddviti hreppsnefndar Hveragerðis 1974-78 og 1982-87, sat í bæjarstjórn Hveragerðis og var fyrsti forseti bæjarstjómar 1987-89, átti sæti í stjóm Landsvirkjunar 1987-91 og starfaði í Lionsklúbbi Hveragerðis frá stofnun 1971. Fjölskylda Hafsteinn kvæntist 9.3.1963 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Laufeyju Sveinfríði Valdimarsdóttur, f. 26.1. 1940, húsmóður. Laufey er dóttir Valdimars Siguijónssonar, b. að Hreiðri í Holtum, og Guðrúnar Margrétar Albertsdóttur húsfreyju. Böm Hafsteins og Laufeyjar em Aidís, f. 21.12.1964, kerfisfræðingur í Hveragerði, í sambýh með Lárasi Inga Friðfinnssyni matreiðslu- manni og eiga þau tvö böm; Valdi- mar, f. 9.2.1970, iðnrekstrartækni- fræðingur í Hveragerði, kvæntur Sigrúnu Kristjánsdóttur nema og eiga þau tvo syni; Guðrún, f. 9.2. 1970, skrifstofumaður í Reykjavík, gift Davíð Jóhanni Davíðssyni nema; Sigurbjörg, f. 18.7.1975, nemi íHveragerði. Bræður Hafsteins era Guðmund- ur, f. 31.12.1930, fyrrv. aðalféhirðir og fræðimaður á Selfossi; Sigfús, f. 27.5.1932, byggingameistari á Sel- fossi. Foreldrar Hafsteins vora Kristinn Vigfússon, f. 7.1.1893, d. 5.1.1982, húsasmíðameistari á Selfossi, og Aldís Guðmundsdóttir, f. 24.2.1902, d. 9.8.1966, húsfreyja. Ætt Kristinn var sonur Vigfúsar, sjó- manns á Eyrarbakka, bróður Ragn- heiðar, ömmu Sigurðar Guðmunds- sonar, húsasmíðameistara og stofii- anda SG-einingahúsa á Selfossi. Önnur systir Vigfúsar var Sigríður, amma Gísla Hafidórssonar leikara. Bróðir Vigfúsar var Kári, afi Guð- mundar Sveinssonar, húsasmíða- meistara á Selfossi. Vigfús var son- ur Hafidórs Vigfússonar, b. á Ósa- bakka, bróður Guðmundar, langafa Magnúsar Kjartanssonar, ráðherra og ritstjóra. Móðir Vigfúsar á Eyrar- bakka var Þorbjörg Jónsdóttir. Móðir Kristins var Sigurbjörg saumakona, hálfsystir Guðjóns, langafa Péturs Gunnarssonar rit- höfundar. Sigurbjörg var dóttir Hafliða, b. í Brúnavafikoti, Þor- steinssonar, b. þar Jörundssonar, b. á Laug, IUugasonar, staðarsmiðs í Skálholti, Jónssonar. Móðir Sigur- bjargar var Guðbjörg Guðmunds- dóttir, á Núpum í Ölfusi, Jónssonar. Móðir Guðbjargar var Guðbjörg Jónsdóttir, sfifursmiðs og ættfoður BfidsfeUsættarinnar, Jónssonar. Bróðir Aldísar var Lýður, hrepp- stjóri í Litlu-Sandvík, faðir Páls, hreppstjóra og stjómarformanns Hafsteinn Kristinsson. Sláturfélags Suðurlands. Aldís var dóttir Guðmundar, hreppstjóra í Litlu-Sandvík, bróður EUsabetar, móður Þovarðar, aðalféhirðis í Landsbanka og Seðlabanka, Kristj- áns læknis og Jóns, prests í Háteigs- sókn. Guðmundur var sonur Þor- varðar, hreppstjóra í Litlu-Sandvík Guðmundssonar, hreppstjóra þar Brynjólfssonar vefara. Móðir Al- dísar var Sigríður Lýðsdóttir, hreppstjóra í HUð í Gnúpveija- hreppi, Guðmundssonar og Aldísar Pálsdóttur frá Brúnastöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.