Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL1993 5 Fréttir Sjóöþurrö hjá félögum Mmerkjasafnara: Gjaldkeri grunaður um 5 milljóna króna fjárdrátt fær frest til 28. apríl til að skila peningunum „Þetta er innanbúðarmál og ég vil ekki tala um það við fjölmiðla," sagði Jón Aðalsteinn Jónsson, formaður Félags frímerkjasafnara, í samtali við DV en karlmaður á þrítugsaldri, sem er gjaldkeri beggja félaganna, er grunaður um að hafa dregið sér 5 milljónir króna úr sjóðum Félags frí- merkjasafnara og Landssambands íslenskra frímerkjasafnara. Sjóðþurrðin komst upp fyrir um tveimur mánuðum er endurskoðend- ur félaganna fóru yfir bókhaldið og er ljóst að 1 milljón vantar í sjóð Félags frímerkjasafnara og 4 milljón- ir í sjóð Landssambands íslenskra frímerkjasafnara. í síðustu viku var svo kallað saman aukaþing lands- sambandsins vegna málsins og þar var manninum gefmn frestur til há- degis 28. þessa mánaðar til að greiða peningana til baka ella verður máhð sent til rannsóknarlögreglu ríkisins. Samkvæmt heimildum DV hafði gjaldkerinn fyrrverandi samband við félaga sinn, sem er í stjóm ann- ars félagsins, og sagði honum frá því hvemig komið væri fyrir sér. Félagi hans heíði svo gert samstjórnendum sínum grein fyrir því hvemig málin stæðu. Óskar Jónatansson er endurskoð- andi beggja félaganna og segir hann að aldrei hafl verið gerð athugasemd við reikninga félagsins fyrr en nú. „Hann kom meö ársreikiúngana til mín nú og ég sá ekkert athugavert við þá en þegar ég vildi fá að líta á bankayfirht þá hafði hann gleymt þeim heima. Ég bað hann um að koma með þau daginn eftir en gleymdi svo að hafa samband við hann strax.“ Óánægja er meðal félagsmanna beggja félaganna með að máhð skuh ekki hafa verið kært til rannsóknar- lögreglunnar. Til dæmis sagði einn heimildarmanna DV að hvort sem gjaldkerinn greiddi þessa peninga til baka eða ekki væri ekki ljóst hvort öh kurl væra þar með komin til graf- ar fyrr en að opinberri rannsókn lok- inni. „AUur svona pukursháttur er bara tU að gera máhð enn grunsam- legra. Á 4. hundrað félagsmenn eiga aðUd að þessum félögum og þetta era þeirra fiármunir sem um er að ræða.“ Aðspurður hveiju sætti að máhð hefði ekki verið sent til rannsóknar- lögreglu strax vUdi Hálfdán Hálfdán- arson, forseti landssambandsins, ekkert segja. Óskar segir hins vegar að enginn í félögunum kunni skýr- ingu á háttalagi gjaldkerans. „Þetta var vænsti drengur að öllum fannst og þótti öUum leiðinlegt að svona skyldi fara. SennUega er það ástæðan fyrir því að ekkert hefim verið gert í málum fyrr en nú.“ -PP Nýborin ær með spræk lömb, tveir hrútar og tvævetla Ingibjörg T. Pálsdóttir, DV, Grundarfirði: Það má eiginlega segja að tónleikar sem Sniglabandið hafði auglýst sem athyghsverða í Röst á Hellissandi fyrir helgi hafi snúist í að verða held- ur betur athyghsverðir því þegar gestir voru komnir í sahnn kom lög- reglan og stöðvaði samkomuna. Engin haldgóð skýring fékkst á aðgerðum lögreglunnar. í samtah fréttaritara DV við yfirlögregluþjón sýslunnar daginn eftir taldi hann hljóðfæraleikarana ekki hafa gengið frá tílskUdum leyfum, sem þeir aftur á móti töldu vera í lagi. Það leit því Ula út hjá hljómsveitinni og unnend- um hennar meðan aUt stóð í járnum mikinn hluta dagsins því dagskipun yfirlögregluþjónsins var „engar sam- komur á vegum Sniglabandsins". En skjótt skipast veður í lofti og að lokum fékkst leyfi fyrir tónleikum og dansleik í Samkomuhúsi Grund- arfjarðar. Voru tónhstarunnendur í SnæfeUsnes- og Hnappadalssýslu þá orðnir smeykir um að í framtíðinni yrði ekkert um að tónhstarmenn kæmu og flyttu efni í sýslunni. Frá tónleikunum og dansleiknum er það að segja að Sniglabandið kom þægilega á óvart bæði með tónhst sinni og sviðsframkomu sem öU er hin líflegasta. Viðkoma þeirra hér á Nesinu er hður í kynningarferð í kringum landið vegna nýútko- minnar plötu hljómsveitarinnar. TU gamans má geta þess að fyrsta lag plötunnar er sungið af Lögreglu- kómum. Guðfirmnr Finnbogasan, DV, Hölmavik: Það er mjög sjaldgæft að útigengn- ar ær finnist nýbomar í aprilmánuði með spræk lömb. Það gerðist þó fyrir nokkrum dögum í Nauteyrarhreppi í Norður-Ísaíjarðarsýslu að bóndinn og hreppstjórinn, Jón Guðjónsson á Laugabóh, var staddur á þjóðvegin- um skammt frá bænum Múla og beindi sjónauka sínum fram í Lauga- bólsdal. Sér tíl mikiUar undrunar sá hann kindur á beit þar sem heitir Stekkur. Þegar komið var til þeirra var þar kind, sem Jón átti sjálfur, nýborin tveimur frískum lömbum. Þar var einnig tvævetla frá bænum Múla, komin að burði, nær veturgamall hrútur frá Laugabóh og hrútur, jafn- aldri hans, frá Múla í KoUafirði í Austur-Barðastrandarsýslu. Að sögn Jóns var fé þettá sænúlega framgengið, uU farin að losna frá hálsi á hrútunum og þeir orðnir fild- ir. Ærin nýborna er frekar rýr en mjólkar þó nægUega handa lömbum sínum. Ströng hefur vist þeirra verið í hörðum vetrarveðrum. Þó hefur tog uUarinnar ekki slitnað af vegna snjó- brynju. Snjór var aldrei mikiU á þessum slóðum en vetur lagðist snemma að. Síðan í fyrri hluta marsmánaðar hafa veður verið skapleg og mjög gott suma daga. Það mátti sjá gróður- nál á stöku stað um páska. Kindurn- ar hafa nú verið teknar á hús og heUsast vel. Sniglabandið á dansleik í Grundarfirði eftir að tónleikar á Hellissandi höfðu verið stöðvaðir. DV-mynd Ingibjörg Tónleikar Snigla- bands stöðvaðir af lögreglu Sjávarútvegsfrumvaipið „Það skýrist þegar Uður á vikuna hvort finmvarpiö um stjóm fisk- veiða verður lagt fram á þessu þingi eða í haust," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í samtali viö DV í gær Skiptar skoðanir eru innan þing- flokka stjórnarflokkanna um þær niðurstöður sem formenn tvfliöfða- nefndarinnar hafa veriö að kynna aö undanförnu og frumvarpið veröur byggt á. Náist ekki sam- komulag innan þingflokkanna verður því frestað að leggja frum- varpiö fram. Fyrirhugað er að þingsht fari fram 7. mai. Verði frumvarpið hins vegar lagt fram er ljóst að þingslit verða ekki fyrr en í júní. Um það eru allir þingmenn sammála. „Þingshtin verða þá ekki fyir en um miöjan júní eða jafnvel síðar, enda er hér um eitthvert stærsta mál þjóöarinnar aö ræða,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins. -S.dór Um 3 mánuðir em nú liðnir stðan Nýherji setti AMBRA tölvumar á markað hérlendis. Á þessum tfma hafa selst rúmlega 1200 AMBRA tölvur og hafa þær reynst mjög vel. AMBRA tölvumar em til (ýmsum stærðum og gerðum og henta því námsfólki og heimilum jafnt sem stómm og smáum fyrirtækjum. AMBRA tölvumar hafa fengið margs konar viðurkenningar hjá mörgum virtum erlendum tölvutímaritum sem hafa gefið AMBRA stna bestu einkunn. Þaö em þv( ekki aðeins okkar orö þegar viö segjum aö AMBRA tölvan só besti valkosturinn f dagl A M 8 H ~A NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 00 77 00 AUtaf skrefi á undan Athugasemd við grein Hannesar Hólmsteins Hannes Hólmsteinn Gissurarson er röng. í fréttinni var því ekki hald- gagnrýnir fréttaflutning nokkurra ið fram að ráðning Hrafns Gunn- fjölmiðla af „Hrafnsmálinu" í kjall- laugssonar hefði verið gagnrýnd á aragrein í DV í dag. Hann slær því þingflokksfimdi sjálfstæðismanna. í fram að Kristján Ari Arason, frétta- fréttinni kemur hins vegar fram að maður DV, h;ifi sagt í blaðinu að þaðhafisættgagnrýnihvemigstaðið ráðning Hrafns hafi verið gagnrýnd var að ráðningunni. Þama er um á fundi í þingflokki sjálfstæðis- afgerandi merkingarmun að ræða. manna. Tilvísun Hannesar í frétt DV -HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.